Tíminn - 11.05.1971, Qupperneq 3

Tíminn - 11.05.1971, Qupperneq 3
BOK UM NUTIMAUOD- LIST EFTIR JÓHANN I>að er oft haft á orði, að fáar þjóðir eða engar eigi skádlist sinni meira upp að uima en ís- lendingar, og má það til sams vegar færa. Á löngum öldum fylgdi hún þeim trúlega frá einni kynslóð til annarrar og liún varð þeim ekki aðeins athvarf og dægradvöl, heldur andleg íþrótt, sem öllum almenningi var tiltæk og brýndi vitsmuni hans og anda gegn lífshættum einangrunar og fásinnis. Þá átti hver maður að heita mátti sitt eftirlætisskáld, og hefur svo verið allt fram á vora daga. Nú er það að sönnu augljóst mál, að þjóðfélagsleg stakka- skipti hafa í seinnj tíð lagt í aðrar hendur ýmis þau hlutverk, sem skáldskapurinn var áður lát- inn gegna, en þar fyrir verður ekki með nokkru móti staðhæit, að þjóðin í heild sé orðin ljóð- listinni fráhverf. Hitt er engu að síður satt, að um sinn hefur al- menningi gengið miður vel að til- einka sér hina yngstu ljóðagerð, sem einatt er borin þeim sökum að vera bæði formlaus og óper- sónuleg. Þetta viðhorf hefur stefnt hinum ungu skáldum til meiri einangrunar en þeim sjálf- um eða bókmenntunum er hollt og verður naumast úr því bætt nema með einu móti — aukinni kynningu. f raun er hér komið að vanda- máli, sem allt til þessa hefur sætt mikilli vanrækslu. En nú hefur Jóhann Hjálmarsson skáld og gagnrýnandi, tekið saman allmik- ið rit, sem ætti að geta leitt til hlutlægra mats á hinni ungu ljóð list og jafnframt til nánara sam- bands milli hennar og lesendanna. Nefnist bókin fslenzk nútímaljóð list og er hún nýlega komin út á vegum Almenna bókafélagsins. í bók þessari, íslenzkri nútíma Frh. á bls. 10. Ekki er útlit fyrir að enska togaranum, sem strandaður er út af Arnarnesi, verði bjargað af strandstað þennan daginn. Björgunarskipin tvö geyma enn flothylki hér jnni á ísafirði. f dag hafa björgunarskipin verið út við togarann, en í gær og fyrradag var unnið við að koma vírum og flothylki undir hann. Nú sést mávurinn ekki einu sinni við Arnarnes, en þar ligg- ur nú ný olíurák mcðfram öllu landi. (Tímamynd G.S.) ------------------------------i Hóptrygging > cn >loa s'io' Vaxandi áhugi er fyrir þvi, að samstarfsfólk, lífeyrissjóðir eða félög standi sameiginlega að HÓPTRYGGINGUM. Með því móti verða iðgjöíd veruiega lægri og fullvissa er um, að allir e.ru tryggðir. Samskot vegna fráfalls eða veikinda vinnúfélaga ættu að vera óþörf, ef HÓPTRYGGING er fyrir hendi. Við höfum nú á boðstóli^m mjög fullkomna HÓPLÍF- SJÚKRA- og SLYSATRYGGINGU, serh. kemur í veg fyrir tekjumissi vegna sjúkdóma eða slysa, og greiðir dagpen- inga í allt að þrjú ár. Ennfremur greiðir tryggingin örorku- bætur og dánarbætur við fráfall fyrirvinnu og einhleypinga. Upplausnarásfand hjá Hannibal Þá hefur Félag frjálslyndra í Reykjavík loks ^engið frá frainboðslista sínum, en þar höfðu þau tíðindi gerzt, að Hannibal Valdimarsson hafði sagt sig af listanum vegna ágreinings, og er hann nú kom- inn í framboð vestur á fjörð- um. Frá nýjum framboðslista var svo gengið á laugardaginn. Það var Bjarni Guðnason, pró- fessor, sem fyrir því stóð að Ilannibal var flæmdur vestur. Fékk hann til liðs við sig Magnús Torfa Ólafsson, fyrr- um ritstjóra Þjóðviljans, sem skipar nú fyrsta sætið á lista Samtaka frjálslyndra og vinstri manna í Reykjavík. Á þessum fundi á laugardaginn sögðu 8 menn, sem ætlað var sæti á framboðslistanum sig út af list anum í mótmælaskyni, Meðal þcirra voru Steinunn Finnboga dóttir, borgarfulltrúi Frjáls- lyndra í Reykjavík, Margrét Auðunsdóttir, formaður starfs- stúlknafélagsins Sóknar, Sigríð ur Hannesdóttir og Alfreð Gíslason, læknir, og fyrrum al- þingismaður Alþýðubandalags- ins. Hann mætti ekki einu sinni á fundinum, en lét fylgja þau skilaboð, að hann yrði ekki í framboði fyrir hinn nýja stjórnmálaflokk. Alfreð hafði verið ætlað hciðurssætið á list- anum. Þannig er hinn nýi „samein- ingarflokkur" nú klofinn. Raun ar kemur það ekki á óvart þeim, sem til þckkja og vita hvers konar samanskrap óá- nægðra úr ýmsum áttum þessi nýju stjórnmálasamtök eru. Klofningur var því aðeins spurning um tíma. Engan mun samt hafa órað fyrir, að flokk- urinn myndi klofna fyrir fyrstu alþingiskosningarnar, sem hann tæki þátt í. Þar er skýringar aS finna Skýringar á þessum atburð- um má m.a. finna í síðasta tölu blaði Nýs lands, sem gefið er út cftir að Ijóst er orðið, að Hannibal er horfinn á braut og kominn í framboð á Vest- fjörðum. f forustugrein blaðs- ins fær Hannibal heldur kaldar kveðjur. Þar segir m.a.: „ . . . . Flokkurinn vill koma með nýtt fó!k, sem ekki er sam dauna hinu gamla flokkavaldi þar sem einn vilji ræður mestu“. Þetta er sérstök kveðja til Hannibals ,en við hana er bætt: „Þegar stjórnmálaflokkar ákveða lista sína koma venju- lega tvö sjónarmið til greina. Annað að tryggja vald flokks- stjórnarmanna yfir væntanleg um frambióðendum. hitt að velja á lista fólk, sem væn- legt er til að draga fylgi að Iistanum. Síðarnefnda sjónar- miðið varð að ágreiningsefni í Reykjavík". Þessi kv»ðja er að sjálfsögðu einm'g ætluð Steinunni Finn- bogadóttur og Haraldi Henrýs- syni, seni átti að skipa 3ja sæti listans skv. ákvörðun fundar Framhald á bls. 10. Jóhann Hjálmarsson fev-

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.