Tíminn - 11.05.1971, Page 7

Tíminn - 11.05.1971, Page 7
MUÐJUDAGUR 11. maí 1971 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastj óri: Kristján Bemediktsson. Ritstjórar: Þórarinn Þóiarinsson (áb), Jón Helgason, IndriCi G. Þorsteinsson og Tómas Karisson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gislason. Rit. stjómarskriístofur í Edduhúsinu, símar 18300 — 18306. Skrtf- stofur Bamikastræti 7. — Afgreiðslusími 12323. Auglýsingasími: 19523. Aðrar skrifstofur sími 18300. Askriftargjald kr. 195,00 á mámuði. tnnamlands. í lausasölu kr. 12,00 elnt. — Prentsxn. Edda bf. „Þá var fylgzt með“ i í ræðu þeirri, sem Jíinar Ágústsson, varaformaður Framsóknarflokksins, flutti í eldhúsdagsumræðunum í síðasta mánuði, vék hann að nauðsyn þess að koma á stefnubreytingu í fjármálastjóm hins. opinbera, m.a. með því að hamla gegn útþenslu ríkisbáknsins með bættum vinnubrögðum og aukinni ráðdeild. Einar vék síðan að því, hvílíkur myrkviður hin opinbera yfirstjóm fjármálanna væri orðin. Hann sagði: „Fyrir skömmu voru gerðir kjarasamningar við opin- bera starfsmenn á grundvelli starfsmats í fyrsta skipti. Ýmsum þóttu efstu flokkarnir fá allríflegar launahækk- anir. Af tilefni samningsgerðarinnar kom hæstvirtur fjármálaráðherra margoft fram í fjölmiðlum til þess að lýsa ágæti, samninganna. Meðal annars tók hann það fram, að launahækkanirnar til hinna hæst launuðu væru ekki jafn miklar og þær sýndust á pappírnum, vegna þess að á móti kæmi, að margs konar hlunnindi féllu niður. Fyrir nokkrum dögum hefur hins vegar verið vakin athygli á því í blaðaskrifum, að nokkrir af hinum hæst launuðu, svo notað sé orðalag hæstvirts fjármálaráð- herra, eiga að halda áfram fríðindum, sem þeir hafa haft og geta samkvæmt upplýsingum f jármálaráðherra numið hvorki meira né minna en yfir 1300 þús. kr. á ári. Ennþá eftirtektarverðara er það, að einn fjórði hluti þessara tekna er skattfrjáls samkvæmt úrskurði ríkis- skattanefndar, sem dagsettur er hinn 12. maí 1964. Eft- irtektarverðast er þó, að samkvæmt því sem fjármála- ráðherra upplýsir í bréfi til dagblaðsins Tímans þann 31. fyrra mánaðar, var fjármálaráðuneytinu ekki kunnugt um þennan úrskurð fyrr en nú fyrir nokkrum mánuðum. Hvernig lýst mönnum á þetta? Fjármálaráðuneytið veit það ekki í rúm sex ár að hluti af launum æðstu embætt- ismanna landsins er skattfrjáls, og sá hluti af launum þessara embættismanna, sem þeir fá fyrir störf, sem þeir vinna fyrir sjálft ráðuneytið. Ég fullyrði að á þeim árum, sem ég vann í fjármálaráðuneytinu 1954 til 1957 hefði slíkt verið með öllu óhugsandi. Þó var starfsliðið þar færra en það er nú. Þá var engin hagsýslustofnun til. Þá var enginn stérstakur Seðlabanki til, sem nú annast hluta af fyrri verkefnum fjármálaráðuneytisins, og þá var engin efnahagsstofnun til, svo ég nefni aðeins nokkur atriði af þeim, sem búið er að breyta. En þá var fylgzt með." Þrátt fyrir margar nýjar eftirlitsstofnanir, er bersýni- legt, að mjög hefur dregið úr aðhaldi og ráðdeild í ríkis- rékstrinum á síðastl, áratug. Úr því verður ekki bætt nema með breyttum vinnuaðferðum og nýrri forustu. Skattskránni frestað Á síðasta Alþingi gerðu ríkisstjórnin og flokkar henn- ar þá breytingu á skattalögunum, að skattstjórar þjnrftu ekki að leggja fram skattskrár fyrr en 20. júní í stað 1. júní áður. Þessi breyting var ekki í hinu upphaf- lega skaf<afrumvarpi stjómarinnar, heldur var fyrst lögð fram eftir að búið var að ákveða, að kjördagurinn yrði hinn 13. júní. Samhengið milli þessarar lagabreytingar og kjördags- ins er því ótvírætt. Það samhengi er vel skiljanlegt. Tekjuskattur og útsvar mun stórhækka á einstaklingum á þessu ári. Þessu þurfti að halda leyndu fram yfir kosn- ingar, að dómi stjómarflokkanna. Stjórnarflokkamir vilja láta anda vorboðans ljúfa ríkja framyfir kosningarnar, svo að notuð sé orð Ólafs Björnssonar prófessors. Þ.Þ. TÍMINN r1”--1- ■■■ ■ >»■■ ■ C. L. SULSBERGER, THE NEW YORK TIMES: Kaffiverðið og pillan ráða mestu um framtíð Colombíu Of mikil mannfjölgun er alvarlegasta vandamálið STUNDARVANDI Columbíu- manna væri leystur ef sérhver húsmóðir hitaði helmingi fleiri bolla af kaffi en hún gerir, og alvarlegasti framtíðarvandi þeirra væri líka úr sögunni, ef allar húsfreyjur í Columbíu not- uðu pilluna. Hitt er svo annað mál, að afar ólíklegt er, að hvort tveggja þetta gerist, og þess vegna vofa erfðleikamir yfir. Segja má, að nálega allur vandi þjóðarinnar sé annað hvort nátengdur kaffibauninni eða getnaðarvamapillunni. Hin- um sárafáu efst í mannfélags- stiganum er ljóst mikilvægi beggja, og þær ráða úrslitum um mótun daglegs lífs allra þeirra, sem eru annað hvort of ungir eða of fátækir til þess að njóta menntunar, enda þótt þeir geri sér þess ekki ljósa grein. Sérhver Columbiubúi játar, hvar svo sem hann stendur í stjórnmálum, að kaffibaunin gæti bætt nálega öll þjóðfélags- mein, ?f Bandaríkjamenp — og , þó/sérstaklega þingmenn. Banda ríkjanna, — hristu af sér slenið og keyptu þessa höfuðfram- leiðslu þjóðarinnar. ÁLITIÐ er, að löggjafamir í Bandaríkjunum beri ábyrgð á smæð hinna skammvinnu kaup- leyfa, svo og á því, að halda verðinu niðri. Columbiumenn telja einnig, að stefna Banda- ríkjamanna hvetji Afríkumenn óbeinlínis til að rækta kaffi og eyðileggja þannig þann litla markað, sem eftir er. Stjóm- málamenn í Columbíu halda fram, að verð í Bandaríkjunum hækkj á öllum vörum nema kaffi. Guði sé lof fyrir, að Rúss- ar og Kínverjar era fyrst og fremst tedrykkjumenn. Alberto Lleras Camargo fyrr- verandi forseti heldur fram, að kona Franklins Roosevelts hafi valdið upphafinu, þegar hún hvatti bandarískar húsmæður í síðari heimsstyrjöldinni til að nota kaffipundið í helmingi fleiri bolla en áður. Hann segir ennfremur, að Gillette öldunga- deildarþingmaður hafi þrýst verði kaffis frá Columbíu niður um fimmtíu af hundraði á ár- unum milli 1950 og 1960. — Þvi er svo hætt við, að endahnútur- inn á eyðilegginguna hafi verið rekinn með framleiðslu uppleys- anlegs dufts til að hella upp á einn bolla í einu, sem tryggi til fulls gegn öllu braðli — og leiki raunar smekkinn eins. ÞEIR, SEM allt leggja upp úr kaffinu, halda jafnvel fram, að Bandaríkjamenn hafi horfið frá fyrri stefnu um frjáls viðsklpti Columbíumönnum til tjóns. (Col umbíumenn segja, að „Washing- ton“ hafi gert þetta, og þegar þeir segja „Washington“ eiga þeir fremur við þingið í Banda- ríkjumun en ríkisstjórnina.) Lleras segir meðal annars: „Níxon boðar stefnu sína vel, en þingið fer ekki eftir henni.“ Saldrifjaðri gagnrýnendur segja hins vegar: „Við gerðum ráð fyrir, að Nixon stæði við heit sfn um meiri viðskipti og minni fjár- hagsaðstoð. En í framkvæmd- inni rekum við okkur hins veg- ar á bæði minni viðskipti og minni f járhagsaðstoð." Pastrana Borrero forseti fulÞ yrðir meira að segja: „Koma verður almenningi f Bandaríkjunum í skilning um, hve mikil áhrif jafnvel lítil breyting á kaffverðinu hefir á efnahagslíf okkar.“ En hitt skýr- ir enginn, hvernig eigi að fá bandarískar húsmæður til þess að breyta svo háttum sínum, að unnt sé að hafa við hinni gífur- legu fólksfjölgun í Columbíu. VISSULEGA er erfitt að sann færa bandarískar húsmæður um, að þær séu skyldar til að tvö- falda kaffdrykkju sína og hækka verðið, meðan ekki er unnt að fá konur í Columbíu til að nota getnaðarvarnir. Pastrana forseti segir, að mannfjölgunin nemi 3,1 af hundraði, en Lleras segir að hún sé 3,6 af hundraði. Fjölgunin er gífurleg, hvor tal- an sem réttari er. Lleras segir enn: „Þessi vandi er ægilegur og kirkjan gerir afar erfitt fyrir. Prestar geta ekki hjálpað til op- inberlega, vegna þess, að stjórn kirkjunnar er á móti getnaðar- vörnum og ríkisstjómin þorir ekki að gangast fyrir málamiðl- un. Að tíu árum liðnum fjölgar vinnufæra fólki um heila millj- ón árlega, og við svo mikilli fjölgun er blátt áfram ekki með nokkra móti unnt að taka.“ MENNTAMENN, sem era mjög fáir hlutfallslega, segja horfurnar heldur batnandi. Ung- ir prestar séu fylgjandi rót- tækum úrræðum og áhrif þeirra aukist verulega. Vald kirkjunn- ar fari einnig yfirleitt rénandi og hjónaböndum fækki raunar smátt og smátt, bæði í efstu og neðstu þrepum mannfélagsstig- ans. En gífurlegur fjöldi barna heldur áfram að fæðast, hvort sem þessar kenningar era réttar eða ekki. Saman fara versnandi horfur í efnahagsmálum, gífurleg fólks f jölgun, sem er meiri en svo, að hægt sé að koma auga á nokkra möguleika til að svara lágmarks kröfum um félagslegar umbæt- ur, heilsugæzlu og húsnæði, og fræðslukerfið er í alla staði ófullnægjandi. AUt stefnir þetta í eina átt, beint f voðann. Hinu má heldur ekki gleyma, að þjóð in hefir orðið að þola gífurlegar blóðsúthellingar á liðinni tíð. NÚ FER með völd í Colum- bíu samsteypustjóm hinna tveggja opinberu flokka í land- inu, en samningur þeirra um samvinnu rennur út árið 1974. Þeir sömdu árið 1957, en ein- ræðisstjóm hersins hafði þá set- Framhald á bls. 10.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.