Tíminn - 11.05.1971, Page 10

Tíminn - 11.05.1971, Page 10
TÍMINN Innfluttir fiskar frá Asíu gjöreySa lífi í ám og vötn- um í Bandaríkjunum. Það sem margir Bandaríkja- menn hafa óttazt hefur nú rætzt. Innrás hefur verið gerð frá Asíu. Óvinirnir eru þegar komnir inn í mitt land. Þeir stíga eins og froskmenn upp úr ám og vötnum, þeir herja landið eins og fótgönguliðs- sveit, og dag hvern ná þeir nýjum svæðum á sitt vald. Og enn hefur ekki fundizt neitt varnarvopn. Nafn óvinarins er á latínu „Clarias batrachus“, og hann er fiskur uppprunn- inn í Thailandi öðru nafni Siam. Dýrakaupmaður í Banda ríkjunum flutti nokkra slíka fiska til Flórída og kom þeim fyrir í sundlauginni sinni. Hann vissi ekki að þeir eru verstu strokuhundar og góðir til „gangs“. Fiskar þessir sem verða allt upp í 40 cm langir, geta stig- ið á land, andað með eins konar lungum klukkustund- um saman, og herjað á margra kílómetra stóru svæði Þeiv geta stokkið og þreifa fram fj<rir;sig með öngum, sem þeir háfa við munninn. Fiskar þess jit eru alger rándýr. Þeir éta allt líf upp til agna í vötnum, tjörnum og ám, og skilja eftir sig algera auðn. Og frá náttur- unnar hendi eiga þessir Asíu- búar enga óvini í Bandaríkjun- um. Jafnvel grimmustu dýr taka á sig lcrók þegar þau rek- ast á fiska þessa, einum þeirra hefur meira að segja tekizt að bíta hund. Líffræðingar eru ráðalausir. Einn þeirra hefur saígt: „Hvéniir éigum við að d|-eþa fiska, sem hreinlega labba burt, þegar maður eitr- ar tjörnina þeirra?11 Gengið Gjaldeyrismarkaðir eru enn lok aðir í Belgíu, og mun því skrán- ing á belgískum frönkum ekki verða tekin upp af Seðlabankan- um að svo stöddu. Hins vegar munu viðskiptabankarnir verzla með belgíska franka á sama hátt og undanfama daga. Áð öðru leyti en hér hefur verið rakið munu gjaldeyrisvið-. skipti verða með venjulegum hætti, þ.á.m. á ítölskum lírum, en skráning á þeim var felld niður s.l. fimmtudag", segir í tilkynn- ingu Seðlabankans. íþróttir En á 35. mín. var Magnúsi markverði vísað út af, eins og sagt var frá í upphafi. Eftir það varð leikurinn að „skrípaleik". Hef ég sjaldan orðið vitni að öðru eins, — og sízt hjá fullorðn- um mönnum, Þetta var eins og hjá strákum, sem eru að leika knattspyrnu án dómara og allir vilja dæma. — Leikmenn beggja liða hrópuðu og veifuðu hver í kapp við annan, þegar við þá var komið. Ef síðustu 10. mín. leiksins væru klipptar af, mætti segja um leikinn, að hann liafi boðið upp á margt skemmtilegt. Hefðu Víkingar leikið allan leikinn eins og þeir léku fyrstu 15. mín. í fyrri hálflcik, hefði sigurinn orðið stærri en 3:2 yfir KR. Víkingsliðið, sem er eitt okkar skemmtilegasta lið, gerði margt fallegt. Ætti það að vera mikill styrkur fyrir liðið, að Gunnar Gunnarsson er byrjaður að leika aftur cftir stutt hlé. Beztir voru Hafliði Pétui-sson, sívinnandi, og fyrirliðinn, Jón Ólafsson (Donni). KR-liðið skapaði alltaf stór- hættu með skyndiupphlaupum, — en liðið virðist ekki fastmótað enn. Hjá liðinu bar mest á hinum síunga Sigþóri Jakobssyni. Sjaldan hefur maður séð eins mikið kæruleysi og hjá dómara- tríói leiksins. Leikinn dæmdi Þor- steinn Björnsson hörmulega. — Hafði hann lítil samskipti við reynslulausa línuverði. Maður hélt nú annars, að línuvörður hefði um annað að hugsa en kall- ast á við stúkugesti. Aðsúgur var gerður að dóm- aranum eftir leikinn, með grjót- kasti og spörkum, og er til skamm ar, að dómari skuli ekki fá vernd þegar svona lýður leikur lausum hala. — SOS. EFTA Framhald af bls. 1. Hér á eftir fer verð á filmunum í EFTA-ríkjunum, og er alls staðar miðað við svissneska franka. Austurríki 23,16 Danmörk 18,42 Finnland 24,13 ísland 31,21 Nojregur 22,35 Portúgal 27,00 Svíþjóð 17,39 Sviss 15;50 Bretland 18,70 Þá var nefnt scm dæmi verð á OMO þvottaefni, en pakkinn af því kostar í Portúgal 1,38 svissn. franka, hér á landi 2,18 og í Sviss 2,80. Þá var nefnt dæmi um bif- rciðaverð og tekin Volvo-bifreið, sem kostað í Sviss 13,400 franka, á fslandi 19,938 og í Finnlandi 22.418 franka. Eins og áður segir, hefst fundur ráðherranefndar EFTA á fimmtu daginn og lýkur á föstudag. Hinir erlendu gestir koma á miðviku- dag nema brezki ráðherrann, sem kemur um miðjan fimmtudag beint af samningafundi við EBE- ríkin. Fréttir frá Brussel herma, að talið sé sennilegt að verulegur árangur náist á þeim samninga- fundi, þótt ekki sé talið að sá fundur hafi nein úrslitaáhrif. Loftleiðir , þegaþjónustan hefur gengið hér á landi, síðan henni var komið á, og þykir Loftleiða- mönnum þvi sjálfsagt að færa út kvíarnar á þessu sviði sem öðrum. Samstarf Lofleiða og Luxair er mikið á ýmsum sviðum. en þess má geta, að 53% allra þeirra farþega sem fara um Findelflugvöll ferðast með Loftleiðavélum og Air Ba- hama. Hefur farþegaaukning*»i aukizt um 40% síðan þotuflug félagsins byrjaði. Fyrsta árið sem Loftleiðir flugu til Luxem borgar 1955, var farþegatalan 650. Á síðasta ári fluttu Loft- leiðir 219 þúsund farþega um Luxemborgarflugvöll, og það sem af er þessu ári nemur farþegaaukningin 20%. Nú eru starfsmenn félagsins í Luxem- borg 106. Nótímaljóð Ijóðlist, er fjaliað um þau skáld, sem ailt frá Jóhanni Sigurjóns- syni og fram á vora daga hafa að áliti höfundarins stuðlað að öðrum fremur að endui'nýjun ljóðsins, bæði að því er tekur til efnis og forms, og er mörgum þeirra gerð veruleg skil. Samt tekur höfundurinn mönnum vara fyrir því, að líta á ritið sem eigin lega sögu þessara bókmennta- greinar, heldur sé því öðru frem ur ætlað að eyða fordómum og skapa umræðugrundvöll. Til þeirra hluta virðist bókin prýði- lega fallin, auk þess sem hún ætti að koma að góðum notum við bókmenntakennslu í skólum lands ins. Og þó að ýmsar ályktanir höfundarins kunni að valda ágrein ingi, skiptir það í raun minnstu máli, ef bókinni tekst að öðru leyti að vekja tilætlaðan áhuga og skilning, íslenzk nútímaljóðlist er 241 bls. Hún er prentuð og bundin í Prentsmiðju Hafnarfjarðar, en Torfi Jónsson teiknaði kápu. Á víðavangi Framhald af bls. 3. og niðurstöðum prófkjörs, en hann hcfur einnig horfið af listanum í Reykjavík. Þannig fer fyrir hinu „fylgissnauða flokksstjómarfólki" í hinum nýju samtökum. — TK íþróttir Framhald af bls. 8. á ferðinni með góða scndingu. Charlie George tók við boltanum og sendi hann með hægra fæti glæsilega í mark. Sigurvegurunum var að venju fagnað gífurlega og tóku „The Kop“, stuðningsmenn Liverpool, einnig þátt í þeim fagnaðarlát- um. Nokkrir áhangendur Arsen- als tóku sig til, og fóru í bað í gosbrunnunum á Trafalgar torgi í London eftir leikinn. Úrslitaleikurinn verður vænt- anlega sýndur í sjónvarpinu á laugardaginn kemur. —kb— ÞRIDJUDAGUR XL ma! 1981 íbróttir Framhald af bls. 9. Einliðaleikur kvenna: 1. Margrét Rader, KR 2. Sigrún Pétursdóttir. KR 3. Ríta Júlíusdóttir, Á Tvenndarleikur: 1. Sigrún Pétursdóttir og Gunnar Gunnarsson, KR 2. Elísabet Simson og Jóhann Sigurjónsson, Ö. 3. Margrét Rader og Stefán Árnason. KR Tvíliðaleikur karla: 1. Birkir Þ. Gunnarsson_ og Ólafur H. Ólafsson. Ö. 2. Björn Finnbjömsson og Jón Kristinsson, Ö. 3. Ólafur G. Ólafsson og Svavar Sigurðsson, ÍA. Einliðaleikur karla: 1. Björn Finnbjörnsson,__ð 2. Bagnar Ragnarsson,_ Ö 3. Ólafur Garðarsson, Ö f einliðaleik og tvíliðaleik karla á hið nýstofnaða borðtennisfélag Örninn sigurvegarana, og í ein- liðaleiknum raða sér „Ernir" 1 öll efstu sætin, og þar efstur Björn Finnbjörnsson, sem leikur yfii-vegað og hættulaust. Hann sækir sjaldan en lætur mótheri- ann um það, og ,Mslær svo til“ þegar þeir gera vitleysur, og á því vinnur hann mest. íbróttir Frarr’ ’ ’ bls 9. sem hann átti sjálfur. Var hann kominn langleiðina með það upp, en náði ekki að rétta nógu vel úr sér, enda orðin þreyttur eftir að hafa verið á ferðinni í sam- bandi við keppnina og í henni frá því fyrir hádegi. f mótinu tók þátt ungur Japani, Kenechi Take Fuse, sem gestur og keppti hann í fjaðurvigt. Hann gerði allar 3 lyfturnar á bekknum ógildar, og var þar með úr keppni. Hann var þó með í hnébeygjunni og réttstöðulyftunni, þar sem hann lyfti 105 og 160 kg, en það er samtals 95 kg. meira en fs- landsmetið í þeim þyngdarflokki — hraustur náungi það. f léttvigt áttu Seyðfirðingar tvo fyrstu menn, í millivigt KR-ing- ar. f léttþungavigt sigraði Gunnar Alfreðsson, en þar byrjaði Friðrik Jósepsson, Vestmannaeyjum á því að setja íslandsmet í bekk- pressu ,130 kg„ en hann féll úr keppni með Jíví að gera ógilt í hné beygjunni. Á mótinu voru sam- tals sett 13 íslandsmet, sem er glöggt dæmi um hina öru þróun hér á landi í þessari íþrótt. Colombía Framhald af bls. 7. ið að völdum um skamman tíma. Áður en sú stjórn tók við voru harðar sviptingar í stjóm- málaflokkunum um nokkurt skeið, og létu þá lífið tugir þús- unda manna. Nú virðist allt kyrrt á yfir- borðinu, en víða er grunnt á því góða inn til landsins, þar sem margs konar skæruliðar ráða lögum og lofum, ýmist á bandi Sovétmanna, Castros eða Maos. f raun og veru ríkir um- sátursástand hvarvetna í land- inu. Hersveitir og vopnuð lög- regla hafa verið á verði við alla mikilvæga staði síðan háskóla- stúdentar efndu til óeirða í Cali í byrjun apríl. Þetta, sem liér hefir verið lýst, eru þó smámunir einir, að- cins ofurlítil ólag á yfirborðinu, hjá þcim kraumandj ægivanda, sem á eftir að koma í ljós, — nema þvf aðeins, að allar konur, bæði í Bandaríkjunum og Col- umbíu, gerbreyti lífsháttum sin- um. En á því eru afar litlar horfur, svo ekki sé fastara að oi'ði kcmlzt.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.