Tíminn - 03.06.1971, Blaðsíða 3

Tíminn - 03.06.1971, Blaðsíða 3
3 FfilMTUDAGUR 3. Jóní 1971. ^------------------------ Tvö ný félags- heimili aldr- aðra í borginni SJ—Reykjavík, miðvikudag. Borgaryfirvöld hafa ákveðið að á neðstu hæS íbúðasambyggingar innar fyrir aldraða, sem verið er að reisa við Norðurbrún, verði miðstöð félagslífs fyrir roskið fólk í nágrannahverfunum. í sam byggingu þessari eru 60 íbúðir, sem eiga að verða tilbúnar í haust, en þá er eftir að skipu- leggja og innrétta neðstu hæðina og má gera ráð fyrir að félags heimilið verði tilbúið seint næsta vetur eða næsta vor. Senn verða einnig byggðar aðr ar 60—70 íbúðir fyrir aldraða við Stóragerði í Reykjavík, en í því húsi er einnig áætlað að hafa rúm gott félagsheimili fyrir eldri borg ara í nágrenninu. Þegar þessi fé lagsheimili hafa tekið til starfa verður félagsstarfsemi fyrir roskið og aldrað fólk á þrem stöðum í borginni, en félagsstarfinu í Tónabæ verður haldið áfram eftir sem áður. Gert er ráð fyrir að íbúar sam byggingarinnar, sem rísa mun í Stóragerði, fái ýmsa þjónustu frá hjúkrunarheimilinu, sem verið er að byggja við Grensásveg og væntanlega verður fulllokið í vet ur. Eins mun aldraða fólkinu, sem kemur til með að búa við Norðurbrún, standa til boða nokk ur þjónusta frá Hrafnistu, dvalar heimili aldraðra sjómanna, en vistmönnum þar gefst aftur á móti kostur á að sækja félagsheim ilið í Norðurbrún. Haraldur Árnason, skólastjóri á Hólum ET—Reykjavík, þriðjudag. Hinn 25. þ.m. skipaði landbún- aðarráðherra Harald Árnason, bændaskólakennara, til að vera skólastjóri Bændaskólans á Hól- um í Hjaltadal, frá 1. júní 1971 að telja, en Haraldur hafði verið settur skólastjóri frá 1. janúar þessa árs. Haraldur Árnason er fæddur 6. marz 1925 í Bandaríkjunum og voru foreldrar hans Árni Daníels- son og Hildur Björnsdóttir. Har- aldur varð stúdent frá MR 1944. Hann fór ári síðar til Sviss til náms við landbúnaðardeild Tækni- háskólans í Ziirich og lauk háskóla prófi 1951. Starfaði sem búfjár- ræktarráðunautur Búnaðarsam- bands Skagafjarðar um níu ára skeið, en vann síðan að ýmsum störfum, stofnaði m.a. eigin verzl- un á Sauðárkróki 1965. 1968 var Haraldur skipaður kennari við Bændaskólann á Hólum og hefur hann kennt þar síðan. Haraldur er kvæntur konu af svissneskum ættum, Margréti Árnason. TIMINN Frá vinstri: Jóna Kristín Bjarnadóttir, Svanhvít Hallgrímsdóttir, Þorbjörg Guðmundsdóttir, Kolbrún Jónsdótt- ir, Aðalsteinn Helgason, Katrín Þorvaldsdóttir og Gyða Jónsdóttir. Á myndina vantar Hrefnu Sigurðardóttur. Átta ijúka prófi í Kórskóta safnaðanna 15. maí s. 1. lauk þriðja starfs ári Kórskóla Safnaðanna í Reykja vík. Átta nemendur luku prófi og eru það fyrstu nemendur sem út- skrifast frá skólanum, en nemend ur voru alls þrjátíu. Fjórar kennslugreinar voru kenndar: söngur, söngfræði, tónlestur og kirkjutónlistarsaga. Hver nem andi fékk 12 kennslustundir mán- aðarlega í þesum fræðum og fór kennslan fram á mánudagskvöld um og laugardagseftirmiðdögum. Við skólaslit árnaði Guðmundur Magnússon, formaður skólanefnd ar brautskráðum nemendum heilla með þá tónlistarmenntun er þeir hefðu hlotið í skólanum, en Kol- brún Jónsdóttir þakkaði fyrir hönd burtfararprófsnemenda og færði skólanum veglega bókagjöf frá þeim. Kennarar við skólann voru þrír, Dr. Róbert A. Ottósson, Elísabet Erlingsdóttir og Sigurður Markús son. Hallgrímskirkjukór heldur tónleika i kvöld Kór Hallgrímskirkju í Reykja- vík heldur tónleika þar í kirkjunni kl. 8,30 í kvöld. Kórinn á 30 ára starfsafmæli um þessar mund ir og er sem næst jafngamall prestakallinu. Söngstjóri hans og organleikari hefur vérið' frá upp hafi, Páll Halldórsson og stjórn ar hann söngnum í kvöld. Á efnis skránni er íslenzk og sænsk tón- list. Fyrst verða flutt sex lög eftir Sigvalda Kaldalóns, en í ár eru liðin 90 ár frá fæðingu hans. Fjögur fyrstu lögin leika Rut Ingólfsdóttir og Páll Halldórsson á fiðlu og orgel, en tvö hin síðari syngur kórinn, og eru það morgun og kvöldbænir við ljóð eftir séra Ófeig Vigfússon í Fellsmúla. Þá er lagið ,,Hönd Guðs“ eftir vestur íslenzka tónskáldið Steingrím Hall. Síðan verða flutt einsöngs Kannaðir möguleikar á vinnuskóla utan borgarinnar EJ—-Reykjavík, miðvikudag. Guðmundur Þórarinsson, borgar stjórnarfulltrúi Framsóknarflokks ins, hefur lagt fyrir fund borgar stjórnar á morgun, fimtudag, eft irfarandi tillögu: „Bæjarstjórn felur borgarráði í samvinnu við fræðsluráð og æskulýðsráð að kanna, hvort unnt sé að koma á fót utan borgarinn ar vinnuskólum fyrir börn og unglinga, t.d. á aldrinum 12—14 ára, þar sem saman gæti farið fjögurra klukkustunda vinna, kennsla í náttúrufræði, útivera og íþróttaæfingar undir leiðsögn nátt úrufræði- og íþróttakennara. Við staðarval mætti hafa hliðsjón af gróður- og dýralífi, landslagi og jarðfræði staðarins, ásamt mögu leikum til léttrar útivinnu.“ kór- og orgelverk eftir sænsku tónskáldin, Gustaf Nordquist, David Wikander og Albert Run- báck, sem allir fæddust á tveimur síðustu áratugum 19. aldar. Sólveig Björling syngur fjögur einsöngslög eftir Nordquist, Gústaf Jóuannesson organleikari leikur Passacaglfu eftir Wikander og loks eru tvær kantötur eftir m Runbáck, og í annarri þeirra syngja einsöng Sólveig Björling | og Baldur Pálmason, en Gústaf f Jóhannesson leikur á orgel. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. \wmmrmmmmmmwmmmmmmm er snori framar saumavél framtíðarinnar Nýr heimur hefur einnig opnazt yður meS Singer 720 gerSinni, sem tæknilega hæfir geimferða- öldinni. r' Hs Sjálfvirk spólun. Hí Öruggur teygjusaumur. * Stórt val nýrra nytjasauma. * Innbyggður sjálfvirkur hnappagata- saumur. * Keðjuspor. Á Singer 720 fáið þér nýja hluti til að sauma hringsaum, 2ja nála sauma, föidun með biindsaum og margt fleira. Singer 237. Singer 437. Sölu og sýningarstaðir: Liverpool Laugaveg 20, Domus Laugaveg 91, Gefjunn Iðunn .Austurstræti 10, Dráttarvélar Hafnarstræti 23, Rafbúð SlS Ármúla 3 og kaupfélög um land allt. Tökum gamlar vélar sem greiðslu upp í nýjar. MwwmwwMmwmmwmwwmmwm AVlÐA HiM Lúalegar árásir á Hermann Jónasson Afbrýðisemi Alþýðubanda- lagsmanna út í Framsóknar- flokkinn vegna forystu hans í landhelgismálum brýzt út í ýmsum myndum þessa dagana. Þannig gaf Alþýðubandalagið út sérstakt blað til dreifingar í Reykjavík, sem átti að sanna það, að Hermann Jónasson væri hinn mesti svikahrappur í landhelgismálum og hann hefði ekki staðið heils hugar að útfærslunni í 12 mílur 1958. Slíkur rógur um þann íslcnzkan stjörnmálamanna, scm fastast hefur staðið á rétti íslands í skiptum við aðr- ar þjóðir, þann mann, sem með lagni og stjórnkænskn tókst að draga krata með og tryggja þingmeirililuta fyrir útfærslunni í 12 milur 1958, er auðvitað varla svaraverður. En það lýsir vel innræti Þjóðvilja- klíkunnar, að hún hefur kosið að bíða með þessa „kosninga- bombn“ í 12 ár til að ráðast á Hermann Jónasson, þegar hann liggur þungt haldinn og alvarlega sjúkur á sjúkrahúsi, og hefur ekki aðstöðn né getu tii að bera hönd fyrir höfuð sér. Þeir, sem kjósa sér slíkar lúalegar hnífsstungur í bak heiðursmanna með hrcinan skjöld, sem þjóðin stcndur í þakkarskuld við fyrir stjórn- kænsku og einurð í mestu sjálf stæðismálum hennar, í þeirri von að þeir geti dregið at- kvæði frá Framsóknarflokkn- um í þessum kosningum, hljóta að falla undir þann dóm, að ekki sé einlægum ásetningi um sigur þjóðarviljans og sam stöðu með samstæðum öflum um útfærslu landhelginnar á næsta ári um of fyrir að fara. En þeir skulu ekki fara í nein- ar grafgötur um það, að þjóð- in gerir sér grein fyrir því og styðst þar við reynslu, að fisk- veiðilögsagan verður ekkl færð út á næsta ári nema und- ir stjórnarforystu stærsta stjórnarandstöðuflokksins, Framsóknarflokksins. Alþýðu- bandalagið velur þeim flokki nú öll hin verstu orð tungunn- ar, en láta íhaldið afskipta- laust. Þannig lýsa þeir innræti sínu. Ó, Guð ég þakka þér Og nú er Þjóðviljaklíkan líka búin að æra hinn hægláta og nytsama sakleysingja, Gils Guðmundsson, bókaútgáfu- stjójra Menningarsjóðs. Hann hneykslaðist á því í sjónvarps umræðunum í fyrrakvöld ,að búfræðingur og sjúkrahúsráðs- maður skyldu leyfa sér að ræða landhelgismálið og hafa á því skoðun. Gils Guðmunds- son telur sig greinilega miklu meiri og betri mann en þeir, sem sinna slíkum störfum í þjóðfélaginu og þakkar Guði fyrir að vera ekki eins og þeir. Það eru rithöfundar og bóksal ar, sem fjalla eiga um land- helgismálið og önnur mál, sem einhverju skipta og er þar greinilega á sömu skoðun og annar rithöfundur, Svava Jakobsdóttir, sem er í fram- Framhald á bls. 10. __

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.