Tíminn - 03.06.1971, Qupperneq 10
TÍMINN
FIMMTUDAGUR 3. júní 1971
Gylfi Gíslason listmálari sýnir imd þessar mundir verk sín í SÚM salnum.
Eins og fram hefur komið í frétfum áður, eru myndir hans gerSar eftlr
verkum gamalla íslenzkra listamanna, en þær eru þó á engan hátt stæling
á þeim, heldur notar listamaSurinn þær sem undirstöSur undir annaS og
meira; inn í myndirnar fléttar hann pólitískum áróSri, eins og hann segir
siálfur. T. d. má geta þess, aS í Fjallamjólk Kjarvals hefur hann sett
ÁlveriS í Straumsvík, sem andstæSu. í myndir eftir Jón Stefánsson hefur
hann sett myndir af raflínu, sem á aS tákna rafiínuna austan frá Búr-
felli, svo nokkuS sé nefnt. Sýningin er opin frá kl. 4 til 10 og hefur
aSsókn veriS góS. Myndin er af Ustamanninum viS eitt verka sinna.
ÓSANNINDI
Framhald af bls. 1.
vitað, hvort úr samningum
verSur um alúmíníumverk-
smiðju. VerSi ekki samningar
gerSir um alúmíníumverk-
smiSju og orkusala bundin við
hana, er Þjórsá eigi að síður
það hagkvæmasta, sem hægt er
að virkja hér fyrir Suður- og
Suðvesturland. 70 þúsund kw
virkjun verður að vísu dálítið
erfið fyrstu árin, en sé litið
yfir lengra árabil, 15—16 ár,
þá vinnast á því 360 milljónir
króna samanborið við það, að
ráðast í smávirkjanír . . . En
þegar 70 þús. kw virkjunin er
orðin of lítil vegna almennings
notkunar og íslcnzks iðnaðar er
einnig ódýrast að bæta við
vélasamstæðu, 35 þús. kw. og
prjóna þannig við þessa virkj
un áfram, þangað til fullvirkj
að er upp í 210 þús. kw.“
„jafntímabært, hvort sem
alúmíníumsamningur verð-
ur gerSur eSa ekki"
Og í umræðunum í efri
deild alþingis tók Ingólfur
Jónsson það skýrt fram, að
Búrfellsvirkjun væri jafntíma
bær hvort sem samið yrði um
orkusölu til álbræðslu eða
ekki. Hann sagði:
„Frumvarpið fer fram á
heimild til þess að virkja allt
að 210 þúsund kw. Og fram-
kvæmdum við virkjunina,
áfangaskiptum verður hagað
eftir því, hvort alúmíníumverk
smiðja verður mcð eða verður
það ekki. Ég geri ráð fyrir því,
að á næsta hausti liggi það
ljóst fyrir hvort við eigum kost
á samningum, sem við teljum
hagstæða. En það ætti ekki að
breyta neinu um það, aö þetta
frumvarp er jafntímabært,
hvort sem alúmíníumsamningur
verður gerður eða ekki.“
Þetta var einnig skoðun
Framsóknarflokksins, og þess
vegna var frumvarpið um Búr
fellsvirkjun samþykkt einróma
á alþingi.
Á móti samningum
Ingólfur Jónsson hélt því
einnig fram í sjónvarpinu, að
Framsóknarflokkurinn hafi ver
ið andvígur álbræðslu á ís-
landi. Ilið rétta er, að flokk
urinn var á móti þeim samn-
ingum um álbræðsluna, sem
ríkisstjórnin gerði, og taldi
ÍNGÓLFS
nauðsynlegt að ná betri samn-
ingum.
Það voru einkum tvö atriði
í samningi ríkisstjórnarinnar
við svissneska álfélagið, sem
Framsóknarmenn voru á móti.
f fyrsta lagi töldu þeir, að
rafmagnsverðið væri ekki nógu
hagstætt fyrir íslendinga. í
öðru lagi voru þeir andvígir
því, að deilur, sem upp kynnu
að rísa milli Svisslendinga og
íslendinga, skyldu leggjast und
ir erlenda dómstóla en ekki
íslenzka.
Framsókriaririerin greiddu
því atkvæði gegn þeim samn
ingi, sem fól í sér þessi óhag
stæðu atriði, og taldi, að ríkis
stjórnin hefði getað náð betri
samningum. Um það stóð deil
an.
Eins og sést af framansögðu,
eru ummæli Ingólfs Jónssonar,
ráðherra, í sjónvarpinu um af-
stöðu Framsóknarfiokksins til
Búrfellsvirkjunar hrein ó-
sannindi. Almenningur hlýtur
að spyrja sig þeirrar spurning
ar, hvort ráðherrum á fslandi
leyfist að fara með staðlausa
stafi að vild, hvort þeir verða
ekki að uppfylla kröfur um
heiðarleika £ málflutningi.
fþróttir
Framhald af bls. 9.
Ferenc Puskas, sem nú er þjálf-
ari Panathinaikos. Hann skoraði
þá mest 12 mörk í einni keppni,
en næstur honum kemur nú Ant
onis Antoniadis, sem skoraði 10
mörk í keppninni að þessu sinni,
en honum tókst ekki að bæta við
þá tölu í gærkveldi.
Kosningasími
Framhald af bls. 1.
mælt á bæjarstjórnarfundi á Ólafs-
firði fyrir nokkru, en bæjarstjóri
er sagður hafa farið undan í flæm
ingi og orðið heldur svarafátt,
enda er hann flokksbróðir bæjar-
gjaldkerans, og getur varla komizt
hjá ja'ö vita um þessa misnotkun á
aðstöðu á bæjarskrifstofunum.
Hér með birtast tvær myndir,
og er önnur úr auglýsingu í Morg-
unblaðinu, en hin úr símaskránni,
og á báðum stöðum er símanúmer-
ið 6 21 51, en á öðrum staðnum er
þetta skrifstofusími bæjargjald-
kerans, en á hinum er þetta kosn-
ingasími Sjálfstæðisflokksins á Ól-
afsfirði.
Hvað átti
Ólafur við?
Framhald af bls. 1.
nýir kaupsamningar og hljóta ýms
ar stéttir, einkum þó láglauna-
stéttir, að krefjast verulegra kaup-
hækkana, m. a. með tilliti til ný
gerðra samninga ríkisvaldsins við
opinbera starfsmenn. Þá hafa sjó-
menn ákveðið að krefjast stórhækk
aðra kauptrygginga, enda urðu
kjör margra þeirra léleg á vetrar
vertíðinni.
Þannig hljóta allar þær þrjár
stoðir, sem verðstöðvunin byggist
á, að hrynja eftir 1. september
og nýjar víðtækar efnahagsráð-
stafanir að reynast óhjákvæmileg
ar, ef ekki á enn verr að fara.Það
er þetta viðhorf, sem hér hefur
verið lýst, er Ólafur Björnsson
hefur líkt við hrolvekju.
Við þetta bætist svo að afla
þarf a.m.k. 500 millj. kr. nýrra
tekna á næsta ári vegna almanna
tryggingalaganna nýju og auk þess
þarf að afla tekna vegna veru-
legra umsaminna launahækkana
til opinberra starfsmanna á næsta
ári.
„Skynsamleg tekjuskipting“
Þegar þetta er athugað, hlýtur
öllum að vera ljóst, að óhjákvæmi
legt verður að gera meiriháttar
efnahagsráðstafanir á komandi
hausti, ef ekki á að koma til
meiri eða minni stöðvunar at-
vinnulífsins. Ólafur Björnsson
vissi vel hvað hann sagði, þegar
hann talaði um hrollvekjuna.
Ráðherrar og frambjóðendur
stjórnarflokkanna reyna heizt að
halda því fram, að áframhaldandi
verðstöðvun með tilheyrandi nið-
urborgunum muni duga. Þó bæta
sumir þeirra við, eins og Gylfi Þ.
Gíslason gerði nýlega í Alþýðu
þlaðinu, að mest velti þetta þó á
því, „að mótuð verði skynsamleg
tekjustefna". Þetta minnir á það
að gengisfellingarnar 1967 og
1968 voru mest rökstuddar með
því, að þær fælu í sér tilfærslu
milli stétta, er markaði „skynsam
lega tekjustefnu". Það sem for-
ustumenn stjórnarflokkanna dreym
ir áreiðanlega um, er því ný geng
isfelling, þótt reynt verði að
dylja það fram yfir kosningar.
Lofsönguc stjórnarblaðanna um
heillaríkar afleiðingar gengisfell
inganna 1967 og 1968 leyna því
ekki heldur, að þau hafa enn ekki
lært neitt af reynslunni.
Afstaða
Framsóknarmanna.
Framsóknarmenn hafa markað
þá afstöðu til væntanlegra efna-
hagsaðgerða, að gengislækkun
komi ekki til greina.
Þeir viðurkenna jafnframt, að \
hér verði ekki um neina auðvelda
lausn að ræða og vandinn verði
ekki leystur með neinu einu úr-
ræði. Hér verði að gera margar!
samverkandi ráðstafanir, sem!
felist m. a. í því að auðvelda í
vaxta- og skuldagreiðslur atvinnu j
veganna, auka ýmsa styrki, þar
sem það á við, breyta tekjuöflun
hins opinbera og reyna eftir megni
að gæta aukins rekstrarhagræðis
jafnt í smáu sem stóru. I.eiðarljós
ið verði alltaf að vera það, að
þyngja ekki byrðar þeirra, sem
höllum fæti standa, og m. a.
vegna þess komi gengisfelling
ekki til greina. Þá sé það höfuð
atriði, að reynt verði við lausn
þessara mála að hafa sem nánast
samstarf við stéttasamtökin, en
sniðganga þau ekki, eins og núv.
ríkisstjórn sniðgekk launþegasam
tökin, þegar hún feldi gengið
1867 og 1968.
tiUBJÖIV Stvrkábsson
H/CSrAKtl rARiÖCUADUII
AUSrUKSTAÆri t SlHI Itsst
Á víðavangi
Framhald af bls. 3.
boði fyrir Alþýðubandalagið,
að ekki sé „spurt að því á al-
þjóðaþingum, livort fulltrúi ís-
lands hafi einhvern tíma róið
til fiskjar eða gengið fyrir fé
— það er spurt, hvað hann
hafi vitrænt til málanna að
leggja: Hversu gagnmenntaður
hann sé.“ Gils Guðmundsson
er greinilega þeirrar skoðunar
að liann sé slíkur gagnmennt-
aður maður og langt hafinn
yfir búfræðinga og sjúkra-
húsráðsmenn.
f framhaldi af þessari fyrir-
litningu á mönnum úr „lægri
stéttum“ hélt rithöfundurinn
og bóksalinn því síðan fram
að Framsóknarflokkurinn væri
líklegur til að svíkja í land-
liclgismálinu, því að það hafi
þurft að nauðga flokknum til
að standa að tillögu um út-
færslu. Framsóknarflokkurinn
hafði það sjónarmið að
standa þannig að málum í
landhelgisnefndinni, sem skip-
uð var fulltrúum allra flokka,
að hann yrði ekki sakaður um
að hafa ekki reynt að gera allt
sem í hans valdi stæði til að
reyna að fá samstöðu allra
stjórnmálaflokka um tillögu
um útfærslu landhclginnar.
Þetta tókst ekki, en hins vegar
tókst Framsóknarflokknum að
sameina sjónarmið stjórnarand
stöðuflokkanna þriggja um
eina tillögu og það vita þeir,
sem þekkja til persónulegra
viðhorfa klofningsaðila Al-
þýðubandalagsins, Björns
Jónssonar og Hannibals Valdi-
marssonar annars vegar og
Magnúsar Kjartanssonar og
Lúðvíks Jósefssonar hins veg-
ar, að það telst til þrekvirkja.
TK
Kínverjar
Frarohald af bls. 7.
fyrir sjónir, að í vændum væri
kyrrlátt tímabil. Sennilega yrði
lögð mjög aukin áherzla á hið
ytra útlit og hagvextinum og
blómgun efnahagslífsins gert
hærra undir-höfði en áður. Af
þessu hlýtur aftur að stafa
stórlega aukin þörf á samskipt-
. um við aðrar þjóðir.
1 gistihúsum, þar sem erlend
ir ferðamenn dvelja um þessar
mundir, getur að líta tilvitnun
í Mao formann, og þar stend-
ur:
„Kínverska þjóðin gerir sér
miklar vonir. Kínverjar eru
gæddir mikilli fæmi og ná tví
mælalaust hinum þróaðri þjóð-
um í öllum efnum og fara fram
úr þeim áður en mjög langt um
líður."
!
JOHNS-MANVILLE
glerullareinangrun
er nú sem fyrr vinsælasta og
örugglega ódýrasta glernllar-
einangrun á markaðnum í
dag. Auk þess fáið þér frían
álpappir með. Hagkvæmasta
einangrunarefnið í flutningi.
Jafnvel flugfragt borgar sig.
Hagkvæmir
greiðsluskilmálar.
— Sendum hvert á land
sem er.
M U N : Ð
JOHNS-MANVILLE
í alla einangrun.
JÓN LOFTSSON H.F.
HRINGBRAUT 121
SÍMI 10600
GLERÁRGÖTU 26,
AkureyrL — Sími 96-21344.
Jón Grétar Sigurðsson
héraðsdómslogmaður
Skólavörðustíg 12
Sími 18783.
BIFREfÐA-
VIÐGERÐIR
— fljótt og vel af hendi
leyst-r.
Reynið viðskiptin.
Bifreiðastillingin,
Síðumúla 23, sími 81330.
Auglýsið í Tímanum