Tíminn - 08.06.1971, Blaðsíða 9

Tíminn - 08.06.1971, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 8. júní 1971 TIMINN | 1 ÍÞRÓTTIR 9 A„l í Reykjavík tóku Kópa vogsmenn fyrstu stigin HeimavöJlur hefur hingað til verið taliS sterkt vopn í 1. deild- arkeppninni í knattspyrnu, þó að stundum hafi líti'ð farið fyrir því vopni hjá Reykjavíkurliðunum, sem öll hafa sama heimavöll. Sá völlur er Laugardalsvöllurinn, sem hingað til hefur verið lokaður vegna viðgerða, en þess í stað hefur Melavöllurinn haft þann heiður. Með Reykjavíkurfélögun- um deilir Breiðablik úr Kópavogi Melavellinum sem heimavelli, og það lék sinn fyrsta „heimaleik“ í 1. deild þar á sunnudagskvöldið. Mót herjinn var lieimavant lið, Valur, en þrétt fyrir það varð Breiðablik sigurvegari, og hlaut þar með sín fyrstu stig í 1. deiíd. Valmenn tóku það ráð að setja Hermann Gunnarsson út úr lið- inu og láta hann þess í stað verma varamannabekkinn í fyrri hálfleik. Finnst þeim hann hafa verið full áhugalítill að undan- förnu, og ekki gert þá stóru hluti, sem hann hefur gert undanfarin ár. Valsmenn hófu þegar að gera harða hríð að marki Breiðabliks, en þeir komu að þéttriðnu neti af varnarmönnum, sem gáfu þeim engan frið. Varð úr þessu nokk- urt leiðinda þóf, en á miili mátti þó sjá laglega hluti gerða. Vals- menn áttu fyrstu tækifærin í leiknum, en þegar fór að liða á fóru Kópavogsmenn að verða að- gangsharðir, sérstaklega Guð- mundur Þórðarson, sem lét varn- - armenn Vals hafa í miklu að snú- ast. Þegar 25 mín voru liðnar af; , leiknum komst hann í gégnum S vörnina uigrlega í vítateignum en; • var ekki buinn að skapa sér neitt færi, þegar Siguröur Jónsson, krækti fætinum á eftir honum þannig að hann féll við, og dóm- arinn dæmdi þegar vítaspymu, sem Magnús Steinsson skoraði úr með frekar lausu innanfótarskoti. Staðan í hálfleik var 1:0. í síð- ari hálfleik sendu Valsmenn Her- mann Gunnarsson inn á og ætluðu þeir nú sýnilega að sýna þessum nýliðum í tvo heimana. Þeir sóttu mikið og pressuðu á markið, en endahnútinn vantaði á sóknina. Hermann átti þó tvö ' gullfalleg: skot, sem fengu áhorfendur til að hrópa upp yfir sig af hrifningu, sem er heldur óvenjulegt hér á landi. En fyrir utan þessi skot og 2—3 önnur sæmileg tækifæri, gerðist fátt við mark Breiðabliks, þrátt fyrir að leikurinn færi þar að mestu fram. Brciðabliksmenn sóttu í sig veörið þegar á leið og sendu knöttinn fram til framlínumann- anna þegar slíkt var mögulegt. Við það skapaðist oft mikil hætta, sér staklega þegar Guðmundi Þórðar- syni tókst að snúa sig af Hall- dóri Einarssyni, sem er enn helzt til of þungur. I eínu slíku tilfelli sneri Guðmundur sig af honum með bolvindu við vítateiginn og hafði þá frían sjó að marki, og sendi knöttinn í netið gjörsam- lega óverjandi fyrir Sigurð Dags- són. Undir lok leiksins átti Breiða- blik möguleika á að bæta við 3. markinu, þegar Guðmundur fékk knöttinn fyrir markið í einu af mörgum skyndiupphlaupunum. en hann var skrefi of scinn að reka fótinn í hann. Þessi óvænti sigur Breiðabliks var vissulcga kærkominn fyrir Kópavogsmenn, því flestir höll- uðust að því að liðnu tækist ekki að sigra eitt einasta lið — nema þá helzt KR. Sigurinn var fylli- lega sanngjarn. Breiðablik lék af viti og tjaldaði því sem til var — hraða, krafti og áræði. Það vantar að vísu örlítið meir af þessum „fína fótbolta“ í liðið, en það vinnur það upp með kraft inum og áhuganum á að gcra vel. Framhaia a Dls 10. Valsmenn sækja aS marki BreiSabliks í fyrri háifleík „Skiðaferðáí Haraldar gaf fyrsfa sigurinn ÍA sigraði ÍBA í 1. deild 1:0 — fyrsti „stórsigu rinn" síðan íslandsm.titillinn féll þeim í skaut — Loksins — loksins, sögðu Skagamenn á laugardaginn eftir leik ÍA og ÍBA. Þeir gátu svo sannarlega sagt það, því leik- mönnum þeirra hefur vegnað mjög illa síðan þeir hlutu íslandsmeist NORÐUR- LANDAMET HJÁ ÓSKARI klp—Reykjavík Á innanfélagsmóti í lyfting- um hjá Ármanni á laugardag- inn setti Óskar Sigurpálsson nýtt Norðurlandamet í kraft- lyftingum — en sú tegund lyft- inga er að ná miklum vinsæld- um víða um heim. Óskar lyfti samtals 707,5 kg í þungavigt, en það er 5 kg. meira en gamla metið sem liann átti sjálfur, sett á meistaramótinu í síðasta mánuði. Óskar lyfti 167,5 kg í bekkpressu, 265 kg. í hnébeygju og 280 kg. í rétt- stöðulyftú. Tvö íslandsmet í kraftlyft- ingum voru sett á þessu sama móti. Ólafur Emilsson, Hafnar firði í léttvigt, lyfti samtals 437.5 kg., bætti metið um 2.5 kg. Og í bekkpressu í millivigt setti Einar Þorgrímsson nýtt íslandsmet, lyfti 125 kg. Öll liðin í 1. deild hafa nú fengið stig, og má örugglega bú- ast við miklum spenning í deild- inni i sumar. öll liðin nema Fram og ÍBK hafa leikið tvo leiki — en þau mætast á Melavell inum í kvöld. Staðan í deildinni er nú þessi: Fram 1 1 0 0 2:0 2 IBK 1 1 0 0 2=1 2 ÍBA 2 1 0 1 2:3 2 KR 2 1 0 1 3:3 2 Breiðablik 2 1 0 1 2=3 2 IA. 2 10 1 2:2 2 ÍBV 2 0 1 1 1:2 1 Valur 2 0 1 1 1:3 1 Markhæstu menn: Eyjólfur Ágústsson, ÍBA 3 Jón Sigurðsson. KR 2 aratitilinn í fyrra — aðeins sigr- að 2. deildarliðin FH og Hauka í opinberum leikjum, þar til þeir sigruðu ÍBA á laugardag. Menn voru ekki á einu máli um ástæðuna fyrir þessum sigri, en sumir leikmcnnirnir vildu samt halda því fram að ástæðan væri sú, að þrír af félögum þeirra höfðu daginn áður loks borgað veðmál, sem þeir tóku þátt í, en það var um hvort þeir yi-ðu ís- gist£r£r í fyrra. veðmáli töpuðu þeir — en drógu að borga „veðféð“ þar tií loks í fyrradag, því að aðrir fé lagar þeirra sögðu að þeir gætu ekki sigrað í leik fyrr en það væri gert. Það fyrsta, sem þeir spurðu um, þegar leikurinn hófst var hvort búið væri að borga „veð- féð“ og létti öllum, að sögn frétta manns okkar á leiknum, við að vita það. Fyrri hálfleikur leiksins var heldur þófkenndur, en bæði lið- in áttu nokkrar sóknarlotuí — Ak- urnesingar öllu fleiri og hættu- legri. Fyrri hálfleikurinn var marklaus, og var allt útlit fyrir að ekkert mark yrði skorað í leiknum, því opin tækifæri Skaga Haraldur Sturlaugsson manna, hvað eftir annað, runnu Út í sandinn. Um miðjan hálfleikinn kom bragarbót á, Haraldur Sturlaugs- son, sem var langbezti maður leiksins fékk knöttinn á miðjum velli og tók strikið þegar í átt að marki. Hann renndi sér á milli Akureyringanna eins og svig maður í skíðakeppni í Hlíðar- fjalli, og skaut frekar lausu en hnitmiðuðu skoti á markið, þegar hann var kominn að vítateig. Framhald á bls. 10. KR hafði yfir- burði í Tjarnar- boðhlaupinu Tjarnarboðhlaup KR fór fram á sunnudaginn. Fjórar sveitir tóku þátt í því, en yfirburðir KR-inga í lilaupinu voru miklir. A-veit KR tók strax forystu og hafði hana allt lilaupið. Nokkur barátta var milli Breiðabliks og ÍR um annað sæti, en Breiðablik hafði þó bet- ur að lokum. Úrslit: A-sveit KR 2=37,6 Sveit Breiðabliks 245,2 Sveit ÍR 247,2 B-sveit KR 3:06,6 Sigursveit KR skipuðu: Vilmund ur Vilhjálmsson, Örn Petersen, Einar Gíslason, Bragi Stefánsson, Sigurður Geirsson, Viðar Halldórs son, Grétar Guðmundsson, Einar Frímannsson, Borgþór Magnússon og Bjanii Stefánsson. Sveit KR hlaut í annað sinn bikar sem um er kennt. MELAVÖLLUR Islandsmótið í 1. deild. — í kvöld kl. 20,30 leika FRAM I.B.K. Knattspyrnödeild Fram mammmm

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.