Tíminn - 13.06.1971, Síða 6
8
TÍMINN
SUNNUDAGUR 13. júni 1971
utvarpiö sendir beint út frá
3 stöðum á kosninganótt
Ámi Gunnarsson. ÞaSan stjórnar hann útsendingu h! jóðvarpsins i
kosninganóHina.
Haraldur Óiafsson
Harald Ólafsson, dagskrár-
stjóra, hittum við fyrir á skrif
stofu hans í útvarpshúsinu.
— Dagskrá hljóðvarpsins verð
ur með mjög svipuðum hætti
um þessar kosningar og venju
lega. Á sunnudag verða öðru
hverju fréttir af kjörsókn, birt
viðtöl við kjósendur o. fl. Taln
ingu verður nú flýtt mun meira
en í síðustu kosningum, sagði
Haraldur, þannig að tölurnar
berast enn tíðar en áður. Þess
vegna verður erfitt fyrir okkur
að undirbúa langar dagskrár fyr
irfram, til að skjóta inn á milli
talnalestursins á kosninganótt-
ina. Við leikum því aðallega
létt lög, en reynum einnig að
skjóta inn viðtölum við kjós-
endur á kjörstöðum og öðrum
kosningafróðleik. Þá höfum við,
eins og í síðustu þingkosning
utn, not af tölvu Reiknistofnun
ar Háskólans, sem mun spá
um kosningaúrslitin. Fréttamað
ur frá hljóðvarpinu mun fylgj
ast með flokkun og síðan taln
ingu atkvæða í Austurbæjar-
skólanum. Strax kl. 11 mun
hann senda fréttir af talning-
unni ,unz talningu lýkur í
Reykjavík. Þess má geta að
lokum, að við höldum áfram
með kosningaútvarpið þar til
úrslit liggja fyrir í öllum kjör
dæmum.
Árni Gunnarsson stjórnar út-
sendingu hljóðvarpsins á kosn
inganótt. — Við byrjum á kosn
ingafréttum kl. 10 á sunnudags
morgun og síðan birtum við
öðru hverju fréttir um kjör
sókn o. fl. fram til kl. 11 um
kvöldið, er kjörfundi lýkur.
Tekin verða viðtöl við kjósend
ur á kjörstöðum og þeim skotið
inn í dagskrána, bæði fram til
kl. 11 og eins eftir þann txma.
Þá verða nokkrir snillingar látn
ir spá um úrslit kosninganna
og spár þeirra birtar rétt eftir
að kjörfundi lýkur.
Við leggjum áhei-zlu á að
hafa sem bezt samband við
talningastaðina á kosninganótt,
sagði Árni. Nýjar kosningatöl
ur verða teknar niður hér á
fréttastofunni og síðan farið
með þær inn í þularherbergi
við hliðina svo að tölurnar ættu
að berast mjög fljótt til hlust
enda. Þess má geta að lokum,
sagði Ámi, að bein útsending
verður frá þremur stöðum á
kosninganótt, þ. e. héðan úr
útvarpshúsinu, frá Austurbæj
arskólanum og frá Reiknistofn
nn Háskólans, þar sem dr.
Guðmundur Guðmundsson og
Haraldur Ólafsson sitja við
hljóðnemann og skýra jafnóð
um frá útreikningum tölvunn-
ar.
Við brugðum okkur upp í
Reiknistofnun Háskólans, sem
staðsett er í húsi verkfræði- og
raunvísindadeildar vestan við
Húskólabíó. Ætlunin vár að
hittá áð máli einhvem þeirra
þriggja verkfræðinga, er vinna
við tölvu Reiknistofnunarinnar
á kosnihganótt Enginn þeirra
var þó staddur þar, en við náð-
um tali af Herði Arinbjarnar,
starfsmanni í stofnuninni, og
skýrði hann út fyrir okkur í
stórum dráttum starfsemi tölv
unnar. Talvan er ekkert annað
en risastór Teiknivél, mjög
hraðvirk, getur t.d. prentað 480
stafi á sek. Hún er e.t.v. 2 mín.
að reikna dæmi, er tæki stærð
fræðinga heilan dag að reikna.
En það verður að taka skýrt
fram, að hún er ekki forvitur,
hún vinnur aðeins eftir ákveðn
um prógrömmum, sem hún er
mötuð á fyrirfram. Það eru
þrír verkfræðingai’, sem hafa
veg og vanda af útreikningun
um á kosninganótt, þeir Helgi
Sigvaldason, dr. Kjartan Jó-
hannsson og dr. Guðmundur
Guðmundsson, — Við starfs-
menn Reiknistofnunar komum
lítið nálægt þessu, nema e.t.v.
einn okkar, er verður þremenn-
ingunum til aðstoðar, sagði
Hörður að lokum.
Helga Sigvaldason, vei'kfræð-
ing, heimsóttum við á verk-
fræðiskrifstofu hans við Ár-
múla og var hann þá að vinna
við kosningaprógrömm fyrir
tölvuna. Helgi sýndi mér hlaða
af gataspjöldum. Á þessum
spjöldum eru upplýsingar um
úrslit síðustu alþingiskosninga
skráð, og auk þess eru þar ýms
ar upplýsingar, er við höfum
komizt að með því að rannsaka
talningartölur og úrslitatölur
undanfarinna þingkosninga. Við
liöfum m. a. á grundvelli þessa
komizt að því, að fylgni er
milli fylgi flokkanna í Reykja
vík og Reykjaneskjördæmi ann
ars vegar og hinna kjördæm-
anna sex hins vegar. Ef flokk
ur bætir t. d. við sig í Reykja
vík þá eru líkur til, að hann
bæti einnig við sig í Reykja
nesi, en engar sérstakar líkur
fyrir því, að hann auki atkvæða
magn sitt úti á landi. Þetta er
aðeins reynsla, í mjög grófum
dráttum, og það verður auðvit
að að taka hana með fyrirvara.
En talvan byggir að einhverju
leyti á reynslu sem þessari í
útreikningum sínum.
Ég vil taka undir orð Harðar,
talvan er ekki forvitur, hún er
aðeins stór reiknivél, sérstak-
lcga vel útbúin til flókinna
reikninga og mjög hraðvirk.
Eftir að fyrstu tölur úr Reykja
örður Arinbjarnar við tölvuna, sem notuð verður til útreikninga á kosninganótt.
Heigi Sigvaldason
vík birtast líða um 2—3 mín.
þar til talvan eða reiknivélin
hefur gert spá um heildarúr-
slit í Reykjavík og skv. reynsl-
unni frá 1967 ætti sú spá að
vera nokkuð örugg. Við gerum
þetta aðeins okkur og öðrum
til gamans, sagði Helgi að síð
ustu, en vörum við því, að fólk
taki spár tölvunnar of alvar-
lega, því að allt getur gerzt í
talningu ekki síður en í kosn-
ingum.
HJÓSID
LISTANN