Tíminn - 13.06.1971, Page 7
I’ XNUDAGUR 13. júní 1971
TIMINN
19
| :
60 - 70 manns
munu starfa
við útsendingu
sjónvarpsins
á kosninga-
nóttina
„Ég vona að við hðldum þetta út“
Fyrr í vlkunni brá blaða-
maður Tímans sér upp í sjón-
varp og ræddi við Ólaf Ragn-
arsson um kosningasjónvarp
Það má segja, sagði ÓlÉfur að
kosningasjóntarpið skiptist í
tvo hluta, tvær útsendingar. Sú
fyrri, aSslútsendingin, hefst
kl. 11 á sunmnkvgskvöld og
stendur líklega fram kl. 4.
Það er fyrirhugað að eft-
ir lokatölum úr Reykjavik, en
þær ættu, ef ekkert sérstakt
kemur upp við talninguna, að
birtast um hálf fjögur leytíð.
Ef von er á lokatölum úr
Reykjanesi stuttu seinna, bíð-
um við líka eftir þeim. Kl. 4
er ætlunin, að talning verði
byrjuð í öllum kjördæmum,
nema e.tv. Austurlandi. f lok
útsendingarinnar aðfaranótt
mánudagsins ættu því sjón-
varpsáhorfendur að hafa feng-
ið tölur úr sjö kjördæmum af
átta, og líklega lokatölur úr
tveimur.
— segir Ólafur Ragnarsson um lengstu
beinu útsendingu sjónvarpsins
Á mánudagskvöld, að lokn-
um fréttum, verður svo önnur
útsending kosningasjónvarps-
ins. Þá verða birt heildarúr-
slit kosninganna og rætt við
formenn stjómmálaflokkanna
um kosningaúrslitin.
Ef við snúum okk\i£ aftur að
aðalútsendingunni, þá £¥
ur hún yfir í u.m.þ.h. ' 5 t!
og er lengsta beina útsending,
sem sjónvarpið hefur nokkru
sinni sent út. Ég vona, að við
höldum þetta út, sagði Ólafur,
en víst er, að við verðum dauð-
uppgefnir að útsendingunni
lokinni. Aðalefni þessarar út-
sendingar verður auðvitað lest
ur á kosningatölum. En inn á
milli verður skotið inn ýmsu
efni.
f þingkosningunum 1968 not
aði útvarpið tölvu við útreikn-
ing skv. þeim tölum, er þá
bárust. Þetta gafst það vei ,að
nú höfum við hjá sjónvarpinu
tryggt okkur afnotarétt af út-
reikningum tölvunnar ásamt
útvarpinu. Eftir að tölur koma
inn, mun talvan á grundvelli
talnanna gera spár um úrslit
£ hverju kjördæmi og eins spár
um heildarúrslit á öllu land-
inu. Samhliða útsendingum
tölvunnar reikna tveir menn,
sem staddir verða í upptöku-
sal, út úrslit og skýra þær töl-
ur, er inn
son
. „ w
Að morgni kjördags er ætl-
unin að taka viðtöl við kjós-
endur á kjörstöðum í öllum
kjördæmunum átta. Þessi við-
töl verða birt £ útsendingunni.
Þá verður einnig skotið inn
ýmsum fróðleik um kjördæm-
in, viðtölum um ýmsa þætti
kosninganna, upplýsingum um
nýkjörna þingmenn o.fl. Einn-
ig er líklegt, að birt verði við-
töl við menn á kosningaskrif-
stofum flokkanna, sem verða
þá tekin upp eftir hádegi á
kjördag.
Eins og í siðustu sveit-
arstjórnarkosningum verður
bein útsending frá Austurbæj-
arskólanum og birtar þaðan
nýjar tölur úr Reykjavfk, l£k-
lega á hálftúna fresti. Hug-
myndin er, að Magnús Bjam-
freðsson, sem verður staddur £
Austurbæjarskólanum, rétti
hljóðnemann að Páli Lindal,
form. yfirkjörstjórnar, þegar
hann les fyrstu tölur úr
Reykjavik laust eftir kl. 11.
Þannig heyra sjónvarpsáhorf-
endur tölurnár svovfljótt sem
auðið er. Frá Austurbæjar-
skólanum verður einnig sjón-
varpað frá talningu o.fl.
Þá er upp talið það helztá,
er fram kemur £ þessari út-
sendingu. Til viðbótar má þó
geta þess, að Guðjón Einars-
son, sem staddur verður i upp-
tökusal, mun væntanlega fylgj-
ast með gangi mála úti á landi,
þ.e. hvernig gengur að ná sam-
an kjörgögnum o.þ.h. Einnig
eru £ bigerð smáskot, sem ætl-
uð eru til skemmtunar og flutt
verða af þekktum islenzkum
sjónvarpsstjörnum; nöfnum
þeirra er þó vissara að halda
leyndum. Loks verður skotið
inn i útsendinguna stuttum
auglýsingasyrpum, eins og
venja hefur verið í sjðnvarpi
á kosninganótt
Geysimikil undirbúnings-
vinna liggur að baki kosninga-
sjónvarpinu. Nær allir starfs-
menn sjónvarpsins munu
vinna að kosningasjónvarpinu
í einhverri mynd, eða alls um
60—70 manns, sagði Ólafur að
lokum.
Þess má geta, að veg og
vanda af kosningasjónvarpinu
hafa aðallega þrir menn: Ólaf-
ur Ragnarsson, umsjónarmað-
ur og aðalþulur kosningasjón
varpsins, Rúnar Gunnarsson,
stjórnandi þess, og Björn
Björnsson, er teiknaði sviðs-
mynd og stjórnar skiltagerð
í upptökusal á kosninganótt-
inni.
Björn Björnsson útbýr spjöld fyr-
Ir kosningasjónvarpió.
Ólafur Ragnarsson I upptökusal. Sviðsmynd kosningasjónvarpsins í baksýn.