Tíminn - 13.06.1971, Síða 8

Tíminn - 13.06.1971, Síða 8
í 20 TIMINN SUNNUDAGUR 13. júní 1971 ROBERT MARTIN: BYSSA TIL LZIGU 56 ville. Ég er búinn að senda henni skeyti. Jim þreifaði á jakka sínum að framan og fann, að byssan, sem Hector hafði látið honum í té, var enn á sínum stað. Það veitti hon- um vissa öryggiskennd, og hann dreypti á glasinu, sem Winters var búinn að fá honum og hella í. Viskíið, sem hann saup á, var ákaflega gott, rétt eins og viskí, sem vingjarnlegur, gestrisinn mað ur býður gestum sínum, átti að vera, — í þessu tilfelli góður maður, sem átti afleita konu. Mað- ur, sem átt hafði samstarfsmann, er ekki skildi hinar einföldu spila- reglur réttum skilningi, heldur reyndi að hafa rangt við, þegar hann sá sér færi á. Jim stóð á miðju gólfi með glasið í hendinni og stundi þungan. Svo sneri hann sér að Jeff. — Ég má liklega ekki líta á riffil frúarinnar — þennan, sem var reistur upp inni í skápnum í klúbbhúsinu? — Til hvers? spurði Winters með þjósti. Jim leit ekki undan, en hélt áfram með hægð: — Mig langar til að rannsaka, hvort hleypt hafi verið aí honum nýlega, og ennfremur, hvort nokk- ur fingraför finnast á honum. Og ég þykist vita, að lögreglan hafi hug á að bera saman hlaupið á lionum og kúlurnar, sem finnast kunna í Sam Allgood látnum. Jeff Winters varð öskugrár í framan, og örskamma stund skein ósvikin angist úr augum hans. Síðan dró hann mjög djúpt and- ann, og það var auðséð, hvernig hann reyndi að sækja i sig veðrið og ná valdi yfir taugum sínum. — Lily drap ekki Sgm, mælti hann ofurrólega, — ef það er það, sem þér eruð að gefa í skyn. — Mér þykir fyrir þessu, sagði Jim, og það var ekki ofsögum sagt. Ég er ekki gráliði, en hef þó þankagang gráliða, engu að síður. Ef til vill er það saurugur hugsanagangur, sem ég hef, fullur tortryggni, en við því er þá ekk- ert að gera. Eiginkona yðar ógn- aði Sam Allgood í gærkvöldi með skotvopni, og ef Hector hérna hefði ekki þrifið vopnið úr hönd- um hennar, er ekki fyrir að synja, að hún k.vnni að hafa skotið Sam til bana þar á staðnum. Á eftir gerði hún gaman úr öllu, en ég er ekkert viss um, að henni hafi þá verið næsta mikið gaman í huga. Ég vonast til, að þér mis- virðið ekki orðalag mitt, en það var deginum Ijósara, að hún var tryllt af afbrýði gagnvart hinum konunum, þessum, sem Sam geiði sér títt við í drykkjugalsa sínum, og ég er á þeirri skoðun, að hún hafi banað honum. Og því, að hún hafi farið til Toledo, trúi ég alls ekki. Ég hygg, að hún leynist á einhverjum völdum felustað hér í bænum — jafnvel í þessu húsi. Jim tók eitt skref áfram, í átt- ina til símans, sem stóð á litlu borði. — Hvað sem öllu Hður, lít ég á það sem skyldu mína, að síma til lögreglunnar og óska þess, að kona yðar verði tekin föst — sem grunuð, einungis, þar ti! skotvopn hennar hefur verið rannsakað — fyrir morðið á Sam Allgood. — Ég vildi, að andskotinn hirti yður, hrökk út úr Jeff Winters, — yður, með þessa ótætis, skítugu gráliðasál. Lily drap ekki Sam. Það var ég sjálfur, sem drap þann vesæla dóna! Það varð þögn í hinni stóru stofu, stórkostleg, þung þögn, og Jim fannst hann í einni svipan vera orðinn gamall, þreyttur og hnugginn. Þetta var það síðasta, er hann hafði getað búizt við, og hann fann mikið til með Jeff Win ters. Aðslaðan, sem maðurinn ,var kominn í, var blátt áfram hræði- leg. Jim leit út undan sér til Hec- tors. sem sat eins og hann væri stirðnaður og vissi naumast, í hvaða átt hann skyldi líta. Það hryggir mig að heyra það, sagði Jim með alvöruþunga. — Svo sannarlega. Winters sneri sér að skápnum, sem hann geymdi vinföngin í. — Segið okkur, hvernig það gekk til, mælti Jim, eins og ekk- erl væri. Jeff Winters sneri sér aftur hægt við og leit framan í Jim. Hann hélt á blárri skamm- byssu af gerðinni Smith & Wes- son, cal. 38, og Jim þekkti á augabragði sína eigin byssu, þá hina sömu og stolið hafði verið úr ferðatösku hans, er hann var ný- kominn í bæinn. Hann hefur geymt hana í skápnum allan þenn an tíma, hugsaði hann angurvær og leit aftur á Hector, sem var þó alltof langt frá, til þess að geta orðið að nokkru minnsta liði, eins og á stóð. Jeff Winters hélt á vopninu í styrkri hendi, og hann hóf máls með hljómlausri röddu: — Hreyfið yður ekki, Bennett, og ekki heldur þú, Heclor. Ég er lögfræðingur, málafærslumaður, og ég veit til fulls, hvað klukkan slær. I þessu ríki er það raf- magnsslóllinn — en það er aöeins unnt að setja mig í hann einu sinni. — Þér skuluð leggja frá yður þessa skammbyssu, sagðf Jim. og um leiö sté hann eitt fótmál á móti Jeff. — Við Hector erum báð- ir vinir yðar, og vera má, að við getum fundið einhverja útgöngu- leið, ef við leggjum allir saman. Það, sem nú skipti mestu máli, var að draga þessa tvísýnu stund á langinn, hugsaði Jim, og reyna með lempni, að fá hann til að teggja skotvopnið frá sér. — Gætið sjálfs yðar, Bennett, sagði Winters hörkulega, — og hreyfið yður ekki. Ég veit, hvað það er, sem biður mín. Ég drap Sam vegna þess, að hann hafði unnið til þess, og ég hafði lengi hatað liann. Það var ekki aðeins vegna þeirrar hliðar, sem sneri að Lilv, því að hún var bara cin af fjölmörgum ástkonum hans. Ef einhver alvara hafði legið þar að baki og Lily í alvöru viljað íalla í faðm hans fyrir fullt og allt, þá liefði ég síður en svo reynt að vera þar þröskuldur i vegi. En frá hendi Sams var þarna ekkert á ferðinni annað en leikaraskap- ur, og Lily var honum aðeins dægrastytting, þegar hann hafði enga aðra. Ó, já. Ég vissi fullvel skil á þessu öllu, sem fram fór, og ég gat ekki horft upp á, að Lily fleygði sér við fætur hans á þennan hátt. I-Iann átti sér aðrar ástmeyjar, og — Winters tók sér málhvild, og Jim sá, hvernig svitinn spratt fram á enni hans. — Marianne Donati, til dæmis? hraut út úr Jim. — Já, til dæmis hana, tautaði Jeff Winters, og höndin, sem kreppti fingur um skammbyssu- skeftið, var nú ekki alveg laus við óstyrk. Jim gaut augunum til Hec- tors og sá nú, að hann lagði glas- ið varlega frá sér á gólfið og stóð á fætur. Iíann stóð grafkyrr, en augnaráðið gaf ótvírætt til kynna, að hann væri sérlega var um sig. Jim skrefaði ennþá áfram, en að- eins eitt spor. Winters stóð ckki kyrr heldur, — hann gekk aftur á bak og lyfti skammbyssunni. — Standið þér í sömu sporum, í djöfuls nafni! hvæsti hann. — Og leggið þetta vel á minnið: að ég áfellist ekki Lily nokkra minnstu vitund. Ilún er ekkert Næturvörzlu í Keflavik 14. annast Kjartan Ólafsson. júní I MINNING FÉLAGSLÍF Á mánudaginn verður jarðsung- in frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði Pálína Ásgeirsdóttir. Hennar verð- ur minnzt í Islendingaþáttum Tím- ans síðar. er sunnudagurinn 13. júní Árdcgisháflæði í Rvík kl. 09.21. Tungl í hásuðri kl. 05.12. HEILSUGÆZLA Slysavarðstofan i Borgarspftalan mn er opln allan sólarhringtan. Síml 81212. Slökkviliðið og sjúkrabifreiðir fyr- far Reykjavfk og Kópavog sfml 11100. Sjúkrabifreið 1 Hafnarfirði síml 5133«. Tanniæknavafct er l Heilsuverndar- stöðinni, þar sem Slysavarðstoí an var, og ex opln iaugardaga oc sunnudaga kl. 5—6 e. h. — Simi 22411 Almennar npplýsingar um lækna- þjónustn f borginni eru gefnar 1 simsvara Læknafélags Reykjavfk ur, sími 18888. Keflavíkm ApOtek er opi8 vlrka dagB kL »—19, laugardaga kl 9—14, belgidaga fcl 13—15. Apótek Hafnarfjarðar er opið »11- virfca dag frá fcl 9—7. a laugar dögum fcl 9—2 oe á mnnudöE ntn og ððrum nelgidögum er op 18 frö fcl 2—4 Kvöld- og helgarvörzlu í Apóteka í Reykjavik vikuna 12. — 18. júní annast Austurbæjar-Apótek og Lyfjabúð Breiðholts. Næturvörzlu í Keflavík 12. og 13. júní annast Guðjón Klemenz- FÍB-2 FÍB-3 FÍB-5 Félag íslcnzkra bifreiðacigcnda: Staðsetning vegaþjónustubifreiða F.Í.B. helgina 12.—13. júní: FÍB-1 Aðstoð og upplýsingar Hvalfjörður — Mosfellsh. Hellisheiði — Arnessýsla. Kranabifreið staðsett á Akranesi. R-21671 Kranabifreið. Málmtækni s.f. veitir skuldlausum félagsmönnum F.I.B. 15% afslátt af kranaþjónustu, símar 36910 og 84139. Kallmerki bílsins gegnum Gufunesradíó er R-21671. Gufunesradíó tekur á móti aðstoð- arbeiðnum í síma 22384 einnig er hægt að ná sambandi við vega- þjónustubifreiðarnar í gegnum hin- ar fjölmörgu talstöðvarbifreiðar á vegum landsins. Félagsstarf eldri borgara í Tóna- bæ. Skoðunarferð verður farin í listasafn Einars Jónssonar á morg un mánudag. Lagt af stað' frá Aust- urvelli. Vinsamlegast tilkynnið þátt töku í síma 18800 Félagsstarf eldri borgara frá kl. 9 — 11 f.h. Séra Gunnar Arnason mun taka á móti gestum frá kl. 3—6 í dag í efri sal Félagsheknilis Kópavogs. ARNAÐ HEILLA Séra Gunnar Árnason, sóknar- pr.estur í Kópavogi, er sjötugur í dag, sunnudaginn 13. júní. Hann er í hópi virtustu presta landsins og þjóðkunnur kennimaður. Sr. Gunnar var prestur í Æsustaða- prestakalli rúman aldarfjórðung til 1952. er hann varð prestur í Kópavogi, þar sem hann hefur notið sívaxandi trausts og vin- sælda. Séra Gunnar hefur ritað margt, sem vakið hefur athygli al- þjóðar og verið ritstjóri Kirkju- ritsins um hríð. Kona séra Gunn- ars, Sigríður Stefánsdóttir frá Auðkúlu, er látin fyrir skömmu. Eldurinn brciðist ört út. Þeir neyðast til að sleppa Arnarklónni, ef þeir ætla byssuna um leið og við ríðum af stað. að komast úr logunuin. — Tonto, notaðu — Þelta cr rétt, kunningi. Upp nú Silfri.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.