Tíminn - 15.06.1971, Qupperneq 5
ÞREDJUDAGUR 15. júní 1971
TÍMINN
MEÐ MORGUN
KAFFINU
átti til skamms tíma Sam Bloom
field í Kaliforníu. Verðið, sem
nú fékkst fyrir fiðluna, er næst
um fjórum sinnum meira en
það, sem hingað til hefur feng-
izt. Á myndinni heldur Hill, sá
sem keypti hana, á fiðlunni, og
segist hafa keypt hána fyrir
gamlan kunningja sinn.
— ★ — —
Hún er 44 ára gömul og enn
þá grennri og unglegri að því
er sagt er, en daginn sem hún
gifti sig. Hún hefur eignazt
fjögur börn, og uppáhaldsmat-
urinn hennar er kjúklingur í
vínsósu og ítalskt schnitzel,
sérlega megrandi matur, Og
hverja er svo verið að tala um?
Auðvitað Elisabetu Breta-
drottningu. Þegar drottningin
hefur bætt á sig nokkrum auka-
kílóum vindur hún sér af dugn-
aði og einurð í að losna við
þau strax eftir. Hún borðar þá
hálfa greipávöxt í morgunmat,
ristað brauð smjörlaust, og
svart kaffi. Grillaður kjúkling-
ur eða lamb og grænmetissúpa
eru hádegismaturinn hennar,
og í kvöldmat fær hún kjötseiði,
fisk eða grillað kjöt án sósu.
Þegar drottningin þarf að vcra
í matarkúrum sem þessum,
verður fjölskyldan og meira að
segja gestir hennar, að láta sér
sama fæði nægja. Eiísabeth er
viljastyrkurinn uppmálaður.
Hún telur hitaeiningarnar í
hverjum einasta smábita, sem
inn fyrir hennar varir fer, og
gleymir engu. Og hvers vegna
er hún að svelta sig svona? Hún
hefur aldrei verið sérlega feit,
aðeins búttuð, eins og það er
kallað. Ástæðan ku vera sú, að
hún horfir með skelfingu fram
til þess að verða eins feit og
móðir hennar, og í rauninni er
hún að berjast gegn erfðaeig-
inleikum, sem eru bæði í móð-
ur- og föðurætt hennar, að því
er sagt er.
— Auðvitað eru þetta skammbyssur. Hélztu, að ég safnaði fiðrild-
rna?
Bernharð Stefánsson, fyrrum
alþingismaður, kom eitt sinn
í heimsókn, til Benedikts á
Vatnsenda.
Benedikt tók honum hið
bezta og sagðist eiga ágæta
whiskyflösku, en hann ætti
því miður engan tappatogara
og því engin leið að opna flösk
una.
Nokkru síðar kom Benedikt
í Búnaðarbankann á Akureyri,
en þar var Bernharð banka
stjóri. Hann vatt sér þá að
Benedikt og sagði:
— Oft hef ég hugsað um
það, Benedikt hve ánægjulegt
væri að koma að Vatnsenda,
e£ maður hefði með sér tappa-
togara!
Jón Steffensen prófessor var
að kenna læknanemum og
bað stúlku úr nemendahópnum
um hárlokk til smásjáræfinga.
— Hvar á ég að taka hann,
spurði stúlkan.
—Helzt af höfðinu, svaraði
Jón prófessor.
Sigurjón Pétursson á Ala-
fossi fór eitt sinn á gamla ,,Gull
fossi“ til Kaupmannahafnar.
Þetta var um hávetur, og
þegar suður til Danmerkur
kom, voru öll sund lögð þykk-
um ísi, svo að skipið sat fast og
komst hvergi.
Sigurjón tók þá til sinna
ráða. Hann steig á hraðhlaupa-
skauta, sem hann hafði í far-
angri sínum, og brunaði áleiðis
til Kaupmannahafnar.
Þegar hann kom að landi,
voru tollgæziumenn þár fyrir.
Þeir spurðu um ferðir lians.
Sigurjón sagðist koma frá ís-
landi.
Ekki vildu þeir trúa því, en
Sigurjón sagði þá, að þeir
skyldu bara hringja til íslenzka
sendiherrans til þess að fá
upplýsingar um sig.
Tollverðirnir tóku þetta ráð,
og eftir símtalið gerðu þeir
ekki annað en bukka sig og
beygja og störðu steinhissa á
eftir þessum kynlega ferðalang.
En Sigurjón renndi sér, eins
og fara gerði, eftir Kanalnum
inn 1 Kaupmannahöfn.
DENNI Mikið lilýtur að hafa verið
_» , A , . _ hljóðlátt og kyrrt fcjá ykkur,
DÆ M A LA U ÍZI I áður en ég fæddist.
Þetta er Stradivariusarfiðlan,
sem seld var á uppboði í Lond-
on fyrir skömmu, fyrir 18—19
milljónir króna. Uppboðið var
hjá Sotheby, uppboðshaldaran-
um, sem seldi geirfuglinn hér
á dögunum. Fiðlan var búin til
í Cremona, árið 1721, og hana
- ★ - ★ -
Snowdon lávarður og Mar-
grét prinsessa eru farin að
grípa til allróttækra aðgerða
gegn ljósmyndurum, sem
leggja það í vana sinn að elta
þau á röndum og taka af þeim
ljósmyndir við ýmis tækifæri.
Nú síðast lét lávarðurinn sig
hafa það að aka hreint og beint
á bíl ljósmyndarans Ray Bellis-
ario, sem hafði fylgzt með hjón-
unum á skemmtun í þorpi einu
í Englandi og myndað þau í
bak og fyrir. Reyndar hafði
Bellisario einnig ljósmyndað
Snowdon í fylgd með Jacque-
line Rufus Isaacs, sem blöð
hafa mikið skrifað um í sam-
bandi við lávarðinn. Snowdon
var ekki sérlega hrifinn af
myndatökunum og þaut heim í
fússi. Bellisario hélt einnig
heim á leið, og tók þá allt í
einu eftir því, að bíll Snowdons
kom akandi beint í átt til hans.
Á síðustu stundu gat ljósmynd-
arinn sveigt út af veginum, og
losnaði þar af leiðandi við að
lenda í hörðum árekstri, þótt
bílarnir snertu hvor annan.
Bellisario telur, að hér hafi ver-
ið um hefndarráðstöfun að
ræða, en hann hefur tvívegis
áður lent í svipuðu, þegar hann
1963 tók myndir af Elísabetu
drottningu og Margréti prins-
essu á hestbaki, og Margréti við
að skipta um sundföt.
Hm 23 ara gamla Sarah Ken-
nedy, sum er systkinabarn
teir kendu Kennedybrpðurnar,
er ein spilla fyri sína fínu ætt.
Hon hevur spylt hþvuðsleik-
lutin í amerikanska porno-
leikinum ‘‘Telefonb'ókin” — og
tað setir ikki júst nakra glæmu
á Kennedyarnar.
Svo mörg voru þau orð í
færeyska blaðinu 14. septem-
ber, og nú getið þið spreytt
ykkur á að lesa færeyskuna
svona til tilbreytingar.