Tíminn - 15.06.1971, Page 10

Tíminn - 15.06.1971, Page 10
10 TÍMINN ÞRIÐJUDAGUR 15. júni 1971 ROBERT MARTIN: BYSSA TIL LZIGU 57 ljómandi gáfnaljós, og stundum íannst mér ég fremur geta verið faðir hennar en lögmætur ekta- maki. En ég ann henni. I gærkvöldi, eftir ævintýrið á gras- flötinni, stakk hún af frá mér, og stuttu síðar sá ég hana laumast á (brott með Sam. Ég fylgdi þeim eftir — hingað, heim í mitt eigið hús. Þau fóru inn, og það var hvergi kveikt Ijós. Ég beið og beið, og mér fannst ég hafa elzt um mörg hundruð ár, þegar Sam skaut um síðir upp, áberandi drukknum, — en ég hafði falið mig á bak við bílskúrinn. Ilann sett- ist undir stýri og ók á brott, en ég veitti honum eftirför á mínum eigin bíl. Sam ók út til golf- klúbbsins, og ég sá, að hann hafði haft fataskipti, þegar hann kom aftur út eftir svolitla stund, með aðeins eina kylfu í hendinni. Hann eigraði út á völlinn og reyndi að slá kúlu, og þetta hefur hann gert margoft fyrr. Hann fær nefni lega ærið oft þá hugmynd — það er að segja, hann fékk þá hug- mynd — þegar hann var fullur, að nú væri rétti tíminn fyrir hann að fara út og leika golf. — Var orðið bjart? spurði Jim. — Það get ég ekki sagt um. Það Lreytir hvort sem er ekki neinu.Ég tók riffilinn, sem Lily eignar sér, út úr skápnum, og fór á eftir honum. Þcgar hann var kominn að sjöttu holu, kom tækifærið upp í hendurnar á mér. Sólin var alveg nýkomin upp, og hann bjó sig til glæsilegs höggs, á meðan ég stóð þarna á bak við aspirnar. Ég skaut, tvívegis, og ég sá hann vella til jarðar. Ég gekk þangað, sem hann lá, og gekk úr skugga um, að hann væri dauður. Það er langt síðan gleðin hefur náð öðr- um eins tökum á mér. Getið þér skilið þetta, Bennett? — Eí til vill, sagði Jim. — Vor- uð það þér, sem undirstunguð Ro- gan mcð að rannsaka bílinn minn og ferðatöskuna? — Já, það var ég, svaraði Wint ers. — Ég gat ekki skilið, hvað það gæti verið, sem þér og Sam væruð að bralla saman, og þetta var áður en allur bærinn vissi, að þér væruð uppljóstrari. Sam var samstarfsmaður minn, og ég hafði á tilfinningunni, að eitthvað væri bogið við eitt og annað. Þess vegna lét ég Rogan snuðra í vagni yðar, ef ske kynni, að það gæti varpað ljósi á það, sem þér hefð- uð fyrir stafni. En það eina, sem hann hafði upp úr krafsinu, var skammbyssan, þessi hérna. — Þér hefðuð átt að leita frétta hjá mér fyrr en nú, þennan herr- ans morgun, sagði Jim. -— Sam hafði fellt grun á Lem Fassler, en hafði jafnframt því slæma sam- vizku, og hann var alis ekki viss í sinni sök. Ilann var hálfhræddur um, að mannvera sú, sem sífellt var að senda skotin framhjá hon- um, kynni að vera — að það kynn uð að vera þér, eða þá einhver annar kokkálaður eiginmaður, til dæmis Pete Donato. Menn, sem storma á eftir konum annarra manna, sofa ekki vel 'um nætur, og Sarii Allgood var hræddur, — þess vegna kallaði hann mig hing- að, jafnvel þó að það þýddi ekki annað en það, að ég staðfesti að það væri Fassler. Jim þagnaði rétt scm snöggvast, en hélt síðan áfram. — Hvers vegna leyfðuð þér ekki gruninum á hendur Fassler að haldast áfram, Winters? Það hefði þó legið ágætlega við. Maðurinn hefur þó játað að hafa skotið á eftir Allgood. Winters andvarpaði. — Ég hugsaði ekki nægilega hratt, sagði hann, — og þar á ofan hafði ég drepið manninn. Ég gat ekki hugsað mér annað. Þegar ég var búinn að skjóta hann, sneri ég heim í klúbb og kom riffli konunnar fyrir í skápnum, eins og áður hafði verið frá honum gengið þar, ók svo heim, fór i bað, rakaði mig og lagði því næst af stað til að sækja yður. En núna, þegar ég yfirvega þetta nánar, bætti hann við skælbrosandi. — þr. g» rðist þetta einmitt á ná- kvæmlega sama stað og hann stóð á, þegar Fassler var að reyna að knalla á hann. Ef til vill var það líka í rauii og veru Fassler, sem scndi honum dauðaskotið. Jim hristi höfuðið. — Of seint. Því hefðuð þér átt að átta yður á, áður en þér ját- uðuð. — Heyrið nú, Bennett, mælti Winters með ákafa í rómnum, en jafnframt örvæntingarhreim. — Mér er rammasta alvara. Ég get látið Fassler taka á sig sökina, ef þér viljið hjálpa mér. — Nei, sagði Jim. — Mér þykir leitt að þurfa að segja það, en það er af og frá. Þar að auki hefur Hector verið áheyrandi að sam- tali okkar. — Fimm þúsund, sagði Win- ters. — Bæði í yðar hlut og Hec- tors. — Gerið okkur nú ekki erfið- ara fyrir en orðið er. Winters stundi þungan. Nú, jæja. Tilraun var það og annað ekki. Hann benti á vínskápinn. — Yiljið þið fá ykkur glas í viðbót? Eg legg af stað nú á stundinni, sezt upp í bílinn minn og ek burt. — Nei, sagði Jim. — Jl, sagði Winters, og ennþá kinkaði hann kolli. — Ef þið reyn ið að tefja för mína, þá skýt ég ykkur báða niður. Jim gekk nú aftur að borðinu með símanum. Þar hjá var stóll, og á meðan Jim tók með annarri hcndi ofurhægt um símtóiið, greip rann um stólbakið með henni, líkt og það væri einhver hugsun- arlaus hreyfing, en ekki af ásettu í’áði. Winters horfði hvasst á hann, en Hector Griffith stóð óbifanlegur eins og myndastylta. — Látið þrtla kyrrt, skipaði Winters öskrandi reiður og iyfti skammbvssunni um hálft fet eða svo. Jim varpaði til hans stólnum, sem lenti á hnénu, en í sama bili hljóp skotið af og kúla þaut rétt við eyrað á Jim. Hann beygði sig til hálfs og hljóp undir andstæð- ing sinn, en Hector varð þó fvrri til. Hann stökk til með undraverð- um hraða, og langi, granni lík- aminn þaut sem ör yfir stofugólf- ið. Hann greip báðum höndum um hægri handlegg Winters, sem reyndi þegar að hrista hann af sér, en Winters hrasaði um stól- inn, og þá tókst Hectori að af- vopna hann. Síðan sté hann aftur á bak eilt skref og beindi byss- unni að YVinters. Andlitið lýsti logandi uppnámi, en höndin var styrk og róleg. Jim hafði allt þar tii nú, ekki dirfzt að draga fram skamm- byssu þá, sem hann geymdi í brjóstvasanum og Hector Griffith hafði léð honum til afnota. Nú tók hann hana fram, hélt laust um hana og leit niður á Jeff YVint- ers, sem horfði á móti hörðum, gneistandi augum. Hector hristi höfuð’ið með alvöru og hryggð í svipnum og beindi byssunni stöðugt að morð- ingjanum, en Jim stakk sinni byssu í vasann á ný. Hann heyrði eitt- hvert þrusk að baki sér. Katherine Allgood stóð í neðsta þreki stigans, andlitið var hrím- fölt og augun hennar brúnu, virt- ust næstum því svört. Hún starði tryllingslega á það, sem var að gerast í stofunni, og ríghélt sér í handriðið með báðum hönd- um. Úti fyrir heyrðist b£l- er þriðjudagurinn T5. júní — Vítusmessa Árdegisháflæði í Rvik kl. 11.12. Tungl í hásuðri kl. 06.51. HEILSUGÆZLA Slysavarðstofan I Borgarspitalan- um er opln allan sólarhringicn. SimJ 81212. Slökkviliðið og sjúkrabifreiðir fjrr- Ir Reykjavik og Kópavog simi 11100. Sjúkrabifreið I Hafnarfirði simi 51336. Tannlæknavakt er I HeHsuveradar- stöðinnl, þar sem Slysavarðstot- an var, og er opln laugardago og sunnudaga kl. 5—6 e. h. — Siml 22411. Aimennar npplýsingar um Uekna- þjónustu í borginnl eni gefnar ) simsvara Læknafélags Reykjavík ur, slmi 18888. Fæðingarheimllið I Kópavogi. EOiðarvegi 40, simi 42644. Kópavogs Apótek « OP1® virka ðagb kL 9—19, laugardagB k" 9 —14, helgidaga kL 13—16. Keflavikur Apótek « opi® vtrka daga kL 9—19, laugardaga kl 9—14, helgidaga kl 13—16. Apótek Hafnarfjarðar er opið al1» virka dag fró kL 9—7, á laugar dögum kL 9—2 og á stmnudög- um og öðrum helgidögum er op- 1ð frá kl 2—4 Kvöld- og helgarvörzlu í. Apóteka i Reykjavík vikuna 12. — 18. júni annast Austurbæjar-Apótek pg Lyfjabúð Breiðholts. Næturvörzlu í Keflavík 15. júní annast Arnbjörn Ólafsson. SIGLINGAR Skipaútgerð ríkisins. Hekla fer frá Reykjavík kl. 24,00 á fimmtudagskvöld austur um land í hringferð. Esja er á Akureyri á austurleið. Herjólfur fer frá Rvík kl. 21,00 í kvöld til Vestmanna- eyja. FLUGÁÆTLANIR Loftleiðir hf. Snorri Þorfinnsson er væntanlegur frá New York kl. 0700. Fer til Lux- emborgar kl. 0845. Er væntanlegur til baka frá Luxemborg kl. 1600. Fer til New York kl. 1645. Eiríkur rauði er væntanlegur frá New York kl. 0800. Fer til Lux- emborgar kl. 0845. Er væntanlegur til baka frá Luxemborg kl. 1700. Fer til New York kl. 1745. Leifur Eiríksson er væntanlegur frá New York kl. 1030. Fer til Lux emborgar kl. 1130. Er væntanleg- ur til baka frá Luxemborg kl. 0215. Fer til New York kl. 0315. Guðríður Þorbjarnardóttir er vænt anleg frá Osló, Gautaborg og Kaup- mannahöfn ki. 1500. Fer til New York kl. 1600. cÉLAGSLlF Félagsstarf eldri borgara í Tónabæ. A morgun, miðvikudag, verður op- ið hús frá kl. 1.30 til 5,30 .e. h. Auk venjulegra dagskrárliða, verður kvikmyndasýning. Farmiðar í vænt anlega Akranesferð verða afhentir. Dansk kvindeklub i Island. Sommerudflugten er torsdag den 22. juni. Angar fra Tjarnarbúð kl. 9,30 precis. — Deltagerne bedes melde sig senest den 17. júni. — Bestyrelsen. Gróðursetningarferð í Heiðmörk í kvöld kl. 20 frá BSÍ (ekið um Miklubraut). — Ferðafélag íslands. Ferðafélagsferðir 16. — 20. júní 1. Lálrabjarg (fuglaskoðunarferð). 2. Þórsmerkurferð. 18. — 20. 1. Landinannalaugar — Veiðivötn. 2. Mýrdalur og nágrenni. 19. — 20. júní Þórsmörk. Farseðlar seldir í skrifstofunni. Óldugötu 3, símar 11798 og 19533. Ferðafélag íslands. GENGISSKRÁNING Nr. 66 — 14. júni 1971 1 Bandar. dallar 87.90 88,10 1 Sterlingspund 212,65 213,15 1 Kanadadollar 85,85 86,05 100 Danskar kr. 1.173,34 1.176,00 100 Norskar kr. 1.235,80 1.238,60 100 Sænskar kr. 1.702,20 1.706,06 100 Finnsk mörk 2.102,90 2.107,68 100 Franskir fr. 1.591,50 1.595,10 100 Belg, frankar 177,10 177,50 100 Svissn. fr, 2.151,75 2.156,65 100 Gyliini 2.476,00 2.487,30 100 V.-þýzk mörk 2.505,00 2.516,40 100 Lírur 14,10 14,14 100 Austurr. sch. 352,00 352,80 100 Escudos 309,20 309,90 100 Pesetar 126,27 126,55 100 Reykningskrónur — Vöruskiptalnd 99,86 100.14 1 Reikningsdollar - Vöruskiptalönd 87,90 ’8,10 1 Reikningspund - Vöruskiptalönd 210,95 211,45 ORÐSENDING Oriof húsmæðra. Tekið á móti umsóknum í Traðar- kotssundi 6. 2. hæð, mánudaga, miðvikudaga og föstudaga kl. 3—5 sími 12617. Frá Listasafni Einars Jónssonar. Miklum aðgerðum á húsinu er lok- ið. og verður safnið aftur opnað almenningi laugardaginn 1. maL Frá og með 1. maí og til 15. sept. verður safnið opið alla daga vik- unnar kl. 13.30 til kl. 16. Itarleg skrá yfir listaverkin á þrem tungu- málum er falin í aðgangseyrinum. Auk þess má fá í safninu póstkort og hefta bók með myndum af flest- um aðalverkum Einars Jónssonar. — Safnsstjórnin. — Dádýrshorn, logarnir hafa ekki lirætt hesla þeirra. — Dragið örvar á hoga, fljótir nú! — Hörfið undaii. Notið ckki örvarnar á okkur. Hlaupið.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.