Tíminn - 15.06.1971, Síða 12
ÞRIÐJUDAGUR 15. júni 1
ÍÞRÓTTIR
ISLENZKUR
KNATTSPYRNU-
MAÐUR TIL
SUDUR-AFRfKU
Hinn kunni knattspyrnumað-
ur úr Val, Jóhannes Eðvaldsson,
liélt í morgun áleiðis til Höfða-
borgar í Suður-Afríku, þar sem
hann mun næstu dagana æfa og
leika með atvinnumannalíðinu
Cape Town City, en lionum hef-
ur boðizt að gerast atvinnumað-
ur með því liði.
Framkvæmdastjóri liðsins,
Frank Lord, kynntist Jóhannesi
sl. haust á þjálfaranámskeiði
hjá enska knattspyrnusamband-
inu, og hreifst mjög af honum.
Bauð hann Jóhannesi skömmu
síðar að koma til Höfðaborgar
og gerast atvinnumaður þar.
Hann vildi fá Jóhannes til að
æfa og leika stöðu miðherja,
en með sínu liði hefur hann að
undanförnu leikið stöðu tengi-
liðs, með góðum árangri, eins
og flestum er kunnugt.
Jóhannes hefur gengið með
tilboðið í vasanum síðan um
jól, en ekki tekið ákvörðun fyrr
en nú í síðustu viku — og mun-
aði þar mestu, að hann
var settur út úr landsliðinu í
leiknum gegn Frakklandi, sem
fram fer í París á morgun. Hanrt
vcröur þó samferða því utan,
því hann á farseðil með sömu
vél.
Síðari hiuti keþþnisthhábils-
ins í Suður-Afríku er -nú að.
hefjast — enda haust á þeim
slóðum. Jóhannes mun æfa og
leika með liðinu næstu daga og
sjá til, hvernig honum líkar. En
hann hefur einnig farseðil heim
frá félaginu, ef honum lízt ekki
á að gerast atvinnumaður hjá
því.
Ef hann tekur tilboði um að
gerast atvinnumaður, verður
hann að skrifa undir a. m. k.
eins árs samning, en um það
er liann þó sjálfráður, enda
áhugamaður.
Jóhannes Eðvaldsson, einn af
betri knattspyrnumönnum Is-
lands, heldur til SuSur-Afríku í
dag og mun leika þar knatt-
spyrnu með innfæddum og ö'ðr-
um erlendum knattspyrnumönn-
um,
Með Cape Town City leika
margir góðir atvinnumenn víða
að úr heiminum, og einnig leika
með því atvinnumenn frá Eng-
landi, bæði fyrrverandi og nú-
verandi. Meðal þeirra er t. d.
Francis Lee, Manchester City
sem ensku blöðin sögðu fyrir
skömmu, að myndi leika með
Cape Town City í 'sumar og um
leið aðstoða við þjúHun-þess.
Jóhannes fær þarna gott tæki
færi til að kynnast heiminum,
enda ekki á hverjum dcgi, sem
íslenzkum knattspyrnumanni er
boðiö alla leið til Afríku. Elcki
er að efa, að Jóhannes stendur
sig vel, ef hann ákveður að ger-
ast atvinnumaður þar, enda
áhugasamur og viljasterkur. Er
mikill missii; að honum úr ís-
lenzkri knattspyrnu, en sjálf-
sagt íáum við þó að sjá hann
leika aftur á íslenzkri grund,
þótt sú afríska fái að njóta þess
á næstunni. —klp.—
STRIGASKOR
í öllum stærðum
ÆFINGABUNINGAR
í öllum stærðum
Enskir og íslenzkir félagsbúningar
í miklu úrvali
Fótboltastrigaskór — Adidastöskur
Æfingatöskur og pokar
með íslenzkum og enskurn
félagsmerkjum
7 tegundir
af fótboltum
* ^vöruv^
Ingólfs Óskarssonar
Klapparstís* 44 — sími 11783
POSTSENDUM
60 mefra mark í Keflavík
— En það var eina mark Breiðabliks, sem tapaði fyrir ÍBK 4:1
J—Keflavík—klp—Reykjavík.
Nýliðarnir í 1. dcild, Breiðablik,
komu Keflvíkingum mikið á óvart
í leiknuin á laugardaginn. Þeir
léku ekki síðri knattspyrnu en
heimamenn og voru ákveðnir og
harðir í horn að taka. Eini mun-
urinn á liðunum var sá, að Kefl-
víkingar gátu skorað fleiri mörk
og áttu fleiri tækifæri, og síðast
en ekki sízt var heppnin þeim hlið
hollari við markiþ.
Þeir byrjuðu á því að skora á
5. mín leiksins. Gísli Torfason
tók eitt af sínum löngu innköst-
um inn á vítateig Breiðabliks,
þar sem Guðni Kjartansson skall
aði knöttinn fyrir fætur Steinars
Jóhannessonar, sem kom honum
rétta boðleið í markið.
Kópavogsmenn jöfnuðu um
miðjan hálfleikinn með einu því
furðulegasta en jafnframt klaufa-
legasta marki, sem lengi hefur
sézt — og þó er úr mörgum að
velja. — Guðmundur H. Jónsson,
miðframvörður Breiðabliks, tók
aukaspyrnu eina 60 metra frá
marki ÍBK og sendi knöttinn í átt
að marki ÍBK. Hann kom niður í
vítateignum, þar sem hann hopp-
aði fram hjá varnarmönnum og
sóknarmönnum Breiðabliks og
beina leið í mark. Þetta mun vera
fyrsta markið, sem Guðmundur
skorar á sínum langa knattspyrnu-
ferli, en félagar hans segja að
hann skori ekki einu sinni mark
á æfingu, og því fögnuðu þeir inni
lega.
En Adam var ekki lengi í Pfira-
dís. Staðan var 1:1 i hálfieik. en
þegar á 2. mín. komst ÍBK yfir.
Magnús Torfason skaut að' fnarki;
en markvörður Breiðabliks sló
knöttinn vitlaust, og hann fór aft-
ur fyrir hann, þar sem Ólafur
Júlíusson kom aðvífandi og
renndi honum í netið. Þetta var
fyrsti 1. deildarleikur Ólafs, sem
,er bróðir Rúnars Júlíussonar, fyrr
um leikmanns með ÍBK, og ætlar
hann ekki að verða síðri bróður
sínum á knattspyrnusviðinu, eða
við að skora — eftir þessum leik
að dæma.
Steinar Jóhannesson átti
skömmu síðar ,,hjólhestaspyrnu“
að marki Breiðabliks, en einn
varnarmanna sló knöttinn frá
marki með hendi og dæmdi dómar
inn þegár vítaspyrnu, sem Magnús
Torfason skora'ði úr. Síðasta mark
leiksins skoraði svo Steinar, eftir
mistök og rugling í vörn Breiða-
bliks, og urðu því lokatölurrtar
4:1, sem er heldur stór sigur.
Breiðabliksmenn áttu að geta skor
að 1—2 mörk, t.d. átti Guðmundur
Þórðarson tvö gullin tækifæri með
stuttu millibili, en honum mis-
tókst herfilega í báðum tilfellum.
Karl Hermannsson átti mjög
góðan leik með Keflavíkurliðinu í
fyrri hálfleik, en lítið bar á hon-
um í þeim síðari. Ólafur Júlíus-
son var bezti maður liðsins, og á
hann trúlega eftir að ylja mörg-
um varnarmanninum í framtíð-
inni, og um leið hjörtum áhorf-
enda. Þeir Guðni og Einar, „sí-
amstvíburarnir" í vöminni, hafa
oft verið betri en í þessum leik —
sérstaklega Guðni.
Breiðabliksliðið er jafnt og þar
bar enginn af öðrum í þessum
leik. Með smáheppni hefðu úr-
slitin ekki þurft að verða svona
slæm fyrir liðið, en hún var ekki
fyrir hendi í þetta sinn. Guðmund-
ur Þórðarson var þeirra hættu-
legastur í framlínunni, en jafn-
framt ólöglegastur á vellinum,
Hann er farinn að temja sér slátt
og olnbogaskot í tíma og ótíma,
og gerir þetta á svo klaufalegan
hátt, að allir sjá, enda slapp hann
ekki við að fá oft dæmt á sig af
ágætum dómara þessa leiks,
Bjama Pálmasyni.
Jafntefli á Akureyri
Fram náði öðru stiginu á elleftu stundu
Álngm.-Akureyri — klp.-Rvík.
Akureyrarliðið var fyrsta liðið
til að skora meira en eitt mark
lijá hinni margumtöluðu vörn
Fram í leiknum milli liðanna í
1. deild á laugardaginn. Leikurinn
bar mikinn keim af veðrinu, sem
háði leikmönnum á margan hátt,
en 5 til 6 vindstig voru meðan
leikurinn fór fram og stóð vindur
beint á annað markið.
Akureyringar léku undan vindi
í íjrr!' háfflcik ög' skoruðu þá
tvö mö.rk — ejnu meira en nokkru
öðru iiði liefur tekizt að skora
hjá Fram það sem af er þessu
ári. Fyrsta markið kom á 13. mín.
leiksins, en það má að nolckru
skrifa á Þorberg Atlason, sem
ekki hélt knettinum og hann
skoppaði fyrir fætur Kára Árna
sonar, sem ekki var seinn að nota
sér boðið og sendi knöttinn í net-
i'ð.
Síðara markið kom skömmu síð
ar, Kári fékk knöttinn rétt fyrir
utan vítateig og smeygði sér á
milli varnarmanna Fram í átt
að markinu. Þegar hann var kom
inn nokkuð innarlega bjuggust all
ir við að hann myndi senda knött-
Feðgarnir Bjarni Konrá'ðsson og Konráð Bjarnason urðu báðir verðlauna-
hafar í Pierre Robert-keppninni i golfi, sem fram fór um helgina hjá Golf-
klúbbi Ness. Konráð varð sigurvegari I 1. flokki, en Bjarni annar í 2. fiokki,
og eru þet+a fyrstu verðlaunin, sem hann hlýtur í golfkeppni, en Konráð
hefur oft orðið verðlaunahafi áður. í keppninni tóku þátt 115 manns, sem
er einn mesti fjöldi, sem hefur tekið þátt í opinni golfkeppni hér á landi.
Ótfar Yngvason varð sigurvegari i; meistaraflokki; lék á 70 höggum, sem
er parið á Nessvcllinum. Nánar vcrður sagt frá þessari kcppni í blaðinu á
morgun.
inn fyrir markið, og meðal þeirra
var Þorbergur, sem gekk út úr
markinu og hugðist taka sending
una, en þar misreiknaði hann sig
eins og fleiri — því Kári gaf ekki
fyrir, heldur skaut á markið og
knötturinn lá í netinu.
Framarar voru sterkari aðilinn
í leiknum, en heidur urðu menn
fyrir vonbrigðum með þá, því allir
bjuggust við að sjá eitthvað stór-
kostlegt til þessa umtalaða liðs.
Þegar síðari hálfleikurinn hófst
og þeir með vindinn í bakið, byrj
uðu þeir þegar að pressa stíft á
mark ÍBA, sem dró sitt lið aftur
í vörn, enda með 2 mörk yfir. Á
6. mín. hálfleiksins tókst Fram
að minnka bilið um 1 mark og
var þar að verki Arnar Guðlaugs
son, með hörku skoti, sem lenti
upp undir þverslá og niður. Var
þetta mark ekki ósvipað liinu
fræga marki Englands í úrslita-
leiknum gegn Vestur- Þýzkalandi
á HM-1966.
Framarar liéldu áfram að pressa
en er á leið losnaði um Akureyr
ingana og þeir áttu eitt og eitt
upphlaup á milli. Ekki tókst þeim
að skora fleiri mörk, en heldur
voru þeir samt nær því en Fram
arar. Þegar rétt 5 mín. voru til
leiksloka tókst Fram þó að jafna.
Kristinn Jörundsson náði að skalla
knöttinn úr þröngri stöðu út til
Sigurbergs Sigsteinssonar, sem
skallaði hann rétta leið í markið.
Þetta urðu úrslit leijcsins, og
telja má þau nokkuð sanngjörn.
Framarar voru betri aðilinn, en
Akureyringar voru hættulegri og
nær því að skora fleiri mörk. Bald
ur Scheving var tvímælalaust
bezti maður Fram í þessum leik,
gafst aldrei upp og barðist eins
og ljón allan tímann. Kári Árna
son var ógnvaldur Fram og var
hann það ekki síður í fyrri hálfleik
en í þeim síðari, þó þá hefði hann
vindinn í fangið.
f sí'ðari hálfleik þegar Framar
ar léku undan vindi, gerðist það
að varamenn Fram stilltu sér upp
fyrir aftan mark Akureyringa og
hugðust þannig flýta fyrir því að
félagar þeirra gætu skorað, með
því að sækja knöttinn þegar hann
fór aftur fyrir markið. Hinum
ágætu dómara leiksins Guðjóni
Finnbogasyni, fannst þeir vera
farnir að verða full aðgangsharð
ir og bað því vallarstarfsmenn um
að láta þá fara frá markinu, en
því neituðu Framararnir. Varð
þarna mikið strögl, sem var ná
lægt því að kosta handalögmál, en
tii þess kom þó ekki, sem betur
fer fyrir alla aðila.