Fréttablaðið - 16.08.2002, Blaðsíða 8
Lögreglan á Akureyri og björg-unarsveitir Slysavarnafélags-
ins Landsbjargar í Eyjafirði hófu
í gær leit að ítölskum ferðamanni
sem ætlaði að ganga Látraströnd.
Hann lagði af stað frá Grenivík á
fimmtudag í síðustu viku og ætl-
aði að koma til baka eftir tvo
daga en skilaði sér ekki. Fundist
hefur dagbókarfærsla eftir hann
í skýli á leiðinni. Byrjað var að
leita um hádegisbilið í gær og
tóku um 40 björgunarsveitar-
menn þátt í leitinni. Einnig voru
björgunarsveitarbátar við leitina.
Ætlunin var að leita áfram til
myrkurs og hefja svo leit á ný í
birtingu á morgun. Maðurinn
heitir Davide Paida og ef einhver
veit um ferðir hans er hann beð-
inn um að hafa samband við lög-
regluna á Akureyri.
Kona missti stjórn á bíl sínummeð þeim afleiðingum að
hann valt. Slysið var í Skógarhlíð-
arbrekku á Þrengslavegi um
klukkan sjö í gærmorgun. Konan
var flutt með sjúkrabíl á sjúkra-
hús í Reykjavík. Að sögn lögregl-
unnar var nýbúið að setja malar-
slitlag á veginn þar sem slysið
varð og líklegt að hún hafi misst
stjórn á bílnum.
Innbrot í apótek í Austurbænumí fyrrinótt virðist hafa farið út
um þúfur. Að sögn lögreglunnar
höfðu þjófarnir verið búnir að
skrúfa niður rúðu í bakglugga ap-
óteksins þegar þeir virðast vera
truflaðir. Þá var brotist inn í
Odda, hús félagsvísindadeildar
Háskóla Íslands og þaðan stolið
fartölvu.
8 16. ágúst 2002 FÖSTUDAGUR
LÖGREGLUFRÉTTIR
FARTÖLVUR Þeir framhaldsskóla-
nemar sem hyggja á fartölvu-
kaup þurfa að ganga úr skugga
um að stýrikerfi véla sinna geti
tengst netkerfum skólanna, sem
eru oftast þráðlaus. XP Home
stýrikerfið er staðalbúnaður í
mörgum tilboðstölvum sem
skólafólki standa til boða. Kerfið
gengur ekki með þráðlausa net-
inu og því gæti fólk þurft að skip-
ta því út fyrir XP Professional
með tilheyrandi aukakostnaði.
Menntaskólinn í Kópavogi not-
ar t.d. þráðlaust net sem er upp-
sett og þjónustað af Nýherja og
mælir því með að nemendur ver-
sli tölvur sínar þar. Ódýrasta far-
tölvan sem Nýherji bíður skóla-
fólki er með XP Home og nýtist
því ekki öllum óbreytt. Tilboðið
er gert með fyrirvara um ann-
marka XP Home og uppfærslan
kostar 9.900 krónur, fyrir utan
vinnu, sem leggst ofan á tilboðs-
verðið. Þeir sem kaupa ódýrustu
vélina án þess að gefa þessum
tæknimálum gaum gætu því stað-
ið uppi netlausir á fyrsta skóla-
degi.
Framhaldsskólanemar og fartölvur:
Tilboðstölvur tengj-
ast ekki allar netum
MENNTASKÓLINN Í KÓPAVOGI
XP Home stýrikerfið sem kemur oft uppsett með fartölvum sem nemendum eru boðnar
á tilboði tengist ekki neti skólans þannig að kostnaður við uppfærslu kerfisins leggst ofan
á tilboðsverðið.
REYKINGAR
Konur sem reykja aðeins þrjár sígarettur á
dag eru í tvöfalt meiri hættu á að fá hjarta-
áfall. Samkvæmt rannsókninni eru reyking-
ar bæði karla og kvenna í litlu magni á
degi hverjum síður en svo hættulitlar.
Konur sem reykja
3 sígarettur á dag:
Tvöfalt lík-
legri til að fá
hjartaáfall
HEILSA Konur sem reykja aðeins
þrjár sígarettur á dag eiga í tvö-
falt meiri hættu á að fá hjartaáfall
og deyja snemmbúnum dauðdaga
heldur en þær konur sem ekki
reykja. Það sama á við um karla
sem reykja sex sígarettur á dag.
Þetta kemur fram í niðurstöðum
rannsóknar danskra hjartalækna.
Samkvæmt rannsókninni, sem
gerð var á 12 þúsund manns á 22
ára tímabili, eiga konur í mun
meiri hættu en karlar á að fá sjúk-
dóma tengda reykingum, að því er
kom fram á fréttavef BBC.
KVIKMYNDAHÚS Nýr 7000 watta
lampi hefur verið settur í sýning-
arvélina í stóra salnum í Háskóla-
bíói og á hann eftir að bylta mynd-
gæðum á tjaldinu. Gamla lampinn
var aðeins 4000 wött:
„Okkur fannst myndin á tjald-
inu alltaf heldur dauf þannig að
við gripum til þessa ráðs,“ segir
Björn Árnason, framkvæmda-
stjóri hjá SAM - bíóunum, sem ný-
lega yfirtóku rekstur Háskóla-
bíós. Nýi myndlampinn verður
vígður í kvöld á frumsýningu ís-
lensku kvikmyndarinnar Maður
eins og ég.
„Þá höfum við tekið hljóðkerf-
in í öllum sölunum í gegn og erum
að leggja lokahönd á þann frá-
gang. Við höfum tvöfaldað hátal-
aramagnið í aðalsalnum og sett
nýtt stafrænt kerfi í alla minni
salina. Þetta þýðir ekki að hljóðið
verði hærra heldur betra,“ segir
Björn.
Stóri salurinn í Háskólabíói:
Nýr lampi í sýningarvél -
skarpari mynd
HÁSKÓLABÍÓ
Betri myndgæði - betra hljóð.
LONDON, AP Saddam Hussein, for-
seti Íraks, er illur maður sem mun
koma af stað eyðileggingu í heim-
inum ef Vesturlönd reyna ekki að
stöðva hann. Þetta
sagði Condoleezza
Rice, þjóðarörygg-
isráðgjafi Banda-
ríkjanna, í viðtali
við breska ríkisút-
varpið, BBC, í
gær. Sagði hún að
trú Bandaríkjanna
á mikilvægi þess
að steypa Saddam
af stóli hafi ekki
dvínað. „Hann er illur maður og
fái hann svigrúm mun hann koma
af stað eyðileggingu gegn sínu
eigin fólki og nágrannaþjóðum
sínum og ef hann fær gjöreyðing-
arvopn í hendurnar mun hann
nota þau á okkur öll,“ sagði Rice.
„Þetta eru afar sterk rök fyrir
stjórnarfarsbreytingum í landinu.
Við búum svo sannarlega ekki við
þau forréttindi að aðhafast ekk-
ert.“
Rice sagði að ásókn Saddams í
gjöreyðingarvopn, þvert á loforð
hans um afvopnun í kjölfar loka
Persaflóastríðsins árið 1991, þýði
að næg rök séu fyrir stjórnarfars-
breytingum í Írak. „Hann hefur
notað efnavopn gegn sínu eigin
fólki og nágrannalöndum sínum,
hann hefur gert innrás í ná-
grannalönd sín og hann hefur
myrt þúsundir af sínu eigin fólki,“
sagði Rice. „Hann skýtur á flug-
vélar okkar á þeim svæðum þar
sem við reynum að framfylgja
fyrirskipunum Sameinuðu þjóð-
anna. Veraldarsagan er uppfull af
málum þar sem athafnaleysi hef-
ur haft grafalvarlegar afleiðingar
fyrir heiminn. Við verðum að líta
til baka og spyrja okkur hversu
margir einræðisherrar sem hafa
ógnað heiminum hefðu myrt þús-
undir manna, jafnvel milljónir
hefðu þeir verið stöðvaðir í tæka
tíð,“ sagði Rice.
Samkvæmt nýlegri skoðana-
könnun telja 28% Breta að rétt-
lætanlegt sé að Bandaríkjamenn
ráðist á Írak. 58% eru á öndverð-
um meiði. Aðeins 19% telja að
Bretar eigi að taka þátt í hugsan-
legum hernaðaraðgerðum gegn
Írak.
Condoleezza Rice, þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjanna, segir sterk rök vera fyrir stjórnarfars-
breytingum í Írak. Saddam mun koma af stað mikilli eyðileggingu verði ekkert aðhafst.
MÓTMÆLI
Hópur Suður-Kóreumanna hafði uppi kröftug mótmæli í gær skammt frá herstöð Bandaríkjanna í Suður-Kóreu. Kröfðust þeir þess að
Bandaríkjamenn réðust ekki inn í Írak auk þess sem þeir vildu að Bandaríkjamenn drægju herlið sitt til baka frá Suður-Kóreu. Sökuðu
þeir Bandaríkjamenn um mannréttindabrot og um að hindra sameiningu Suður- og Norður-Kóreu.
„Veraldarsagan
er uppfull af
málum þar
sem athafna-
leysi hefur
haft grafalvar-
legar afleið-
ingar fyrir
heiminn“
AP
/M
YN
D
Saddam er illur maður
sem þarf að stöðva
VISKA
ÓÐINS
„Lögmaður-
inn minn seg-
ir að maður
eigi aldrei að
fara í mál við
tollverði og
börn.“
(Jörmundur allsherjargoði í DV.)
„...FAR OUT“
„...og ritaði á hann nöfn sín meg-
inþorri sálna í þessari sókn við
ysta haf.“
(Um lista sem biskupi bárust vegna
klerks á Ströndum; DV.)
MUNAÐARLAUS LÍKA
„Sum börn eiga einfaldlega tvær
mömmur, önnur tvo pabba, og
enn önnur samkynhneigt einstætt
foreldri, eða hvaðeina annað.“
(Gunnar Hersveinn í Mbl.)
ORÐRÉTT
Campylobacter hefur mælst ívatnsbóli félagsheimilisins að
Hlöðum í Hvalfirði. Settar hafa
verið upp viðvaranir í húsinu, þar
sem vatnið er ekki talið hæft til
drykkjar. Húsnæðið er leigt út til
ýmissa nota og verða gestir að
drekka vatn, sem hefur verið soð-
ið og tappað á flöskur. Auk þess
hefur verið settur upp miðlunar-
tankur, sem hægt er að nota til að
bregðast við mikill vatnsnotkun.
Samkvæmt Heilbrigðiseftirliti
Vesturlands er ekki vitað til þess
að neinn hafi sýkst.
Fyrirtækin EJS hf. og Hreimurehf. hafa gert með sér sam-
starfssamning um sölu og þjón-
ustu á vörum frá Oracle Cor-
poration og QPR Management
Software. Fyrirtækin munu starf-
rækja sameiginlegt þjónustuborð
fyrir viðskiptavini sem verður
opið allan sólarhringinn
INNLENT