Fréttablaðið - 16.08.2002, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 16. ágúst 2002
Hlí›asmára 15 • Sími 535 2100
Ka
na
rí
sól og
sumar
allt
ári›
fyrir 4ra manna fjölskyldu
í 19 daga 30. nóvember
á mann m.v. 2 fullorðna og 2 börn 2ja-11 ára
Innifalið: Flug, gisting á Aloe, ferðir til og frá
flugvelli erlendis og flugvallarskattar.
á mann ef 2 fullorðnir ferðast saman
Ver›dæmi
Flugsæti
45.140 kr.
69.630 kr.
staðgr.
á mann án flugvallarskatta.
staðgr.
staðgr.
44.930 kr.
UMHVERFISMÁL Ríkisstjórnin hefur
samþykkt nýja stefnumörkun Ís-
lands um sjálfbæra þróun til
2020. Stefnumörkunin, sem ber
heitið „Velferð til framtíðar,“ er
ætlað að mynda ramma um opin-
bera markmiðssetningu og um-
ræðu um sjálfbæra þróun á Ís-
landi á komandi árum. Stefnan
verður kynnt á leiðtogafundi
Sameinuðu þjóðanna um sjálf-
bæra þróun í Jóhannesarborg í
Suður-Afríku, sem hefst 26.
ágúst.
Á heimsráðstefnu Sameinuðu
þjóðanna um umhverfi og þróun,
sem haldin var í Ríó de Janeiro
árið 1992, var samþykkt viðamik-
il framkvæmdaáætlun um hvern-
ig skuli stuðlað að sjálfbærri þró-
un á heimsvísu, sem þekkt er
undir heitinu Dagskrá 21. Á leið-
togafundinum í Jóhannesarborg
verður árangur síðustu 10 ára
metinn og áherslur til framtíðar
ræddar.
Stefnumörkunin ríkisstjórnar-
innar fjallar í grófum dráttum um
heilnæmt og öruggt umhverfi,
verndun náttúru Íslands, sjálf-
bæra nýtingu auðlinda og hnatt-
ræn viðfangsefni. Stefnumörkun-
in byggir á víðtæku samráði milli
sjö ráðuneyta, þar sem sjálfbær
þróun nær yfir mun víðtækara
svið en verksvið umhverfisráðu-
neytisins og varðar í raun alla
samfélagsþróun.
Óskað var eftir athugasemd-
um frá almenningi, félagasam-
tökum, atvinnulífinu og sveitarfé-
lögum við fyrstu drög að stefnu-
mörkuninni og bárust allmargar
slíkar. Samráðsfundir voru einnig
haldnir með fulltrúum sveitar-
stjórna og félagasamtaka.
Ríkisstjórnin samþykkir nýja stefnumörkun um sjálfbæra þróun:
Stefnan kynnt á leiðtoga-
fundi SÞ í S-Afríku
STJÓRNARRÁÐIÐ
Stefnumörkun ríkisstjórnarinnar fjallar í
grófum dráttum um heilnæmt og öruggt
umhverfi, verndun náttúru Íslands, sjálf-
bæra nýtingu auðlinda og hnattræn við-
fangsefni.
STRÍÐ GEGN HRYÐJUVERKUM Að
minnsta kosti 30 talibanar og með-
limir al-Qaida hryðjuverkasam-
takanna sem eru í haldi í fanga-
búðum Bandaríkjamanna í Guant-
anamo á Kúbu, hafa reynt að
fremja sjálfsvíg. Þetta segja
læknar sem starfa við fangabúð-
irnar. Að sögn James Radkee,
læknis bandaríska sjóhersins, eru
flestir fanganna heilsuhraustir.
Rúmlega tuttugu fangar eru aftur
á móti með alvarleg sálfræðileg
vandamál. Sjálfsvígstilraunirnar
hafa verið af ýmsum toga. Hafa
fangarnir meðal annars reynt að
skera sig með plastáhöldum og
lemja höfði sínu upp við veggi.
Engum hefur enn sem komið er
tekist að skaða sig alvarlega.
Búðirnar á Kúbu, sem hafa
verið starfræktar undanfarna sjö
mánuði, eru nánast orðnar fullar.
Alls dvelja þar 598 fangar, en 34
nýjir fangar voru fluttir þangað í
síðustu viku. Til stendur að ljúka
byggingu 200 fangaklefa til við-
bótar í október til að hægt verði
að taka á móti fleiri föngum.
Pharmaco og Delta:
Stjórnir
samþykkja
samruna-
áætlun
LYFJAFYRIRTÆKI Stjórnir Pharmaco
hf. og Delta hf. hafa undirritað
sameiginlega áætlun um sam-
runa félaganna. Samruninn mið-
ast við 1. júlí 2002. Skiptihlutfall
bréfa í fyrirtækjunum miðast við
gengi 73 á hlutafé í Pharmaco og
gengi 77 á hlutafé í Deltu. Sam-
þykktir Pharmaco munu gilda
fyrir hið sameinaða félag. Sam-
runaáætlunin verður birt í Lög-
birtingarblaðinu næstu daga.
Hluthafafundur hefur verið boð-
aður hjá Pharmaco, þar sem
stjórnin mun óska eftir heimild
til að auka hlutafé í félaginu til að
mæta kaupum á hlutabréfum í
Delta.
Dómstólar í Hong Kong hafadæmt 16 meðlimi Falun Gong
seka um að hafa valdið opinberri
röskun er þeir höfðu uppi mótmæli
fyrir utan skrifstofur kínverskra
yfirvalda í landinu í mars á þessu
ári. Þetta er í fyrsta sinn sem með-
limir í trúarhreyfingu eru dæmdir
fyrir glæp í Hong Kong. Hreyfing-
in er bönnuð í Kína, en ekki í Hong
Kong. Hinir dæmdu eiga yfir höfði
sér sekt fyrir athæfið.
Vicente Fox, forseti Mexíkó,hefur hætt við ferðalag sitt til
Texas síðar í mánuðinum þar sem
hann ætlaði að hitta George W.
Bush, Bandaríkjaforseta. Fox
ákvað að hætta við ferðina til að
mótmæla aftöku á mexíkóskum
manni sem framin var í Texas á
miðvikudag. Fox hafði, ásamt
mörgum öðrum leiðtogum, óskað
eftir því að lífi mannsins yrði
þyrmt, en án árangurs.
Bandaríski fjölmiðlarisinn AOLTime Warner sagði í gær að
þeir hefðu að öllum líkindum van-
reiknað tekjur sínar af America
Online, netfyrirtæki sínu, um
rúma 4 milljarða króna. Meint bók-
haldssvik fyrirtækisins hafa und-
anfarnar vikur verið í rannsókn
hjá bandarískum yfirvöldum. Full-
trúar AOL Time Warner segjast
líklega „ekki hafa gert nógu vel
grein fyrir“ þremur greiðslum
sem bárust America Online fyrir
auglýsingar.
Breska þjóðin er að eldast jafntog þétt. Fjöldi fólks yfir 80 ára
aldri í landinu mun tvöfaldast fyrir
árið 2040 og verður þá orðinn 4,9
milljónir, að því er stjórnvöld í
landinu greindu frá í gær. Fjöldi
fólks yfir 80 ára mun á árunum
2000 til 2025 aukast úr 2,4 milljón-
um í 3,5 milljónir. Búist er við að
fjöldi Breta verði orðinn 64,8 millj-
ónir árið 2025, en hann er nú 59,8
milljónir. Búist er við að mann-
fjöldi í landinu nái hámarki árið
2040 með 66 milljónum manna.
Um 30 fangar í Guantanamo á Kúbu:
Reyndu að fremja sjálfsvíg
Í FANGABÚÐUM
Mannréttindahópar hafa látið í sér heyra
vegna aðbúnaðs fanganna á Kúbu. Banda-
rískir læknar segja langflesta fangana vera
heilsuhrausta.
AP
/M
YN
D
ERLENT
Munið okkar frábæru
tilboð ef sótt er!
Verið velkomin
s: 55 44444
Fákafen opnar aftur