Fréttablaðið - 20.08.2002, Síða 1

Fréttablaðið - 20.08.2002, Síða 1
Verðmæti hlutabréfa í Arcadiahækkaði verulega eftir fréttir af tilboði Baugs í félagið. bls. 2 Ríkislögreglustjóri rannsakarkvótasvindl fjögurra útgerða í Ólafsvík. bls. 4 Bensínstríð á Akureyri er tilmarks um tilgangsleysi flutn- ingsjöfnunarsjóðs segir forstjóri Skeljungs. bls. 2 bls. 16 LJÓÐ Saga sögð í ljóðum bls. 19 ÞRIÐJUDAGUR bls. 22 153. tölublað – 2. árgangur Þverholti 9, 105 Reykjavík — sími 515 7500 Þriðjudagurinn 20. ágúst 2002 Tónlist 15 Leikhús 15 Myndlist 15 Skemmtanir 15 Bíó 14 Íþróttir 12 Sjónvarp 20 Útvarp 21 KVÖLDIÐ Í KVÖLD Kúabændur ræða búvörusamning FUNDUR Kúabændur funda í Sæl- ingsdal í dag. Þess má vænta að tekist verði á um búvörusamning kúabænda og ríkis sem rennur út árið 2005. Bændur telja rekstrarör- yggi sitt ekki tryggt til nógu langs tíma og vilja viðræður við ríkið sem fyrst. Gæsaveiðin hefst á ný VEIÐI Skyttur taka til vopna sinna á nýjan leik í dag þegar gæsaveiði- tímabilið hefst. Undanfarin ár hafa borist fregnir jafnt af mikilli veiði sem týndum skyttum. Verðbólgan í júlí VÍSITALA Hagstofan birtir í dag tölur um breytingar á vísitölu neyslu- verðs. Skákþing hefst SKÁK Keppni í landsliðsflokki á Skákþingi Íslands hefst laust fyrir klukkan fimm í dag. Teflt er í Íþróttahúsi Gróttu á Seltjarnarnesi. Þar etja kappi tólf af sterkustu skákmönnum landsins sem enn tefla. Konurnar berjast FÓTBOLTI Þrír leikir fara fram í úr- valsdeild kvenna í knattspyrnu í kvöld. KR-stúlkur sem sitja í efsta sæti sækja Stjörnuna heim í Garðabæ. Blikastúlkur sækja botn- lið Grindavíkur heim og FH-stúlkur taka á móti ÍBV í Hafnarfirði. Leik- irnir hefjast allir klukkan sjö í kvöld. AFMÆLI Pólitískur arkitekt MENNING Kyngimagnaðar kynjasögur MENGUN Úrgangur frá Svínabúinu á Vatnsleysuströnd var losaður út í sjó undan starfsstöðinni laugar- daginn 10. ágúst síðast liðinn. Það brýtur gegn starfsleyfisskilyrð- um búsins. Forsvarsmenn Svína- búsins segja að úrgangurinn hafi verið losaður þegar nýtt hreinsi- kerfi sem verið er að taka í notkun virkaði ekki sem skyldi. Slík losun heyri fljótt sögunni til. Búið hefur ekki undanþágu til að losa úrgang með þessum hætti. „Við vorum að prufukeyra nýja hreinsunarkerf- ið. Það er nú stundum svo að það gengur ekki allt upp eins og það á að gera. Þá var hleypt dálitlu út úr stórum geymum,“ segir Gunnar Andersen, bústjóri í Svínabúinu. Hann kvaðst í gær ekki geta sagt til um hversu mikið magn úrgangs hefði farið í sjóinn. Það hafi þó verið nokkuð mikið magn. „Við vorum búnir að safna saman úr- gangi til að hreinsa. En það varð tilkeyrsluvandamál þegar á þurfti að taka. Þess vegna þurfti að hley- pa út.“ Hann segir að hreinsikerf- ið gangi í dag fyllilega eins og stefnt hafi verið að. „Við erum að taka í notkun nýtt hreinsikerfi,“ segir Kristinn Gylfi Jónsson, forstjóri Svínabúsins. „Í kjölfar þess að nýir eigendur tóku við rekstrinum ákváðum við að setja upp hreinsistöð. Fyrir þann tíma hafði úrgangur iðulega verið losaður í sjóinn. Þetta er í eitt- hvert síðasta skipti sem ómeð- höndluð mykja er hreinsuð í sjó.“ Nú væri verið að stilla kerfið og sjá til þess að úrgangur færi ekki ómeðhöndlaður í sjó. Þurrka ætti úrgang og nota í áburð í framtíð- inni. Um þessar breytingar hefði verið haft samráð við Heilbrigðis- eftirlit Suðurnesja. Bergur Sigurðsson, hjá Heil- brigðiseftirliti Suðurnesja, segist fara í eftirlitsferð í Svínabúið í dag. Sú ferð hafi staðið til um skeið. Þá verði meðal annars kannað hvernig staðið var að los- uninni. brynjolfur@frettabladid.is Úrgangur losaður í sjóinn í leyfisleysi Svínabúið á Vatnsleysuströnd losaði úrgang frá starfseminni út í sjó fyrir nokkru. Forsvarsmenn búsins segja nýja hreinsunarstöð vera að komast í gagnið sem taki fyrir slíka losun. Engin undan- þága sem leyfir losun úrgangsins í sjó. BÖRN Foreldrar hafa sýnt því mik- inn áhuga að notfæra sér foreldra- samning Heimilis og skóla um samábyrgð um yngri börn á sama hátt og tíðkast hefur um nokkurra ára skeið hjá unglingum. „Það hef- ur sýnt sig að frá því að foreldra- samningur komst á hefur dregið úr reykingum og notkun áfengis. Sá samningur byggir á að foreldr- ar geri með sér samning. Í honum felst að virða útivistartíma og leyfa ekki boð nema einhver full- orðinn eða ábyrgur sé til staðar svo eitthvað sé nefnt,“ segir Krist- björg Hjaltadóttir framkvæmda- stjóri Heimilis og skóla. Hún seg- ir ýmislegt fleira sem viðkemur hegðun unglinga í samningnum. Nú vilja foreldrar gera með sér svipaðan samning fyrir yngri börn. Hann er tilbúinn en að sögn Kristbjargar er í honum ýmislegt sem foreldrar eru alltaf að fást við og ekki síst hefur verið brýnt að taka á félagslega þættinum. „Til að mynda má nefna afmælis- veislur og aðrar uppákomur sem gefa tilefni til að skilja hluta barn- anna útundan, tekið er á útivistar- tíma og tölvunotkun.“Hún segir að komið sé á fundi með foreldum barna í hverjum bekk þar sem þeir skrifa undir samninginn. „Þannig eru meiri líkur á að samn- ingurinn sé haldinn og samstaðan meðal foreldra verði meiri.“  Samningur foreldra við yngri börn: Skilji hvort annað ekki út undan ÞETTA HELST „Þetta er í eitt- hvert síðasta skipti sem ómeðhöndluð mykja er hreinsuð í sjó.“ ÚRGANGUR ÚTI FYRIR SVÍNABÚI Áhugaflugmaður sem flaug yfir Svínabúið laugardaginn 10. ágúst s. l. veitti úrganginum við fjöruna athygli. Samkvæmt starfsreglum ber að hreinsa úrganginn áður en hann er losaður og fleyta honum lengra út á sjó. Það verður gert með tilkomu hreinsistöðvarinnar. VIRÐA ÚTIVISTARTÍMA Í samningnum er tekið á útivistartíma og að enginn sé skilinn útundan þegar boðið er í afmælisveislu. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B IL LI NOKKRAR STAÐREYNDIR UM MEÐALLESTUR FÓLKS Á ALDRINUM 25 TIL 80 ÁRA Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU ER 69,7% SAMKVÆMT FJÖLMIÐLAKÖNNUN GALLUP Í MARS 2002. Fr é tt a b la ð ið M o rg u n b la ð ið Meðallestur 25 til 39 ára á þriðjudögum samkvæmt fjölmiðlakönnun Gallup frá mars 2002 18,4% D V 70.000 eintök 70% fólks les blaðið Hvaða blöð lesa 25 til 39 ára íbúar á höfuð- borgarsvæð- inu á þriðju- dögum? 51,5% 64,5% REYKJAVÍK Suðvestlæg átt, 5-10 m/s. og skúrir í kvöld. Hiti 9 til 14 stig. VINDUR ÚRKOMA HITI Ísafjörður 8-13 Rigning 11 Akureyri 3-5 Skýjað 12 Egilsstaðir 3-5 Skýjað 16 Vestmannaeyjar 12-15 Rigning 10 + + + + VEÐRIÐ Í DAG ➜ ➜ ➜ ➜

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.