Fréttablaðið - 20.08.2002, Qupperneq 7
Öflugur heimamarkaður á vefnum
Smáauglýsingadeild Fréttablaðsins Þverholti 9, 105 Reykjavík. Sími 515 7500 Netfang: smaar@frettabladid.is Veffang: frett.is
Athugið: Upplýsingar um lestur eru fengnar úr fjölmiðlakönnun Gallup
frá mars 2002. Miðað er við meðallestur á tölublað í hverjum aldurshópi.
Upplýsingar um verð eru fengnar úr verðskrám blaðanna á frett.is
og dv.is og er miðað við lægstu uppgefin verð í báðum tilfellum.
Þegar þú kaupir eggjabakka er einfalt mál að kanna hvort hann sé fullur af
eggjum. Þú lyftir einfaldlega lokinu og kannar málið. Þess vegna dettur
engum eggjaframleiðanda í hug að setja aðeins 5 egg í bakka fyrir 12 egg.
Kaup á auglýsingum í dagblöðum ættu að lúta sömu lögmálum. Gallinn er
hins vegar sá að það sést ekki á einu eintaki af dagblaði hversu margir
lesendur lesa blaðið. Þess vegna standa auglýsendur og dagblöð fyrir
lestrarkönnunum til að mæla hversu margir lesendur eru á bak við blöðin.
Nýjasta lestrarkönnun Gallups, sem gerð er fyrir fjölmiðlana,
Samtök auglýsenda og Samband íslenskra auglýsingastofa, sýnir að á bak
við hvert tölublað af Fréttablaðinu eru á höfuðborgarsvæðinu að meðaltali
86.000 manns á aldrinum 12 til 80 ára. Á bak við hvert tölublað af DV eru
á höfuðborgarsvæðinu aðeins 38.000 manns á sama aldri. Með öðrum
orðum er 125 prósent fleiri lesendur eru á bak við Fréttablaðið en DV.
Þrátt fyrir það er hver birting í smáauglýsingum DV 75 prósent dýrari en
smáauglýsing í Fréttablaðinu. Lestrarkannanir sýna því að hjá Fréttablaðinu
færðu miklu meira fyrir miklu minna.
sími smáauglýsingadeildar:
515 7500
Nokkur atriði úr handbók auglýsandans:
Úr 4. hluta: Lestrarkannanir.
smáauglýsingar
Smáauglýsing
Einingarverð (kr.) 995,-
Fjöldi lesenda 86.000
Snertiverð (aurar) 1,15
Innihaldslýsing:
Lestur eftir aldurshópum
12–24 ára 49%
25–49 ára 65%
50–80 ára 79%
Athugar þú hvað er
verið að selja þér?
Smáauglýsing
Einingarverð (kr.) 1.766,-
Fjöldi lesenda 38.000
Snertiverð (aurar) 4,65
Innihaldslýsing:
Lestur eftir aldurshópum
12–24 ára 27%
25–49 ára 26%
50–80 ára 36%
Þegar fólk kaupir matvöru
ætlast það til að seljandinn
gefi upp innihald vörunnar.
Það sama gerir hinn
hagsýni auglýsandi.
Hann spyr hvað hann
sé að kaupa.
Smáauglýsingar Fréttablaðsins birtast einnig á frett.is
995,- 1.766,-