Fréttablaðið - 20.08.2002, Síða 10
ÞINGVELLIR Höskuldur Sveinsson,
framkvæmdastjóri Prestsetra-
sjóðs, segir að þó Þingvalla-
nefnd hafi hafnað ósk sjóðsins
um að fá að slá upp tjaldi eða
koma fyrir hjólhýsi á túninu við
Þingvallabæ verði áfram unnið
að því að leysa húsnæðisvanda
prestsins.
Höskuldur segir hugmyndina
um tjald eða hjólhýsi hafa verið
setta fram til að hreyfa við mál-
inu. Prestinum sé stundum nauð-
syn á að gista á Þingvöllum, sér-
staklega á sumrin þegar verk-
efnin séu flest. Í sumar hafi
hann fengið aðgang að Hótel Val-
höll. Ljóst sé að finna verði var-
anlegri lausn.
„Það kom okkur á óvart að að-
staðan skyldi vera tekin af hon-
um á sínum tíma. Það verður að
segjast eins og er. Við höfum
óskir um það að aðstaðan verði
betri. Það þarf að finna farsælli
flöt á þessu,“ segir Höskuldur.
Aðspurður útilokar Höskuld-
ur ekki að sótt verði um að fá að
reisa sérstakt hús fyrir prestinn.
„Við höfum ekki skoðað það sér-
staklega en það er margt inni í
myndinni. Við erum að vinna í
málinu og verðum að skoða það
ásamt forsætisráðuneytinu.
10 20. ágúst 2002 ÞRIÐJUDAGUR
Útgáfufélag: Frétt ehf.
Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson
Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson
Ritstjórnarfulltrúi: Steinunn Stefánsdóttir
Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson
Ritstjórn, auglýsingar og dreifing:
Þverholti 9, 105 Reykjavík
Aðalsími: 515 75 00
Símbréf á fréttadeild: 515 75 06
Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is
Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16
Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is
Setning og umbrot: Frétt ehf.
Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja hf.
Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili
á höfuð-borgarsvæðinu. Einnig er hægt að fá
blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni.
Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu
sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði.
Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni
blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum
án endurgjalds.
BRÉF TIL BLAÐSINS
Hótel Valhöll leysir ekki húsnæðismál Þingvallaprests:
Nýr prestsbústaður
inni í myndinni
Skrílslæti
á Íslandi
Reykvíkingur skrifar:
Ég get ekki orða bundist vegnaskrílsláta í Reykjavík. Eflaust
er ég ekki einn um það. Eftirköst
menningarnætur verða okkur
vonandi holl lexía. Samt efast ég
um það. Á hverju ári er efnt til
skrílssamkomna þar sem fólk
fyllir sig af eitri, slæst, nauðgar
og stórskaðar oftast sér minni-
máttar. Þrátt fyrir að mannslíf
séu eyðilögð allar verslunar-
mannahelgar dregur ekkert úr
áhuga manna á að halda það sem
þeir kalla hátíðir. Er það kannski
réttnefni að kalla skrílssamkom-
una í Vestmannaeyjum þjóðhátið?
Hátíð hvers er það þegar konum
er nauðgað, fólk sýpur og spraut-
ar sig eitri, menn eru barðir og
svona má áfram telja? Hver hagn-
ast á þessu? Og eru peningar ein-
hverra svo mikils virði að hægt sé
að fara illa með líf fólks? Ég held
ekki.
Nú hafa borgaryfirvöld enn
haldið það sem kallað er menning-
arnótt. Vissulega er margt já-
kvætt við þetta allt. Ég gekk um
allar götur miðborgarinnar. Satt
best að segja varð ég ekki var við
mikla menningu. Á stöku palli
voru menn að þenja hljóðfæri og
raddbönd. En fyrir hverja veit ég
ekki. Það sem ég heyrði hefði unnt
sér vel í Eyjum á skrílssamkom-
unni þar, eða á Akureyri eða
Galtalæk. Það er ekki nóg að gefa
hlutum og atburðum nafn og
halda að þar með sé allt með besta
móti.
ÞINGVELLIR
Þingvallakirkjan og Þingvallabærinn standa á sama túninu í þjóðgarðinum.
LÖGREGLA Viðtakendur bréfanna,
sem send voru til landsins frá
Brasilíu og innihéldu samtals 56
grömm af kókaíni, hafa flestir
komið við sögu lögreglu áður. Að
sögn Ásgeirs Karlssonar, yfir-
manns fíkniefnadeildar lögregl-
unnar í Reykjavík, hefur ekki ver-
ið gerð krafa um gæsluvarðhald
yfir fólkinu, sem er um og yfir
þrítugt.
Ásgeir sagðist ekki getað sagt
hvort lögreglan hefði vitneskju
um það hver hefði sent kókaínið.
Málið væri í rannsókn. Hann
sagði að lögreglan hefði í febrúar
fengið ábendingu um að verið
væri að smygla kókaíni til lands-
ins með bréfasendingum frá
Brasilíu. Þá hefði verið haft sam-
band við tollgæsluna, sem í byrj-
un mánaðarins hefði fundið átta
bréf, sem hvert um sig hefði inni-
haldið sjö grömm af kókaíni. Voru
bréfin send til átta mismunandi
aðila, sem allir voru handteknir
og yfirheyrðir, en sleppt að lokn-
um yfirheyrslum.
Að sögn Ásgeirs leikur grunur
á að kókaíni hafi verið smyglað til
landsins með þessum hætti í ein-
hvern tíma. Hann sagði að ekki
væri búið að efnagreina kókaínið
og því lægi ekki fyrir hver styrk-
leiki þess væri. Ef kókaín er
sterkt er algengt að það sé bland-
að einhverju öðru efni til að drýg-
ja það. Þannig ná fíkniefnasalar
að auka verðmæti þess. Gera má
ráð fyrir að tæplega 700 þúsund
krónur fáist fyrir 56 grömm af
kókaíni á Íslandi.
Átta manns um
þrítugt yfirheyrðir
Vegna kókaíns sem er smyglað með bréfum frá Brasilíu. Ekki hefur ver-
ið farið fram á gæsluvarðhald.
EITURLYF Í SENDIBRÉFUM
Grunur leikur á að kókaíni hafi verið smyglað til landsins með bréfum frá Brasilíu í einhvern tíma.
Ekki er búið að efnagreina kókaínið og því liggur ekki fyrir hver styrkleiki þess er.
Lesendur geta skrifað bréf íblaðið. Æskilegt er að hvert
bréf sé ekki lengra en sem nemur
hálfri A4-blaðsíðu. Hægt er að
senda bréfin í tölvupósti, rit-
stjorn@frettabladid.is, hringja í
síma 515 7500, faxa í síma 515 7506
eða senda bréf á Fréttablaðið,
Þverholti 9, 105 Reykjavík.
LESENDABRÉF
NÝJAR
SENDINGAR
Í HVERRI VIKU
2.699,-
1.999,-
NÝTT KORTATÍMABIL
200 DVD TITLAR Á 999,- kr. stk.
999,-1.499,-699,-
Bandaríska sjónvarpsstöðinCNN sýndi í gær brot úr
myndböndum sem starfsmaður
stöðvarinnar fann í Afganistan.
Þar mátti sjá myndir frá hryðju-
verkabúðum al-Qaida, menn að búa
til sprengjur og eiturefnatilraunir
sem framkæmdar voru á hundum.
Talið er að flest myndböndin hafi
verið gerð fyrir 11. september. Á
einhverjum þeirra mátti sjá mynd-
ir frá árásunum á Bandaríkin.
Fulltrúar Sameinuðu þjóðanna ímálefnum eiturlyfja segja að
hinum nýju stjórnvöldum í
Afganistan hafi ekki tekist að upp-
ræta ópíumuppskeru í landinu. Að
sögn talsmanns SÞ hefur herferð
stjórnvalda í landinu sem hófst í
apríl, lítinn sem engan árangur
borið.
Tugir hvítra bænda fráZimbabwe mættu til réttar-
halda eftir að hafa verið ákærðir
fyrir að hlýða ekki kröfu stjórn-
valda um að yfirgefa jarðir sínar.
Rúmlega 140 bændur hafa verið
handteknir fyrir að neita að fara
frá jörðum sínum. Robert Muga-
be, forseti Zimbabwe, hefur skip-
að að hvítir bændur í landinu láti
jarðir sínar af hendi til svartra
bænda.
Jóhannes Páll páfi er nú í fjög-urra daga heimsókn í heima-
landi sínu, Póllandi. Fór hann með
bæn í gær þar sem hann óskaði
eftir auknum styrk til að halda út
heimsóknina. Páfinn, sem er 82
ára, þjáist af fyrstu stigum Parkin-
son-sjúkdómsins auk þess sem
hann er slæmur í mjöðm og í
hnjám.
Þúsundir manna í Kandahar,næststærstu borg Afganistans,
fögnuðu þjóðahátíðardegi landsins
í fyrsta sinn í tvo áratugi. Tali-
banastjórnin fyrrverandi í
Afganistan hóf að nýju að halda
upp á þjóðhátíðardag landsins árið
2000 í höfuðborginni Kabúl.
ERLENT