Fréttablaðið - 20.08.2002, Page 16
16 20. ágúst 2002 ÞRIÐJUDAGURHVAÐA BÓK ERTU AÐ LESA?
FÉLAGSSTARF
13.30 Félag eldri borgara í Hafnarfirði,
Hraunseli , Flatahrauni 3. Frjáls
spilamennska kl. 13.30 og pútt á
Hrafnistuvelli kl. 14.00 til 16.00.
ÚTIVIST
20.00 Fjallahjólaklúbburinn hjólar í
kvöld að Keldum. Alls er ferðin
um 15 kílómetrar. Mæting er við
skiptistöð strætó í Mjódd. Allir eru
velkomnir en skilyrði er að þátt-
takendur séu með hjálm.
SKÁK
16.45 Keppni í Landsliðsflokki á Skák-
þingi Íslands 2002 hefst í dag.
Teflt verður í hátíðarsal Íþrótta-
húss Gróttu á Seltjarnarnesi. Tólf
af sterkustu virku skákmönnum
landsins mæta til leiks. Þeir
keppa um Íslandsmeistaratitil og
réttinn til að tefla fyrir Íslands
hönd á komandi Ólympíumóti.
Tefldar verða 11 umferðir, allir við
alla, frá 20.- 30. ágúst. Virka daga
hefjast umferðir kl. 17:00 en um
helgar og þann 30. ágúst kl.
13:00. Beinar útsendingar verða
frá öllum skákunum á heimasíðu
mótsins
TÓNLEIKAR
20.30 Xu Wen sópransöngkona syngur
við undirleik Önnu Rúnar Atla-
dóttur á Sumartónleikum Lista-
safns Sigurjóns Ólafssonar. Á
efnisskrá verða Fimm grísk þjóð-
lög eftir Ravel, verk eftir Fauré,
Sigvalda Kaldalóns og kínversk
þjóðlög. Að lokum eru þrjár
þekktar óperuaríur; eftir Puccini,
Verdi og Gounod.
MYNDLIST
Rebekka Gunnarsdóttir listakona í
Hafnarfirði sýnir í Sjóminjasafni Ís-
lands, Vesturgötu 8, Hafnarfirði.
Rebekka sýnir vatnslitamyndir og gler-
verk sem hafa að mestu verið unnin á
þessu ári. Aðal viðfangsefni myndanna
er landslag, götumyndir og hús í Hafnar-
firði. Sýningin stendur til 8. september
og er opin alla daga frá kl. 13-17 á opn-
unartíma safnsins.
Afmælissýning Myndhöggvarafélag Ís-
lands stendur yfir í Listasafni Reykja-
víkur, Hafnarhúsi. Fjórtán myndhöggv-
arar sýna. Sýningin er fjölbreytt og sýnir
þá miklu breidd sem ríkir innan félags-
ins sem fagnar 30 ára afmæli sínu. Sýn-
ingin stendur til 6. október.
Sýning á nýjum verkum hafnfirska mál-
arans Jóns Thors Gíslasonar er í Hafn-
arborg, menningar- og listastofnun
Hafnarfjarðar Á sýningunni eru málverk,
grafík, vatnslitamyndir og teikningar.
Sýningin er opin alla daga nema þriðju-
daga frá kl. 11 til 17 og henni lýkur 9.
september.
Grafiski hönnuðurinn og myndlistarkon-
an, Valgerður Einarsdóttir, sýna verk sín
á Kaffi Sólon. Sýningin stendur til 6.
september.
Listamennirnir Guðfinna Mjöll Magn-
úsdóttir, Huginn Þór Arason, Hugleik-
ur Dagsson, Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir,
Ragnar Jóansson, Pétur Már Gunnars-
son, Riel Video, Sólvegi Einarsdóttir og
Þormar Melsted sýna í Gallerí Nema
hvað, Skólavörðustíg. Sýningin stendur
til 25. ágúst.
Arnfinnur Amazeen og Bryndís Erla
Hjálmarsdóttir sýna í rými undir stigan-
um í i8, Klapparstíg 33. Verkið sem þau
sýna nefnist „Við erum í svo miklu jafn-
vægi“ og er innsetning með ljósmynd
og spegli. Sýningin stendur til 6. sept-
ember. i8 er opið þriðjudaga til laugar-
daga frá kl. 13.00-17.00.
Helgi Þorgils Friðjónsson og Kristinn
G. Harðarson sýna í i8, Klapparstíg 33.
Kristinn sýnir vatnslitaverk og útsaumað-
ar myndir og Helgi leirskúlptúra. Að auki
sýna þeir myndbandsverk sem þeir
unnu í sameiningu ásamt söngvaranum
Sverri Guðjónssyni sérstaklega fyrir sýn-
inguna. Sýningin stendur til 12. október.
i8 er opið þriðjudaga til laugardaga frá
kl. 13-17.
Í Apótekaraturninum, Austurstræti 16,
stendur samsýningin Turnar í Reykja-
vík. Þeir sem sýna eru: Bibbi, Birta Guð-
jónsdóttir, Bryndís Hrönn Ragnarsdóttir,
Guðfinna Mjöll Magnúsdóttir, Helgi
Þórsson, Huginn Þór Arason, Hugleikur
Dagsson, Ingrafn Steinarsson, Kristín
Björk Kristjánsdóttir, Magnús Logi Krist-
insson, Orri Jónsson og Pétur Már
Gunnarsson.
Nú stendur yfir í Listhúsi Ófeigs á
Skólavörðustíg 5 sýningin Úr fórum
gengins listamanns. Á sýningunni eru
verk Jóhannesar Jóhannessonar (1921-
1998), vatnslitamyndir, pastel og teikn-
ingar. Sýningin stendur til 28. ágúst.
Í Gerðarsafni standa yfir tvær sýningar, í
Austur- og Vestursal er sýning ber heitið
Stefnumót. Á henni eru málverk eftir
Jóhannes Jóhannesson listmálara og
höggmyndir og glergluggar Gerðar
Helgadóttur myndhöggvara.
Á neðri hæð safnsins stendur sýningin
Yfirgrip. Á henni eru eldri og nýrri verk
eftir Valgerði Hafstað listmálara. Sýn-
ingarnar standa til og með sunnudags-
ins 8. september. Listasafn Kópavogs er
opið alla daga nema mánudaga frá 11-
17.
Listasafns Íslands sýnir tæplega 100
verk í eigu safnsins eftir 36 listamenn. Á
henni er gefið breitt yfirlit um íslenska
myndlistarsögu á 20. öld, einkum fyrir
1980. Sýningin skiptist í fimm hluta:
Upphafsmenn íslenskrar myndlistar á
20. öld; Koma nútímans/módernismans
í myndlist á Íslandi; Listamenn 4. ára-
tugarins; Abstraktlist; Nýraunsæi áttunda
áratugarins. Listasafn Íslands er opið alla
daga nema mánudaga. Sýningin stend-
ur til 1. september.
Listin meðal fólksins er yfirskrift sýningar
Listasafns Reykjavíkur í Ásmundarsafni.
Á sýningunni eru verk Ásmundar Sveins-
sonar myndhöggvara skoðuð út frá þeir-
ri hugsjón hans að myndlistin ætti að
vera hluti af daglegu umhverfi fólks en
ekki lokuð inni á söfnum. Sýningin
stendur til ársloka.
SÝNINGAR
Í Þjóðmenningarhúsinu standa þrjár
sýningar. Sýndar eru ljósmyndir úr svo-
nefndum Fox-leiðangri sem eru með
elstu myndum sem teknar voru á Ís-
landi, Grænlandi og í Færeyjum, sýning
er á vegum Landsbókasafns á bók-
menntum Vestur-Íslendinga og loks er
svo Landafundasýningin sem opnuð var
árið 2000 og hefur nú verið framlengd.
Aðgangur er ókeypis á sunnudögum.
Í Grófarsal í Grófarhúsi við Tryggvagötu
er sýning á íslenskum blaðaljósmynd-
um frá árunum 1965 til 1975. Blaðaljós-
myndir eru einn stærsti flokkur
myndefnis á Ljósmyndasafni Reykjavík-
ur, sem sýnir hér hátt á annað hundrað
blaðaljósmyndir. Fjölbreytt myndavalið
veitir innsýn í tíðarandann. Opið er frá
kl. 12.00-18.00 virka daga og kl. 13.00-
17.00 um helgar.
Í sýningarsal Handverks og hönnunar
við Aðalstræti er sýning á íslenskum
þjóðbúningum. Hún nefnist Með rauð-
an skúf. Þar eru sýndir búningar í eigu
Heimilisiðnaðarfélags Íslands, Þjóð-
dansafélags Reykjavíkur og Búningaleigu
Kolfinnu Sigurvinsdóttur.
ÞRIÐJUDAGURINN
20. ÁGÚST
BÓKAÚTGÁFA „Hugmyndina að bók-
inni átti Björk Bjarnadóttir þjóð-
fræðingur, en hún var með sögur
sem hún hafði safnað úr íslensku
þjóðsögunum og aldrei hafði ver-
ið gert neitt við,“ segir Guðrún
Tryggvadóttir, myndlistarkona,
sem fékk það verkefni að mynd-
skreyta sögurnar sem nú eru
komnar út hjá bókaforlaginu
Sölku, í ritstjórn Hildar Her-
móðsdóttur. Bókin heitir Björn
eignast börn og segir frá furðu-
dýrum í íslenskum þjóðsögum.
„Þetta eru kyngimagnaðar
sögur. Ég fór í sumarbústað í níu
daga í fyrra og vann skyssur að
myndunum sem ég hef síðan ver-
ið að þróa, þetta er alveg meiri-
háttar efni,“ segir Guðrún. „Svo
er líka svo gaman að tengja þetta
hliðstæðum sögum hvaðanæva úr
heiminum, það eru náttúrlega
erkitýpur í þessum frásögnum.“
Í bókinni, sem kemur út á ís-
lensku, ensku og þýsku, eru 23
sögur af landvættum og kynja-
dýrum, eins og til dæmis haf-
meyjum sem seiddu sjómenn í
hafið, skrýmsli sem byltu sér í
sjó og vötnum og landvættum
sem vöktu yfir hverjum lands-
fjórðungi. Guðrún segir furðu-
skepnurnar í bókinni sína eigin
hugarsmíð. „Ég lét textann og
staðsetningar sagnanna stjórna
mér við gerð myndanna, og reyn-
di að vera trú efninu. Ég vildi
ekki að myndirnar yrðu týpískar
myndskreytingar eins og börn
eiga að venjast í dag heldur töl-
uðu til allra aldurshópa.“
Sýning með frummyndum
myndskreytinga Guðrúnar stend-
ur nú yfir í Alþjóðahúsinu á
Hverfisgötu. Hún verður opin til
6. september.
Kyngimagnaðar
kynjasögur
Björn eignast börn er bók um furðudýr í íslenskum þjóðsögum. Meiri-
háttar efni segir Guðrún Tryggavdóttir, sem myndskreytir bókina.
GUÐRÚN TRYGGVADÓTTIR
Myndskreytir nýja bók frá Sölku um íslensk furðudýr.
Ómar Sverrisson
Enga í augnablikinu, en er að byrja á bók
um þrjá fíkla sem eru hættir og á réttri leið.
TÓNLEIKAR Menningarheimar aust-
urs og vesturs mætast á Sumar-
tónleikum í Listasafni Sigurjóns
Ólafssonar í kvöld. Fram koma Xu
Wen sópransöngkona og Anna Rún
Atladóttir píanóleikari. Á efnis-
skrá verða Fimm grísk þjóðlög
eftir Ravel, verk eftir Fauré, Sig-
valda Kaldalóns og kínversk þjóð-
lög. Að lokum eru þrjár þekktar
óperuaríur eftir Puccini, Verdi og
Gounod. Tónleikarnir hefjast kl.
20.30.
Xu Wen nam ung að árum kín-
verskan óperusöng, leiklist, dans
og skylmingar við Huangmei Óp-
eruskólann í Anhui fylki í Kína.
Hún var fastráðin við Huangmei
óperuna 1986-1988 og hefur sung-
ið aðalhlutverk í fjölmörgum kín-
verskum óperum. Xu Wen fluttist
til Íslands árið 1989 og hóf nám í
vestrænum söng við söngdeild
Tónlistarskólans í Reykjavík og
lauk þaðan einsöngvaraprófi með
ágætiseinkunn vorið 1997. Hún
stundaði framhaldsnám í London.
Sem söngvari hefur hún tekið þátt
í óperuuppfærslum og komið fram
í sjónvarpi hér heima og í Kína.
Anna Rún Atladóttir hóf fiðlu-
nám sex ára og píanónám sjö ára.
Hún lærði jöfnum höndum á bæði
hljóðfærin og vorið 1992 útskrif-
aðist hún með fiðlukennarapróf
frá Tónlistarskólanum í Reykjavík
og píanókennarapróf þremur
árum síðar. Anna Rún stundaði
framhaldsnám í London frá 1994
við Trinity College of Music og
The London College of Music and
Media.
Sumartónleikar í Listasafni Sigurjóns:
Austrið og
vestrið mætast
ANNA RÚN ATLADÓTTIR
Anna Rún starfar nú sem undirleikari hjá
Söngskólanum í Reykjavík og sem fiðlu-
kennari við Tónmenntaskólann í Reykjavík
XU WEN
Síðastliðið haust lék Xu Wen hlutverk Wein
í kvikmyndinni Maður eins og ég og um
svipað leyti lék hún í kvikmyndinni Hafið.
1
METSÖLULISTI
2
3
4
5
6
7
8
9
10
MEST SELDU ERLENDU BÆKURNAR
HJÁ EYMUNDSSON
Patricia Cornwell
ISLE OF DOGS
Nora Roberts
THE VILLA
Nora Roberts
FACE THE FIRE
Catherine Coulter
HEMLOCK BAY
David Baldacci
LAST MAN STANDING
Stephen King, Petar Straub
BLACK HOUSE
Jayne Ann Krentz
SUMMER IN ECLIPSE BAY
Jonathan Kellerman
FLESH AND BLOOD
Isabel Allende
PORTRAIT IN SEPIA
Minette Walters
ACID ROW
Erlendar bækur:
Spenna,
ást og
hryllingur
BÆKUR Listi Eymundsson yfir er-
lendar bækur ber þess merki að
sumarið sé í hámarki. Afþreying-
arsögur ráða þar ríkj-
um. Á listanum má
finna spennusögur, ást-
arsögur, þjóðfélagsá-
deilu og hryllingssögu.
Bók Patriciu
Cornwell trónir á
toppnum. Sögunni er
lýst sem pólitískum farsa með
gamansömu ívafi. Hún segir frá
íbúum Tangier sem setja sig upp á
móti ríkisstjóranum í Virginíu þeg-
ar hann setur ákvæði um hert um-
ferðareftirlit sem að stórum hluta
fer fram úr lofti. Hóta íbúarnir að
segja sig úr ríkjasambandinu og
setja á fót sjálfstætt fylki. Halda
þeir fram að sjálfstæði þeirra nái
aftur til forfeðranna sem komu
siglandi frá Isle of Dogs í London
og voru með fyrstu landnemum
Bandaríkjanna.
BOLLASTAÐAKISI
... stökk hann á manninn og læsti klóm og
kjafti í hálsinn á honum. Ekki náðist kött-
urinn af hálsi mannsins fyrr en báðir voru
dauðir.“
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/B
IL
LI
Íslenski fjallahjóla-
klúbburinn:
Hjól-
reiðaferð að
Keldum
ÚTIVIST Íslenski fjallahjólaklúbbur-
inn stendur fyrir kvöldferð að
Keldum í kvöld. Hjólað er um 15
kílómetra. Að vanda verður brott-
för í ferðirnar frá skiptistöð SVR í
Mjódd, vestanmegin og verður
lagt af stað klukkan 20.00. Ferðirn-
ar eru ætlaðar öllum og hraði og
vegalengd miðuð við það. Einnig
má benda fólki á að fólk getur far-
ið inn í kvöldferðirnar og úr þeim
þar sem það vill. Aðstandendur
kvöldferðanna minna fólk á að
setja á sig hjálminn og mæta í
skjólgóðum fatnaði.