Fréttablaðið - 20.08.2002, Side 22

Fréttablaðið - 20.08.2002, Side 22
22 20. ágúst 2002 ÞRIÐJUDAGUR HRÓSIÐ ...fá Heimdellingar fyrir að benda fáfróðum borgarbúum á að flugeldasýning á Menningarnótt sé í raun borguð af okkur sjálf- um. Ábending Heimdallar um að einn flugeldur á himni á kostnað almennings sé einum flugeld of mikið, er þörf áminning til óupp- lýstra borgarbúa. Áminning um að gleði og birta er ávallt á okkar eigin ábyrgð... og kostnað. Næsta ár væri kannski sniðugt á hafa flugeldasýninguna byggða á frjálsum framlögum Heimdell- inga.  Pólitískur arkitekt og félagslyndur prófessor AFMÆLI Vel heppnuð menningarnótt erað baki þar sem hver listvið- burðurinn rak annan. Framkvæmd- arstjóri Menningarnætur síðastlið- in tvö ár hefur verið Anna María Bogadóttir. Aðspurð segist hún afar ánægð með útkomuna. „Ég tel að vinsældir Menningarnætur skýrist meðal annars af því að fólk kemur að henni úr öllum áttum. Það er ekki um neina hefðbundna listræna stjórn að ræða heldur leggjast þátt- takendur á eitt við að gera hana sem fjölbreyttasta. Það sem þeir hafa fram að færa er af ólíkum toga og alltaf kemur eitthvað nýtt fram á hverju ári.“ Anna María hefur meðal ann- ars lagt stund á nám í menningar- fræðum í Danmörku og lokið BA prófi í frönsku frá Háskóla Ís- lands. Fyrir ári síðan lauk hún námi í menningarstjórnun. Það nám er ætlað fólki alls staðar að úr Evrópu sem starfar í menning- argeiranum. Hópurinn hittist reglulega og næsti fundur er í Finnlandi. „Þar munum við bera saman bækur okkar og fara yfir stefnur og strauma. Ég geri ráð fyrir að miðla af reynslu minni hvað varðar skipulagningu Menn- ingarnætur.“  FÓLK Í FRÉTTUM MEÐ SÚRMJÓLKINNI Að gefnu tilefni skal tekið fram að utan- bæjarfólk á gamals aldri þarf hvorki að vera með kút né kork í æskubrunnum Sundlaugar Akureyrar. Leiðrétting LEIFUR HEPPNI Á HOLTINU Borgin skartaði sínu fegursta um helgina. Veðurblíðan var sannkallaður sumarauki og þeir sem gáfu sér tíma til að rölta um Reykjavík fengu sannarlega eitthvað fyrir sinn snúð. FRÉTTAB LAÐ IÐ /B ILLI Ég var að koma frá Þránd-heimi. Var þar í blíðskapar- veðri á ráðstefnu um hitaveitu,“ segir Valdimar K. Jónsson, pró- fessor við verkfræðideild Há- skóla Íslands. Valdimar er 68 ára í dag. Hann stjórnaði á sínum tíma kælingu hraunstraumsins í Vestmannaeyjagosinu 1973. Í framhaldi af því tók hann þátt í að nýta hitann í hrauninu til að gera hitaveitu fyrir bæjarbúa. „Það var í framhaldinu af kæl- ingunni sem okkur datt í hug að reyna að nýta hitann. Ég var kannski búinn að kæla þetta full mikið.“ Valdimar segist stundum gera að gamni sínu með það að höfnin í Vestmannaeyjum sé dýrasta hafnarframkvæmd í heimi. „Þarna varð líka til besta höfn sem til er. Hraunið gjörbreytti höfninni.“ Valdimar er ekki bara áhuga- maður um verkfræðileg úrlausn- arefni. Hann hefur verið mjög virkur í félagsmálum. Hann er einn af arkitektum Reykjavíkur- listans. Fulltrúi Framsóknar- flokksins við mótun hans og til- urð. Honum finnst vel hafa tekist til og engan skugga borið á sam- starf ólíkra stjórnmálaafla. „Ég er frekar félagslynd vera og hef gaman af að vinna með fólki.“ Stundum er litið á háskólapró- fessora sem fólk sem einbeiti sér að einu afmörkuðu viðfangsefni. Valdimar er ósammála þessu, enda viðfangsefni hans í lífinu æði fjölbreytt. „Ég held að það sé gott fyrir menn að stunda við- fangsefni sín í vinnunni, en hafa önnur verkefni í frítímanum. Ég held að menn verði voðalegir sérvitringar ef þeir loka sig inni og fást við einhæf viðfangsefni.“ Auk trúnaðarstarfa fyrir Fram- sóknarflokkinn situr Valdimar í framkvæmdastjórn Neytenda- samtakanna. Hann er einnig meðlimur í Lífmassafélagi Ís- lands. Þar skoða menn leiðir til að skapa verðmæti úr lífmassa. „Ég er forvitinn og hef gaman af að koma víða við.“ Valdimar hefur hlotið ýmsa upphefð fyrir rannsóknarstörf í þágu nýtingar á jarðvarma. Hann er heiðursdoktor við há- skólann í Lundi. Oft er sagt að kennarastarfið haldi mönnum ungum. Valdimar segir skemmti- legt að vinna með ungu fólki. „Maður er alltaf að vinna með fólki um tvítug. Það lyftir andan- um.“ haflidi@frettabladid.is VALDIMAR K. JÓNSSON, PRÓFESSOR Valdimar er búinn að halda upp á afmælið. Konan bauð honum í bæinn og út að borða á Menningarnótt. Valdimar K. Jónsson, prófessor í verkfræði er 68 ára í dag. Sérsvið hans er hitaveita og nýting jarðvarma. Verkfræðileg viðfangsefni eru langt í frá það eina sem hann stundar. Hann hefur alla tíð látið félags- og stjórnmál til sín taka. SAGA DAGSINS 20. ÁGÚST 1898 Veitinga- og gistihúsiðValhöll á Þingvöllum var vígt. Nafn sitt dregur húsið af búð Snorra Sturlusona sem stóð forð- um skammt frá þeim stað sem húsið var fyrst. Búð Snorra var nefnd eftir bústað guðanna í Ásatrú. Valhöll var flutt á núver- andi stað árið 1930. 1942 Sjö manna áhöfn vélbáts-ins Skaftfellings bjargaði 52 Þjóðverjum af kafbátnum U 464 sem Catalina, herflugvél með bækistöð í Skerjafirði, hafði sökkt 175 sjómílur suður af Hornafirði. 1940 Leon Trotsky, einn leið-toga rússnesku byltingarinn- ar, var særður til ólífis með ísexi í Mexikóborg. Trotsky hafði ver- ið hrakinn í útlegð af Stalín sem fannst ekki nóg að gert og lét elta Trotsky uppi og myrða hann. Hann lést af sárum sínum degi eftir atlöguna. TÍMAMÓT JARÐAFARIR 13.30 Anna Friðriksdóttir, áður til heimilis að Rauðarárstíg 3, Reykjavík, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni. 13.30 Laufey Þórðardóttir frá Brautar- holti, verður jarðsungin frá Ás- kirkju. 13.30 Sigríður Guðmundsdóttir, Reyni- mel 35, Reykjavík, verður jarð- sungin frá Neskirkju. 13.30 Eiríkur Axel Jónsson, Bröttukinn 19, Hafnarfirði, verður jarðsung- inn frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði. 13.30 Matthildur Guðmundsdóttir frá Núpi í Fljótshlíð, Háaleitisbraut 40, verður jarðsungin frá Bústaða- kirkju. 15.00 Margrét Árnadóttir, áður til heimilis á Hjarðarhaga 24, Reykja- vík, verður jarðsungin frá Foss- vogskirkju. AFMÆLI Valdimar K. Jónsson prófessor er 68 ára í dag. Ólafur Egilsson sendiherra er 66 ára í dag. Ívar Ingimarsson, knattspyrnumaður, er 25 ára í dag. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B IL LI I Anna María Bogadóttir hefur verið fram- kvæmdarstjóri Menningarnætur undan- farin tvö ár. Persónan Miðlar af reynslu sinni í Finnlandi ANNA MARÍA BOGADÓTTIR Anna María er dóttir Boga Nilssonar, ríkis- saksóknara og Elsu Petersen. Hún ætlar að halda áfram að læra og búa erlendis sem hérlendis. Af hverju borða Hafnfirðingaraldrei kleinuhringi? Þeir vita ekki hvað þeir eiga að gera við gatið.  Múrverjinn Stefán Pálsson færútreið hjá Birni Bjarnasyni í nýlegum pistli þess síðarnefnda. Ástæðan er grein sem Stefán skrif- aði á Múrinn og gagnrýndi harka- lega skrif Björns í Morgunblaðið um flota Rússa á Kólaskaga. „Ef ekki má lýsa þeir- ri breytingu, sem orðið hefur á Kólaskaganum síðastliðin ár í til- efni af því, að hingað kemur rúss- neskt herskip í þriðja sinn í sög- unni, án þess að gamlir her- stöðvaandstæðingar taki gamla sovéska kippinn, sýnir það aðeins, að minni breyting hefur orðið á hugrenningum þessara ágætu manna á þeim rúma áratug, sem liðinn er frá hruni Sovétríkjanna, en mig grunaði,“ segir Björn í pistli sínum. Nokkur tími er liðinn síðandómsmálaráðuneytið hafnaði beiðni Siðmenntar - félags um borgaralegar athafnir þess efnis að félagið yrði skráð sem trúfélag. Forsvarsmenn Siðmenntar töldu að lífsskoðunarfélög féllu undir sömu skilgreiningu og trúfélög. Félagið uppfyllti meira að segja kröfur um tengsl við trúarbrögð með söguleg- ar rætur, nefnilega trúna á rök- hugsun. Þetta tók dómsmálaráðu- neytið ekki gilt. Málinu mun þó ekki vera lokið. Stjórn Siðmenntar ku nú íhuga að fara í dómsmál til að fá skráninguna í gegn. Þar sem talið berst að skráningutrúfélaga er ekki úr vegi að rifja upp félag sem reyndi að fá skráningu sem trúfélag. Að því stóðu nokkrir ungir menn í há- skólanámi sem kváðust hafa öðlast trú og uppgötvað ný trúarbrögð. Embættismönnum í dómsmála- ráðuneytinu þótti hins vegar lítið til koma. Þóttust vita að helsta markmiðið væri að komast yfir sóknargjöld til að standa straum af kostnaði við skemmtanahald. Í kjölfarið var lögunum breytt og gerð krafa um tengsl við rótgróin trúarbrögð. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B IL LI

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.