Fréttablaðið - 21.08.2002, Side 6
6 21. ágúst 2002 MIÐVIKUDAGURSPURNING DAGSINS
Ætlar þú í berjamó?
Já, á Hvalfjarðarströndinni.
Hólmfríður Haraldsdóttir, viðskiptafræðingur.
ERLENT
Osama bin Laden, leiðtogi al-Qaida samtakanna, varaði
við því nokkrum vikum áður en
hryðjuverkamenn sprengdu
sendiráð Bandaríkjanna í Kenýa
og í Tansaníu, að í vændum væri
verkefni sem fælist í því að
„drepa Bandaríkjamenn og losna
við þá.“ Þetta kom fram í frétt
CNN, sem undanfarið hefur sagt
frá myndböndum al-Qaida liða,
sem fundust í Afganistan.
Léleg samvinna á milli lögregl-unnar í New York og
slökkviðs borgarinnar leiddi til
fjölmargra vandamála eftir að
hryðjuverkamenn réðust á tví-
buraturnana í World Trade Cent-
er þann 11. september, að því er
kemur fram í nýrri skýrslu.
Slökkviliðsmenn fengu m.a. eng-
ar aðvaranir frá lögregluþyrlum
sem svifu um loftin blá um að
tvíburaturnarnir gætu hrunið.
Pervez Musharraf, forsetiPakistans, sagði í gær að
hætta væri á því að liðsmenn al-
Qaida samtakanna væru aftur
farnir að safnast saman í
Afganistan vegna vanmáttar
bráðabirgðarstjórnar landsins.
Rashid Qureshi, talsmaður hers
Pakistans, vísaði í fyrradag á
bug ásökunum Bandaríkjamanna
um að allt að 1000 al-Qaida liðar
væru hugsanlega í Afganistan.
MannréttindaráðunautarSameinuðu þjóðanna sögð-
ust í gær óttast að Kínverjar
notfærðu sér stríðið gegn
hryðjuverkum í heiminum sem
afsökun fyrir því að ráðast gegn
múslimskum minnihlutahópum
og meðlimum Falun Gong, trúar-
hreyfingarinnar. Undanfarið ár
hafa ný lög verið samþykkt í
landinu sem virðast auka vald
stjórnvalda til að handtaka fólk
og setja það í gæsluvarðhald.
UMFERÐ Sigurður Gíslason öku-
kennari segir mikla mildi að hann
og konan hans skyldu ekki hafa
stórslasast á laugardaginn þegar
bíll þeirra valt á Kjósaskarðsvegi
milli Þingvalla og Hvalfjarðar.
Hann sagði að
vegurinn hefði
verið mjög slæm-
ur á þeim kafla
sem hann hefði
velt en engin skilti
hefðu verið til að
vara ökumenn við
því. Hann sagðist
vera að íhuga að
kæra Vegagerðina vegna þessa
og lögfræðingur hans væri að
skoða málið.
„Þetta er malarvegur, þar sem
hámarkshraðinn er 80 ef hann er
góður,“ sagði Sigurður. „Vegur-
inn virkar mjög góður og er harð-
ur og engin lausamöl á honum, en
þegar maður er búinn að keyra
svona einn til tvo kílómetra þá
koma allt upp í 15 til 20 sentí-
metra djúpar holur án þess að
nokkuð sé merkt eða varað við
þeim. Bíllinn bara þoldi það ekki.
Hann lyftist upp að aftan í einni
holunni og þá missti ég hann út í
kant. Við það affelgaðist hann að
aftan og það dugði til þess að
hann valt eina og hálfa veltu á
veginum. Bíllinn er gjörónýtur
og við vorum heppin að
stórslasast ekki eða þaðan af
verra.“
Sigurður sagðist hafa átt far-
sælan feril sem ökumaður. Hann
hefði kennt á bíl í 25 ár og verið
með meiraprófsskóla.
„Menn virðast ekki hafa neinn
áhuga á að gera ráðstafanir til að
koma í veg fyrir slys. Manni
blöskrar að menn skuli geta kom-
ist upp með þetta. Ég ætla að láta
reyna á það hvort það standist
lög að það séu lagðar svona gildr-
ur fyrir ökumenn. Mér finnst
þetta ansi alvarlegt mál.“
Sigurður sagðist hafa fregnir
af því að viku áður en hann hefði
velt bílnum hefði annar bíll velt á
nákvæmlega sama stað. Þrátt
fyrir það hefði þessi slæmi veg-
kafli ekkert verið merktur.
„Þarna átti að vera merki um
að vegurinn væri ósléttur og há-
markshraðinn 30 km/klst. Yfir-
völd þurfa að vera á verði og
merkja svona lagað.“
trausti@frettabladid.is
„Við vorum heppin
að stórslasast ekki“
Sigurður Gíslason ökukennari velti jeppa á Kjósaskarðsvegi. Gagnrýnir að engar merkingar
um slæman vegkafla skyldu hafa verið á veginum. Íhugar að kæra Vegagerðina.
Hann lyftist
upp að aftan í
einni holunni
og þá missti
ég hann út í
kant.
GJÖRÓNÝTUR EFTIR VELTU
Sigurður Gíslason ökukennari segir mikla mildi að hann og konan hans skyldu ekki hafa stórslasast í bílveltu á Kjósaskarðsvegi.
SAKAMÁL Frestur lögreglunnar í
Bretlandi til að yfirheyra Ian
Huntley og Maxine Carr, sem
grunuð eru um að hafa numið á
brott og myrt stúlkurnar Hollý
Wells og Jessicu Chapman, átti
að renna út klukkan fimm í nótt.
Fyrir þann tíma þurfti lögreglan
að setja fram kæru á hendur
parinu eða sleppa því lausu.
Krufning á líkunum tveimur
sem talið er að séu af stúlkunum
stóð yfir í fimm klukkustundir í
gær.
Hvorki tókst að skera úr um
dánarorsök stúlknanna á þeim
tíma, né bera ótvíræð kennsl á
líkin. Fleiri rannsóknir á líkun-
um eru fyrirhugaðar á næstunni.
Gætu þær tekið nokkrar vikur
til viðbótar. Því er ljóst að jarð-
arför stúlknanna verður ekki
haldin á næstu dögum, eins og
fyrirhugað var.
Þúsundir manns víðsvegar að
úr heiminum hafa sent samúðar-
kveðjur til fjölskyldna Hollý og
Jessicu undanfarna daga. Hafa
rúmlega 8 þúsund kveðjur verið
sendar á vefsíðu tileinkaða
stúlkunum þar sem hægt er að
minnast þeirra.
Morðið á bresku stúlkunum Hollý og Jessicu:
Óvíst um dánarorsök
FINGRAFARA LEITAÐ
Sérfræðingar á vegum lögreglunnar gera
fingrafararannsókn fyrir utan heimili Kevin
Huntley, föður Ian Huntley, í Littleport á
Englandi. Lík stúlknanna fundust skammt
frá heimilinu.
AP
/M
YN
D
vefsvæðið born.is:
Rekstri
hætt vegna
fjárhagserf-
iðleika
NETMIÐLAR Rekstri vefsvæðisins
born.is hefur verið hætt vegna
fjárhagserfiðleika.
„Staðan á auglýsingamarkaði
netmiðla hefur verið döpur. Þá
brást samningur sem við gerðum
við nýja eigendur visir.is um aug-
lýsingasölu. Þar með voru rekstr-
arforsendur vefsins brostnar,“
segir Sigurður Ragnarsson, fram-
kvæmdastjóri born.is.
„Ég leitaði til nokkuð margra
um aðkomu að rekstrinum en
áhuginn var enginn. Leynist
áhugasamir aðilar þarna úti þá er
vefurinn falur,“ segir Sigurður
Ragnarsson.
SAMGÖNGUR „Það skýrist um eða
upp úr næstu mánaðamótum
hvaða fimm verktakahópar verða
valdir til þátttöku í útboði jarð-
ganga milli Reyðarfjarðar og Fá-
skrúðsfjarðar annars vegar og
Ólafsfjarðar og Siglufjarðar hins
vegar,“ segir Jón Rögnvaldsson,
aðstoðarvegamálastjóri.
Skilafresti vegna forvals jarð-
ganga lauk fyrir nokkru og bárust
gögn frá sjö verktakahópum sem
lýstu áhuga á þátttöku í útboðinu.
Sjö íslensk verktakafyrirtæki
sendu inn gögn, auk sænskra,
norskra, danskra, enskra og kín-
verskra verktaka.
„Það liggur ekki fyrir hvernig
staðið verður að útboði verkanna,
hvort þau verða boðin út saman
eða sitt í hvoru lagi. Það er póli-
tísk ákvörðun. Þó útboð fari fram
nú á haustdögum er ólíklegt að
það verði byrjað af krafti á þessu
ári,“ segir Jón Rögnvaldsson.
JARÐGÖNG
Það hyllir undir jarðagöng á Austurlandi og á Norðurlandi.
Jarðgangagerð:
Stutt í útboð fyrir
norðan og austan
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T
Búnaðarbankinn:
Opnar útibú
í Lúxemborg
VIÐSKIPTI Búnaðarbankinn hyggst
opna útibú í Lúxemborg um
næstu áramót. Bankinn hefur
rekið fjárstýringu í Lúxemborg
undir nafni dótturfyrirtækisins
Bunadarbanki Int. S.A. Það verð-
ur nú rekið undir nafni móður-
bankans og er útibúinu ætlað að
efla starfsemi Búnaðarbankans
og undirfyrirtækja þess á pen-
ingamarkaði og gjaldeyrismark-
aði.
Þorsteinn Þorsteinsson, sem
hefur starfað sem bankastjóri
dótturbankans mun einnig
gegna stöðu útibússtjóra.
GENGI GJALDMIÐLA
Bandaríkjadalur 85.78 0.42%
Sterlingspund 130.71 -0.49%
Dönsk króna 11.29 0.08%
Evra 83.84 0.07%
Gengisvístala krónu* 126,36 0,12%
KAUPHÖLL ÍSLANDS
Fjöldi viðskipta 195
Velta 6.379 m
ICEX-15 1.268 -0,62%
Mestu viðskipti
Fjárfestingarf. Straumur hf. 377.106.657
Samherji hf. 301.713.933
Síldarvinnslan hf. 296.411.654
Mesta hækkun
Flugleiðir hf. 4,17%
Þormóður rammi-Sæberg hf. 2,22%
Opin kerfi hf. 2,12%
Mesta lækkun
Skýrr hf. -5,17%
Hampiðjan hf. -2,33%
Íslandsbanki hf. -1,86%
ERLENDAR VÍSITÖLUR**
DJ: 8851,6 -1,60%
Nsdaq: 1376,3 -1,30%
FTSE: 4368,9 -1,30%
DAX: 3777,4 -1,60%
Nikkei: 9620,7 0,20%
S&P: 935,8 -1,60%
*Gengi Seðlabanka Íslands kl. 11.00
**Erlendar vísitölur kl. 18.00