Fréttablaðið - 21.08.2002, Page 24

Fréttablaðið - 21.08.2002, Page 24
Ístjórnartíð Ingibjargar Sólrúnarhefur verið lagt ofurkapp á að efla næturlífið í höfuðborginni með þeim árangri að síðasta menning- arnótt endaði eins og heimskautaút- gáfa af helvíti á jörðu, þar sem blindfullur og dópaður skríll barðist ýmist innbyrðis eða við lögreglu og sjúkraflutningamenn og læknar á slysavarðstofu héldu að skollin væri á borgarastyrjöld þegar hver bíl- farmurinn eftir annan af blóðugu og særðu fólki var borinn inn á biðstof- una. Þeir sem ekki lágu í roti reyn- du að stytta sér fjögurra klukku- stunda langan biðtímann með því að lesa þriggja ára gömul hefti af „Heima er best“. Í SKJÓLI heimskautamyrkursins hafa skuggalegar skítabúllur sprott- ið hér upp eins og gorkúlur á fjós- haug. Fyrsta skrefið til að náttvæða höfuðborgina fólst í því að lengja opnunartíma veitingahúsa framund- ir morgun. Þetta var gert í nafni frelsis og til þess að dreifa atvinnu- tækifærum leigubílstjóra á lengri tíma og loks til að létta lögreglunni lífið að hún þyrfti ekki að takast á við óviðráðanlega stóran hóp af ölv- uðu fólki í einu. Enda er lögreglan svo fáliðuð að yfirvöld töldu fyrir fáeinum vikum síðan að fáeinir blá- edrú Falún Gong friðarsinnar mundu bera hana ofurliði ef þeir fengju að koma í bæinn til að hía á söngfuglinn Sjang Sé Mín. ÞARNA er semsé allramildilegast hugsað um hagmuni leigubílstjóra og lögreglumanna og veitinga- manna. Það eina sem gleymist er að taka tillit til vilja og hagsmuna þeir- ra 98% borgarbúa sem eru hvorki lögregluþjónar, leigubílstjórar né veitingamenn. Níu af hverjum tíu Reykvíkingum eru friðelskandi fólk sem hefur engan áhuga á nætur- göltri með tilheyrandi vandamálum. NÍU AF HVERJUM TÍU Reyk- víkingum telja það frumskyldu yfir- valda að tryggja frið og öryggi þeir- ra borgara sem hafa þann sið að vaka á daginn og sofa á nóttunni. Á laugardaginn var sýndu borgarbúar svo að ekki var um villst að borgar- menningin blómstrar á daginn en ómenningin á nóttunni. Og vonandi draga borgaryfirvöld einhvern lær- dóm af reynslunni svo að öllu þessu blóði hafi ekki verið úthellt til ein- skis og láta af dýrkun sinni á nátt- myrkrinu.  SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500 Skemmtilegt er myrkrið Bakþankar Þráins Bertelssonar

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.