Tíminn - 03.07.1971, Síða 8

Tíminn - 03.07.1971, Síða 8
8 TIMINN LAUGARDAGUR 3. júlí 1971 Jón Konráósson: FÆKKA ÁM, FJÖLGA LÖMBUM Eg hlustaði á ágætt erindi Bændavikunnar í marz s.l. Einn dagur var helgaður sauðfjárrækt nni og fleira í sambandi við hana. Þar var talað um að hagkvæmt væri að fleira af lambaföllum væri með um 13 kg. þyngd. Einnig var sagt, að feitu og þungu kropp amir væru ekki vinsælir. Þetta hvort tveggja er í samræmi við það, sem áður hefur verið boðað. Það væri því nauðsynlegt að stór- fjölga tvílembum, en jafnframt þyrfti ám að fækka vegna ofbeit- ar. Þ.e.a.s. fjölga lömbum en fækka ám. Og ég vil bæta þessu við: Stórfjölga þrílembum, því hvað er verra að hlynna að þrótt- mikilli þrílembu en tvívetlu með tvö lömb eða gemling með eitt amb? Og hvað leggur þrílemban mjólkurlagin og vel fóðruð og vel hirt, á borðið hjá eiganda sín- um? Það er bara að búa sig vel undir sauðburðinn á allan hátt, þ.á.m. að geta hólfað lambærnar sem mest í sundur. Svo þarf lambærin eins og mjólkurkýrin að hafa aðgang að góðu vatni eftir vild. Ella vatna henni á nokkurra klukkustunda fresti. f sambandi við það að fá sem mestan arð af sauðfiárbúinu, var ninnzt á, hvort ekki væri hag- kvæmt að gemsar æ’ttu' lamb. En það mál hefur sínar skuggahliðar um sauðburðinn, sem eru meiri hjá vetrargömlum mæðrum en eldri ám, sem stafar af því, hvað burðarliðurinn er óþroskaður hjá gemsunum. Hér mega góðir menn ekki brjóta náttúrulögmálið í ræktun fjárins. En þetta lögmál er skil- yrðislaust þannig, að framfætur lambsins séu það langir að klauf- rnar komi vel á undan snopp- unni í fæðingunni. Snoppan sé frekar löng. (Betra mjólkurfé). löfuð hnöttótt, bógar ekki mjög sverir. Leggja meiri rækt í aftur hluta kindarinnar en nú er gert. Árið 1967 voru 714.170 ær á landinu. Nú má slá því fram að ær séu um sjö hundruð þúsund, en lömbum fiölgi í eina milljón á haustdsgi. Þani i - ekki önnur lömb á hverjar 7 ær á haustdegi. Það er sem sagt hægt hvenær sem er að fá þessa lambatölu, fyrir utan gemlingslömb, sem alltaf er talsvert af. Og þessi tala kemur, þegar batnar í ári og bænd ur breyta svolítið til í sauðfjár- ræktinni. Eins og nú er, þá koma til nytja á hausti 120 lömb eftir hverjar 100 ær, meðaltal á öllu landinu. íslenzki fjárstofninn er í eðli sínu frjósamur, ef honum er sómi sýndur. Það sýnir hann bæði fyrr og síðar. T.d. í gamla daga, hvað þeir fengu tvílembt og jafnvel marglembt, sem höfðu góða fjöru- beit eða fóðruðu vel. Og hvað hafa kynbæturnar gert? Dæmi: Guðmundur Bjarnason, bóndi í Jónsnesi við Stykkishólm og bjó þar árum saman. Ég kynnt ist þessu heimili árið 1910, og upp frá því um nokkurra ára bil, þar sem lönd lágu saman er ég stund- aði fiármennsku á Hofsstöðum. Jónsnes var lítil jörð en margt fólk í heimili. Nokkurt eyiagagn var, þótt ekki væri til fjárbeitar, vegna flæðihættu. Hrognkelsa- veiði var ágæt. Og sióróðra stund aði ég með þeim Jónsnesfeðgum úr landi á vorin. <?n í viðlegu frá Höskuldsey fyrri hluta vetrar. — Róðrarbáturinn hét Svala, fjögra- manna far. Hafði Guðmundur smíðað hana. Stærri báturinn hét Sumrungur; var hann notaður í alls konar flutninga. Voru þetta hin bezta fley, ganggóð. Var með ólíkindum hvað Svala litla varði sig í hinum verstu veðrum og sjávarstraumum, sem eru miklir innskerja á Breiðafirði. Þeir feðg ar voru lista-sjómenn. Guðmund- ur var bókamaðup. Þetta var höfðingsfólk. Guðmundur í Jónsnesi átti um 30 ær. Það var segin saga, að flestar ærnar voru jafnan tví- lembdar hjá honum. Og hvar sem hann keypti kind, þá brást varla að hún kæmi msð tvö falleg lömb, árlega eftir að hún komst að Jónsnesi. Hvernig mátti þetta ske? í Jónsnesi var yfirdrifin fjöru- beit; söl um allar fjörur og sker hver ær með tvö löinb c t.\ 10' sérstoh' ga þegar stórstreymt var, Jón Konráðsson einnig annar sjávargróður. Svo rak mikið af sjávargróðri. En því miður var flæðihætta í Jónsnesi. Á landi var bæði valllendisgróður, fjalldrapi og brok. Hvernig var svo holdsöfnun ánna og fóðrun frá því þær komu af fjalli í réttum og til vors að bær hurfu til fjallanna og gróðurs ins þar á ný? Þá var ekki ofsett í afrétt. Þá voru ærnar húldskarp ar á haustin enda mjólkurlagni ræktuð hjá bæn'dum þarna,’ "til þess að fá sem mesta máínýtu eða s°m vænsta dilka. Jónsnessærnar höfðu lagt af yfir sumarið. En þegar heim kom, þá byrjaði haust- og vetrarbati og eldi, mest af fjörubeit, en það hey, sem gefið var, var eyjataða. Þessi bati hélzt jafn og góður fram yfir fengitíma. Ekkert fengi- eldi þui-fti sérstaklega að viðhafa. Þetta kom allt af sjálfu sér. Grindur voru í fjárhúsgólfum. Þá er spumingin nú: Hvemig geta fjárbændur nú á dögum feng ið svona góða útkomu hjá sínum góðu en í-ýru mjólkurám? Við slógum því fram áðan, að líklega væri ekkert fóður á við góða fjörubeit til frjósemisauka hjá ám. En geta fjárbændur nokkurs staðar fengið þessi efni, sem eru í fjörubeitinni. Það er efni, sem eru í sjávargróðrinum? Já, þeir geta einmitt fengið þessi efni í lýsinu. Lýsið er unnið úr lifur fisks- ins; en lifur fisksins er algild fæðunæring, sem fiskurinn hef- ur safnað úr fæðunni. Fiskurinn lifir beint og óbeint af svifi sjáv- ar. T.d. óbeint er hann étur smá- ■síld og síli, sem lifað hafa á svif- um. En svifið í sjónum eru jurtir, sem vaxa af efnum sjávarins, eins og fjörugróðurinn, sem kindin étur. Svifið berst um höfin, aðal- lega með straumum sjávarins. En sölin og gróðurinn, sem vex út frá fjöruborðinu og nokkuð út fyrir stórstraumsfjöru, er staðbundinn í sínum uppvexti og lífi eins og grasið á jörðinni. En bæði teyga þau til lífsins af uppsprettu sömu sólar. Það er sagt: Allt hold er hey. Það má líka segja: Allur fiskur er svif. Hvernig er þá leiðin að því marki, að fá sem flestar ærnar tvílembdar eða fá jafnvel helm- ingi fleiri lömb en ær, eins og sumir fá nú? Þá er það fyrst, að taka lömb- in undan ánum sem fyrst í sept- ember haust hvert, eða fyrr, þá geldast þær upp, ullin vex betur og þær taka við sér. Strax og veðrátta fer að spill- ast eða beit er farin að minnka eða sölna, eða komið er vel fram í nóvember, þá verður að fara að hlynna að ánum, eftir því sem hag kvæmast þykir á hverjum stað. Getur t.d. verið gott að gefa án- um mat í til þess gerða stokka úti í haganum. En um fram allt að gefa ánum, gott lýsi, sem sé nrært vandlégá sáman 'við mélið eða látið yfir heyið í garðanum. Lýsið má h£"t ekki vera minna en sem svarar þriggja pela flaska daglega, af matarlýsi handa 100 ám, en það verður tæplega 7,5 gr. á kind, því lýsi hefur minni eðlis- þyngd en vatn. Sumir gefa pott- inn fjóra pela handa 100 ám. Þessari lýsisgjöf þarf að halda fram yfir fengitíma, hvað sem síðar verður. Það er fóður í lýs- inu; það eykur frjósemi ánna og hreysti fjárins til að mæta mis- jöfnu, ef fyrir kemur. Það er vöm gegn sjúkdómum, enda sé fóður og húsavist og öll fjármennska miðuð við ágætar afurðir eftir ána. En þess skal fjármaðurinn gæta vel, að nokkur vandi er að reikna út réttan skammt, ef um fáar kindur er að ræða. Barna- pelar eru með merkjum. Mjög stór matskeið tekur um 18 gr. og stór teskeið tekur 5 gr. Þetta verður að miða við allar ástæður og aðstæður á hverium stað. En á það má sérstaklega benda, að talsverð lýsisgjöf um langan tíma af bætiefnaríku lýsi hefur reynzt með ágætum, þar sem mikið er beitt og ærnar hafa mikla hreyfingu. En um fengieldi eða fyrir fengitíma, þurfa ærnar að hafa það sem bezt og ráðleg- ast. og það þó talsvert lýsi sé gefið, enda er það um svo stutt- an tima að ræða. Hvað kostar svo heill eða hálfur lítri af lýsi á kind? Það eru smá- munir í samanburði við það sem afurðaærin gefur af sér, og ekki umtalsvert. En það er öruggast og bezt að lýsið sé ágætt. Þeir, sem reynt hafa, segja að það sé sáralítið eða ekkert gagn að gefa afurðaám sem svarar 3gr. á dag af grútarlýsi. Fóðurfræðina þarf að læra vel af sinni eigin reynslu og annarra tilraunum. í eggjastokk ærinnar fara eggin að mvndast um 10 dögum fyrir gangmál ærinnar, þá þarf fengi- eldið að vera byrjað fyrir nokkr- um dögum, ef tvíle'mdt á að koma strax frá byrjun sauðburðar. Dæmi: Bóndi, sem átti um 60 ær, sem hann fóðraði vel og hélt að hann byrfti ekki að viðhafa fengieldi. Nú vildi hann gera til- raun og byrjaði skarpt á fengieldi um viku fyrir hrútmál. Um vorið, þegar nálagt helmingur ánna var borinn, höfðu um 15 ær eignast tvö lömb. eða helmingur. Þá brá svo við að sautján ær í röð komu með tvö, og sarafáar komu með eitt lamb úr þvi, svo útkoman var góð. Því miður var þetta ekkí nógu vandlega skrifað niður. Ekki má hætta fengieldi ttt snemma eða áður en ærin gengur, svo afturkippur komi í eldið, þá má vera að ekki losni öll eggin, sem mynduð eru. Móðir náttúra finnur fljótt, hvað að henni snýr. Þótt til útlanda sé farið til að víkka sjóndeildarhringinn og afla sér menntunar og lærdóms, þá mun gæfuríkast reynast að þekkja sem gerzt þau lögmál, sem sú stóra móðir. móðir náttúra, hefur skapað á hverium stað, til að njóta þeirra í blíðu, en búa sig undir þau í stríðu. Að sjálfsögðu er skólalærdómur og bóknám gott og gagnlegt. En lífsins og reynslunnar skóli er öllum háskólum æðri, þar á meðal í fjármennsku og sauðfjárrækt. Á sumardaginn fyrsta 1971 \mam' BILAXiEIGA IlVXðRœ’ISGÖTU 103 Y.W$endiferðal)ífrefó-VW 5 manna-VWsvefnvagn VW9manna-Landrovfir 7manna HVER TEKUR BEZTU LJÓS- MYNDINA Á LANDSMÓTI UMFÍ? Verðlaunasamkeppni Öllum áhugasömum ljósmyndur- um er boðin þátttaka í einni ný- stárlegri keppnisgrein á 14. lands- móti UMFÍ á Sauðárkróki, dagana 10. og 11. júlí nk. Landsmótsnefnd hefur ákveðið að efna til keppni um beztu ljósmyndirnar, sem tekn- ar verða á mótinu, og er ekki að efa, að Ijósmyndarar geta fundið margt áhugavert viðfangsefni á þessari fjölþættu hátíð. Sett hefur verið reglugerð fyrir ljósmyndakeppnina, og er hún á þessa leið: 1) Keppnin er öllum opin. 2) Efni myndanna skal vera frá 14. landsmóti UMFÍ, sem haldið verður á Sauðárkróki dagana 10.— 11. júli 1971. 3) Keppnin tekur yfir bæði lit- skuggamyndir og svart-hvítar papp írsmyndir. Litskuggamyndirnar skulu vera innrammaðar milli glerja í stærðunum 5x5 eða 7x7 cm., tilbúnar til sýningar í skugga- myndavél. Pappírsmyndirnar skulu vera minnst 18 cm. á hvern veg og mest 30x40 cm. 4) Ilver keppandi má senda í keppnina 4 myndir í hvom flokk, og mega myndirnar ekki hafa birzt opinberlega áður. Myndirnar skulu merktar dulnefni en rétt nafn fylgja með í lokuðu umslagi, merktu sama dulnefni. 5) Frestur til að skila myndum í keppnina rennur út -20. septemb- er 1971, og skulu þær hafa borizt fyrir þann tíma til skrifstofu UM FI, Klapparstíc 16. Reykjavík. 6) Veitt verða fyrstu verðlaun í tveim flokkum og silfur- og brons- verðlaun í sömu flokkum. Þessir tveir flokkar erq: A) Beztu íþróttamyndimar. B) Beztu myndirnar af frjálsu efni frá mótinu. 7) Þrír menn, valdir af eftirtöld- um aðilum, skipa dómnefnd: Lands- mótsnefnd, Samtökum íþrótta- fréttamanna og Félagi áhugaljós- myndara. Akvörðun dómnefndar verður endanleg. 8) Landsmótsnefnd áskilur sér rétt til birtingar á myndum, sem berast í keppnina. Dómnefnd fyrir ljósmyndakeppn ina hefur verið skipuð, eins og reglugerðin gerir ráð fyrir. 1 henni eiga sæti: Stefán Pedersen frá landsmótsnefnd, Jón Ásgeirsson frá Samtökum íþróttafréttamanna og Karl Jeppesen frá Félagi áhuga- ljósmyndara.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.