Tíminn - 03.07.1971, Qupperneq 16

Tíminn - 03.07.1971, Qupperneq 16
Tvær sjötugar í keppninni Ekki smeyk- ar, þótt þær þurfi að vaka í 35 tíma OG SLÁ ÞÓ—Reykjavík, föstudag. Meðal þeirra mörgu flug-; hetja, sem höfðu viðdvöl á Reykjavíkurflugvelli í nótt, voru tvær bandarískar konur, og voru þær á tveggja hreyfla Islander vél, sem bar keppn- isnúmerið 13. Þessar konur sem heita Marion Barnic og Irene Leverton, koma báðar frá San Jose í Kaliforníu. Marion, sem er aðalflugmaður, er komin yf- ir sextugt, en Irene sem er að- stoðarflugmaður í þessari miklu fluigkeppni, er á áttræðisaldri. Á meðan verið var að af- greiða vélina, voru þær bók- staflega á hlaupum umhverf- is hana og fylgdust með öllu sem gerðist, og síðan yfirfóru þær allt saman sjálfar. Blaða- maður Tímans reyndi að leggja nokkfrar spurningar fyrir þær, á meðan á hlaupunum stóð. Þær stallkonur sögðust hafa verið um það bil sex tíma á leiðinni frá London, en héðan ætluðu þær til Goose Bay í Kanada og reiknuðu þær með að það tæki 10 tíma, en flugþol hefði vélin til 13 tima. — Svo ég held að við höfum það, sagði Marion. Já, við lendum þá bara á Grænlandi, ef mótvindur verð ur mikill, bætti Irene við. Við spurðum þær, hvort þær yrðu ekkert syfjaðar á svona löngu flugi? Jú, þær kváðu svo vera. — Þetta er 30 tírna törn hjá okkur, en áhug- Framhald á bls. 14. rrr f j j FÁLKAORÐAN FIMMTÍU ÁRA ET—Reykjavik, föstudag. Á morgun, laugardag, eru lið- in fimmtíu ár frá því, að kon- ungsbréf um stofnun hinnar í'- lenzku fálkaorðu var undirritað af Kristjáni konungi X. Konungur íslands var fyrsti stórmeistari orðunnar, en með stofnun lýðveldisins verður for- seti íslands stórmeistari. Sérstök nefnd, orðunefnd, ræður málefn- um orðunnar og gerir tillögur til stórmeistara um hverja sæma skuli henni. Orðustigin voru í upphafi þrjú, en eru nú fimm: Keðja ásamt stórkrossstjörnu, stórkross, stór- riddarakross með stjörnu, stórridd- arakross og riddarakross. wkám Laugai*dagHr,;3.»jBlí#l9Sa. ARNIR AFT- UR UNDIR LÁS OÓ—Reykjavík, föstudag. Strokufangarnir þrír, sem brut- ust út úr Hegningarhúsinu í fyrri- nótt, voru handteknir rétt fyrir kl. 3 sl. nótt. Voru þeir í húsi við Mjóstræti og veittu enga mót- spyrnu þegar þeir voru handteknir. Þeir segjast ýmist hafa verið í fel- um eða á ráfi um borgina þann rúma sólarhring sem þeir gengu lausir. Rannsóknarlögreglumennirnir Eggert Bjarnason og ívar Hannes- son, ásamt tveim einkennisklædd- um lögregluþjór.um, bönkuðu upp á í þessu húsi í nótt. Þar býr ein- hleypur maður um fimmtugt. Til hans kemur oft alls kyns fólk og er gjarnan setið að sumbli. I hurð íbúðarinnar er gluggi. Þegar lögreglumennirnir bönkuðu fyrst, ætlaði einn strokufanganna að koma til dyra, en þegar hann sá, hverjir komnir voru, sneri hann við og opnaði ekki. Lögregluþjón- arnir bentu þá húsráðanda á, að þeir gætu opnað dyrnar sjálfir, og kom þá karl og opnaði. Vildi hús- ráðandi helzt ekki að hurðin yrði fyrir skemmdum og sagði, að skrá- in væri svo léleg. Inni voru allir strokufangarnir, éinn þeirra sof- andi. Allir' voru þeir svolítið ölvað- ir. Sýndu mennirnir engan mót- þróa og voru þeir fluttir í fanga- geymsluna við Hverfisgötu. Lögreglan var búin að leita viða og m. a. á ýmsum stöðum í borg- Framhald á bls. 14. Það er enginn áhugamannasvipur á bandarisku flugkonunum Marion Barnic og Irene Leverton, en önnur þelrra er á áttræðisaldri, en hin kringum sjötugt. (Timamynd GE) VEL GEKK AÐ AFGREIÐA FLUG- VÉLARNAR A REYKJAVÍKURVELLI — sagði Björn Jónsson í viðtali viS Tímann ÞÓ—Reykjavík, fösludag. — Af okkar hálfu gekk afgrciðsla flugvélanna stórslysalaust, sagði Björn Jónsson lijá Flugmálafé- lagi íslands, þegar Tíminn ræddi Örn 'Hallsteinsson í kappleik. ORN MEIDDIST ILLA Á HÆGRI HENDI OÓ—Reykjavík, föstudag. Hinn kunni handknattleiksmað- ur Örn Hallsteinsson meiddist illa á hægri hendi í dag. Örn er prent- ari að atvinnu og starfar f prent- smiðju Morgunblaðsins. Hann slas aðist þegar hönd hans lenti í pressunni. Hann var einn þegar slysið varð, og liggur ekki ljóst fyrir hvort höndin lenti milli valsa eða milli vals og stells. Var örn fluttur i skyndi á slysadeild Borgarspítal- ans, og var hann enn í rannsókn, þegar þetta var skrifað, og vildu læknar ekki segja hve alvarieg meiðslin eru, og verður að svo stöddu engum getum að því leitt, hvort þessi frækni íþróttamaður nær fullum bata. við hann í kvöld. Björn sagði enn- frcmur, að það væri þó til skamm- ar fyrir þá, sem flugið skipu- lögðu, að ekki væri hvíldar- tími fyrir flugliðana hér á landi. Þcir sem eru á hægfleygustu vél- unum þurfá að(. vaka allt að 40 tímum, og er það algjör óhæfa, sagði Björn. Fyrsta vélin í kappfluginu Ienti hérna skömmu eftir klukkan 10 í gærkvöldi, var það skrúguþota af gerðinni Aerostar 601, síðan kom næsta vél um kl. 2 í nótt, og upp úr því fóru vélarnar að koma þétt, það voru þetta upp í 4—5 vélar á vellinum í einu þegar mest var, sagði Björn. — Við vorum með alla þá þjónustu sem við gátum látið í.'té, við flugmennina, hér í anddyri Loft- leiðahótelsins. 1 þessari afgreiðslu höfðum við veðurfræðing, sér- stakan flugumferðarstjóra sem út- bjó flugáætlun fyrir flugmennina, og að auki voru hér íslenzkir flugmenn, sem leiðbeindu flug- mönnunum við aðflugið til Narsasu- aq. Einnig var slökkvilið flugvall- arins og flugbjörgunarsveitin til taks allan tímann, sem vélarnar höfðu viðkomu hér. Flestar vélarnar sem komu hing að voru kanadískar og bandarísk- ar, þar næst komu brezkar, en einnig mátti finna þýzkar, ástr- alskar og jafnvel vélar frá Norð- urlöndunum. Flestar voru vélarn- ar einshreyfils sem í keppnina lögðu, þar næst tveggja hreyfla, síðar nokkrar skrúfuþotur, og í keppnina voru einnig skráðar 4 þotur. Ein af vélunum sem komu hér í nótt, var af gerðinni Tris- lander, sem er þriggja hreyfla, en það er alveg ný tegund, og er hún með einn hreyfilinn í stél- inu, eins og t.d. Boeing 727, en sá er munurinn, að þessi er með venjulegan skrúfuhreyfil. Síðasta vélin sem hafði hér við- komu lenti á Reykjavíkurflugvelli kl. 18.25 í dag, og er þá okkar þætti lokið að mestu þegar hún er farin, sagði Björn. Þegar við spurðum Björn hvern- ig hann teldi að flugið hefði ver- ið skipulagt, sagði hann, að það væru margir vankantar á því frá Framhald á bls. 14 iwniviai nuyvcmi a rvc y rv | a v i u i 11 u y v ei 11 uill M, öi. nuil,

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.