Fréttablaðið - 27.08.2002, Blaðsíða 4
4 27. ágúst 2002 ÞRIÐJUDAGURSVONA ERUM VIÐ
MISJÖFN ÚTGJALDAAUKNING
Útgjöld ríkissjóðs fyrstu sjö mánuði ársins
voru 10,7% hærri en á sama tíma en á
síðasta ári. Aukningin var þó misjafnlega
mikil eftir málaflokkum.
INNLENT
PARÍS, PRAG, AP Nú þegar flóðin í
Þýskalandi og víðar í Mið-Evrópu
eru í rénun er röðin komin að Ítal-
íu og suðurhluta Frakklands, þar
sem úrhellisrigning var í gær.
Björgunarfólk vann hörðum
höndum að því að koma ferðafólki
af tjaldstæðum í Suður-Frakk-
landi á sunnudag og mánudag,
skammt frá landamærum Spánar.
Mikið hvassviðri hefur einnig
geisað á þessum sömu slóðum. Tré
hafa fokið upp með rótum og
skemmdir orðið á byggingum, en
ekki hafa borist fregnir af mann-
tjóni.
Í bænum Neratovice í Tékk-
landi var lýst yfir hættuástandi í
gær þegar reynt var að dæla klór-
gasi úr tanki, sem farið hafði á kaf
í flóðunum þar. Almenningsvagn-
ar voru til taks ef flytja þyrfti
íbúa bæjarins á brott. Á laugar-
daginn láku allt að 500 kíló af
klórgasi úr tanknum. Sams konar
leki varð þar þann 15. ágúst síð-
astliðinn.
Í gær fundust lík tveggja
manna, sem urðu flóðunum í
Tékklandi að bráð. Þar með var
tala látinna af völdum flóðanna
þar í landi komin upp í sextán.
Ekkert lát á hamförum í Evrópu:
Flóð í Suður-
Evrópu
FLÓÐ Á ÍTALÍU
Berfætt fólk leitar skjóls á aðalgötu í Pisa á Ítalíu í gær. Flóð var á öllum helstu götum
borgarinnar og búist er við leiðindaveðri áfram á Ítalíu næstu daga.
AP
/
FA
B
IO
M
U
ZZ
I
Morð á Grettisgötu:
Konan
ákærð
DÓMSMÁL Tæplega fertug kona
hefur verið ákærð fyrir að bana
sambýlismanni sínum með þrem-
ur hnífsstungum í íbúð við Grett-
isgötu í mars síðastliðnum.
Við þingfestingu málsins fyrir
Héraðsdómi Reykjavíkur í gær
bar konan að hún myndi ekki eftir
atburðum kvöldið sem voðaverkið
var unnið. Hún benti hins vegar á
þann framburð vitna í málinu að
hún hefði ekki ein handleikið hníf
á heimilinu umrætt kvöld.
Maðurinn var stunginn í brjóst
og kvið. Hann lést af sárum sínum
átján dögum eftir að honum voru
veittir áverkarnir.
Yfir 30% aukning varð á heim-sóknum ferðalanga að Hótel
Bjarkalundi í Reykhólahreppi í
júnímánuði miðað við sama tíma
á síðasta ári að sögn Einars
Sveinbjörnssonar, annars tveggja
hótelstjóra. bb.is
Í vor hugðist danska björgunar-bátafyrirtækið Viking Lifesav-
ing Equipment A/S afturkalla
skoðunarleyfi Gúmmíbátaþjón-
ustunnar á Ísafirði og fleiri stöð-
va víða um land. Nú hefur sam-
gönguráðuneytið breytt reglu-
gerð sem tekur af allan vafa.
bb.is
Ráðgert er að stækkuð Þverár-virkjun í Steingrímsfirði
verði vígð og formlega tekin í
notkun í október. Heildarfrágangi
vegna stækkunarinnar lýkur á
næstunni og er ráðgert að raf-
orkuframleiðsla þar hefjist í vik-
unni. Þverárvirkjun getur skilað
2,2 megavöttum eftir stækkun-
ina, sem er um eins megawatts
aukning frá því sem áður var.
bb.is
Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu var settur í
gærmorgun í Nýheimum, en hús-
næðið var formlega opnað um
helgina. Skólinn var stofnaður
1987 og hefur til þessa verið í
bráðabirgðahúsnæði. horn.is
Kosnir hafa verið tveir stjórn-armenn í eitt stjórnarsæti
Grundartangahafnar. Héraðs-
nefnd Borgarfjarðarsýslu og
Héraðsnefnd Mýrasýslu eiga
saman 25% hlut í höfninni sem er
óskipt sameign. Tilraunir hafa
verið gerðar til að ganga frá
skiptum á eignarhlut sýslnanna
en ekki náðst samkomulag um
skiptin. Héraðsnefnd Mýrasýslu
gerði þá kröfu að skipt yrði á
grundvelli höfðatölu og Mýra-
sýsla myndi þá eiga 18% í höfn-
inni en Borgarfjarðarsýsla 7%.
Héraðsnefnd Borgarfjarðarsýslu
gerði hinsvegar kröfu um slétt
skipti þannig að hvor sýsla um
sig ætti 12,5%. Málið fór fyrir
dóm og féll dómur í héraðsdómi
Vesturlands í vetur sem leið Mýr-
arsýslu í vil. Héraðsnefnd Borg-
arfjarðarsýslu hefur hinsvegar
skotið málinu til hæstaréttar.
skessuhorn.is
JAFNRÉTTI Kynjabundinn launamun-
ur æðstu stjórnenda hjá Akureyr-
arbæ er 19% samkvæmt könnun
sem Rannsóknastofnun Háskólans
á Akureyri gerði á launum 27
æðstu stjórnenda hjá bænum. Af
þessum 27 stjórnendum eru konur
aðeins átta. Staða kvenna í stjórn-
unarstöðum hjá bænum er því öllu
verri en hjá Reykjavík en nýleg
könnun á kjörum 43 æðstu stjórn-
enda hjá borginni sýnir að konur
fá greidd 87% af öllum heildar-
greiðslum til karla. Kynbundinn
launamismunur stjórnenda mælist
því 13% hjá borginni. Í þessum
hópi eru 22 karlar og 21 kona.
Vegna smæðar þessa hóps er um
brúttómun að ræða þar sem ekki
hefur verið tekið tillit til starfsald-
urs, vinnutíma og annarra sam-
bærilegra þátta.
Elín Antonsdóttir, jafnréttisfull-
trúi Akureyrarbæjar, segir það
útilokað að bera könnunina saman
við tölurnar sem liggja fyrir frá
Reykjavík þar sem hún taki tillit til
fleiri launatengdra þátta. Það sé þó
greinilegt að Akureyri standi
Reykjavík að baki hvað kynjahlut-
fall stjórnenda varðar. Hún á von á
nokkuð snörpum viðbrögðum við
niðurstöðunum en telur þó ekki
rétt að ræða þær nánar fyrr en
þær hafa verið kynntar æðstu
stjórnendum bæjarins. Könnunin
hefur verið send bæjarráði og
verður væntanlega tekin fyrir
þann 5. september þegar bæjar-
stjóri og fleiri koma aftur úr fríi.
Þegar laun alls starfsfólks
Reykjavíkur eru skoðuð mælist
kynbundinn launamunur 7% og
hjá félögum í BHM, sem starfa hjá
borginni, er hann 10%. Þessar töl-
ur taka til skýringarþátta á borð
við starfsaldur. Hildur Jónsdóttir,
jafnréttisráðgjafi Reykjavíkur-
borgar, telur kannanirnar að baki
þessum tölum ekki sambærilegar
við könnunina á Akureyri, hvorki
hvað aðferðafræði eða úrtak varð-
ar. Þá varar hún við að mikið sé al-
hæft út frá þessum tölum og ekki
sé til dæmis hægt að fullyrða að
launamismunurinn stangist á við
jafnréttislög.
thorarinn@frettabladid.is
AKUREYRI
Á langt í land með að ná Reykjavík hvað kynjahlutfall æðstu stjórnenda varðar. Af þeim 27 stjórnendum sem ný könnun tekur til eru að-
eins 8 konur. Í hópi æðstu stjórnenda Reykjavíkurborgar er nær helmingurinn konur.
Karlar í stjórnunarstöðu
fá betur borgað en konur
Konur eru í miklum minnihluta æðstu stjórnenda á Akureyri og kynbundinn launamunur
virðist umtalsverður. Staða kvenna í Reykjavík er mun sterkari. Bæjarráð Akureyrar mun
fjalla um málið í september. Búist er við að launakönnunin veki snörp viðbrögð.
Almenn mál
12,9%
Félagsmál
12,7%
Atvinnumál
5,9%
Vaxtagjöld
7,8%
Önnur útgjöld
4,0%
BLAÐAÚTGÁFA Fréttablaðið hefur
dregið umtalsvert úr áskrift að
hinum dagblöðunum á höfuð-
borgarsvæðinu. Mest eru
áhrifin á áskrift ungs
fólks. Þannig eru nú 30
prósent færri höfuðborg-
arbúar á aldrinum 25 til
34 ára áskrifendur að
Morgunblaðinu en áður en
Fréttablaðið hóf göngu
sína. Samdráttur í áskrift
sama hóps að DV nemur
36 prósentum.
Þetta kemur fram þeg-
ar fjölmiðlakönnun
Gallup frá mars 2001 er
borin saman við nýja
könnun sem Gallup gerði
fyrir Fréttablaðið í ágúst. Sú
könnun staðfestir samdrátt í
dagblaðaáskrift á höfuðborgar-
svæðinu sem komið hefur fram í
öðrum könnunum. Í mars 2001
sögðust 72,5 prósent höf-
uðborgarbúa vera áskrif-
endur að Morgunblaðinu.
Þetta hlutfall var komið
niður í 66,2 prósent ári síð-
ar og mælist nú 61,0 pró-
sent. Samdráttur í áskrift
að Morgunblaðinu mælist
því rétt tæplega fimmt-
ungur eða 19 prósent.
Mestur samdráttur er
hjá yngstu kynslóðunum. Í
mars 2001 voru 63,6 pró-
sent fólks á aldrinum 25 til
34 ára áskrifendur að
Morgunblaðinu en mælast
nú 44,7 prósent. Morgunblaðið
hefur því misst 30 prósent
áskrifenda sinna á þessum aldri.
Hjá næsta aldurshópi fyrir ofan
er fallið svipað; úr 76,2 prósent-
um í 60,7 prósent; eða 20 prósent
áskrifenda á þessum aldri.
Í könnun Gallup í ágúst var
spurt hvort fólk væri með fulla
áskrift að Morgunblaðinu eða að-
eins helgaráskrift. Helgaráskrift
er algengust meðal ungs fólks.
Þannig eru aðeins 32,6 prósent
fólks á aldrinum 25 til 34 ára með
fulla áskrift og 48,0 prósent fólks
á aldrinum 35 til 44 ára.
DV hefur misst 24 prósent af
áskrifendum sínum á tæplega
einu og hálfu ári. Í mars 2001
voru 18,9 prósent íbúa á höfuð-
borgarsvæðinu áskrifendur að
DV en mælast nú 14,3 prósent.
Mestu munar um brottfall yngra
fólks. 36 prósent áskrifenda á
aldrinum 25 til 34 ára hefur sagt
upp blaðinu og 41 prósent áskrif-
enda á aldrinum 35 til 44 ára.
„Fréttablaðið hefur aukið
mjög dagblaðalestur á höfuð-
borgarsvæðinu og ekki síst með-
al ungs fólks. Það eru góðu frétt-
irnar því öllum er hollt að lesa
blöðin,“ segir Gunnar Smári Eg-
ilsson, ritstjóri Fréttablaðsins.
„En auðvitað verður eitthvað
undan að láta. Áskrift að Morg-
unblaðinu og DV mun halda
áfram að dragast saman næstu
misserin eftir því sem Frétta-
blaðið festir sig enn betur í sessi.
En aðalatriðið er að dagblöðin
sem heild eru nú veigameiri
þáttur í daglegu lífi fólks en
áður.“
Fréttablaðið hefur aukið lestur á dagblöðum en dregið mikið úr áskrift:
Unga fólkið segir frekar upp áskrift
Þannig eru nú
30 prósent
færri höfuð-
borgarbúar á
aldrinum 25
til 34 ára
áskrifendur að
Morgunblað-
inu en áður
en Fréttablað-
ið hóf göngu
sína.