Fréttablaðið - 27.08.2002, Page 6
6 27. ágúst 2002 ÞRIÐJUDAGURSPURNING DAGSINS
Ertu búinn að kaupa þér lík-
amsræktarkort fyrir veturinn?
Nei, nei, nei, alveg örugglega ekki, og
stendur ekki til.
Páll Tryggvi Karlsson, ræstir.
HLUTABRÉF Gaumur, eignahaldsfélag
Bónusfjölskyldunnar keypti á
föstudaginn 8,71% hlut í Flugleið-
um fyrir ríflega 700 milljónir
króna. Með þessum kaupum varð
Gaumur næststærsti hluthafinn í
fyrirtækinu. Burðarás, dótturfélag
Eimskipafélagsins, og félög þeim
tengd eru með ráðandi hlut í fyrir-
tækinu. Jóhannes Jónsson segir að
þessi kaup séu eins og hver önnur
fjárfesting. „Við fjárfestum í gegn-
um þetta eignarhaldsfélag, þar sem
við teljum að séu góðar fjárfesting-
ar.“ Jóhannes segir að ekki sé verið
að seilast til áhrifa í félaginu.
Mikil viðskipti hafa verið með
bréf Flugleiða í kjölfar uppgjörs
sem kom fjárfestum þægilega á
óvart. Bréf fyrirtækisins hafa
hækkað skart. Tilkynning um kaup
Gaums í félaginu dró ekki úr fjör-
inu í kauphöllinni. Bréf Flugleiða
voru lengi afar lágt metin. Munur-
inn á hæsta og lægsta verði bréf-
anna undanfarið ár er 216%. Lægst
fóru bréfin í 1,25, en hæsta verð
undanfarna daga er 3,95.
Hækkun og mikil viðskipti í Flugleiðum:
Bónusfjölskyldan
orðin næststærst
MIKIL VIÐSKIPTI
Flugleiðir hafa tekið mikinn kipp á markaði að undanförnu. Eignarhaldsfélag Bónusfjöl-
skyldunnar er orðið næst-stærsti hluthafinn í félaginu.
ÞINGVELLIR Halldór Gunnarsson,
sóknarprestur í Holti og Kirkju-
þingsmaður á Suðurlandi, segir
þolinmæði þjóðkirkjumanna
gagnvart ríkisvaldinu vera að
bresta. Þó samið hafi verið um
það árið 1997 að ríkið fengi
kirkjujarðir gegn því að greiða
laun tiltekins fjölda starfsmanna
kirkjunnar séu málefni varðandi
prestssetur ófrágengin. Það sner-
ti ekki síst Þingvallajörðina.
„Þingvellir með því sem jörð-
inni tilheyrir eru eign kirkjunnar.
Þó lögin frá 1928 segi að Þingvell-
ir séu ævinlega eign íslensku
þjóðarinnar verður ríkið, til þess
að það verði, að taka jörðina eign-
arnámi eða semja við kirkjuna.
Það hefur ekki verið gert þrátt
fyrir meira en tveggja áratuga
umleitanir,“ segir Halldór.
Að sögn Halldórs hafa kirkj-
unnar menn fram til þessa ekki
viljað ræða opinberlega um mál-
efni Þingvallajarðarinnar.
„Umfjöllun Fréttablaðsins
kallar hins vegar á það að við för-
um að tjá okkur öðru vísi en að
tala um rétt prests til að tjalda á
eign kirkjunnar. Þingvallabærinn
var reistur að tveimur þriðju
hluta fyrir framlag úr kirkju-
jarðasjóði sem óumdeilanlega var
sjóður kirkjunnar. Þess vegna er
Þingvallabærinn að meirihluta í
eign kirkjunnar,“ segir Halldór.
Halldór telur yfirlýsingar full-
trúa ríkisvaldsins um að ríkið hafi
kostað viðhald Þingvallabæjarins
og kirkjunnar engu breyta. „Það
er lág leiga. Ef til vill væri rétt að
miða leiguna til dæmis hlutfalls-
lega við reglur Þingvallanefndar
um lóðaleigu á Þingvallajörðinni.
Ef þessi mál fara ekki að skýrast
hlýtur það að vera svar kirkjunn-
ar að krefjast sambærilegrar
leigu af ríkinu fyrir Þingvöll,“
segir hann.
Halldór segir lög kveða á um
að prestssetur sé á Þingvöllum.
Einnig hafi verið samþykkt á
Kirkjuþingi árið 2000 að svo
verði. Málið hafi hins vegar verið
í biðstöðu frá því að forsætisráðu-
neytið skrifaði biskupi bréf eftir
lát séra Heimis Steinssonar, þjóð-
garðsvarðar og prests á Þingvöll-
um, á árinu 2000. „Forsætisráðu-
neytið óskaði eftir því að embætt-
ið yrði ekki auglýst á meðan fram
færu viðræður um framtíð staðar-
ins. Það mál hefur ekkert skýrst,“
segir hann.
Þingvallajörðin er ekki eina
áhyggjuefni þjóðkirkjumanna.
„Landbúnaðarráðuneytið virðist
ekki hafa skilning á því að hjáleig-
ur prestssetra tilheyra prestssetr-
unum. Þær er ekki hægt að með-
höndla eins og kirkjujarðirnar.
Lög um prestssetur kveða á um að
sala prestssetra sé háð samþykki
Kirkjuþings og Alþingis. Sala
landbúnaðarráðuneytis á þessum
jörðum er ekki bindandi fyrir að-
ila nema Kirkjuþing hafi veitt
samþykki sitt,“ segir Halldór.
gar@frettabladid.is
Kirkjan segist eiga Þingvelli
Meðlimur prestssetursnefndar segir Þingvallajörðina og Þingvallabæinn vera eign þjóðkirkjunnar.
Ríkið verði að semja við kirkjuna eða taka jörðina eignarnámi. Áratuga viðræður hafi verið árang-
urslausar. Skýrist málin ekki fljótt muni kirkjan krefjast leigu af ríkinu fyrir Þingvelli.
JÓHANNESARBORG, SUÐUR-AFRÍKU, AP
Thabo Mbeki, forseti Suður-Afr-
íku, flutti í gær opnunarræðuna á
heimsráðstefnu Sameinuðu þjóð-
anna um sjálfbæra þróun, sem
standa mun yfir í 10 daga í Jó-
hannesarborg. Varaði Mbeki við
því að alþjóðavætt samfélag sem
líkja mætti við ríkar eyjur innan
um haf fátæktar, stæðist ekki til
lengdar. „Við samþykkjum ekki
að lifa í samfélagi sem byggist á
hinni frumstæðu hugmynd um að
hinir hæfustu muni lifa af,“ sagði
Mbeki. Bætti hann því við að í
fyrsta sinn í sögu mannkyns
hefði samfélagið getu, þekkingu
og bjargir til að útrýma fátækt í
heiminum.
Fulltrúar á ráðstefnunni munu
ræða um stór álitamál í samskipt-
um ríkra og fátækra þjóða. Eitt
aðalmarkmið ráðstefnunnar er að
ná samkomulagi um hvernig megi
draga úr fátækt í þróunarríkjun-
um á umhverfisvænan hátt.
Um 40 þúsund fulltrúar frá
yfir 100 ríkjum verða viðstaddir
ráðstefnuna. George W. Bush,
forseti Bandaríkjanna, stærsta
efnahagsríkis og jafnframt
stærsta mengunarvalds í heimin-
um verður ekki viðstaddur ráð-
stefnuna.
ÞINGVELLIR
Þjóðkirkjumenn segja kirkjuna eiga Þingvallajörðina og allt það sem henni tilheyrir, þar
með talinn meirihluta í Þingvallabænum.
Ráðstefna SÞ um sjálfbæra þróun sett:
Geta og þekking til
að útrýma fátækt
MBEKI
Thabo Mbeki, forseti Suður-Afríku, faðmar ungan dreng eftir tónleika sem haldnir voru í
Jóhannesarborg í Suður Afríku í tilefni af setningu heimsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna
um sjálfbæra þróun.
Hundruð manns hafa sýkst íbænum Topola í Júgóslavíu,
að því er virðist af bakteríu af
gerðinni E. coli. Meira en tvö
hundruð manns eru á sjúkrahúsi.
Stjórnvöld sögðu bæjarbúum í
gær að hætta að drekka krana-
vatn.
Vladimir Pútín Rússlandsforsetisagði liðsmönnum rússneska
sjóhersins á sunnudag að stjórn-
völd hyggðust gera sitt besta til að
bæta aðbúnað þeirra. Fjárhags-
vandræði hafa plagað sjóherinn
eins og aðrar greinar rússneska
hersins og liðsandi meðal her-
manna er lélegur af þeim sökum.
Miklir þurrkar hafa verið íÁstralíu undanfarnar vikur.
Bændur standa frammi fyrir upp-
skerubresti og miklu fjártapi ef
útflutningstekjur bregðast.
Stjórnvöld í Nepal hafa boriðkennsl á bandarískan ferða-
mann sem fórst með kanadískri
flugvél þar í síðustu viku. Upplýs-
ingar frá tannlækni mannsins
dugðu til að kennsl voru borin á
hann. Vonast er til að með sömu
aðferð megi bera kennsl á aðra
sem fórust með vélinni.
Tugþúsundir stuðningsmannaHugo Chavez, forseta Venesú-
ela, héldu út á götur Caracas á
laugardag til að sýna forsetanum
stuðning sinn. Þátttakendur mót-
mæltu úrskurði hæstaréttar sem
sýknaði fjóra herforingja af valda-
ránstilraun í apríl síðastliðnum.
GENGI GJALDMIÐLA
Bandaríkjadalur 86.81 0.28%
Sterlingspund 132.1 0.48%
Dönsk króna 11.35 0.54%
Evra 84.32 0.55%
Gengisvístala krónu 127,91 0,46%
KAUPHÖLL ÍSLANDS
Fjöldi viðskipta 293
Velta 3.835 m
ICEX-15 1.269 -0,65%
Mestu viðskipti
Flugleiðir hf. 328.330.344
Þormóður rammi-S. hf. 35.190.000
Kaupþing banki hf. 29.602.510
Mesta hækkun
Marel hf. 2,63%
Opin kerfi hf. 2,63%
Skýrr hf. 1,82%
Mesta lækkun
Þróunarfélag Íslands hf. -9,09%
SR-Mjöl hf. -7,89%
Íslandssími hf. -5,56%
ERLENDAR VÍSITÖLUR
DJ: 8799,2 -0,80%
Nsdaq: 1375,9 -0,30%
FTSE: 4389,8 -1,00%
DAX: 3775,7 -1,40%
Nikkei: 10067,7 2,00%
S&P: 934,9 -0,60%
ERLENT
Landsbankinn seldi 10% hluta-fjár síns í Vátryggingafélagi Ís-
lands. Aðrir stærstu hluthafar fé-
lagsins, fyrirtæki sem tengjast
Samvinnuhreyfingunni, seldu ein-
nig á bilinu 6 og upp í 9% af sínum
hlut. Landsbankinn hefur eftir sem
áður ráðandi hlut í félaginu. VÍS er
skráð á tilboðsmarkaði Kauphallar
Íslands. Líklegt er að sala bréfana
tengist skráningu félagsins á aðall-
ista Kauphallarinnar. Kaupandi
hefur ekki fengist uppgefinn.
Verðmæti viðskiptanna var tæpur
milljarður króna.
VIÐSKIPTI