Fréttablaðið - 27.08.2002, Page 9
9ÞRIÐJUDAGUR 27. ágúst 2002
SÉRVERSLUN MEÐ INNRÉTTINGAR OG STIGA
HAMRABORG 1, 200 KÓPAVOGI, SÍMI 554 4011, NETFANG: innval@innval.is
Þekking í þína þágu
30% kjarabót Kr. 38.700,
og þú greiðir aðeins Kr. 90.300,-
Varanleg kjarabót!
Fjölbreytt úrval vandaðra Profil eldhúsinnréttinga er
valkostur hinna vandlátu og
fjárfesting, sem mælir með sér sjálf.
Leitið tilboða – gerið verðsamanburð – það borgar sig.
Við rýmum fyrir nýjum vörum. Sýningareldhús 40% afsláttur.
www.innval.is
HAAG, AP Réttarhöldin í Haag yfir
Slobodan Milosevic, fyrrverandi
forseta Júgóslavíu, hófust á ný í
gær eftir að gera þurfti mánaðar-
hlé á þeim vegna veikinda sak-
borningsins. Fyrsta vitnið eftir
réttarhléið var Sadik Xhemajli,
sem var sjónarvottur að
fjöldamorðum í Kosovo þann 28.
mars árið 1999. Hann lýsti því í
gær hvernig að minnsta kosti 39
Kosovo-albanir voru ýmist skotn-
ir af stuttu færi eða brenndir lif-
andi skammt frá þorpinu Izbica.
Milosevic, sem sjálfur sér um
vörn sína, sagði fráleitt að
serbneskir hermenn hefðu framið
þessi voðaverk. „Þetta er tóm
þvæla,“ sagði hann um framburð
vitnisins.
Ákærendur hyggjast kalla á
þriðja tug vitna fyrir réttinn áður
en fyrsta hluta réttarhaldanna
lýkur, sem verður í síðasta lagi
þann 13. september. Í fyrsta hlut-
anum er fjallað um meinta stríðs-
glæpi í Kosovo, en í framhaldi af
því verða tekin fyrir þau ákæruat-
riði sem lúta að stríðsglæpum í
Bosníu og Króatíu.
Milosevic virtist við góða heil-
su í gær eftir réttarhléið.
Kennslanefnd:
Rannsakar
fót
LÖGREGLA Mannsfótur sem kafarar
Landhelgisgæslunnar fundu í
Reykjavíkurhöfn á laugardaginn
hefur verið til rannsóknar hjá
kennslanefnd.
Samkvæmt heimildum Frétta-
blaðsins er talið líklegast að fótur-
inn sé af manni sem féll í höfnina
fyrir nokkrum árum. Aðrar lík-
amsleifar mannsins hafa áður
fundist á svipuðum slóðum í höfn-
inni.
Kafararnir voru að kafa í höfn-
inni í leit að hugsanlegum sprengj-
um. Það var hluti af varúðarráð-
stöfununum vegna veru herskipa
Atlantshafsbandalagsins úti fyrir
Reykjavík.
Sigríður Jóhannesdóttir:
Gefur kost á
sér í Suður-
kjördæmi
ALÞINGISKOSNINGAR Sigríður Jó-
hannesdóttir, þingmaður Sam-
fylkingarinnar, hefur ákveðið að
gefa kost á sér í eitt þriggja efstu
sætanna á lista flokksins í hinu
nýja Suðurkjördæmi. Hún er nú
níundi þingmaður Reyknesinga
en býður sig
fram í Suður-
kjördæmi á
næsta ári,
þar sem hún
býr í Kefla-
vík.
Hún segist
vonast til
þess að kosn-
ingarnar snú-
ist fyrst og
fremst um
lífskjör fólks
sem hafi ver-
ið sorglega
lítið í umræð-
unni. Hvað
k j ö r d æ m a -
skipanina varðar segist hún telja
að breytingin hljóti að vera skref
í þá átt að gera landið að einu
kjördæmi. Kerfið sé svo vitlaust
að það geti ekki staðið lengi.
Fólksfjöldi í Tyrklandi hefuraukist um rúma milljón
manns á ári síðastliðin tíu ár og
er nú orðinn 67,8 milljónir
manna. 10 milljónir manna búa í
Istanbúl, stærstu borg Tyrklands.
4 milljónir búa hins vegar í
Ankara, höfuðborg landsins. Sam-
kvæmt opinberum tölum búa
65% Tyrkja í borgum og bæjum.
Utanríkisráðherra Qatar segistandvígur hugsanlegum hern-
aðaraðgerðum Bandaríkjamanna
gegn Írak. Hvetur hann Íraka til
að hleypa vopnaeftirlitsmönnum
Sameinuðu þjóðanna inn í landið
að nýju. Þrjár bandarískar her-
stöðvar eru staðsettar í Qatar.
Ein þeirra yrði að öllum líkindum
notuð ef Bandaríkjamenn myndu
ráðast á Írak.
Svissneski matar- og drykkja-framleiðandinn Nestlé hefur
boðið um 980 milljarða króna í
stærsta sælgætisframleiðanda
Bandaríkjanna, Hersey Foods, að
því er fram kom í blaðinu USA
Today í gær. Stjórnendur fyrir-
tækjanna vildu ekki staðfesta
fregnirnar.
Alríkislögregla Bandaríkjanna,FBI, ætlar að hefja að nýju
rannsókn á húsnæði fjölmiðlafyr-
irtækisins American Media Inc,
þar sem einn starfsmaður lést af
völdum miltisbrands á síðasta
ári. Um verður að ræða fyrstu
rannsóknina á húsnæðinu síðan í
nóvember.
ERLENT
SIGRÍÐUR
JÓHANNESDÓTTIR
Fer fram í Suðurkjör-
dæmi ásamt Lúðvík
Bergvinssyni og Mar-
gréti Frímannsdóttur.
Réttarhöld yfir Milosevic:
Hafin á ný eftir veikindahlé
SLOBODAN MILOSEVIC
Fyrsta hluta réttarhaldanna af
þremur á að ljúka innan tveggja
vikna.