Fréttablaðið - 27.08.2002, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 27.08.2002, Blaðsíða 10
OREGON CITY, OREGON, AP Fulltrúar bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, sem leitað hafa að tveimur 13 ára stúlkum í Oregon-fylki í Bandaríkjunum, fundu í gær lík- amsleifar sem talið er að séu af annarri stúlkunni. Líkamsleif- arnar fundust í bakgarði heimilis Ward Weaver, sem grunaður er um að hafa myrt stúlkurnar. Fundust leifarnar í tunnu sem sementi hafði verið sturtað yfir. Lík hinnar stúlkunnar fannst á laugardag í bakhúsi Weaver. Staðfest hefur verið að það lík sé af Miröndu Garris, sem týnd hef- ur verið síðan 8. mars. Hin stúlk- an, Ashley Pond, sást síðast þann 9. janúar er hún var á leið í skól- ann. Báðar áttu þær heima í sama fjölbýlishúsi í Oregon-borg suður af Portland, skammt frá heimili Weaver. Ward Weaver, sem er 39 ára gamall, var handtekinn þann 13. ágúst ákærður fyrir að hafa nauðgað 19 ára gamalli kærustu sonar síns. Hann er nú grunaður um morðið á stúlkunum tveimur. Hefur hann lýst yfir sakleysi sínu. Þess má geta að faðir Weaver er á dauðadeild í fangelsi í Kali- forníu fyrir að hafa myrt konu og grafið lík hennar í garðinum sín- um.  10 27. ágúst 2002 ÞRIÐJUDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúi: Steinunn Stefánsdóttir Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Þverholti 9, 105 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16 Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja hf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð-borgarsvæðinu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. BRÉF TIL BLAÐSINS Hvarf tveggja 13 ára stúlkna í Bandaríkjunum: Líkamsleifar fundust Björninn út með bæjum fer bugaður og hokinn en - Davíð kóngur ennþá er ekkert nema hrokinn! MIRANDA Lík Miröndu Garris fannst á laugardag í bakhúsi Ward Weaver. Hún sást síðast á heimili sínu þann 8. mars er hún var að leggja af stað í skólann. AP /M YN D Japanskir þingmenn: Kynna sér íslenskt atvinnulíf HEIMSÓKN Átta japanskir þing- menn úr vináttufélagi Japans og Íslands á japanska þinginu sóttu Alþingi heim í gær. Þingmennirn- ir eru komnir hingað til lands ásamt aðstoðarmönnum sínum í boði utanríkisráðuneytisins. Þeir hyggjast kynna sér íslenskt efna- hags- og atvinnulíf og samskipti við Japan á þeim sviðum. Meðan á heimsókn þingmann- anna stendur ræða þeir við ís- lenska ráðamenn og kynna sér starfsemi nokkurra fyrirtækja.  KOSNINGABARÁTTAN Í ÞÝSKALANDI Tæplega fjórar vikur eru þangað til kosið verður til þings í Þýska- landi. Kanslaraefni tveggja stærstu flokkanna, þeir Gerhard Schröder og Ed- mund Stoiber, þykja hafa komið nokkuð jafnir út úr fyrra sjónvarps- einvígi sínu af tveimur, sem háð var á sunnu- dagskvöld. Þeir eiga að mætast aftur í sjónvarpi eftir tvær vikur, þann 8. september. Flóðin í Saxelfi undanfarnar vikur nánast kaffærðu kosninga- baráttuna um skeið, en hún virð- ist nú vera að komast aftur í gang, enda flóðin að mestu geng- in yfir. Í þýskum fjölmiðlum voru þau sögð „vatn á myllu Schröders“. Sósíaldemókratinn Schröder hefur bráðum verið kanslari Þýskalands í eitt kjörtímabil og naut vinsælda framan af. Þær hafa þó minnkað jafnt og þétt og stóð hann höllum fæti í skoðana- könnunum þangað til flóðin hófust. Viðbrögð hans sem kansl- ara við flóðunum féllu í góðan jarðveg og hann náði forskoti sínu á nýjan leik, þótt óvíst sé að það dugi honum þær vikur sem eftir eru til kosninga. Stoiber, sem er kanslaraefni hægri manna, þótti framan af í kosningabaráttunni gera ýmis klaufaleg mistök. Hann naut þess þó að hafa staðið sig vel í efna- hagsmálum í Bæjarlandi, þar sem hann er forsætisráðherra. Í einvíginu á sunnudaginn þótti greinilegt að hann hefði gengist undir stífa þjálfun í sjónvarps- framkomu og það skilaði sér til áhorfenda. Í skoðanakönnunum sögðu Þjóðverjar að þeir Schröder og Stoiber hefðu báðir staðið sig vel. Þeir virðast því standa nokkuð jafnt að vígi nú, fjórum vikum fyrir kosningar. Guido Westerwelle, sem er kanslaraefni Frjálslyndra demókrata, sagði reyndar í dag- blaðinu Bild að af einvígið hafi fyrst og fremst staðfest að ekki sé mikill munur á þeim Schröder og Stoiber. Þeir hafi „keppst um að líkjast hvor öðrum“ sem mest. Þýska vikuritið Der Spiegel minnir á að Stoiber var aðstoðar maður hins umdeilda þýska stjórnmálamanns Franz Josef Strauss í kosningabaráttunni árið 1980. Þá tapaði Strauss fyrir kanslaraefni jafnaðarmanna. Að- stoðarmanninum gæti þó nú tek- ist að ná þeim árangri sem læri- föður hans mistókst árið 1980, að verða kanslari Þýskalands.  Kosningabaráttan aftur komin á skrið Jafnræði með Schröder og Stoiber fjórum vikum fyrir kosningar. Áhrif flóðanna á kosninga- baráttuna í rénun. Þriðja kanslaraefnið segir Schröder og Stoiber keppast um að líkjast hvor öðrum. Þeir hafi „keppst um að líkjast hvor öðrum“ sem mest. KANSLARAEFNIN EDMUND STOIBER OG GERHARD SCHRÖDER Stoiber er forsætisráðherra Bæjaralands, leiðtogi hægriflokksins CSU og kanslaraefni systurflokkanna tveggja, CSU og CDU. Schröder er leiðtogi Sósíaldemókrata og kanslari í samsteypustjórn með Græningjum. Hann var áður forsætisráðherra í Neðra-Saxlandi. Davíð og Björn Lýður Ægisson sendi vísu: Lesendur geta skrifað bréf íblaðið. Æskilegt er að hvert bréf sé ekki lengra en sem nemur hálfri A4-blaðsíðu. Hægt er að senda bréfin í tölvupósti, rit- stjorn@frettabladid.is, hringja í síma 515 7500, faxa í síma 515 7506 eða senda bréf á Fréttablaðið, Þverholti 9, 105 Reykjavík. LESENDABRÉF Háskaleikur í Bolungarvík: Unglingar sniffa gas LÖGREGLA Lögreglan í Bolungar- vík segir gassniff færast í vöxt meðal bolvískra unglinga. Þetta kom fram á fréttavefnum bb.is í gær. Að sögn Daða Þorkelssonar, lögreglumanns í Bolungarvík, hafa borist ábendingar varðandi gassniff upp á síðkastið. „Eftir því sem við heyrum virðist sem kjarni 15 til 17 ára gamalla barna hér í bæ hafi tek- ið upp á því að sniffa bútangas af grill- og Primuskútum, sem og kveikjurum. Þetta veldur okkur miklum áhyggjum, enda sanna fjöldamörg dæmi að þessi neysla er stórvarasöm og bein- línis lífshættuleg,“ sagði Daði í samtali við bb.is  Landsíma- vitleysa María Sigurðardóttir hringdi Ég get ekki orða bundist út afLandsímanum. Þetta fyrirtæki er orðið stórskuldugt og nú bitnar það á notendum. Ef maður velur númer og það er á tali þá kemur karlmannsrödd sem segir manni það. Það hlýtur að vera tekið eitt- hvað fyrir þessa nýjung, sem mér finnst alveg óþörf. Síminn hefur líka verið að nota Ingva Hrafn til að auglýsa 118, ekki veitir af, það er svo dýrt að hringja þangað. 

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.