Fréttablaðið - 27.08.2002, Síða 13

Fréttablaðið - 27.08.2002, Síða 13
ÞRIÐJUDAGUR 27. ágúst 2002 FÓTBOLTI Samkvæmt spænskum fjölmiðlum hófu stjórnir Barcelona og Chelsea samninga- viðræður um kaup á hollenska framherjanum Jimmy Floyd Hasselbaink í gær. Katalóníulið- ið er sagt tilbúið að borga 6 milljónir evra, andvirði um 500 milljónum íslenskra króna, fyrir hinn þrítuga framherja. Spænska dagblaðið Mundo Deportivo segir Chelsea enn skulda Barcelona um tíu milljón- ir evra fyrir kaupin á Emmanuel Petit og Boudjewin Zenden í fyrra. Hasselbaink er sagður eiga að ganga upp í þá skuld. Einnig er talið að Louis Van Gaal, knattspyrnustjóri Bör- sunga, vilji kaupa framherja áður en leikmannamarkaðurinn lokar þann 31. ágúst næstkom- andi. Van Gaal er hollenskur líkt og Hasselbaink. Sá síðarnefndi spilaði á Spáni tímabilið 1999- 2000 með Atletico Madrid.  Jimmy Floyd Hasselbaink: Á leið til Barcelona? JIMMY FLOYD HASSELBAINK Fór mikinn með liði Chelsea í fyrra og var með markahæstu mönnum í ensku úrvals- deildinni. FÓTBOLTI Roy Keane, fyrirliði Manchester United, lýsir enn og aftur yfir áhuga sínum á því að gerast þjálfari í knattspyrnu í ævi- sögu sinni sem kemur út innan skamms. Keane hefur væntanlega leikið sinn síðasta landsleik eftir deilur við Mick McCarthy, lands- liðsþjálfara Íra. Hann hyggst nýta þann tíma sem áður fór í landsleiki til að sækja þjálfaranámskeið. „Ég er að verða 31 árs og á um fjögur ár eftir af ferlinum. Ég væri meira en til í að taka að mér þjálfun þegar ég legg skóna á hill- una. Þar sem ég leik ekki landsleik á næstunni hef ég nægan tíma til að sækja þjálfaranámskeið,“ segir Keane meðal annars í bókinni. Hann segist hafa lært ýmislegt á ferli sínum, bæði gott og vont. Keane er þekktur vandræða- gemsi. Nú hefur breskur þingmað- ur, Bob Russell, farið þess á leit við lögregluna að hún rannsaki fólsku- legt brot Keane á norska landsliðs- manninum Alf-Inge Haaland sem átti sér stað í fyrra.  Roy Keane: Vill taka að sér þjálfun ROY KEANE Núverandi fyrirliði Manchester United og fyrrverandi landsliðsfyrirliði Írlands. FÓTBOLTI Norskir fjölmiðlar fjalla mikið um stórleik Ríkharðs Daðasonar sem skoraði þrjú mörk fyrir Lilleström gegn Guð- jóni Þórðarsyni og lærisveinum í Start í norsku úrvalsdeildinni um helgina. Lilleström vann leikinn með sjö mörkum gegn engu. Í fjölmiðlunum kemur fram að Ríkharður hafi ekki fengið mörg tækifæri undir stjórn Guðjóns þegar þeir voru báðir hjá Stoke City. „Guðjón Þórðarson var niður- lægður af Lilleström og Ríkharði Daðasyni, sem hann taldi ekki nægilega góðan til að spila í ensku 2. deildinni,“ segir meðal annars í norska dagblaðinu Verdens Gang. Þar kemur þó fram að Ríkharður hafi ekki verið að ná sér niður á fyrrverandi lærimeistara. Í sömu grein segir Guðjón að Ríkharður hafi átt erfitt með að aðlaga sig enskri knattspyrnu og að töluverð- ur munur sé á henni og norskri knattspyrnu. „Það er miklu meiri hraði í ensku 2. deildinni. Norska úrvalsdeildin er eins og fótbolti sem leikinn er á skólalóð í saman- burði við hana.“ Í Aftenposten kemur fram að Ríkharður sé ekki enn búinn að ná sínu fyrra formi, þótt hann hafi skorað þrjú mörk gegn Start og tvö fyrir íslenska landsliðið gegn And- orra í síðustu viku. Þar segir einnig að hann hafi upphaflega ekki átt að vera í byrjunarliðinu gegn Start. Uwe Rösler samherji hans fékk hins vegar rautt spjald í umferðinni á undan, og þar af leið- andi leikbann, og því fékk Ríkharð- ur tækifæri í byrjunarliðinu.  RÍKHARÐUR DAÐASON Skoraði þrjú mörk fyrir Lilleström gegn Start um helgina og tvö mörk fyrir íslenska lands- liðið gegn Andorra. Hann hefur skorað 51 mark í norsku úrvalsdeildinni. Norskir fjölmiðlar: Ríkharður niðurlægði Guðjón

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.