Fréttablaðið - 27.08.2002, Side 16
16 27. ágúst 2002 ÞRIÐJUDAGURHVAÐA BÓK ERT ÞÚ AÐ LESA?
FUNDUR
20.00 Atvinnumálin á Suðurnesjum
verða til umræðu á opnum fundi
sem þingflokkur Samfylkingar-
innar boðar til í kvöld. Fundurinn
verður í Víkinni, Hafnargötu 80,
Reykjanesbæ.
GANGA
19.30 Í stað venjubundinnar göngu
verður farið í hina árlegu kúmen-
tínslu í Viðey. Leiðsögumaður fer
með hópinn á grösuga kúm-
enakra og segir stuttlega frá stað-
háttum í leiðinni. Fólk er beðið
um að koma með skæri og poka
fyrir fenginn. Viðeyjarferjan leggur
af stað frá Sundahöfn kl. 19.30 og
er ferjugjaldið 250 krónur fyrir
börn og 500 krónur fyrir full-
orðna.
TÓNLEIKAR
20.30 Hrólfur Sæmundsson barítón-
söngvari syngur á tónleikum í
Listasafni Sigurjóns Ólafssonar við
undirleik Steinunnar Birnu Ragn-
arsdóttur. Flutt verða lög eftir
Hugo Wolf við ljóð eftir F. W. von
Göthe og Eduard Mörike.
22.00 Kvartett franska bandoneonleikar-
ans Oliviers Manoury leikur í
kvöld á Hverfisbarnum, Hverfis-
götu 20.
FÉLAGSSTARF
13.30 Félag eldri borgara í Hafnarfirði,
Hraunseli , Flatahrauni 3. Brids og
frjáls spilamennska,. kl 13.30 og
pútt á Hrafnistuvelli Kl. 14.00 til
16.00.
MYNDLIST
Jón Sæmundur Auðarson hefur opnað
sýningu í Gallerí Hlemmi. Sýningin
stendur til 15. september og er opin
fimmtudaga til sunnudaga frá kl 14-18.
Bandaríski listamaðurinn Holly Hughes
heldur ljósmyndasýningu í kjallara Gall-
erí Skugga, Hverfisgötu. Sýningin ber yf-
irskriftina Choices. Á sýningunni eru ljós-
myndum af samstarfsverkefnum Holly
með bæjarbúum í íslenskum byggðar-
lögum. Sýningin stendur til 8. septem-
ber. Gallerí Skuggi er opið alla daga
nema mánudaga kl. 13 -17 og er að-
gangur ókeypis.
Berglind Björnsdóttir ljósmyndari sýnir
í aðalsal Gallerí Skugga á Hverfisgötu.
Sýningin nefnist Trufluð tilvera. Sýningin
stendur til 8. september. Opnunartími
Gallerí Skugga er kl. 13-17 alla daga
nema mánudaga. Ókeypis aðgangur.
Rebekka Gunnarsdóttir sýnir í Sjó-
minjasafni Íslands, Vesturgötu 8, Hafn-
arfirði. Rebekka sýnir vatnslitamyndir og
glerverk sem að mestu eru unnin á
þessu ári. Aðal viðfangsefni myndanna
er landslag, götumyndir og hús í Hafnar-
firði. Sýningin stendur til 8. september
og er opin alla daga frá kl. 13-17 á opn-
unartíma safnsins.
Afmælissýning Myndhöggvarafélag Ís-
lands stendur yfir í Listasafni Reykja-
víkur, Hafnarhúsi. Fjórtán myndhöggv-
arar sýna. Sýningin er fjölbreytt og sýnir
þá miklu breidd sem ríkir innan félags-
ins sem fagnar 30 ára afmæli sínu. Sýn-
ingin stendur til 6. október.
Sýning á nýjum verkum hafnfirska mál-
arans Jóns Thors Gíslasonar er í Hafn-
arborg, menningar- og listastofnun
Hafnarfjarðar Á sýningunni eru málverk,
grafík, vatnslitamyndir og teikningar.
Sýningin er opin alla daga nema þriðju-
daga frá kl. 11 til 17 og henni lýkur 9.
september.
Grafíski hönnuðurinn og myndlistarkon-
an, Valgerður Einarsdóttir, sýnir verk
sín á Kaffi Sólon. Sýningin stendur til 6.
september.
Arnfinnur Amazeen og Bryndís Erla
ÞRIÐJUDAGURINN
27. ÁGÚST
ÍSLENSKA Eiga Íslendingar orðið í
vandræðum með að skilja hver
annan, nema þeir sem lifa og
hrærast í sömu samfélagshópun-
um? Ari Páll Kristjánsson hjá Ís-
lenskri málstöð telur ekki
ástæðu til að hafa áhyggjur af
þróun tungumálsins. „Það er all-
staðar þannig í margbrotnum
samfélögum að þar eru ótal sér-
svið. Galdurinn er auðvitað sá að
þeir sem eru á sérsviðum tjái sig
þannig að almenningur skilji. En
þróunin hér er ekkert öðruvísi
en annarstaðar.“ Ari Páll segir
orð verða til af nauðsyn. „Það er
augljóst að ákveðnar sérgreinar
koma oftar við sögu í daglega líf-
inu. Viðtöl við sérfræðinga úr
viðskiptalífinu, þar sem notuð
eru hugtök sem er ekki augljóst
að almenningur skilji, eru mun
algengari en viðtöl við járnsmið-
inn, sem notar þó orð yfir tól og
tæki á sínu sviði sem ég myndi
ekki skilja.“
Ari Páll segist ekki hafa
áhyggjur af málfari unglinga,
þeir noti eðlilega tungumálið til
að skilgreina sig. „Það hafa ung-
lingar alltaf gert og mér finnst
meginmálið að íslenskir ungling-
ar velja að nota íslensku. Orða-
forði kemur með tímanum, en
við erum að bæta við hann alla
ævi“. En hvað með landlæga
þágufallssýki? „Þágufallssýki er
„vinsæl málfræðivilla“,“ segir
Ari Páll, og þar slær hjarta þjóð-
arinnar í málfarsefnum. Það er
bara eðlilegt að þeir sem eru ást-
fangnir af íslenskunni skrifi
heilsíðugreinar í dagblöð um
þágufallssýki, sem endurspeglar
bara anga af ástinni á íslenskri
tungu. Stundum gera ástfangnir
menn ekki greinarmun á aukaat-
riðum og aðalatriðum. En auðvit-
að er þágufallssýki dæmi um
óvandaða íslensku.“
Höskuldur Þráinsson, pró-
fessor í íslenskri málfræði við
HÍ, er ekki heldur uggandi um
tungumálið. Hann segir unglinga
frjóa og nota málið skemmtilega.
Þá segir hann menn oft vanda
mál sitt sem geti þó líka farið út
í öfgar. „Einum útvarpsmanni
man ég eftir sem segir alltaf at-
hyglivert, trúlega hefur einhver
sagt honum að þarna eigi ekki að
vera s og hann leggur sig því all-
an fram um að sleppa því. Sami
maður myndi væntanlega ekki
segja að einhver væri keppni-
maður,“ segir Höskuldur.
edda@frettabladid.is
Jákvæður viðsnún-
ingur gengismunar
Lesist: Gengistap hefur snúist í hagnað. Íslenskan er stundum snúin
og illskiljanleg venjulegi fólki. Eðlileg þróun, en nauðsynlegt að brúa
bilið frá sérgreinum yfir til hinna.
ARI PÁLL KRISTJÁNSSON
Þágufallssýki „vinsæl málvilla“ en hann telur ekki ástæðu til að örvænta um
íslenska tungu.
Jóhanna Hlíf Magnúsdóttir
Enga í augnablikinu.
Hjálmarsdóttir sýna í rými undir stigan-
um í i8, Klapparstíg 33. Verkið sem
þau sýna nefnist „Við erum í svo miklu
jafnvægi“ og er innsetning með ljós-
mynd og spegli. Sýningin stendur til 6.
september. i8 er opið þriðjudaga til
laugardaga frá kl. 13.00-17.00.
Helgi Þorgils Friðjónsson og Kristinn
G. Harðarson sýna í i8, Klapparstíg 33.
Kristinn sýnir vatnslitaverk og útsaum-
aðar myndir og Helgi leirskúlptúra. Að
auki sýna þeir myndbandsverk sem þeir
unnu í sameiningu ásamt söngvaranum
Sverri Guðjónssyni sérstaklega fyrir
sýninguna. Sýningin stendur til 12.
október. i8 er opið þriðjudaga til laugar-
daga frá kl. 13-17.
Nú stendur yfir í Listhúsi Ófeigs á
Skólavörðustíg 5 sýningin Úr fórum
gengins listamanns. Á sýningunni eru
verk Jóhannesar Jóhannessonar
(1921-1998), vatnslitamyndir, pastel og
teikningar. Sýningin stendur til 28.
ágúst.
Í Gerðarsafni standa yfir tvær sýning-
ar, í Austur- og Vestursal er sýning ber
heitið Stefnumót. Á henni eru mál-
verk eftir Jóhannes Jóhannesson list-
málara og höggmyndir og glergluggar
Gerðar Helgadóttur myndhöggvara.
Á neðri hæð safnsins stendur sýningin
Yfirgrip. Á henni eru eldri og nýrri verk
eftir Valgerði Hafstað listmálara. Sýn-
ingarnar standa til og með sunnudags-
ins 8. september. Listasafn Kópavogs
er opið alla daga nema mánudaga frá
11-17.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/B
IL
LIMetsölulisti
Eymundsson:
Ber keim
af upphafi
skólaárs
BÆKUR Skólarnir eru komnir á fullt
og íslenski aðallisti Eymundsson
ber þess merki. Orðabækur eru
áberandi á listanum. Þá er bókin
sem skipar þriðja sætið, Ýmislegt
um risafurur og tímann eftir Jón
Kalman Stefánsson, kennd í fram-
haldsskólum. Hann fékk á síðasta
ári tilnefningu til bókmenntaverð-
launa Norðurlandaráðs fyrir aðra
bókina í sveitatrílógíu sinni
Skurðir í rigningu, Sumarið bak
við Brekkuna og Birtan á fjöllun-
um. Nú hefur Jón fært sögusvið
sitt til útlanda og segir sagan frá
tíu ára strák sem fer utan í vist
hjá ættingjum.
Sir David Attenborough:
Gagnrýnir
BBC fyrir
lítið menn-
ingarefni
BRETLAND Hinn gamalreyndi sjón-
varpsmaður, Sir David Atten-
borough, hefur gagnrýnt bresku
sjónvarpsstöðina BBC fyrir að
hafa algjörlega vanrækt efni
tengt menningu og listum. Hann
sagði í viðtali við The Times að
BBC hefði svikið skuldbindingar
sínar við listaheiminn. „Það hefur
verið slagsíða á pendúlnum. Ég
vona að fljótlega verði gerð brag-
arbót á. Það eru margir á þeirri
skoðun að BBC sé ekki í neinum
tengslum við áhorfendur sína,“
sagði Attenborough. Talsmaður
stöðvarinnar segir þessar ásakan-
ir tilhæfulausar og vísar í haust-
dagskrá sem hann segir segja allt
sem segja þarf.
TÓNLEIKAR Dizzy Gillespie, Milton
Nascimento og Astor Piazolla eru
meðal lagahöfunda sem kvartett
franska bandoneonleikarans Oli-
viers Manoury setur á oddinn á
tónleikum í kvöld á Hverfisbarn-
um. Auk þessa leikur kvartettinn
tangóa, bóleróa og klassísk djass-
lög.
Olivier býr í París, leikur á
bandoneon og semur einnig tón-
list fyrir leikhús, ballet og kvik-
myndir. Hann hefur spilað víða
um heim og með sínum íslensku
félögum hefur hann leikið af og til
síðasta áratuginn. Tónleikarnir í
kvöld hefjast kl. 22.
KVARTETT OLIVIERS MANOURY
Olivier Manoury, Kjartan Valdimarsson, Tómas R. Einarsson og Matthías M. D. Hemstock
skipa kvartettinn sem leikur á Hverfisbarnum í kvöld.
Kvartett Oliviers Manoury:
Tangó, bóleró og klassísk djasslög
TÓNLEIKAR Hrólfur Sæmundsson
barítónsöngvari syngur í kvöld
klukkan 20.30 á Sumartónleikum
í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar.
Hrólfur syngur við undirleik
Steinunnar Birnu Ragnarsdóttur
lög eftir Hugo Wolf við ljóð eftir
F.W. von Göthe og Eduard Möri-
ke.
Hrólfur Sæmundsson barítón-
söngvari lauk meistaragráðu í
einsöng við New England
Conservatory í Boston í fyrra
með hæstu einkunn. Hann hefur
verið einsöngvari í kirkjuverkum
í Bandaríkjunum, meðal annars
sem fastráðinn einsöngvari við
First Parish Church í Boston.
Hrólfur er stofnandi Sumaróperu
Reykjavíkur sem setti nýverið
upp óperuna Dido & Eneas í
Borgarleikhúsinu. Hann mun í
vetur meðal annars syngja í Rak-
aranum í Sevilla í Íslensku Óper-
unni.
Steinunn Birna Ragnarsdóttir
er fædd í Reykjavík. Hún lauk
meistaragráðu frá New England
Conservatory of Music í Boston
árið 1987. Steinunn starfaði um
tíma á Spáni sem einleikari og
lék í ýmsum kammerhópum.
Steinunn Birna starfar nú við
tónlistarflutning og einnig við
Tónlistarskólann í Reykjavík.
Hún hefur verið listrænn stjórn-
andi Reykholtshátíðar frá stofn-
un hennar, 1997.
HRÓLFUR SÆMUNDSSON
OG STEINUNN BIRNA
RAGNARSDÓTTIR
Á tónleikunum flytja þau Hrólfur
og Steinunn Birna lög eftir Hugo
Wolf við ljóð eftir F. W. von Göthe
og Eduard Mörike.
Sumartónleikar Listasafns Sigurjóns:
Lög Wolf við ljóð Göthe og Mörike
1
METSÖLULISTI
2
3
4
5
6
7
8
9
10
METSÖLULISTI EYMUNDSSON YFIR
ÍSLENSKAR BÆKUR
Sigurgeir Sigurgeirsson
LOST IN ICELAND
Guðrún Eva Mínervudóttir
ALBÚM-SKÁLDSAGA
Jón Kalman
ÝMISLEGT UM RISAFURUR ...
Vilborg Davíðsdóttir
KORKUSAGA
Orðabókaútgáfan
DÖNSK-ÍSL/ÍSLENSK
Orðabókaútgáfan
ENSK-ÍSL/ÍSLENSK
Mál og menning
DÖNSK-ÍSLENSK
Arnaldur Indriðason
GRAFARÞÖGN - KILJA
Almenna bókafélagið
ÍSLENSK STAFSETNINGA ...
Oprah Winfrey og Bob Green
LÍFIÐ Í JAFNVÆGI - KILJA