Fréttablaðið - 27.08.2002, Blaðsíða 19
19ÞRIÐJUDAGUR 27. ágúst 2002
Stanislas Bohic Garðhönnuður 898 4332
Sumir velja gæði, en þú?
Hringdu.
SÝNING Ástsælustu grínarar þjóð-
arinnar þeir Halli og Laddi eiga 30
ára starfsafmæli um þessar
mundir. Af því tilefni hefur verið
ákveðið að efna til stórsýningar í
Loftkastalanum í haust þar sem
bræðurnir munu stikla á stóru og
sýna valin atriði af löngum og lit-
ríkum ferli.
Eins og flestir vita hófu Halli
og Laddi feril sinn sem raddir fyr-
ir Glám og Skrám í RÚV fyrir um
30 árum eða nánar til tekið í
Stundinni okkar árið 1972. Þá
voru bræðurnir reyndar í felum á
bak við Glám og Skrám en seinna
það ár komu þeir fram með Spike
Jones-atriði sem var lokaatriði í
þættinum Ugla sat á Kvisti. Upp
frá því hafa þeir skemmt þjóðinni
bæði sundur og saman, ef svo
mætti að orði komast, og svo virð-
ist sem hún fái aldrei nóg af þess-
um einstökum bræðrum.
LONDON Tæplega tvær milljónir
manna tóku þátt í Notting Hill-
karnivalinu í London um síðast-
liðna helgi. Hátíðin, sem er stærs-
ta karnival í Evrópu, og er að kar-
abískri fyrirmynd, var nú haldið í
37. skipti. Stuðið stóð í tvo daga,
sunnudag og mánudag, en fyrri
dagurinn var tileinkaður börnun-
um sem mættu í búningum sínum
og léku listir á götunum við
trumbuslátt og lúðrablástur. Rign-
ing setti örlítið strik í reikninginn
á sunnudeginum, en á mánudegin-
um, sem var frídagur í Bretlandi,
braust sólin í gegn og gífurlegur
mannfjöldi dansaði og söng á göt-
um úti, fólk af ólíku þjóðerni setti
upp veitingatjöld og bauð upp á
framandi rétti, og gleðin var alls-
ráðandi. Tíu þúsund lögreglu-
menn stóðu vaktina í Notting Hill-
hverfinu, en árið 2000 var talsvert
um ofbeldi og tveir voru myrtir. Í
fyrra, og í ár, gekk allt vel fyrir
sig en 34 voru þó handteknir fyrir
minniháttar pústra.
BRETLAND Gæsin Kerry, sem búin
var 3.000 punda senditæki til að
fulltrúar frá Wildfowl and
Wetlands Trust, sem láta sig mál-
efni fugla og votlendis varða,
gætu fylgst með ferðum hennar,
fannst í gær með aðstoð gervi-
hnattar í frystikistu eskimóa
nokkurs á Grænlandi. Kerry var
ein sex gæsa sem var merkt í
Gloucesterskíri á Englandi og
ætluðu aðstandendur að fylgjast
með 7.245 kílómetra ferðalagi
hennar frá Stangford Lough á
Norður-Írlandi til Íslands og það-
an til norðurhéraða í Kanada, þar
sem gæsirnar para sig og verpa.
Þær halda svo aftur til baka í
ágúst eða september. „Þetta er
einhver merkilegasta farfuglateg-
und sem um getur,“ segir dr.
James Robinson, einn rannsókn-
armannanna. „Gæsirnar þurfa að
lifa af slæmt veður, fara yfir 3.000
metra háa jökla á Grænlandi og
forðast rándýr á ferð sinni til og
frá varpstöðum.“ Kerry hafði
ekki heppnina með sér og eskimó-
inn sem skaut hana var nokkuð
hissa og í vörn þegar bankað var
upp á hjá honum og hann beðinn
að opna frystikistuna. Þar lá ves-
alings Kerry, með högl í skrokkn-
um og enn með tækið í bakinu
sem gaf frá sér merkin. Grunur
leikur á að önnur af gæsunum sex,
steggurinn Arnthor, hafi verið
skotinn, en merkjasendingar frá
honum hættu skyndilega yfir
Disco-eyju á Grænlandi. Sú þrið-
ja, Oscar, fannst dauð á Hjörsey
við Ísland, segir á BBC. Hinar
gæsirnar eru á áfangastað í norð-
urhéruðum Kanada og hægt er að
ættleiða þær fyrir 75 punda fram-
lag til rannsóknarinnar.
Viðey:
Grösugir
kúmenakrar
GANGA Farið verður í hina árlega
kúmentínslu í Viðey í kvöld. Þetta
er gert í staðinn fyrir hina venju-
bundnu göngu. Leiðsögumaður
mun fara með hópinn á grösuga
kúmenakra og segja stuttlega frá
staðháttum í leiðinni. Fólk er beðið
um að koma með skæri og poka
fyrir fenginn. Viðeyjarferjan legg-
ur af stað frá Sundahöfn kl. 19.30
og er ferjugjaldið 250 krónur fyrir
börn og 500 krónur fyrir fullorðna.
Áætlað er að tínslan taki rúman
klukkutíma. Þeir sem ekki sjá sér
fært að mæta í kvöld er bent á að
leiðsögumaður verður í Viðeyjar-
stofu á milli kl. 13.00-16.00 fram á
næstkomandi laugardag.
GÆS SÖMU TEGUNDAR
OG KERRY
Lagði á sig tæplega átta
þúsund km. ferðalag en
var skotin á leiðinni og
verður brátt étin.
Tilraunagæsin Kerry:
Fannst dauð í frystikistu á Grænlandi
HALLI OG LADDI
Á sýningunni í Loftkastalanum verða sérstakir gestir þeir Eiríkur Fjalar, Roy Rogers, Þórður húsvörður, Tóti tölvukall, Skríplarnir, Glámur og
Skrámur og fjöldi landsþekktra andlita.
Bræðurnir Halli og Laddi:
Haldið upp á þrjátíu ára starfsferil
SHOSANNA, 9 ÁRA
Mætti uppábúin ásamt vinkonum sínum til að taka þátt í barnahátíðinni á sunnudag.
Notting Hill-karnival í London:
Tvær milljónir manna
dönsuðu á götum úti
STÆRSTA GÖTUPARTÝ Í EVRÓPU
Gífurlegur mannfjöldi safnaðist saman á
götunum í Notting Hill og ýmist fylgdist
með göngunni eða tók þátt af lífi og sál.
Skólabyrjun í Flash
Gallabuxur 20% afsl.
Bolir frá 1.000 kr.
Peysur áður 4.990 kr.
Nú 3.490 kr.
Allar nýjar vörur
með afslætti
Reiðnámskeið
Byrjendareiðnámskeið fyrir konur og
karla á öllum aldri hefjast á næstunni í
Hestamiðst. Hindisvík í Mosfellsbæ.
Frábær undirbúningur fyrir komandi
vetur. Kennt bæði inni og úti, útvegum
hesta og reiðtygi.
Upplýsingar: Ástmundur 691 2388
og Guðrún 695 8766, 568 0771
Húseigendur athugið!
Móðuhreinsun glerja
3.000 kr. afsláttur gegn afhendingu þessarar auglýsingar
GT-sögun ehf.
Sími 860 1180
Reiðtúr og grill
í Mosfellsbæ
Frábær skemmtun fyrir stóra sem
smáa hópa. Farið er í ca. 2 tíma
reiðtúr um nágrenni Mosfellsbæjar
Á eftir er slegið upp grillveislu.
Mjög hagstætt verð.
s. 691-2388 og 695-8766