Fréttablaðið - 27.08.2002, Síða 24
Það er ekki oft sem ástralskir fjöl-miðlar ýta við manni. Þó má líta
athygliverða grein í dagblaðinu, The
West Australian, frá miðju sumri sem
hugsanlega vekur einhvern til um-
hugsunar um stundarsakir. Þar segir
frá skaðlegri mengun frá álveri
Alcoa í Wagerup í vesturhluta Ástral-
íu. Wagerup er ekki staður sem fang-
ar athygli heimspressunnar, en þar á
bæ er fjölgun krabbameinstilfella
umræðuefni á þorpssamkomum.
Alcoa hefur heitið níu starfsmönnum
álversins þriggja milljóna dollara
bótum fyrir heilsubrest sem þeir
telja sig hafa orðið fyrir.
FYRRUM SKRIFSTOFUMÆR ál-
versins kvartaði undan astma og var
henni afhent gríma til að vinna með
við skrifborð sitt, segir í greininni.
Fyrir fjórum árum voru Alcoamenn í
Ástralíu varaðir við því að mengunar-
búnaður stæðist ekki bandarískar
reglugerðir, en skollaeyrum var
skellt við því enda menn staddir í
Ástralíu. Nú efast umhverfisráðherra
Ástralíu stórlega um að hann veiti
leyfi fyrir stækkun álversins. Meng-
un í lofti og vatni heimila í Wagerup
hefur fundist í allt að sex kílómetra
fjarlægð frá álveri Alcoa.
SJÁLFSAGT segja frómir menn að
besti fáanlegi hreinsibúnaður verði
notaður fyrir austan. En eru þetta
vangaveltur sem við kærum okkur
um? Ástralskar fréttir varða okkur
kannski engu. Líkt og fregnir af fjár-
hagslegri óráðsíu sem felst í þeim
framkvæmdum sem ana á út í fyrir
austan á okkar kostnað. Líkt og tíð-
indi af náttúrulegum verðmætum
sem glatast að eilífu. Í húsinu við
Austurvöll situr her manns sem vill
þjóð sinni vel - sveit sem vill veg Ís-
lendinga sem mestan og bestan.
ÞAR Á BÆ hafa margir hverjir hins
vegar ekki náð að fanga hljóm nýrra
tíma, nýjan tón inn í nýja öld. Úldin
og krumpuð hugmyndafræði liggur á
allra borðum, grunnur sem menn
nýttu sér á síðustu og þarsíðustu öld.
Framtíðin er enn í stóriðju og ofur-
virkjunum fallvatna, lengra sjá ekki
góðviljuðustu menn þar sem þeir
sitja fastir í köngulóarvef fortíðar-
innar. Landsvirkjun er nú félagsmið-
stöð þar sem fjölskyldan getur varið
öllum helgum í fokdýru sýningar- og
skemmtiprógrammi - risi sem stikar
nú hálendið í mikilmennsku sinni.
Norðlingaalda er næst. Klukkan tólf í
dag mæta Íslandsvinir aftur á Aust-
urvöll og sýna öræfunum samstöðu.
Láttu sjá þig.
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is
Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is
VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500
Bakþankar
Kristínar Helgu Gunnarsdóttur
57.000 kr. á mánuði í eitt ár
Pajero Sport er stórglæsilegur og fallegur hágæðajeppi sem opnar
þér nýja og spennandi heima. Hann er vandlega búinn og býr yfir
aksturseiginleikum sem eiga engan sinn líka. Og nú býðst þér að
njóta þessa frábæra jeppa fyrir aðeins 57.000 kr. á mánuði í eitt
ár* með rekstrarleigusamningi. Komdu og reynsluaktu því þetta er
tækifæri sem þú mátt ekki láta fram hjá þér fara.
20 Mitsubishi Pajero Sport fást nú á rekstrarleigu í 12 mánuði, kr. 57.000 á mánuði.
Fyrstur kemur fyrstur fær.
*Aðeins fyrir fyrirtæki. Laugavegur 170 - 174 // Sími 590 5000 // Heimasíða www.hekla.is // Netfang hekla@hekla.is
A
B
X
/
S
ÍA
www.hekla. is
Hinn ljúfi
blær stóriðju
Sandtex V 10 lítrar
TILBOÐ
kr. 6.490.-
ÚTIMÁLNING
Flotefni • Málning
Múrviðgerðarefni
Verkfæri og fl.
Súðarvogur 14
www.golflagnir.is
S: 5641740