Fréttablaðið - 28.08.2002, Blaðsíða 22
22 28. ágúst 2002 MIÐVIKUDAGUR
HÚSIÐ
Verkamannabústaðirnir viðHringbraut reistir um 1930.
Elsti hluti þeirra markast af
Hringbraut, Bræðraborgarstíg,
Ásvallagötu og Hofsvallagötu.
Húsin eru byggð hringinn í
kringum lokað port þar sem er
útivistarsvæði og leiksvæði
barna. Gengið er í portið um bak-
dyr húsanna og einnig um undir-
göng við Bræðraborgarstíg og
Hofsvallagötu. Héðinn Valdi-
marsson alþingismaður var for-
göngumaður um byggingu hús-
anna og má sjá styttu Sigurjóns
Ólafssonar myndhöggvara af
Héðni við róluvöll austan Hofs-
vallagötu. Arkitekt þessara
fyrstu verkamannabústaða var
Guðjón Samúelsson. Íbúðirnar
vöktu athygli á sínum tíma fyrir
það hversu rúmgóðar og hagan-
legar þær voru. Sömuleiðis þótti
sameignin athyglisverð þar sem
ekki var gert ráð fyrir íbúðum í
kjallara heldur rúmgóðri þvotta-
og þurrkaðstöðu, auk geymslu
sem fylgdi hverri íbúð.
FÓLK Í FRÉTTUM
Ég sit og er að sauma,“ segirjafnréttisfulltrúi Reykjavík-
urborgar, Hildur Jónsdóttir, þegar
blaðamaður slær á þráðinn og bið-
ur um persónulegt spjall. En talið
berst nú samt að jafnréttismálum
og stöðu kvenna í ljósi síðustu
sveitarstjórnarkosninga. „Við get-
um orðað það þannig, að mér
finnst hlutur kvenna hafa batnað,
en enn er langt í land með að hlut-
ur kynjanna verði jafn. Það vekur
athygli að sveitarfélög á höfuð-
borgarsvæðinu eru almennt séð
að standa sig betur en sveitarfé-
lög á landsbyggðinni. Það er alveg
ljóst að til að ná árangri þarf
stöðuga viðleitni og nýsköpun í
hugsun og aðferðum. Mér finnst
þegar ég lít yfir samfélagið í heild
að fólk sé hlynnt jafnrétti, en hins
vegar er margt óunnið.“
En hvernig stundar Hildur sína
persónulegu jafnréttisbaráttu?
„Við maðurinn minn, Hjörtur Ottó
Aðalsteinsson, erum bæði jafn
húsleg, eða kannski óhúsleg í okk-
ur,“ segir hún hlæjandi. „Það er
vissulega verkaskipting á milli
okkar, en engin togstreita um
hana. Nú er ég til dæmis að sauma
og hann að undirbúa kvöldmatinn.
Mér finnst skipta mestu máli
þessi ábyrgðarkennd gagnvart
heimilinu og fjölskyldunni.“
Hildur er margra barna móðir,
elsta dóttirin er 27 ára og á tvö
börn, og svo á hún börn sem eru
13 og 4 ára. „Ég er líka upptekin
af að samræma ólík hlutverk í líf-
inu, ég er auðvitað móðir og
amma og svo vil ég hlúa að mínum
starfsframa.“
Í frístundum segist Hildur
hafa mest gaman af að fara á hest-
bak. „Við stefnum að því að fara í
langar hestaferðir á sumrin. Ann-
ars nýt ég þess að lesa góðar bæk-
ur og bækur sem tengjast mínu
fagi, og hlusta á góða tónlist. Þá
kannski helst notalega barokktón-
list eða píanótónlist eftir Mozart,
og bara hvert það ljúfmeti sem
slakar á sálinni,“ segir jafnréttis-
fulltrúinn að lokum.
Hildur Jónsdóttir er jafnréttisfulltrúi
Reykjavíkurborgar.
Persónan
Jafnréttisfulltrúinn saumar meðan eiginmaðurinn eldar
Nokkuð hefur verið rætt umSigurstein Másson, almanna-
tengslamann og fyrrum frétta-
stjóra, sem hugsanlegan fram-
bjóðanda Vinstri-grænna í suð-
vesturkjördæmi. „Það kemur
mér á óvart að þessar sögur skuli
vera að ganga,“ segir Sigursteinn
sjálfur. Hann segist þó alltaf hafa
útilokað afskaplega fátt í lífinu.
Hann sé sáttur við sitt hlutverki
þótt framtíðin sé breytingum
háð. Sjálfur hafi hann aldrei tekið
þátt í flokkspólitísku starfi. Hann
hafi helst tekið afstöðu til þess
hverjum sé best treystandi til að
fylgja eftir góðum málum og kos-
ið alls konar flokka í gegnum tíð-
ina.
Fréttir berast nú af því aðensku úrvalsdeildarliðin
Liverpool og Everton sýni Her-
manni Hreiðars-
syni, leikmanni
Ipswich, áhuga og
vilji bjarga hon-
um úr neðri deild-
um. Sú saga
heyrðist af
nokkrum hérlend-
um áhangendum
Manchester
United að þeir bæðu þess nú heit-
ast að Hermann fari til Liverpool.
Með hliðsjón af því að lið Her-
manns Crystal Palace,
Wimbledon og Ipswich hafa öll
fallið úr úrvalsdeild væri þess
varla langt að bíða að Liverpool
færi sömu leið.
Arthúr Björgvin Bollason erúti og Kormákur Geirharðs-
son er inni í þættinum vinsæla
Innlit útlit. Valgerður Matthías-
dóttir situr áfram við stjórnvöl
þáttarins. Auk Kormáks verður
Friðrik Weisshappel Valgerði til
halds og trausts líkt og í fyrra-
vetur. Þættirnir eru með því vin-
sælasta sem hefur verið gert á
Skjá einum, enda Valgerður sjar-
merandi sjónvarpskona. Örugg-
lega margir sem bíða eftir að
þættirnir hefji göngu sína á nýj-
an leik.
MEÐ SÚRMJÓLKINNI
Að gefnu tilefni skal tekið fram að
færeyskir embættismenn í starfsþjálfun
í íslenska stjórnarráðinu munu síðar
verða sendir til starfa í Nígeríu.
Leiðrétting
BIRGISSON Í BOXINU Gunnar I. Birgisson, oddviti Sjálfstæðisflokks í Kópavogi og alþingismaður, brá undir sig betri hendinni við
opnun Sporthússins Kópavogi. Gunnar hefur sem kunnugt er barist hart fyrir lögleiðingu hnefaleika hér á landi.
FRÉTTAB
LAÐ
IÐ
/RÓ
B
ERT
Ég hef haldið upp á stórafmælinmín með góðum vinum úr leik-
húsinu, þá voru stundum ræður og
gleðskapur,“ segir Karl Guð-
mundsson, leikari, sem á afmæli í
dag en hann ætlar að láta daginn
líða og láta sem ekkert sé. Hann
býst ekki við neinum sérstökum
uppákomum, en ætlar að sitja við
þýðingar. „Það er leyndarmál
hvað ég er að þýða,“ segir hann
dularfullur. Karl, sem segist vera
kominn fast að áttræðu, er í vafa
um hvort hann eigi að láta upp-
skátt um aldurinn. „Þá vita stelp-
urnar hvað ég er orðinn gamall,“
segir hann kíminn, en er fullviss-
aður um að konum þyki ekki síður
varið í þroskaða menn. Karl er
líka í fínu formi og hjólar um allt.
„Ég blóta nú samt stundum á
laun,“ segir hann og á þar við bíl-
inn sinn sem stundum leysir hjól-
hestinn af hólmi þegar um lengri
ferðir er að ræða. „Það er fínt að
vera á hjóli í Reykjavík, hjólastíg-
ar um allt og aðstaðan með ágæt-
um.“
Aðspurður hvað standi upp úr
eftir sumarið segist Karl hafa
upplifað sérlega skemmtilegan
dag á sunnudaginn. „Mér var boð-
ið á síðustu yfirferð á prógrammi
sem Guðrún Ásmundsdóttir hefur
sett saman um ævi Einars Bene-
diktssonar. Það var hreint stór-
kostlegt.“ Hann segist sakna leik-
hússins. „Mér finnst ég hefði get-
að haldið áfram lengi enn, en
svona er þetta nú bara.“
Karl hefur ekkert farið utan í
sumar, en býst við að fara til Sví-
þjóðar um jólin. „Ég tel mig ekki
hafa ráð á að fara til útlanda, en
fer nú samt og held jól með dóttur
minni í Svíþjóð.“
Þegar blaðamaður fer fram á
að senda ljósmyndara til að taka
mynd af unglingnum á hjólinu,
hlær Karl dátt. „Nei, er það nú
ekki alveg út í hött,“ segir hann,
en samþykkir svo með semingi að
taka fram reiðskjótann, sem hann
reyndar lætur ryðga af sérstökum
ástæðum. „Það var stolið frá mér
hjóli, þau mega ekkert vera of fal-
leg, skilurðu,“ segir hann hlæj-
andi, en ákveður samt að pússa
hjólið örlítið fyrir myndatökuna.
edda@frettabladid.is
KARL GUÐMUNDSSON
Hjólið fær að ryðga til að þjófum
þyki það ekki eins vænleg eign.
Blótar stundum á laun
Karl Guðmundsson, leikari, er eilífðarunglingur sem hjólar um allar
trissur og situr þess á milli við þýðingar. Hann fagnar 78. afmælinu
sínu í dag en býst ekki við neinum ræðuhöldum.
AFMÆLI
HILDUR JÓNSDÓTTIR
Finnst ungar stúlkur í dag duglegar og
frjálslegar, en óttast samt áhrif kynlífsvæð-
ingar á sjálfsmynd ungra kvenna.
TÍMAMÓT
AFMÆLI
Karl J. Guðmundsson leikari er 78 ára í
dag.
ANDLÁT
Sigríður Jónsdóttir, Sólvangi, Hafnar-
firði, áður Garðavegi 5, Hafnarfirði, lést
24. ágúst.
Garðar Sigurðsson frá Sólbakka,
Grindavík, til heimilis í Víðihlíð, heimili
aldraðra í Grindavík, lést 25. ágúst.
Dagmar Fanndal frá Siglufirði, Hátúni
10, Reykjavík, lést 24. ágúst. Jarðsett
verður í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Guðmundur Ármannsson vörubifreiða-
stjóri, Aðalstræti 2, Akureyri, lést 14.
ágúst. Útförin hefur farið fram í kyrrþey.
Guðrún Dagbjört Frímannsdóttir,
Sundlaugavegi 20, lést 24. ágúst.
Guðbjörg Árnadóttir lést 15. ágúst.
Sigurbjörg Guðmundsdóttir, ljósmóðir,
Bergþórugötu 3, Reykjavík, lést 21.
ágúst.
Landsbókasafn Íslands varstofnað árið 1918. Það hét
upphaflega Íslands Stiftis bóka-
safn og tók til starfa 1825.
Tólf manna áhöfn á Stíganda áÓlafsfirði fannst heil á húfi
árið 1967, eftir að hafa verið í
björgunarbátum á fimmta sólar-
hring. Stígandi sökk 24. ágúst á
síldarmiðunum um sjöhundruð
sjómílur norður í höfum.
Hallgrímur Marinósson laukvið að bakka hringveginn
árið 1981. Hann bakkaði í fjáröfl-
unarskyni fyrir Þroskahjálp og
tók ferðin tvær vikur.
Bylgjan hóf útsendingar árið1986, fyrsta útvarpsstöðin
sem tók til starfa eftir að einka-
réttur Ríkisútvarpsins var af-
numinn.
SAGA DAGSINS
28. ÁGÚST
Ung móðir var í viðtali hjálækni sínum. Framan úr bið-
stofunni barst gríðarlegur hávaði.
Hávaðinn var frá Sigga litla, syni
konunnar, sem greinilega var að
gera allt vitlaust. Móðirin lét sér
hvergi bregða og hélt áfram að
ræða veikindi sín við lækninn.
Hávaðinn stigmagnaðist og nú
fóru að heyrast brothljóð.
„Ég vona að þér mislíki ekki að
hann Siggi minn sé að leika sér
þarna frammi,“ sagði móðirin þá.
Nei, nei,“ svaraði læknirinn.
„Hann róast svo þegar hann finn-
ur eitrið.“