Fréttablaðið - 28.08.2002, Blaðsíða 4
4 28. ágúst 2002 MIÐVIKUDAGURSVONA ERUM VIÐ
SAMFYLKINGIN DREGUR Á VG
Helstu breytingar á fylgi stjórnmálaflokk-
anna, samkvæmt Þjóðarpúlsi Gallup, eru
að fylgi Samfylkingar eykst og Vinstri-
Grænna minnkar um 4 prósentustig á
sama tíma og stjórnarflokkarnir standa í
stað. Samfylkingin fengi rúmlega 25% og
Vinstrihreyfingin-grænt framboð er með
rúmlega 12%. Fylgi Frjálslynda flokksins er
rösklega 2%. Sjálfstæðisflokkur fengi tæp-
lega 42% og Framsóknarflokkur ríflega
17% ef kosið væri til Alþingis í dag.
VIÐSKIPTI Kaup Flugleiða á eigin
bréfum voru heimiluð á stjórnar-
fundi fyrirtækisins síðastliðin
miðvikudag. Í beinu framhaldi af
því var hafist handa við kaupin.
Að sögn Guðjóns Arngrímssonar,
upplýsingafulltrúa fyrirtækisins,
var hugsunin sú að félagið vill
eiga bréf í sjálfu sér, bæði til að
nýta í kaupréttarsamningum við
lykilstarfsmenn og vegna þess að
það er mat stjórnenda félagsins
að þau séu góður fjárfestingar-
kostur. „Tímasetningin er tilkom-
in vegna þess að félagið er inn-
herji og getur því bara keypt bréf
nú í stuttan tíma eftir birtingu
uppgjörs,“ segir Guðjón.
Félagið keypti bréf sín á geng-
inu 3,75 og er það nokkru hærra
en meðalverð síðustu daga. Guð-
jón segir að fleiri hafi verið að
kaupa á sama tíma og takmarkað
magn til sölu. Gengi bréfa sem
Gaumur, fjárfestingarfélag Bón-
usfjölskyldunnar, keypti var í
kringum 3,5. Gengi bréfa Flug-
leiða hefur í viðskiptum að undan-
förnu verið á bilinu 3,5 til 3,7.
Samkvæmt Flugleiðum var tilvilj-
un að Gaumur var að kaupa á
sama tíma og félagið sjálft.
BRÉFIN GÓÐUR KOSTUR
Stjórn Flugleiða ákvað í síðustu viku að félagið keypti eigin bréf. Gaumur eignaðist um
10% hlut skömmu áður en félagið keypti sjálft.
Kaup Flugleiða í sér:
Ákveðin af
stjórn fyrir viku
JACK STRAW
Hann flutti í gær ræðu um stjórnarskrá
Evrópu á fundi hjá Verslunarráðinu í
Edinborg.
Utanríkisráðherra
Bretlands:
Vill stjórnar-
skrá fyrir
Evrópusam-
bandið
LONDON, AP Jack Straw, utanríkis-
ráðherra Bretlands, segir nauð-
synlegt að Evrópusambandið setji
sér formlega stjórnarskrá. Slíkt
plagg gæti endurvakið trú íbúa
Evrópusambandsins á stofnanir
þess, sem virðast oft býsna fjar-
lægar frá hinum almenna borg-
ara.
Utanríkisráðherrann er í þessu
á öndverðum meiði við fjölmarga
andstæðinga Evrópusambandsins
í Bretlandi, sem telja að stjórnar-
skrá myndi veita kerfisköllunum í
Brussel enn meiri völd og grafa
undan fullveldi Bretlands.
Framboðsmál Sjálfstæð-
isflokks í Reykjavík:
Skýrast í
september
STJÓRNMÁL Viðbúið er að það muni
skýrast í næsta mánuði hvort
Sjálfstæðismenn í Reykjavík
muni halda prófkjör til að velja á
framboðslista flokksins fyrir
komandi kosningar eða hvort önn-
ur leið verði farin segir Margeir
Pétursson, formaður kjördæmis-
ráðs Sjálfstæðisflokksins í
Reykjavík.
Ekki hefur verið haldið próf-
kjör hjá reykvískum Sjálfstæðis-
mönnum fyrir tvennar síðustu Al-
þingiskosningar. Ljóst er að ef af
prófkjöri verður mun vera eitt
prófkjör fyrir bæði kjördæmin í
Reykjavík samkvæmt prófkjörs-
reglum Sjálfstæðisflokksins.
BILBAO, AP Arnaldo Otegi, leiðtogi
Batasuna, stjórnmálaflokks að-
skilnaðarsinnaðra baska á Spáni,
segir að flokkurinn ætli að halda
áfram starfsemi sinni ótrauður
þrátt fyrir að bæði spænska þing-
ið og spænskur dómari hafi bann-
að starfsemi flokksins. Otegi seg-
ir að flokkurinn ætli hugsanlega
að fara með málið fyrir Evrópu-
dómstólinn í Strasborg.
Tugir flokksfélaga komu sér
fyrir á skrifstofum flokksins í
hafnarborginni Bilbao og dvaldist
þar í fyrrinótt. Þeir biðu eftir því
að lögreglan kæmi til að rýma
skrifstofurnar.
Baltasar Garzon dómari úr-
skurðaði á mánudag að starfsemi
flokksins skyldi bönnuð næstu
þrjú árin meðan verið væri að
rannsaka tengsl hans við aðskiln-
aðarsamtökin ETA, sem beitt hafa
hryðjuverkum í baráttu sinni fyr-
ir sjálfstæði Baskalands. Þá sam-
þykkti spænska þingið einnig á
mánudaginn að banna starfsemi
flokksins til frambúðar. Tilefnið
var að flokkurinn hefur ekki for-
dæmt sprengjuárás ETA sem
varð tveimur að bana þann 4.
ágúst síðastliðinn.
FLUTTIR ÚT Í LÖGREGLUFYLGD
Félögum í stjórnmálaflokknum Batasuna var gert að yfirgefa skrifstofur flokksins í
Pamplona á mánudagskvöldið eftir að starfsemi hans var bönnuð.
Baskaflokkurinn Batasuna:
Ætlar að starfa áfram þrátt fyrir bann
AP
/A
R
AN
B
ER
R
I
PEKING, AP Flóð eru árviss atburður
í Kína í kjölfar sumarrigninganna.
Á hverju sumri bíður fjöldi manns
milli vonar og ótta eftir því hvort
flóðgarðarnir haldi meðan vatns-
borðið hækkar jafnt og þétt í ám og
vötnum.
Nú síðast hafa íbúar við stöðu-
vatnið Dongting í héraðinu Hunan
glímt við sumarflóðin. Vatnsborðið
náði hámarki þar um helgina og er í
rénun. Flóðgarðarnir héldu að
mestu og flestir sluppu með
skrekkinn. Þó fóru nokkur þorp á
kaf og um 2.000 manns þurftu að yf-
irgefa heimili sitt.
Ástand þetta má rekja margar
aldir aftur í tímann. Bændur fyrri
alda náðu sér í meira ræktarland
með því að reisa flóðgarða með-
fram ám og vötnum.
Það kostar hins vegar þessa ár-
vissu glímu við flóðin. Og iðulega
tapast mannslíf í þeirri baráttu.
Alls búa nú um það bil tíu millj-
ónir Kínverja á landsvæðum þar
sem flóðahætta getur skapast með-
fram ám og vötnum. Stjórnvöld eru
reyndar að vinna að því að flytja
milljónir manna varanlega á brott
frá þeim svæðum þar sem hættan
er mest. Ekki er þó stefnt að því að
tæma öll hættusvæðin af fólki.
„Við getum ekki lifað án flóð-
garða í Kína,“ segir Lu Jikang, yf-
irverkfræðingur flóðavarna við
Vísindaakademíuna í Peking.
„Næstum öll stóru vötnin eru um-
kringd flóðgörðum.“ Og meðfram
ánni Yangtse í norðri eru flóðgarð-
arnir hundruð kílómetra að lengd.
Flóðgarðarnir eru af ýmsum
gerðum, allt frá stórum stein-
steypumúrum við stærri borgir á
borð við Shanghai og Wuhan til
minni flóðgarða úr mold og grjóti
við smærri þorpin.
Öldum saman hefur það verið
talið helsta prófraun þeirra sem
stjórnuðu Kína að halda flóðunum
í skefjum. Kommúnistastjórnin
lærði sína lexíu árið 1998 þegar
rúmlega fjögur þúsund manns fór-
ust í einum verstu flóðum sem
komið höfðu áratugum saman.
Síðan þá hefur miklum fjár-
munum verið varið til að styrkja
flóðgarða og skipuleggja flóða-
varnir. Það virðist hafa skilað sér
þetta árið. Á hinum eiginlegu
flóðasvæðum hafa fáir látið lífið.
Annars staðar í Kína hafa engu
að síður um þúsund manns látist af
völdum flóða og skriðufalla frá því
í júní. Og þúsundir manna hafa flú-
ið heimili sín til öryggis meðan
flóðin ganga yfir.
Árviss barátta við
náttúruna í Kína
Flóðavarnir í Kína hafa staðist álagið nokkuð vel þetta árið. Öldum saman hafa
Kínverjar þurft að glíma við flóðahættuna á hverju sumri. Stjórnvöld flytja
milljónir manna burt frá mestu hættusvæðunum.
LEIKA SÉR Í VATNSFLÓÐINU
Kínverskir drengir leika sér í flóðavatninu á
götu í Yueyang, skammt frá vatninu Dongt-
ing. Sex borgir og tugir þorpa umhverfis
vatnið hafa verið í hættu en flóðin eru nú í
rénun.
GLÍMT VIÐ FLÓÐIN
Liðsmenn í borgaralegum hersveitum, flestir bændur af hættusvæðunum, bera sandpoka
til að bæta í stíflur og flóðgarða við Dongting-vatn í Hunan.
AP
/G
R
EG
B
AK
ER
FYLGI STJÓRNMÁLAFLOKKA
Í JÚLÍ
Samfylking
25%
VG
12%
Frjálslyndi fl.
2%
Sjálfstæðisfl.
42%
Framsóknarfl.
17%
Halldór Blöndal, forseti Al-þingis, er í forsvari sex
manna sendinefndar frá Alþingi
sem heldur í dag í opinbera heim-
sókn til Bremen í Þýskalandi í
boði fylkisstjórnarinnar.
Skipulagsstofnun leggur nú matá fyrirhugaða efnistöku í Und-
irhlíðum. Hægt er að kynna sér
tillöguna hjá stofnuninni og á
heimasíðu Hafnarfjarðarbæjar.
Frestur til að skila inn athuga-
semdum rennur út 6. september.
STJÓRNVÖLD