Fréttablaðið - 28.08.2002, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 28.08.2002, Blaðsíða 24
EF forsetinn okkar eða forsætis-ráðherrann hefðu lært upp- þvottavélaviðgerðir væru tekjur þeirra tvöfaldar á við það sem þeir hafa í dag og óbreyttir alþingis- menn gætu þrefaldað tekjur sínar og lúrt á kvöldin í leðurklæddum lazyboy-stólum í stað þess að liggja andvaka og láta sig dreyma um ráð- herrastóla á jökultindi hefðarinnar. Duglegir uppþvottavélaviðgerðar- menn geta nefnilega hæglega halað inn tuttugu milljón krónum á ári með 8 tíma vinnu á dag og tekið sér sumarfrí í tvo mánuði. ÉG komst að þessu fyrir einskæra tilviljun. Uppþvottavélin mín sem hingað til hefur unnið sitt starf möglunarlaust eins og húsmóðir í gamla daga tók nefnilega upp á því að bila svo að ég varð að hringja í uppþvottavélaviðgerðarmann. Hann tók mér mildilega og skráði mig á biðlista. LOKSINS stóð bjargvætturinn á tröppunum hjá mér með svarta læknatösku í hendi og afþakkaði kaffi og sagðist þurfa að flýta sér. Auðvitað hafði þessi önnum kafni maður ekki tíma til að gantast við mig. Um alla borg biðu uppþvotta- vélar í andarslitrunum. Ég dró mig í hlé svo að meistarinn gæti í næði lagt hendur yfir hina biluðu mask- ínu. Korteri síðar heyrði ég hóstað í eldhúsinu af mikilli kurteisi og meistarinn var sestur og farinn að sinna bókhaldi sínu. „Dælan var stífluð,“ tautaði hann og sýndi mér aðskotahlut á stærð við nögl á litlaf- ingri. Síðan rétti hann mér svohljóð- andi reikning: „Unnið við upp- þvottavél. Hreinsað úr dælu. Vinna kr. 5.500. Akstur kr. 1.180. Vsk. 1.637. Samtals kr. 8.317.“ ÉG var eldfljótur að hugsa: „Svo mikla peninga þori ég auðvitað ekki að geyma hérna heima.“ En hann sá við mér: „Það gerir ekkert til. Ég tek kreditkort.“ Þegar hann var far- inn náði öfundin tökum á mér og ég fór að reikna. Ef þessi maður vinn- ur í 8 tíma á dag og fer í 16 hálftíma útköll hefur hann 106.880 krónur á dag, 534.400 á viku og 2.244.480 krónur á mánuði. Ef hann vinnur 10 mánuði á ári hefur hann 22.444.800 krónur í laun. Það er alls ekki slæmt. Nema fyrir þá sem þurfa að borga. Kannski endar þetta á því að við verðum að stofna sjúkrasamlag fyrir bíla og heimilistæki. SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500 ÖRYGGISVERSLUN VÍS Pöntunarsími 560 5000 – opið alla virka daga frá kl. 8:00–19:00 Vefverslun VÍS: www.vis.is VÍS hefur gefið út bækling um öryggis- og forvarna- búnað fyrir heimili og vinnustaði. Bæklingurinn fræðir og fjallar almennt um öryggismál og forvarnir; þjófa- og brunavarnir og tekur einnig til annarra öryggismála, s.s. er varða öryggi barna. Við sendum þér bæklinginn án endurgjalds og þá getur þú gengið úr skugga um hvort þú getir bætt öryggi heimilis þíns eða vinnustaðar. Allar vörur bæklingsins fást í Öryggisverslun VÍS sem rekin er í samstarfi við Öryggismiðstöð Íslands og Eldverk. Verslunin býður öryggis- og forvarnabúnað á mjög hagstæðum kjörum. Reynsla VÍS sýnir að forvarnir skila árangri og eru oft besta tryggingin. Tryggðu þér öryggi með VÍS. F í t o n / S Í A F I 0 0 5 1 7 2 Öryggisverslun VÍS H R I N G D U O G V I Ð S E N D U M Þ É R B Æ K L I N G Öryggislæsingar fyrir glugga Venjulegt verð: 6.450 kr. VÍS verð: 5.160 kr. Eldvarnarteppi Venjulegt verð: 1.815 kr. VÍS verð: 1.595 kr. Sjúkrapúði Venjulegt verð: 2.750 kr. VÍS verð: 1.750 kr. Sólhlíf í bílglugga Venjulegt verð: 539 kr. VÍS verð: 490 kr. Öryggislás fyrir húsvagna Venjulegt verð: 13.687 kr. VÍS verð: 10.990 kr. Léttvatnsslökkvitæki Venjulegt verð: 9.370 kr. VÍS verð: 6.975 kr. Jónískur reykskynjari Venjulegt verð: 1.110 kr. VÍS verð: 998 kr. Barnaöryggispakki Venjulegt verð: 2.990 kr. VÍS verð: 1.950 kr. Raka- og vatnsskynjari Venjulegt verð: 1.505 kr. VÍS verð: 1.220 kr. VÍS hefur gefið út bækling um öryggis- og forvarna- búnað fyrir heimili og vinnustaði. ÓKEYPIS HEIMSENDING TIL ÞEIRRA SEM TRYGGJA HJÁ VÍS * VÍS VERÐ ER FYRIR ÞÁ SEM TRYGGJA HJÁ VÍS Nýtt sjúkra- samlag? Bakþankar Þráins Bertelssonar Tvöfaldur pottur2

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.