Fréttablaðið - 17.09.2002, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 17.09.2002, Blaðsíða 2
2 17. september 2002 ÞRIÐJUDAGUR INNLENT Hvalavinir á Húsavík: Boðið í kvöldverð SVEITARSTJÓRNIR Bæjarráð Húsavík- ur hefur samþykkt að bjóða til kvöldverðar allt að 20 manna fjöl- þjóðlegum hópi sem kemur í bæinn á morgun til að sitja fund World Wide Foundation á Húsavík. Það var Hvalamiðstöðin sem óskaði eft- ir því að bærinn greiddi fyrir hina erlendu gesti. Fundurinn stendur frá 18. til 21. september en kvöld- verðurinn er 20. september. Allir bæjaráðsmeðlimir voru fylgjandi erindinu. Einn þeirra sagðist þó telja að kostnaðurinn vegna kvöldverðarins ætti að rúm- ast innan fjárveitinga bæjarins til Hvalasafnsins á þessu ári.  Nýtt starf: Ólafur í Kvik- myndasjóð KVIKMYNDIR Ólafur H. Torfason, landsþekktur kvikmyndagagn- rýnandi, hefur verið ráðinn til Kvikmyndasjóðs. Mun Ólafur sjá um samskipti við fjölmiðla, stofn- anir og einstaklinga í öllum þeim málum sem varða íslenskar kvik- myndir. Inga Björk Sólnes gegnir áfram starfi framkvæmdastjóra Kvikmyndsjóðs í fjarveru Þor- finns Ómarssonar sem vikið var úr starfi meðan fjárreiður sjóðs- ins undir stjórn hans eru til skoð- unar.  ÚTGERÐ Lettarnir sjö um borð í tog- aranum Atlas í Reykjavíkurhöfn eru þar enn. Að sögn Jónasar Garðarssonar, formanns Sjó- mannafélags Reykjavíkur, er pattstaða í máli skipverjanna og útgerðarinnar. Atlas hefur legið bundinn við bryggju frá því í maí. Hluti lett- neskrar áhafnar fór utan í sumar en aðrir urðu eftir. Skipið er í eigu Vélsmiðjunnar Gjörva sem gerði skipið út undir lettneskum fána á rækju á Flæmingjagrunni. Sú út- gerð gekk illa og lauk þegar aðal- vél togarans bilaði í maí. Ekki hef- ur verið gert við skipið. Eigend- urnir munu vera að leita að kaup- anda.. Skipverjar á Atlas hafa ekki fengið greidd laun frá því snem- ma í vor. Sukaciov Viaceslan yfir- vélstjóri sagði í samtali við Fréttablaðið 4. september sl. að hann og félagar hans væru reiðu- búnir að falla frá launakröfum fengju þeir farseðil heim. Á mið- vikudaginn í síðustu viku bauðst útgerðin til að greiða farseðla til Lettlands fyrir tvo mannanna. Að sögn Jónasar Garðarssonar brá þá svo við að þeir neituðu að fara án þess að fá laun sín greidd. Frá því skipið lagðist að bryg- gju í Reykjavíkurhöfn hafa safn- ast á það milljónaskuldir vegna hafnargjalda.  UM BORÐ Í ATLAS Þegar Jónas Garðarson ræddi við skipverja í Atlas á dögunum sögðust þeir tilbúnir að fara heim fengju þeir farið greitt. Þeim hef- ur snúist hugur og vilja fá laun sín greidd. Pattstaða um borð í togaranum Atlas: Lettneska áhöfnin fer ekki án launa Aðstoðarmaður iðnaðar- og viðskiptaráðherra: Ætla fram í Suðvestur- kjördæmi FRAMBOÐ „Ég sækist eftir öðru sæti á lista Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi. Ég tel ekki óraunhæft að flokkurinn nái inn tveimur mönnum þar,“ segir Páll Magnússon, aðstoðarmaður iðnað- ar- og viðskipta- ráðherra. Til Suðvestur- kjördæmis teljast Hafnarfjörður, Garðabær, Bessa- s t a ð a h r e p p u r, Kópavogur, Sel- tjarnarnes, Mos- fellsbær og Kjós- arhreppur. Enn sem komið er hef- ur aðeins Siv Frið- leifsdóttir, um- hverfisráðherra lýst yfir áhuga á fyrsta sæti fram- sóknarmanna í kjördæminu og nú stígur Páll fram og óskar eftir öðru sætinu. Víst þykir að Einar Sveinbjörnsson, aðstoðarmaður Sivjar fari ekki í framboð og líta menn nú helst til Þrastar Karls- sonar, oddvita framsóknarmanna í Mosfellsbæ í þriðja sætið. Tillaga um uppröðun á lista flokksins í kjördæminu verður lögð fram á kjördæmisþingi flokksins 3.október. Í henni felst að 250 fulltrúar á tvöföldu kjör- dæmisþingi, sem haldið verður í lok október, kjósa menn í efstu sætin.  Hafnarstjórn Bolungarvíkurhefur samþykkt að ráðist verði í dýpkun innsiglingarinnar í Bolungarvíkurhöfn og við Grundargarð. BB segir umbætur nauðsynlegar til að taka á móti og þjóna djúpristum loðnuskipum við loðnuverksmiðjunni Gná. Grunur leikur á að þrír hvolp-ar á Eyrarbakka hafi verið aflífaðir með barefli. Lögreglan á Selfossi hóf rannsókn þegar í stað á meintu broti á dýravernd- arlögum. Hvolpshræin voru send til krufningar á rannsóknarstof- unni að Keldum eftir því sem Dagskráin segir. Nú hafa um 1.600 undirskriftirborist þar sem mótmælt er ófremdarástandi í samgöngumál- um Eyjanna samkvæmt eyja- frettir.is. Íbúar í Vestmanneyjum eru um 4400 og kjósendur um 2700. Boðað hefur verið til borg- arafundar um þetta málefni næstkomandi föstudag. Byrjað verður að taka á mótisíld til bræðslu í vikunni í Fiskimjölsverksmiðjunni Óslandi á Höfn í Hornafirði. Miklar end- urbætur standa yfir í bræðslunni en Björn Emil Traustason verk- smiðjustjóri segir það ekki trufla starfsemi verksmiðjunnar í sam- tali við horn.is. PÁLL MAGNÚSSON Ætlar að blanda sér í slaginn í vor og sækist eftir öðru sæti á lista Framsóknarflokks. UPPSÖGN Þjóðleikhúsið hefur sagt upp samningi við fyrirtækið For- um, sem rekið hefur Þjóðleikhús- kjallarann síðasta eina og hálfa ár. Þegar hefur verið auglýst eftir nýjum rekstraraðila. Stefán Bald- ursson þjóðleikhússtjóri sagði að samningnum hefði verið sagt upp vegna vanefnda af ýmsu tagi. „Kornið sem fyllti mælinn var þegar rekstraraðilinn kom hérna eina nóttina og fjarlægði tíu metra langt barborð, sem er nátt- úrlega bara partur af innrétting- unum í húsinu,“ sagði Stefán. „Rekstraraðilinn gaf lengi vel enga skýringu á þessu athæfi sínu og var málið því kært til lögreglu. Eftir það sagði hann að farið hefði verið með borðið í viðgerð, en sú skýring var fullkomlega út í hött, þar sem ekkert var að þessu borði.“ Stefán sagði að auk borðsins hefðu hillur og speglar bak við borðið verið rifnir niður. Ekki væri vitað hvert farið hefði verið með hlutina en haft hefði verði sam- band við Þjóðleikhúsið í gær og sagt að þeim yrði skilað síðdegis. Stefán sagði að hluti af samn- ingnum hefði verið að fyrirtækið hefði átt að reka mötuneyti leik- hússins. Það hefði hins vegar eng- an veginn staðið sig í því og síð- ustu þrjár vikur hefði mötuneytið verið lokað. Ekki náðist í forsvarsmenn Forum í gær.  ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Stefán Baldursson þjóðleikhússtjóri sagði að hluti af samningnum hefði verið að fyr- irtækið hefði átt að reka mötuneyti leik- hússins. Það hefði hins vegar engan veg- inn staðið sig í því og síðustu þrjár vikur hefði mötuneytið verið lokað. Samningi um rekstur Þjóðleikhúskjallarans sagt upp: Tíu metra barborð fjarlægt um miðja nótt STOKKHÓLMUR, AP Göran Persson, forsætisráðherra Svíþjóðar, sagðist í gær bjartsýnn á að geta haldið áfram minnihlutastjórn sinni með stuðningi Vinstri- flokksins og Umhverfisflokksins. Bæði Vinstriflokkurinn og Um- hverfisflokkurinn hafa hins veg- ar látið í ljós vilja til þess að fá ráðherraembætti í nýrri stjórn með Jafnaðarflokknum. Um- hverfisflokkurinn ítrekaði þá kröfu í gær. Persson sagði í gær ekki koma til greina að veita þessum flokk- um ráðherraembætti. Jafnframt gaf hann í skyn að ef þeir krefð- ust ráðherraembætta, þá myndi hann leita eftir stuðningi til ann- arra flokka. Hins vegar bauð hann þeim nánara samstarf. „Ég fer ekki fram á stuðning við neitt annað en ríkisstjórn Jafnaðarmanna. En auðvitað er hægt að þróa og útvíkka sam- starfið,“ sagði hann. Hann út- skýrði ekki frekar hvað hann ætti við með því. Í leiðara sænska dagblaðsins Dagens Nyheter í gær er bent á, að það gæti verið hentugra fyrir Persson að leita eftir stjórnar- samstarfi með miðjuflokkunum, það er að segja Þjóðarflokknum og Miðjuflokknum. Þjóðarflokk- urinn vann stærsta sigurinn í kosningunum á sunnudaginn, jók fylgi sitt úr tæplega fimm pró- sentum í rúmlega þrettán pró- sent. Persson sjálfur sagði í gær að vel komi til greina að ganga til samstarfs við aðra flokka á kjör- tímabilinu. Hins vegar yrði ekk- ert af því strax. Verið gæti að Vinstriflokkurinn og Umhverfis- flokkurinn reynist Persson þung- ir í skauti síðar á kjörtímabilinu, þegar taka þarf afstöðu til þess hvort Svíþjóð taki upp evruna, sem Jafnaðarmenn vilja gera. Í sænskum fjölmiðlum voru í gær vangaveltur um að Bo Lund- grein, leiðtogi hægri flokksins Moderaterna, segi af sér. Flokk- urinn beið mikið afhroð í kosn- ingunum, tapaði þriðjungi fylgis síns og hlýtur ekki nema 55 þing- sæti að þessu sinni. Þátttakan í kosningunum á sunnudaginn var ekki nema 79 prósent. Þetta er minnsta kosn- ingaþátttaka í Svíþjóð í hálfa öld.  DAGINN EFTIR Göran Persson, forsætisráðherra Svíþjóðar, var léttur í lundu þegar hann kom á stjórnarfund hjá Sósíaldemókrataflokknum í gær, daginn eftir að flokkurinn bætti við sig 13 þingsætum. Persson vill áfram minnihlutastjórn Vill ekki verða við kröfum Umhverfisflokksins og Vinstriflokksins um ráðherrastóla. Býður þeim hins vegar „nánara samstarf“. Gæti leitað eftir stuðningi til annarra flokka. HÆGRI VÆNGURINN 2002 1998 Þingsæti (% atkv) Þingsæti (% atkv) Íhaldsflokkurinn (Moderaterna) 55 (15,1) 82 (22,90) Þjóðarflokkurinn (Folkpartiet) 48 (13,3) 17 (4,71) Kristilegir demókratar (Kristdemokraterna) 33 (9,1) 42 (11,76) Miðflokkurinn(Centerpartiet) 22 (6,2) 18 (5,12) VINSTRI VÆNGURINN Jafnaðarflokkurinn (Socialdemokraterna) 144 (39,9) 131 (36,38) Vinstriflokkurinn (Vänsterpartiet) 30 (8,3) 43 (11,99) Umhverfisflokkurinn (Miljöpartiet) 17 (4,5) 16 (4,49) AP /P R ES SE N S B IL D /B ER TI L ER IC SO N

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.