Fréttablaðið - 17.09.2002, Blaðsíða 8
17. september 2002 ÞRIÐJUDAGUR
MIÐBÆRINN „Ég ætla að byrja í vik-
unni,“ segir Vilhjálmur Knudsen
kvikmyndagerðarmaður sem um
áratugaskeið hefur sýnt ferða-
mönnum eldgosamyndir sínar og
Ósvalds föður síns í vinnustofu
sinni í Hellusundi í Reykjavík.
Þar hefur Vilhjálmur nú hannað
margmiðlunarsýningu þar sem
áhorfendur upplifa sjálfa sig í
miðju eldgosi með rennandi hraun
allt um kring, eimyrju í vitum og
sprengidrunur í víðómi. Notast
Vilhjálmur við nýjustu tækni í
sýningu sinni en þetta framtak
hans mun vera án hliðstæðu í ver-
öldinni:
„Sviðið tekur mest sex manns
en þarna getur fólk líka staðið eitt
eða tveir saman. Þá hugsa ég
þetta einnig sem skemmtun fyrir
starfsmannafélög og aðra sem
vilja gera sér glaðan dag,“ segir
Vilhjálmur sem tekur viðbrögð
áhorfenda upp á myndband sem
þeir geta síðan tekið með sér
heim. Á myndbandinu sést þá allt,
eldgosið og skelfingu lostnir
áhorfendur í því miðju.
Kvikmyndastúdíó Vilhjálms
Knudsen er í Hellusundi 6, beint
fyrir ofan sendiráð Breta og Þjóð-
verja við Laufásveg. Er það ein-
kennt með stórum, rauðum steini
við inngang enda kallar Vilhjálm-
ur vinnustofu sína og sýningarsali
„The Red Rock Cinema“ í kynn-
ingabæklingum á ensku.
Vilhjálmur Knudsen hannar margmiðlunarsýningu
án hliðstæðu:
Áhorfendur í
miðju eldgosi
ÓTRÚLEGT EN SATT
Tveir drengir í miðju eldgosi.
American Media-bygg-
ingin í Bandaríkjunum:
Ljósritunar-
vélar dreifðu
miltisbrand-
inum
BOCA RATON, FLÓRÍDA, AP Bandaríska
alríkislögreglan, FBI, telur að
ljósritunarvélar séu ástæðan fyr-
ir því að miltisbrandur barst um
gjörvalla skrifstofubyggingu
American Media fjölmiðlafyrir-
tækisins á síðasta ári. Bréf með
miltisbrandi hafði borist póst-
deild fyrirtækisins sem er á
fyrstu hæð í hinni þriggja hæða
byggingu. Þegar bréfið var opnað
fór miltisbrandsduftið m. a. á ljós-
ritunarpappír sem þar var ná-
lægt. Þegar pappírinn var síðan
settur í ljósritunarvélar fyrirtæk-
isins, sem eru um tuttugu talsins,
barst miltisbrandurinn út í loftið í
gegnum viftu inni í vélunum.
Fulltrúar FBI hófu rannsókn á
byggingunni að nýju í síðasta
mánuði og stóð hún yfir í 12 daga.
Höfðu vangaveltur verið uppi um
hvernig miltisbrandurinn gat
dreifst um alla bygginguna út frá
einu bréfi.
Einn starfsmaður American
Media lést af völdum miltis-
brandsins og var hann sá fyrsti af
fimm manns sem létust af þeim
völdum í Bandaríkjunum í fyrra.
Annar starfsmaður fyrirtækisins
sem starfaði í póstdeildinni smit-
aðist einnig af miltisbrandi en
komst lífs af.
FASTEIGNAMARKAÐUR Fækkun varð á
innkomnum umsóknum Íbúða-
lánasjóðs í ágúst miðað við sama
mánuð í fyrra. Nemur fækkunin
rúmum 4%. Þróun í umsóknum og
útlánum Íbúðalánasjóðs bendir til
samdráttar. Viðbótarlán og til-
flutningur úr félagslega kerfinu
yfir í húsbréfakerfið vega upp
þann samdrátt sem er í öðrum
lánaflokkum.
Þegar litið er til fyrstu átta
mánaða ársins er greinileg aukn-
ing í lánum vegna eldra húsnæðis,
en samdráttur er í öðrum flokkum
svo sem eins og lánum til nýbygg-
inga. Samkvæmt mánaðarskýrslu
Íbúðalánasjóðs er ekki fyrirséð
hvenær dregur úr viðbótarlánum
og yfirfærslu milli kerfa. Þegar
slíkt gerist munu koma fram
sterk samdráttareinkenni í útlán-
um sjóðsins.
Samdráttur er í leiguíbúðalán-
um. Sá samdráttur helst í hendur
við aukningu viðbótarlána. Út-
lánaaukning í viðbótarlánum er
1,2 milljarðar. Ef viðbótarlána
nyti ekki við má reikna með að
stór hluti þess hóps sem tekur slík
lán væri á leigumarkaði.
Viðbótarlán og tilflutningur aukast:
Íbúðalánasjóður
spáir samdrætti
SAMDRÁTTUR
Gera má ráð fyrir að húsbréfaútgáfa
dragist skarpt saman um leið og dregur úr
viðbótarlánum og tilflutningi úr félagslega
kerfinu yfir í húsbréfakerfið.
NANJING, AP Grunur leikur á að
rottueitur hafi valdið dauða fjöl-
da manns í borginni Nanjing í
austanverðu Kína.
Stjórnvöld hafa
ekki gert uppskátt
um fjölda þeirra,
sem látist hafa, en
segja að meira en
200 manns hafi
veikst og tugir
manns látið lífið,
þar á meðal börn.
Allt þetta fólk
virðist hafa sýkst
eftir að hafa borð-
að mat frá skyndi-
bitastað nokkrum í útjaðri borg-
arinnar.
„Rannsókn á sýnishornum sem
send voru frá sjúkrahúsum leiddi í
ljós að um rottueitur var að ræða,“
sagði embættismaður, sem ekki
vildi láta nafns síns getið.
„Nú er okkur ljóst að þetta er
sakamál,“ sagði formælandi
borgarstjórnarinnar í Nanjing.
Margir þeirra, sem urðu fyrir
eitruninni, eru nemendur við ung-
lingaskóla í nágrenninu. Einnig
eru margir aðfluttir verkamenn
meðal hinna sýktu. Sömuleiðis
nemendur og kennarar við her-
skóla í borginni.
Nemendurnir í unglingaskól-
anum fá daglega mat sendan frá
skyndibitastaðnum. Samkvæmt
frásögn dagblaðs veiktust nem-
endurnir heiftarlega strax eftir
að hafa borðað fáeina matarbita.
Þeir hræktu blóði og féllu niður
meðvitundarlausir.
Þeir fengu einkenni matareitr-
unar eftir að hafa snætt rétt með
steiktum brauðstöngum, sesam-
kökum og hrísgrjónum.
„Það er alveg óbærilegt að
horfa upp á ung börn deyja fyrir
framan augun á manni og sjá for-
eldra þeirra gráta af örvænt-
ingu,“ var haft eftir ónefndum
lækni í dagblaðinu.
Kínversk stjórnvöld eru vön
því að hamla eftir getu frétta-
flutningi af atburðum af þessu
tagi, sem gætu varpað skugga á
ímynd stjórnarinnar. Ekki síst
núna, þegar styttast fer í flokks-
þing Kommúnistaflokksins í nóv-
ember þar sem búist er við því að
Jiang Zemin forseti láti af emb-
ætti flokksleiðtoga.
Þrátt fyrir það hafa borist
margar fréttir af atburðum ekki
ósvipuðum þessum. Fjöldamatar-
eitrun hefur iðulega orðið vegna
þess að veitingahús hafa reynt að
spara með því að nota eitruð iðn-
aðarsölt í staðinn fyrir matarsalt.
Þá eru dæmi þess að kokkar hafi í
misgripum sett rottueitur eða
önnur eiturefni í mat.
Hundruð manna
verða fyrir matareitrun
Talið að tugir manna hafi látist af völdum rottueiturs í mat frá skyndi-
bitastað í Kína. Stjórnvöld forðast að veita upplýsingar. Mörg börn
meðal hinna látnu.
LJÓSMYNDARA VÍSAÐ Á BROTT
Lögregluþjónninn reyndi að koma í veg fyrir myndatöku meðan rannsóknarmenn voru að athafna sig á skyndibitastað, sem talið er að
rekja megi matareitrunina í Nanjing til.
„Það er alveg
óbærilegt að
horfa upp á
ung börn
deyja fyrir
framan augun
á manni og
sjá foreldra
þeirra gráta af
örvæntingu.“
AP
/M
YN
D
BUSH
Svo virðist sem Bush hafi stuðning þjóðar-
innar á bak við sig gagnvart hernaði í Írak.
Bandarískar
skoðanakannanir:
Meirihluti
fylgjandi
hernaðarað-
gerðum
WASHINGTON, AP Tveir þriðju hlutar
Bandaríkjamanna styðja hernaðar-
aðgerðir gegn Írak samkvæmt
tveimur skoðanakönnunum sem
tímaritið Newsweek og „This
Week“- fréttaþátturinn á ABC-
sjónvarpsstöðinni stóðu fyrir.
Flestir þeir sem tóku þátt í
Newsweek-könnuninni töldu að
hernaður gegn Írak muni mæta
mikilli andstöðu gagnvart Banda-
ríkjunum á meðal arabaþjóða og að
hernaðurinn gæti leitt til þess að
Írakar noti efna eða sýklavopn
gegn Ísrael eða Bandaríkjunum.
LÖGREGLUFRÉTTIR
LÖGREGLUFRÉTTIR
Írski þingforsetinn:
Skoðar
írskar sögu-
slóðir
HEIMSÓKN Rory O’Hanlon, forseti
neðri deildar írska þingsins, er
staddur hér á landi í fimm daga
opinberri heimsókn í boði Hall-
dórs Blöndals, forseta Alþingis.
O’Hanlon ferðaðist um Norð-
austurland í gær og heldur því
áfram í dag. Á morgun snæðir
hann hádegisverð á Þingvöllum í
boði Davíðs Oddssonar, forsætis-
ráðherra. Í kjölfarið heldur hann í
skoðunarferð um írskar söguslóð-
ir á Akranesi og Kjalarnesi. Á
morgun fundar hann með fulltrú-
um þingflokkanna.
Nokkuð var um skemmdarverkí Hafnarfirði um helgina.
Rúður voru brotnar á þremur
stöðum auk þess sem tveir bílar
urðu fyrir skemmdum. Þá voru
fimm rúður í tveimur strætóskýl-
um við Hlíðarberg brotnar. Eitt
rúðubrot var tilkynnt í Garðabæ
þar sem unglingar höfðu ekki
komist inn á heimili þar sem þeir
töldu vera gleðskap og vildu
komast í.
Tuttugu og þrjú umferðar-óhöpp þar sem eignartjón
varð voru tilkynnt til lögregl-
unnar í Reykjavík um helgina.
Þar af leituðu þrír ökumenn á
slysadeild vegna eymsla. Þá
voru tuttugu og tveir ökumenn
teknir fyrir hraðakstur og sex
ökumenn voru grunaðir um ölv-
un við akstur. Ellefu ökumenn
voru stöðvaðir fyrir að hafa ekið
gegn rauðu ljósi og fjórir öku-
menn sinntu ekki stöðvunar-
skyldu.
Þrjátíu og sjö útköll voru hjálögreglunni í Reykjavík
vegna ölvunar á almannafæri og
tuttugu og níu vegna hávaða. Í
einu tilfella var tilkynnt um
konu sem var að berja hús að
utan í miðborginni. Nágrönnum
leiddust barsmíðarnar sem héldu
fyrir þeim vöku og kölluðu á lög-
reglu. Hafði konan ætlað að
gista hjá vinkonu sinni sem var
ekki komin heim. Þá var lögregl-
an beðin að fjarlægja ölvaðan
mann við hús í miðborginni.
Hann hafði elt konu heim til
hennar og reyndi með barefli að
komast inn í húsið. Heimilisfólk-
ið kannaðist ekki við manninn
sem var færður á lögreglustöð.
NÓG Á SINNI
KÖNNU
Ekki ætla ég að
fara að taka það
að mér að rit-
skoða kirkjuna.
Vilhjálmur Egilsson,
alþingismaður. DV, 16.
september.
BRÚÐULEIKHÚSIÐ Í ÁSLANDI
Ég var strengjabrúða
Krístrún Lind Birgisdóttir,
fyrrverandi skólastjóri Áslandsskóla.
DV, 16. september
AF KÓNGUM OG RÁÐGJÖFUM
Ég tek mjög mikið mark á henni.
Hún hefði í síðustu viku mátt
taka meira mark á mér - en so be
it.
Össur Skarphéðinsson um
Ingibjörgu Sólrúnu. DV, 14. september.
ORÐRÉTT 8