Fréttablaðið - 17.09.2002, Blaðsíða 16
16 17. september 2002 ÞRIÐJUDAGURHVAÐA BÓK ERTU AÐ LESA?
NÁMSKEIÐ
20.00 Íslenska Kristskirkjan heldur kynn-
ingu á Alfa að Bíldshöfða 10. Á
Alfa eru mikilvægustu þættir krist-
innar trúar kynntir í lifandi fyrir-
lestrum og umræðuhópum. Kaffi
á könnunni. Allir velkomnir og að-
gangur ókeypis.
MYNDLIST
Sýningin Þrá augans - saga ljósmynd-
arinnar er í Listasafni Íslands. Sýningin
lýsir þróunarskeiðum ljósmyndarinnar
frá um 1840. Sýningin stendur til 3.
október.
Sýningin Rembrandt og samtíðarmenn
hans; hollensk myndlist frá 17. öld er í
Listasafninu á Akureyri.
Málverkasýningin Stælarer í Gallerí
nema hvað, Skólavörðustíg 22c. Þátttak-
endur eru Árni Bartels, Davíð Örn Hall-
dórsson, Guðmundur Thoroddsen og
Ragnar Jónasson. . Sýningin stendur til
22. september og er opin milli 14 og
18.
Sýning Kimmo Schroderus og
Charlottu Mickelsson í Gallerí Skugga.
Á jarðhæð, í aðalsal og bakatil, sýnir
Kimmo skúpltúra sem bera yfirskriftina
„Tilfinningar“. Charlotte nefnir verk sitt í
kjallara Gallerí Skugga „Kjallari“, en þar
umbreytir hún rýminu með gagnsæjum
gúmmíþráðum.
Björn Lúðvíksson heldur yfirlitssýningu
á Sjúkrahúsinu og Heilsugæslustöðinni
á Akranesi í tilefni 50 ára afmælis stofn-
unarinnar.
Ólöf Björg myndlistarmaður sýnir í
Galleríi Sævars Karls, málverk, hluti,
hljóð og lykt.
Sýning á verkum Eero Lintusaari skart-
gripahönnuðar og Harri Syrjanen gull-
smiðs og leðursmiðs sýnir í Listhúsi
Ófeigs við Skólavörðustíg. Sýningin verð-
ur opin mánudaga til föstudaga frá 10 til
18 og laugardaga frá 11 til 16. Sýning-
unni lýkur 25. september.
Ásdís Spano sýnir olíuverk á Kaffi Sól-
on. Sýningin stendur til 27. september.
Í Rauða Húsinu á Eyrarbakka sýnir
Hafliði Magnússon, rithöfundur og
teiknari, sýningu á lituðum teikningum
með götumyndum frá Eyrarbakka,
Stokkseyri og Selfossi.
ÞRIÐJUDAGURINN
17. SEPTEMBER
LEIKHÚS Leikfélag Mosfellssveitar
hefur hafið æfingar á nýju ís-
lensku leikverki, Beðið eftir
Go.com air, eftir Ármann Guð-
mundsson sem einnig er leik-
stjóri. Ármann fékk hugmyndina
að leikritinu eftir að hafa lent,
ásamt nokkrum löndum sínum, í
hremmingum í Lundúnaferð með
lággjaldaflugfélaginu Go.com.
Leikurinn gerist í erlendri
flugstöð þar sem hópur af Íslend-
ingum bíður heimferðar. Þetta er
einkar litskrúðugur hópur sem á
það eitt sameiginlegt að vilja
komast heim til ættjarðarinnar.
Þegar endalausar tafir verða á
fluginu reynir mjög á þolinmæði,
háttprýði og aðlögunarhæfni
þeirra. Flugfélagið sem þau eiga
flug með starfar nefnilega ein-
ungis á netinu og því getur reynst
þrautin þyngri að hafa upp á full-
trúum þess.
Ármann var sjálfur stranda-
glópur í rúman sólarhring þar
sem aðstoðarflugmaður flugvélar
Go mátti ekki fljúga í þoku: „Við
vorum komin um borð í vélina
þegar þokan skall á og okkur var
vísað aftur inn í flugstöðina. Þar
fengum við svo að dúsa tímunum
saman án nokkurra skýringa.
Pirraðir Íslendingarnir gátu því
lítið annað gert en að horfa von-
lausir á vélar annarra flugfélaga
hefja sig á loft. Ármann segir
enga eftirmála hafa orðið af ferð-
inni: „Mér var að vísu lofuð end-
urgreiðsla en hún hefur ekki
borist enn.“ Ármann leggur áher-
slu á að verkið fjalli ekkert sér-
staklega um Go.com: „Við erum
að bara segja frá hópi Íslendinga
sem eru strandaglópar á óskil-
greindum stað. Verkið varð svo
auðvitað að heita eitthvað og
þetta er það besta sem mér datt í
hug.“
Félagar í leikfélagi Mosfells-
sveitar hafa tekið virkan þátt í
hugmyndavinnu og mótun verks-
ins og Ármann segir sköpunar-
ferlið hafa verið ákaflega
skemmtilegt. Reynsla Ármanns
er útgangspunkturinn en félagar
hans hafa lagt til eigin reynslu-
sögur úr utanlandsferðum. Pétur
Pétursson er einn þeirra og hann
segir leikarana enn vera að spin-
na þó ekki sé nema mánuður í
frumsýningu og sköpunarferlið
muni verða lifandi allt þar til stíf-
ar æfingar byrja. Um 25 leikarar
taka þátt í uppfærslunni auk öfl-
ugs hóps hönnuða og aðstoðar-
fólks. Ráðgert er að frumsýna
verkið í Bæjarleikhúsinu í Mos-
fellsbæ þann 26. október.
thorarinn@frettabladid.is
Beðið eftir
Godot com
LEIKFÉLAG MOSFELLSSVEITAR
Æfingar standa yfir á nýju íslensku leikriti sem segir frá vandræðum hóps Íslendinga í
ferð á vegum flugfélagsins Go.com.
Auður Davíðsdóttir
Ég er að lesa bók sem heitir
Tilfinningagreind.
BÆKUR Almenna bókafélagið gefur
í haust út minningar farand-
söngvarans KK sem Einar Kára-
son hefur skráð. Kristján Krist-
jánsson kann frá ýmsu að segja
enda hefur hann lifað viðburða-
ríku og stormasömu lífi og farið
sínar eigin leiðir jafnt í tónlist og
einkalífi.
AB gefur einnig út ævisögu
Svanhvítar Egilsdóttur eftir Guð-
rúnu Egilson, en Svanhvít er sá
Íslendingur sem hefur haft einna
mest áhrif í heimi sígildrar tón-
listar. Hún stundaði söngnám og
störf í Þýskalandi í skugga
Hitlers og hörmunga heimsstyrj-
aldarinnar síðari. Hún var um-
deildur persónuleiki og þótti
einkalíf hennar litríkt. Hún náði
frábærum árangri sem söng-
kennari og var ráðinn sem pró-
fessor við virtan tónlistarháskóla
í Vín.
Þá hefur Ævar Örn Jósepsson
safnað saman 101 sögu frá 31
leigubílstjóra í bókinni Taxi.
Leigubílstjórar verða vitni að
ólíklegustu uppákomum í aftur-
sætinu og öllum viðmælendum
Ævars ber saman um að allur
andskotinn geti gerst í leigubíl-
um.
Reynslusögur:
Farandsöngur
og skuggi Hitlers
KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
Lætur gamminn geisa í nýrri endurminn-
ingabók þar sem sagnameistarinn Einar
Kárason skráir það sem á daga söngvarans
hefur drifið.
Enn af Waris Dirie:
Snýr aftur
í Eyðimerk-
urdögun
BÆKUR JPV útgáfa gefur í haust út
bókina Eyðimerkurdögun eftir
sómölsku ljósmyndafyrirsætuna
Waris Dirie. Hún lýsti hrikalegum
uppvexti sínum meðal hirðingja í
Sómalíu í metsölubókinni Eyði-
merkurblóminu. Hún heldur
áfram með sögu sína í Eyðimerk-
urdögun og segir frá því þegar
hún sneri heim að nýju, leitaði
upprunans og hitti móður sína,
föður og það fólk sem hún ólst upp
með.
Waris Dirie starfar áfram sem
ljósmyndafyrirsæta en er jafn-
framt sendifulltrúi hjá Sameinuðu
þjóðunum sem hefur það verkefni
að reyna að snúa almenningsálit-
inu í heiminum gegn umskurði á
konum. Sjálf var hún sem lítil stúl-
ka beitt slíku ofbeldi.
LEIKHÚS Þjóðleikhúsið frumsýndi
um helgina nýtt leikrit eftir Ólaf
Hauk Símonarson, Viktoríu og
Georg. Í leikritinu segir frá ást-
arsambandi sænsku skáldkon-
unnar Victoriu Benedictsson og
danska bókmenntajöfursins Ge-
orgs Brandesar. Victoria stytti
sér aldur á hótelherbergi í Kaup-
mannahöfn árið 1888 og leitar
leikritið meðal annars orsaka
þessa harmleiks.
Brandes var mikill eldhugi og
ruddi raunsæisstefnunni braut á
Norðurlöndum og hafði með fyr-
irlestrum sínum sterk áhrif á
ekki minni menn en Henrik Ibsen
og Björnstjerne Björnson. Þeir
sem kunnu síður að meta boðskap
hans töldu hann guðleysingja og
uppreisnarsegg, þannig að það
verður varla skortur á heitum til-
finningum á Litla sviði Þjóðleik-
hússins í haust.
Guðrún S. Gísladóttir, Þröstur
Leó Gunnarsson og Nanna Krist-
ín Magnúsdóttir leika í sýning-
unni sem Hlín Agnarsdóttir leik-
stýrir. Jóhann Jóhannsson semur
tónlistina, lýsingu annast Ás-
mundur Karlsson og Rebekka A.
Ingimundardóttir sá um leik-
mynd og búninga.
Litla sviðið:
Heitar ástir bókmennta-
frömuðar og skálds
ÓLAFUR HAUKUR SÍMONARSON
Vinnur með ástir og örlög brautryðjandans
Georgs Brandesar og skáldkonunnar Vict-
oriu Benedictsson í nýju leikriti.
Leikfélag Mosfellssveitar er að æfa nýtt íslenskt verk sem byggir á
mislukkuðu ferðalagi höfundarins og leikstjórans með lággjaldaflug-
félaginu Go.com. Eftirmálarnir urðu þó engir nema auðvitað eitt
stykki leikrit.
Hjá Forlaginu er komin út bók-in Leiðsögn um Mývatns og
Mývatnssveit eftir Helga Guð-
mundsson. Mývatn er einstakt
náttúrufyrir-
brigði og í bók-
inni eru dregin
saman höfuð-
atriði í jarðfræði,
náttúrufari,
fuglalífi og
mannlífi þessa
sérstaka land-
svæðis. Helgi
hefur um árabil
fengist við leiðsögn erlendra
ferðamanna um Ísland og gjör-
þekkir svæðið af eigin raun.
BÆKUR
PLATFORM
Michel Houellebecq heldur áfram að
móðga einstaklinga og hópa í nýju bókinni
og hefur nú verið ákærður fyrir kynþátta-
fordóma.
Houellebecq umdeildur
að vanda:
Dreginn
fyrir dóm-
ara vegna
niðrandi
ummæla
BÆKUR Franski verðlaunahöfund-
urinn Michel Houellebecq mætir
fyrir dómara í dag ákærður fyrir
niðrandi ummæli um múslima og
tilraun til að kynda undir kyn-
þáttahatur. Það eru fern samtök
múslima í París sem kærðu höf-
undinn umdeilda fyrir niðrandi
ummæli bæði í nýjustu bók hans,
Platform, og tímaritsviðtali.
Houellebecq er ekki óvanur
illindum en í bók sinni Öreindirn-
ar tókst honum að móðga nánast
allt og alla. Hann hélt svo upp-
teknum hætti í Platform, sem
kemur út í íslenskri þýðingu í
haust, og gekk of langt að mati
múslima þegar hann lýsti því yfir
í viðtali að Íslam væru vitlausustu
trúarbrögð í heimi. Þá tók hann
Biblíuna fram yfir Kóraninn þar
sem hann telur hana mikið betur
skrifaða. Houellebecq hefur hvor-
ki viljað draga ummæli sín til
baka né biðjast afsökunar á aðal-
persónu Platform sem gleðst í
hvert skipti sem „palestínskur
hryðjuverkamaður“ er drepinn.
Houellebecq segist krydda
skáldsögur sínar með þessum við-
horfum og segist sjá í þeim ákveð-
inn húmor. „Hvað mér finnst svo
sjálfum, persónulega, skiptir engu
máli.“ Houellebecq hyggst skýra
þankagang sinn fyrir réttinum og
þekkt andlit úr frönskum bók-
menntaheimi munu vitna honum
til varnar. Verði hann fundinn sek-
ur má hann eiga von á árs fangelsi
og sekt upp á 52.000 evrur.
Sópranó fjölskyldan:
Flugfreyjur
svalla
SJÓNVARP Ísland kemur við sögu í
fyrsta þætti nýrrar raðar um
Sópranó fjölskylduna þegar gengið
kemst í náin kynni við íslenskar
flugfreyjur á hóteli. Flugfreyjurn-
ar eru víst hressar og það hitnar
verulega í kolunum.
Guðjón Arngrímsson, upplýs-
ingafulltrúi Flugleiða, segir fram-
leiðendur þáttanna ekki hafa haft
samband vegna þessa atriðis. Eftir
því sem hann kemst næst er ekki
beinlínis látið að því liggja að um
flugfreyjur Flugleiða sé að ræða.
Búningar þeirra séu ekki Flugleiða-
búningar og Icelandair er aldrei
nefnt á nafn, heldur eitthvert
ímyndað Íslenskt flugfélag.