Fréttablaðið - 01.10.2002, Side 6
6 1. október 2002 ÞRIÐJUDAGURSPURNING DAGSINS
Notar þú strætó?
Alltaf en ég kaupa aldrei Græna kortið út
af heimsku og er því alltaf að tapa.
Guðný Erla „Grrr“ Guðnadóttir. 16 ára. Nemi.
INNLENT
FJÁRSÖFNUN Rauði kross Íslands
fer af stað með fjársöfnun laug-
ardaginn 5. október til hjálpar-
starfs í sunnanverðri Afríku þar
sem mikil hungursneyð ógnar nú
lífi næstum fimmtán milljóna
manna. Yfirskrift söfnunarinnar
er Göngum til góðs og óskar
Rauði krossinn eftir tvö þúsund
sjálfboðaliðum til að leggja mál-
inu lið með stuttri heilsubótar-
göngu hús úr húsi. Talið er að
sjálfboðaliði sem gengur í tvo
tíma geti safnað um 10.000 krón-
um sem dugar til að gefa fimm
manna fjölskyldu mat sem end-
ist í tvo mánuði. Úlfar Hauks-
son, formaður RKÍ, segir tak-
markið að safna 20 milljónum
króna.
Ólafur Ragnar Grímsson, for-
seti Íslands, er verndari söfnun-
arinnar. Á fundi sem haldinn var
í gær hvatti hann landsmenn til
að taka þátt í söfnuninni. Ekki
síst til að sýna það í verki að Ís-
lendingar viti af ástandinu og að
þeim standi ekki á sama.
Sigrún Árnadóttir, fram-
kvæmdastjóri RKÍ, er nýkomin
frá Malaví þar sem hún fylgdist
með matarúthlutun Rauða kross-
ins, sem þegar er hafin. Hún
segir að lögð sér áhersla á að að-
stoða munaðarlaus börn, aldraða
og fjölskyldur sem eiga erfitt
uppdráttar vegna alnæmis. Í dag
er þriðji hver maður í Afríku
smitaður af HIV-veirunni.
Fjársöfnun til hjálparstarfs í Afríku:
Óska eftir tvö þúsund sjálfboðaliðum
GÖNGUM TIL GÓÐS
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og
Ellert Schram með söfnunarbauka. Ísland
á iði, afmælisverkefni Íþrótta- og Ólympíu-
sambands Íslands, er sérstakur samstarfs-
aðili Rauða krossins við söfnunina. Ellert
hvetur íþróttafélög sem og aðra til að legg-
ja söfnuninni lið.
Falsarar í Danmörku:
Duglegri
en nokkru
sinni fyrr
DANMÖRK Fleiri falsaðir peninga-
seðlar eru nú í umferð í Dan-
mörku en áður. Að því er fram
kemur í frétt Berlingske tidende
hefur fölsuðum seðlum sem gerð-
ir eru upptækir fjölgað úr 40 í
yfir 800 á síðustu tuttugu árum. Í
ár hafa 872 verið gerðir upptæk-
ir.
Á sama tíma hafa gæði fals-
aðra seðla batnað svo mikið að
nær ómögulegt er að sjá mun á
þeim og venjulegum seðlum.
Þetta er haft eftir Niels
Jørgen Abildgaard, rannsóknar-
lögregluþjóni í Kaupmannahöfn.
Seðlarnir uppgötvast yfirleitt
ekki fyrr en þeir enda í Seðla-
bankanum þar sem seðlar eru
skoðaðir sérstaklega vel. Þá er
illmögulegt að rekja þá aftur til
þess sem setti þá í umferð.
Peningafölsun var áður fyrr
sérgrein misyndismanna sem
áttu viðamikinn búnað sem til
þurfti. Það hefur breyst á síðustu
tíu árum, með tölvutækninni sem
gerir peningafölsun auðveldari
segir í fréttinni.
Slátrun hjá Sláturfélaginu Búaá Höfn hófst í síðustu viku.
Þegar hefur um 3.700 dilkum
verið slátrað. Einar Karlsson
sláturhússtjóri segist reikna
með að slátra 21 þúsund fjár á
þessu hausti en það er heldur
færra en í fyrra. horn.is
Flugskólinn Flugsýn hyggsthafa vél á Ísafirði í vetur og
bjóða Vestfirðingum upp á
einkaflugmannsnám. bb.is
Bæjarráð Akraness og Borg-arbyggðar héldu sameigin-
legan fund á Akranesi í síðustu
viku. Á fundinum voru rædd
ýmis sameiginleg hagsmunamál
og reifaðir möguleikar á frekara
samstarfi sveitarfélaganna.
skessuhorn.is
SKIPULAG Samkeppni um skipulag á
Mýrargötusvæðinu hefur verið
frestað fram yfir áramót, en upp-
haflega átti hún að vera í haust.
Margrét Þormar, hverfisstjóri hjá
skipulagsfulltrúa, sagði að þrjár
tillögur um breytingu á Mýrargötu
hefðu verið lagðar fram á hug-
myndaþingi fyrir skömmu. Engin
þeirra hefði verið formlega sam-
þykkt og ekki ljóst hvort tillögurn-
ar yrðu hafðar sem forsenda í
skipulagssamkeppninni.
Skipulagssvæðið nær frá fyrir-
huguðu tónlistar- og ráðstefnuhúsi
við Faxagarð og vestur að Granda.
Auk þess að færa og tvöfalda Mýr-
argötu er gert ráð fyrir íbúða-
byggð á svæðinu. Margrét sagði
að samfara aukinni íbúðauppbygg-
ingu væri hugsunin sú að láta
hafnarstarfsemina njóta sín
áfram.
Margrét sagði að hvorki væri
búið að ákveða hversu mörg hús
yrðu rifin né hvaða. Óljóst væri
hvort slippfélagshúsið og hrað-
frystistöðin myndu standa. Reynd-
ar hefði verið óskað eftir því að
breyta hraðfrystistöðinni í íbúðar-
húsnæði, en ekkert væri búið að
ákveða í þeim efnum. Það yrði ekki
gert fyrr en farið yrði út í sam-
keppnina. Reiknað er með því að
framkvæmdir við Mýrargötu hefj-
ist á tímabilinu 2007 til 2010.
Uppbygging á Mýrargötusvæðinu gæti hafist árið 2007:
Samkeppni frestað
fram yfir áramót
HRAÐFRYSTISTÖÐIN
Margrét Þormar, hverfisstjóri hjá skipulags-
fulltrúa, sagði að óljóst væri hvort slippfé-
lagshúsið og hraðfrystistöðin myndu stan-
da. Reyndar hefði verið óskað eftir því að
breyta hraðfrystistöðinni í íbúðarhúsnæði.
LANDBÚNAÐUR „Við höfum undan-
farin ár þreifað fyrir okkur er-
lendis með misjöfnum árangri.
Við höfum meðal
annars beint sjón-
um okkar að versl-
anakeðjum sem
borga hátt verð og
það lofar góðu.
Þetta eru dýrar
búðir og íslenska
lambakjötið er selt sem hágæða-
vara á mjög góðu verði,“ segir
Özur Lárusson, framkvæmda-
stjóri Landssamtaka sauðfjár-
bænda.
Hann segir að markvisst hafi
verið unnið með Whole foods
verslanakeðjunni í Bandaríkjun-
um síðustu fimm ár og það sé að
skila sér.
„Þetta er góður stígandi, það
hefur verið 50 til 80% aukning
milli ára. Það sem háir okkur er
að afkastagetan í vinnslu er ekki
nægileg hér heima. Þeir vilja
meira. Við gætum selt meira en
við gerum í dag en þetta er þrösk-
uldur sem við erum að vinna á.“
Árið 2000 fóru 18 tonn út til
Whole foods, í fyrra voru tonnin
50 og á þessu ári er stefnt að því
að flytja út 80 til 90 tonn.
„Þeirra plön miða að því að á
næstu fimm til sjö árum verði
magnið komið í 700 tonn. Þetta
lætur nærri að vera 10% af heild-
arsölu kindakjöts,“ segir Özur.
Hann segir viðtökurnar hafa
verið feiknarlega góðar. Verðið sé
það besta sem hingað til hafi feng-
ist. Út úr verslun Whole Foods
kostar íslenskur lambahryggur
rúmlega 3.000 krónur kílóið og
kílóið af læri kostar 2.000 til 2.500
krónur.
„Þetta er spennandi markaður í
Bandaríkjunum. Við munum
virkja sláturleyfishafa til sam-
stöðu en það hefur kannski skort á
að þeir hafi unnið nógu vel saman
að útflutningsmálum. Við vonum
að menn sjái að sér,“ segir Özur.
Þá segir hann fréttir frá Fær-
eyjum mjög góðar en nú er mögu-
legt að flytja lambakjötið beint
þangað. Áður þurfti að flytja
gegnum Kaupmannahöfn.
„Færeyjamarkaður er okkur
mjög mikilvægur. Þeir borga
mjög gott verð og taka mikið
magn. Að undanförnu hafa farið
rúm 400 tonn til Færeyja gegnum
Danmörku en það mun aukast
núna. Færeyingar vilja fá meira
íslenskt lambakjöt og eru hrifnir
af því,“ segir Özur.
Hann segir útflutninginn vaxt-
arbrodd sauðfjárræktarinnar,
ekkert bendi til þess að neysla
lambakjöts aukist svo neinu nemi
hér heima.
the@frettabladid.is
Sóknarfæri
í lambakjöti
Margra ára markaðsstarf að skila árangri. Tæp hundrað tonn kindakjöts
flutt til Bandaríkjanna í ár. Vonir um að 700 tonn verði flutt út innan fimm
til sjö ára. Ársframleiðsla kindakjöts er tæp 7.000 tonn. Kílóið af íslenskum
lambahrygg kostar allt að 3.000 krónur út úr búð í Bandaríkjunum.
Þetta er góður
stígandi, það
hefur verið
50-80% aukn-
ing milli ára.
LAMBAKJÖT
Reiknað er með auknum útflutningi.
ÖZUR LÁRUSSON
Útflutningurinn er eini vaxtarbroddur sauðfjárræktarinnar. Það hefur kannski skort á
samstöðu meðal sláturleyfishafa þegar kemur að útflutningsmálum en menn sjá von-
andi að sér.
GENGI GJALDMIÐLA
Bandaríkjadalur 86.79 -0.32%
Sterlingspund 135.71 0.16%
Dönsk króna 11.51 0.38%
Evra 85.48 0.36%
Gengisvístala krónu 127,97 -0,47%
KAUPHÖLL ÍSLANDS
Fjöldi viðskipta 254
Velta 6.184 m
ICEX-15 1.296 -0,19%
Mestu viðskipti
Búnaðarbanki Íslands hf. 1.812.847.410
Fjárf. Straumur hf. 504.485.121
Pharmaco hf. 462.807.273
Mesta hækkun
SR-Mjöl hf. 13,33%
Haraldur Böðvarsson hf. 12,04%
Ker hf. 4,35%
Mesta lækkun
Íslenskir aðalverktakar hf. -2,86%
Íslandssími hf. -2,41%
Opin kerfi hf. -2,22%
ERLENDAR VÍSITÖLUR
DJ*: 7548,8 -2,00%
Nsdaq*: 1171,8 -2,30%
FTSE: 3721,8 -4,80%
DAX: 2778,5 -4,80%
Nikkei: 9383,3 -1,50%
S&P*: 811,2 -2,00%
*Bandarískar vísitölur kl. 17.00
Seðlabankinn innkallar:
Aurarnir
ekki gjald-
gengir
GJALDMIÐILL Hér eftir munu við-
skipti fara fram í heilum krónum.
Forsætisráðherra hefur að tillögu
Seðlabankans undirritað tvær
reglugerðir sem útrýma aurum í
íslensku viðskiptalífi. Nýju regl-
urnar þýða að greitt verð verður í
heilum krónum, en áfram er
heimilt að nota brot úr krónum við
útreikning verðs.
Bönkum verður skylt að taka
við aurum og gefa til baka sam-
svarandi verðmæti í krónum til 1.
október 2003. Eftir þann tíma þýð-
ir ekki lengur að spara aurinn.
SPRON færir út kvíarnar:
Kaupir
Frjálsa fjár-
festingar-
bankann
VIÐSKIPTI Sparisjóður Reykjavíkur
og nágrennis keypti í gær alla
hluti Kaupþings í Frjálsa fjárfest-
ingarbankanum. Verðmæti við-
skiptanna er
3,8 milljarðar
króna. Stjórn
SPRON telur
að rekstur
Frjálsa fjár-
festingarbank-
ans falli vel að
rekstri spari-
s j ó ð s i n s .
Stjórnendur sparisjóðsins hættu
við hlutafélagavæðingu bankans í
kjölfar yfirtöktilboðs Búnaðar-
bankans. Þeir hafa því leitað ann-
arra leiða til að efla sparisjóðinn
og auka þjónustu. Kaupin nú eru
liður í þeirri viðleitni.