Fréttablaðið - 01.10.2002, Page 7

Fréttablaðið - 01.10.2002, Page 7
ÞRIÐJUDAGUR 1. október 2002 „Þeir hafa aldrei bilað.“ Ég hef átt Corolla frá 1991 og var mjög ánægð með eldri gerðina, en fann mikla breytingu til batnaðar á nýja bílnum. Hann er stöðugur, þéttur í akstri og mjög þægilegur innan bæjar. Corolla bílarnir mínir hafa heldur aldrei bilað né þurft að fara á verkstæði, sem er óneitanlega mikill kostur. Vegna starfsins er ég oft með mikinn farangur sem kemst auðveldlega fyrir í bílnum og svo fer liturinn líka einstaklega vel við „uniformið“ mitt! Sólveig Níelsdóttir Flugfreyja …og þú finnur af hverju! Bíll ársins 2002 REYNSLU AKSTUR ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S T O Y 18 80 9 0 9/ 20 02 COROLLA - TILFINNINGIN ER GÓÐ Það hefur aldrei verið hagkvæmara en nú að eignast nýjan Corolla, bíl ársins 2002. Komdu strax og reynsluaktu vinsælasta bíl á Íslandi, fyrr og síðar, og þú finnur hver ástæðan er. Verð frá 1.599.000. www.toyota.is. VERSLUN Baugur opnaði í gær 9.500 fermetra Debenhamsverslun í miðborg Stokkhólms. Jón Björns- son, framkvæmdastjóri Baugs-Ís- land, segist mjög ánægður með viðtökurnar sem verslunin hefur fengið. „Við höfðum prufuopnun á laugardag og viðtökur voru geysi- lega góðar.“ Hann segir búðina á besta stað í miðborg Stokkhólms. Svíar séu spenntir fyrir henni og hún hafi fengið mikla athygli. Jón segir að búðin sé þrisvar sinnum stærri en Deben- hamsverslunin í Smáralind. Hann vill ekki gefa nákvæmlega upp áætlanir um veltu búðarinnar, en segir að veltan sé á þriðja milljarð króna. Búðin í Stokkhólmi er fyrsta Debenhamsverslunin sem Baugur rekur á erlendri grund. Félagið hyggst halda áfram upp- byggingu á Norðurlöndum og næsta opnun er áætluð í Kaup- mannahöfn næsta vor. Fyrsta Debenhamsverslunin var opnuð í Bretlandi árið 1905 og starfa nú um 27 þúsund manns hjá fyrir- tækinu. Jón segir góða reynslu af verslunum fyrirtækisins utan Bretlands.  HÁLFÍSLENSK BÚÐ Í STOKKHÓLMI Síðasta laugardag prufukeyrði Baugur nýja Debenhamsverslun í Stokkhólmi. Viðtökur voru framar vonum að sögn forsvars- manna fyrirtækisins. Baugur opnar stórverslun: Velta Stokkhólms- búðar á þriðja milljarð GOSDRYKKIRSíðasta árið hafa Íslend- ingar innbyrt ríflega 20 milljónir lítra af gos og vatnsdrykkjum sam- kvæmt upplýsingum sem fengust af strikamerkingum í stórmörkuð- um. Íslendingum þykir ropinn góð- ur, því þetta er aukning um tvær milljónir lítra frá árinu áður. Markaðshlutdeild stóru gos- drykkjaframleiðendanna hefur tekið nokkrum breytingum. Öl- gerðin hefur verið sækja í sig veðrið á kostnað Vífilfells. Sala á Pepsí jókst um 38,9% og hefur það 20% markaðshlutdeild á móti 80% hjá Kóka kóla. Meira jafnræði er með gos- drykkjaframleiðendum í sykur- lausum kóladrykkjum, þar hefur Diet Kók 60% af markaði, en Diet Pepsi tæp 40%. Söluaukning á Diet Pepsi er 58% á sama tíma og aukn- ingin í sykurlausum kóladrykkjum er 18%. Egilsappelsín er ennþá efst á óskalistanum þegar kemur að app- elsínugosdrykkjum með 78% mark- aðshlutdeild. Ölgerðin hefur einnig yfirburði í sódavatni með 79,2% markaðshlutdeild  Aukning í sölu gosdrykkja: Yfir 20 milljónir lítra af ropvatni

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.