Fréttablaðið - 01.10.2002, Side 15

Fréttablaðið - 01.10.2002, Side 15
15ÞRIÐJUDAGUR 1. október 2002 MINORITY REPORT kl. 10 XXX kl. 7 og 10 AUSTIN POWERS kl. 5.50 og 8 Sýnd kl. 6.20, 8.30 og 10.40 Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.10 SÍMI 553 2075 PÉTUR OG KÖTTURINN 2 kl. 6AUSTIN POWERS kl. 6, 8 og 10 Sýnd kl. 6, 8 og 10 Sýnd kl. 8 og 10.15HAFIÐ kl. 3.40, 5.45, 8 og 10.15 VIT433 LILO OG STITCH m/ísl. tali kl. 4 VIT 429 Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10 VIT 435Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10 VIT 441 Baðstrandarvörðurinn DavidHasselhoff segist hafa dottið niður á lægsta plan áður en hann ákvað að takast á við áfengisvanda- mál sitt. Í júní skráði Hasselhoff sig inn á Betty Ford-meðferðar- heimilið. Eftir að hafa dvalið þar í einn dag stakk hann af. Fannst hann skömmu síðar á hóteli með- vitundarlaus vegna drykkju. Var hann fluttur með hraði á sjúkra- hús þar sem hann jafnaði sig. „Ég vaknaði morguninn eftir og hugs- aði með mér, „þú ert á botninum“, sagði Hasselhoff. „Þegar þú átt við vandamál að etja verður þú að glíma við það.“ Leikarinn Jason Mewes, sem erþekktur sem síðhærði aulinn í myndunum „Clerks,“ „Mallrats“ og „Chasing Amy,“ er á lífi og hefur það bara gott. Óttast hafði verið að kappinn væri ekki lengur á meðal vor. Vinir hans höfðu ekki séð hann í 10 mán- uði auk þess sem lögreglan var á eftir honum. Hafði hann brotið skilorð eftir að hafa verið dæmdur fyrir að hafa heróín í fórum sér. Mewes, skaut hins vegar upp kollinum á kvikmynda- hátíð í Malibu í síðasta mánuði þar sem hann kynnti nýjustu mynd sína „Rsvp.“ Auk þess verður hann kynnir á hæfileikakeppni sem haldin verður í Vestur-Virgin- íu um miðjan október. „Sögusagn- irnar af dauða hans eru stórlega ýktar. Hann var ekki í felum. Hann flutti bara til Los Angeles,“ sagði umboðsmaður hans. Hljómsveitin Sigur Rós ætlarað gefa breskum aðdáendum sínum tækifæri til að heyra nýju plötuna „( )“ áður en hún kemur út. Þeir hafa verið að skipuleggja sér- stök hlustunarteiti þar sem gestum verður boðið upp að hlusta á plöt- una í gegn í heild sinni og njóta um leið sérstakra sjónrænna viðburða sem piltarnir hafa útbúið. Platan kemur í búðir 28. október. Svo gæti farið að stórleikararnirJennifer Lopez og Will Smith leiki saman í endurgerð myndar- innar „A Star is Born“ frá árinu 1958. Í uppruna- legu útgáfunni voru það James Mason og Judy Garland sem fóru með aðalhlutverk- in. Það er leik- stjórinn Joel Schumacher sem er með myndina á teikniborðinu. Smith hefur haft mikinn áhuga á því að leika í myndinni í lengri tíma og á að vera búinn að tala J-Lo til. TÓNLIST Síðar í þessum mánuði gefur breska tónlistartímaritið NME út plötuna „1 Love“ þar sem allur ágóði rennur til styrktar- samtakanna War Child. Þau koma stríðshrjáðum börnum um allan heim til hjálpar. Fyrir plötuna tóku nokkrar þekktar sveitir og flytjendur upp lög eftir aðra og var eina skilyrðið að lagið þyrfti að hafa komist á topp breska vin- sældalistans. Einu flytjendurnir sem eru ekki breskir er rokksveitin Jimmy Eat World sem taka Prodigy-slagarann „Fire Starter“. Á plötunni má m.a. heyra Star- sailor tækla lagið „All or Nothing“ sem The Small Faces náðu á topp- inn árið 1966. Feeder taka lagið „The Power of Love“ eftir Frankie Goes To Hollywood. Táningsstúlk- urnar í Sugarbabes ætla að syngja Adamski-lagið „Killer“ enda muna þær eflaust ekki mikið lengra aft- ur en 1990. Muse ætla að taka sveitaballaslagarann „House of the Rising Sun“ sem The Animals gerðu vinsælt árið 1964. Stereoph- onics leika Prince-lagið „Nothing Compares 2 U“ sem írska söngkon- an Sinead O’ Connor kom á toppinn árið 1990. Oasis hljóðrituðu jóla- lagið „Merry Xmas Everybody“ sem Slade gerði vinsælt árið 1973. Nýkrýndur verðlaunhafi Mercury- verðlaunanna, Ms Dynamite, tók Soul II Soul-lagið „Back to Life“. Badly Drawn Boy hljóðritaði „Come On Eileen“ sem Dexy’s Midnight Runners gerðu vinsælt árið 1982 en fátt þótti undarlegra en þegar Prodigy tilkynntu að þeir ætluðu að hljóðrita lagið „Ghost Town“ sem The Specials náðu á toppinn árið 1981.  Styrktarplata fyrir stríðshrjáð börn: Reynt að toppa topplög MS DYNAMITE Hin 22 ára Ms Dynamite hefur líklega sungið Soul II Soul-lagið „Back to Life“ frá árinu 1989 á grunnskólaböllunum í „gamla daga“. LJÓSIR LOKKAR Michael Douglas með nýju hártískuna. Kom hann mörgum í opna skjöldu með uppátækinu. Michael Douglas og Zeta-Jones: Með ljósa lokka í af- mælisveislu FÓLK Hollýwood-parið Michael Douglas og Catherine Zeta- Jones komu mörgum á óvart er þau mættu með aflitað ljóst hár á afmælis- og góðgerðarsam- komu í New York í síðustu viku. Súperman sjálfur, Christopher Reeve, hélt þar upp m.a. á fimm- tugsafmæli sitt. Catherine og Michael héldu nýverið upp á 33 ára og 58 ára afmæli sín og ákváðu af því tilefni að aflita hárið á sér. Margir urðu víst afar undrandi að sjá Michael með ljósu lokkana. 

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.