Fréttablaðið - 01.10.2002, Qupperneq 16
16 1. október 2002 ÞRIÐJUDAGUR
13.30 Setning 128. löggjafarþingsins
hefst með guðsþjón-
ustu í Dómkirkjunni.
Forseti Íslands, ráðherr-
ar og alþingismenn
ganga fylktu liði til kirkj-
unnar úr Alþingishús-
inu. Forseti Íslands setur
þingið og að því loknu
tekur starfsaldursforseti
þingsins, Páll Pétursson
félagsmálaráðherra, við
fundarstjórn og stjórnar kjöri for-
seta Alþingis sem flytur ávarp.
FUNDIR
16.00 Alþjóðaskrifstofa háskólastigs-
ins og Fulbright-stofnunin gang-
ast fyrir kynningarfundi um nám í
Bandaríkjunum. Fjallað verður
um allt sem nemendur þurfa að
vita áður en þeir hefjast handa
við að sækja um háskóla í Banda-
ríkjunum. Kynningarfundurinn
verður haldin í stofu 101 í Odda,
Háskóla Íslands.
20.15 Helgi Skúli Kjartansson sagn-
fræðingur flytur fyrirlestur sem
nefnist Samvinnuhreyfingin í
sögu Íslands í húsi Sögufélags,
Fischersundi 3.
20.30 Málþing um heimspeki mis-
munarins í ReykjavíkurAkademí-
unni. Málþingið er haldið í tengsl-
um við útkomu bókar í ritröðinni
Atvik. Pallborðið skipa: Hjálmar
Sveinsson, Margrét Elísabet Ólafs-
dóttir, Hjörleifur Finnsson, Halldór
Gíslason og Halldór Björn Run-
ólfsson
TÓNLEIKAR
20.00 Elín Ósk Óskarsdóttir, sópran, og
Richard Simm, píanóleikari,
koma fram á tónleikum í Salnum.
SÝNINGAR
12.00 Leiðsögn verður um ljósmynda-
sýninguna Þrá augans í Lista-
safni Íslands. Leiðsögumaður er
Rakel Pétursdóttir, deildarstjóri.
Óli G. Jóhansson sýnir í galleríi Sævars
Karls.
Harpa Karls sýnir á Kaffi Sólon. Sýning-
in stendur til 18. október.
Annu Wilenius, Karla Dögg Karlsdóttir
og Sólrún Trausta Auðunsdóttir sýna í
listasafni ASÍ við Freyjugötu 41. Yfirskrift
sýningarinnar er, Hugmyndir um Frelsi /
Theories of Freedom. Sýningin stendur
yfir til 20 október. Listasafn ASÍ er opið
alla daga nema mánudaga. Aðgangur er
ókeypis.
Ljósmyndasafn Reykjavíkur stendur fyrir
sýningunni Aenne Biermann Preis:
þýsk samtímaljósmyndun í Grófarsal,
Grófarhúsinu, Tryggvagötu 15. Sýningin
stendur til 15. október og er opnunar-
tími 12 til 18 virka daga og 13 til 17 um
helgar. Aðgangur ókeypis.
Í Listhúsi Ófeigs við Skólavörðustíg er
sýning á verkum Eero Lintusaari skart-
gripahönnuðar og Harri Syrjanen gull-
smiðs og leðursmiðs. Sýningin er opin
mánudaga til föstudaga frá 10 til 18 og
laugardaga frá 11 til 16 og lýkur 2. októ-
ber.
Listakonan Cuiying Zhang sýnir hefð-
bundna kínverska myndlist í Tjarnarsal
Ráðhúss Reykjavíkur. Sýningin stendur
til 29. september.
Margrét St. Hafsteinsdóttir er með
myndlistarsýningu í kaffistofunni Lóu-
hreiðri, Kjörgarði, Laugarvegi 59, Reykja-
vík. Lóuhreiður er opið virka daga klukk-
an 10.00 - 17.00 og laugardaga klukkan
10.00 - 16.00. Sýningin stendur til 14.
október.
Austurríski ljósmyndarinn Marielis
Seyler sýnir í Listasal Man, Skólavörðu-
stíg 14. Myndirnar á sýningunni voru
teknar á Íslandi sumarið 2001.
ÞRIÐJUDAGURINN
1. OKTÓBER
MENNING Óttar Felix Hauksson,
kaupmaður og umboðsmaður
skemmtikrafta, hefur tekið við
gamla Austurbæjarbíói við
Snorrabraut. Fær Óttar Felix
lyklana að húsinu afhenta í dag
og hefst strax handa við
skemmtanahald:
„Um miðjan næsta mánuð
setjum við upp Riggarobb, stór-
sýningu þar sem hljómsveitin
Papar og útvarpsmaðurinn góð-
kunni, Jónas Jónasson verða í að-
alhlutverkum. Á sviðinu verða
einnig allir söngvararnir sem
fram komu á nýjustu plötu
Papana þar sem þeir syngja
texta Jónasar Árnasonar. Jónas
útvarpsmaður verður svo kynnir
og segir frá á sinn einstaka hátt.
Hann þekkti Jónas Árnason vel
og öllu verður þessu blandað
saman á glæsilegu sviði,“ segir
Óttar Felix sem er með margt
annað á prjónunum í Austurbæj-
arbíói: Útgáfutónleika hljóm-
sveita, unglingaskemmtanir í
samstarfi við Reykjavíkurborg,
Fitnesskeppni og svo leikhópa
sem þegar hafa bókað húsið fyr-
ir leiksýningar sínar.
„Ég ætla að keyra þetta áfram
ef hægt er. Ef ekkert kemur í
kassann þá er sjálfhætt, en ég er
bjartsýnn,“ segir Óttar Felix
sem með leigu sinni á Austur-
bæjarbíói er í raun að bjarga
gamla kvikmyndahúsinu frá því
að verða stórvirkum vinnuvélum
að bráð. Byggingaverktakar
festu kaup á húsinu þegar SAM -
bíóin hættu þar kvikmyndasýn-
ingum og ráðgerðu að reisa þjón-
ustuíbúðir á lóðinni. Von Óttars
Felix er að hugmyndir hans um
leik- og skemmtanahald í húsinu
eigi eftir að blómstra með þeim
hætti að ekki þurfti til niðurrifs
hússins að koma.
„Þá er ekki úr vegi að nýta
glæsilegt anddyri hússins fyrir
móttökur og alls kyns uppákom-
ur. Anddyrið er glæsilegt og vel
staðsett til slíkra hluta. Þarna sé
ég fyrir mér brúðkaup, afmælis-
veislur og upplestra svo eitthvað
sé nefnt,“ segir Óttar Felix von-
glaður í Austurbæjarbíói.
eir@frettabladid.is
Paparnir og Jónas
í Austurbæjarbíói
Óttar Felix tekur við lyklavöldum á Snorrabraut í dag. Boðar
skemmtanahald með áður óþekktum áherslum. Jafnvel móttökur,
brúðkaup og afmælisveislur í anddyri.
ÓTTAR FELIX Á SNORRABRAUTINNI
Vongóður um að geta haldið lífi í húsi sem hefur menningarsögulegt gildi.
Fitim Shala. 12 ára. Nemi.
Transmaster 3000. Það er flott tekknó með
geðveikum bassa.
TÓNLIST Elín Ósk Óskarsdóttir sópr-
an og Richard Simm píanóleikari
halda tónleika í Salnum í Kópa-
vogi í kvöld klukkan 20. Tónleik-
arnir eru hluti af tónleikaröð Sal-
arins sem kallast Tíbrá. Elín segir
tónleikana í kvöld merkilega fyrir
margra hluta sakir en hún hyggst
fara vítt og breytt yfir sögusviðið.
„Ég kalla tónleikana Úr aldin-
garði söngsins og það má segja að
þetta sé úrval úr mínum aldin-
garði. Ég syng ljóðaljóð Páls Ís-
ólfssonar í heild en það eru fáir
sem hafa gert það opinberlega og
það eru einhver ár síðan það var
gert síðast. Aría Steinunnar úr
Galdra-Lofti, eftir Jón Ásgeirs-
son, stendur mér mjög nærri og
mér finnst ég eiginlega eiga hana.
Ég tók þátt í frumflutningi hennar
árið 1996 og síðan þá hefur enginn
flutt verkið hvorki í heild né
hluta. Og svo tek ég glæsinúmer
úr óperum eftir Puccini, bæði
lýrískar og dramatískar, þannig
að ég er að sýna á mér svolítið
nýja hlið þar sem ég hef hingað til
þótt mjög dramatísk söngkona.“
Sumarið hefur verið rólegt hjá
Elínu en hún mun hafa nóg fyrir
stafni í vetur. Fjöldi tónleika er
fyrirhugaður, auk þess sem hún
stýrir Söngsveit Hafnarfjarðar
sem er 60 manna óperukór og síð-
ast en ekki síst mun hún syngja
hlutverk Lady Macbeth í Íslensku
óperunni eftir áramót.
Salurinn í Kópavogi:
Lýrík og
dramatík í bland
ELÍN ÓSK
ÓSKARSDÓTTIR
Syngur í Salnum í
fyrsta sinn í kvöld
en hún segir Sal-
inn glæsilegt tón-
leikahús sem taki
óskaplega vel á
móti manni.
SAGNFRÆÐI Á þessu ári er liðin 100
ár frá stofnun Samvinnuhreyfing-
arinnar á Íslandi. Einnig er Sögu-
félagið 100 ára. Af þessu tilefni
hefur Áhugahópur um samvinnu-
sögu og Sögufélag efnt til fyrir-
lestraraðar um samvinnusögu og
verður riðið á vaðið í kvöld. Helgi
Skúli Kjartansson sagnfræðingur
flytur fyrirlestur sem nefnist
Samvinnuhreyfingin í sögu Ís-
lands í húsi Sögufélags, Fischer-
sundi 3 í Reykjavík. Fyrirlestur-
inn hefst kl. 20.15.
Að erindinu loknu leggur
Gunnar Karlsson prófessor mat á
umfjöllun Helga Skúla. Á eftir
verða almennar umræður. Gerður
Steinþórsdóttir, oddviti Áhuga-
hóps um samvinnusögu, flytur
ávarp. Fundar- og umræðustjóri
verður Hulda Sigtryggsdóttir
sagnfræðingur.
Fyrirlestrar um samvinnusögu
verða hvert þriðjudagskvöld í
október, eða fimm fyrirlestrar
alls. Helgi Skúli er aðalfyrirlesari
á öllum fundunum.
Bókin Draumar barna ogmerking þeirra eftir Amöndu
Cross í þýðingu Önnu Maríu
Hilmarsdóttur
er komin út
hjá Vöku
Helgafelli. Í
bókinni eru út-
skýringar á al-
gengustu fyr-
irbærum og
táknum í draumum barna og
gagnleg ráð handa þeim sem
þurfa að kljást við martraðir og
ótta hjá börnum. Draumar barna
geta verið mikilvæg vísbending
um sálarlíf þeirra og með því að
fylgjast með hvað þau dreymir
geta fullorðnir áttað sig betur á
því sem bærist innra með þeim.
Draumar barna er bók október-
mánaðar í bókaverslunum.
100 ár frá stofnun samvinnuhreyfingarinnar:
Fyrirlestrar um sam-
vinnusögu í október
BÆKUR
HVERNIG FANNST ÞÉR
HVAÐA GEISLADISK
HLUSTAÐIR ÞÚ Á SÍÐAST?
Leikritið Lífið þrisvar sinnumvar frumsýnt á Stóra sviðÞjóðleikhússins á föstudag-
inn. Verkið er eftir Yasminu Reza
sem hefur meðal annars skrifað
Listaverkið sem Þjóðleikhúsið
sýndi árið 1997. Viðar Eggertsson
leikstýrir verkinu og leikarar eru
Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Sigurður
Sigurjónsson, Karl Stefánsson og
Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir.
Frábærir
leikarar
„Ég var mjög hrifin af þessu leik-
riti sem er skemmtilega heim-
spekilegt. Ég naut þess svo auð-
vitað að horfa á þessa frábæru
leikara og þá ekki
síst karlleikarana
en þeir Sigurður
Sigurjónsson og
Stefán Karl taka
þarna af öll tvímæli
um að góðir gaman-
leikarar verða að
hafa góð tök á
dramatíkinni og
geta kallað fram
bæði hlátur og grát
hjá áhorfandanum. Þeir gera það
sannarlega í þessari sýningu. Þá
er það fagnaðarefni að Steinunn
Ólína skuli snúa aftur á fjalir
Þjóðleikhússins sterkari en
nokkru sinni fyrr. Þetta verk
sýnir að Þjóðleikhúsið er leikhús í
hæsta gæðaflokki.
Vonbrigði
„Mér fannst sýningin ekki góð.
Því miður. Góður efniviður varð
einhvern veginn að engu. Þessir
frábæru leikarar
voru settir í stöðu
sem þeir áttu erfitt
með að spila úr. Þá
fannst mér búning-
arnir og gervin
misheppnuð. Stein-
unn Ólína og Ólafía
Hrönn höfðu til
dæmis enga þörf
fyrir þessar asna-
legu hárkollur sem
þær voru með. Ég
hafði séð Listaverkið eftir sama
höfund og fór því full eftirvænt-
ingar á Lífið þrisvar sinnum og ég
get ekki sagt annað en að það hafi
valdið mér vonbrigðum.“
SIGNÝ
PÁLSDÓTTIR,
MENNINGAR-
MÁLASTJÓRI
REYKJAVÍKUR.
JÓHANNA
VILHJÁLMS-
DÓTTIR, UM-
SJÓNARMAÐ-
UR ÍSLAND Í
BÍTIÐ.
Upplifun
Leikritið var ofsalega skemmti-
legt og það var skemmtileg upp-
lifun að sjá leikrit-
ið eiginlega
þrisvar sinnum
enda breyttist
hegðun persón-
anna eftir því
hvert sjónarhornið
var. Eiginkonan er
til dæmis algjör tík
við manninn sinn í
einu atriði en í því
næsta er það hann
sem er hundleiðinlegur í sömu
aðstæðum. Leikararnir stóðu sig
mjög vel og verkið var mjög
fyndið.
GUÐRÚN
FRIÐRIKS-
DÓTTIR, NEMI
OG FISKSÖLU-
KONA.