Fréttablaðið - 01.10.2002, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 01.10.2002, Blaðsíða 24
Gamalt slagorð sem aldrei heyristnema þá kannski helst á súlu- stöðum borgarinnar. Rauðsokkurnar eru sumar horfnar og einhverjar sestar í helga steininn. Kynslóðin sem kom á eftir virðist ekki hafa haft tíma til að taka við kyndlinum og málið fjaraði út eins og svo mörg önnur þjóðþrifamál sem kafna ofan í pappakassa á einhvers háalofti. „Stelpur horfum bálreiðar um öxl“ bergmálar upp úr kassanum. En þarf að horfa um öxl? LAUNAMISMUNUR kynjanna er á sínum stað þennan þriðjudag eins og aðra. Um allt land eru konur í tvö- faldri vinnu, innan og utan heimilis. Ísland á sér ungar dætur sem sitja dolfallnar yfir brengluðum fyrir- myndum úr draumkenndri veröld sjónvarps. Yfir þær dynja skilaboð frá fáklæddum gyðjum - skilaboð um að kvenlíkaminn sé söluvara og heil- steyptar hugsanir valdi hrukkum og ótímabærri öldrun. Í auglýsingu frá stéttarfélagi setur ung kona á sig varalit og æfir sig við spegil áður en hún fer til yfirmannsins að betla launahækkun. Varaliturinn gerir vonandi gæfumuninn. EINSTÆÐAR MÆÐUR taka þátt í landsmóti harðjaxla þar sem sigur- vegarar eru sárafáir. Þeim er gert nánast ókleift að sinna börnum og vinnu með reisn. Allt árið leita konur til Mæðrastyrksnefndar og presta. Í þeim hópi eru konur sem sinna af natni bæði starfi og heimili - heimili sem þær geta jafnvel aldrei eignast. Kona ein sótti um launahækkun og benti á launamun á milli kynja á sín- um vinnustað. Svar yfirmannsins var: En, elsku dúllan mín, strákarnir eru fyrirvinnur og bera ábyrgð á heimilum. SVO ERU ÞAÐ hjálparhrópin utan úr heimi. Síðast kom kall á netinu frá Nígeríukonunni Amínu sem verður grýtt til bana fyrir að eiga barn í lausaleik, en aðeins þegar hún er búin að brjóstfæða barn sitt og skila því af sér. Þótt við skrifum undir bænaskjal svo þyrma megi lífi Amínu er vert að halda áfram að taka til heima fyrir. Það er nefnilega ekki nóg að þrífa einu sinni. Rykið heldur áfram að falla og skíturinn safnast út í hornin. Kannski væri ráð að kalla vaskar tiltektarkonur á rauðum sokkum út úr helga steinin- um. Eða hvað? Kannski er þetta bara ágætt svona. Til að ljá bænaskjali Amínu nafn sitt má fara inn á heima- síðu: http://www.mertonai.org/am- ina/openletter.htm.  SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500 Athugun á: • Olíu á gírkassa, drifum og vökvastýri • Loftsíu • Olíusíu • Ísvara á rúðusprautu • Vökvahæð í forðabúri hemla og kúplingar • Ástandi (rakastigi) hemlavökva • Þurrkublöðum • Ljósaperum • Hjólbörðum – mældur loftþrýstingur • Viftureim • Rafgeymi – álagsmæling, hleðsla • Pústkerfi Að auki: • Hurðalamir og læsingar smurðar • Þéttikantar á hurðum og farangursrými sílikonbornir Verð fyrir fólksbíl: 1.950 kr. – 3.250 kr. með smurningu. Verð miðast við 4 strokka japanska og evrópska bíla. Innifalin vinna og olía, 10w40 ultra. Tilboðið gildir til 31/10 2002. Afgreiðslutími í smurstöð Geirsgötu: Frá 8 til 18 alla virka daga. Sími 551 1968. Vertu tímanlega í því! A B X / S ÍA 9 0 2 1 4 2 7 Viltu a› bíllinn flinn haldi  betur út veturinn? Komdu  flá me› hann í vetrarsko›un  hjá fijónustustö› ESSO  vi› Geirsgötu  – í hjarta mi›bæjarins. Áfram stelpur! Opi› alla daga frá 10.00 til 17.00 Bakþankar Kristínar Helgu Gunnarsdóttur

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.