Fréttablaðið - 03.10.2002, Blaðsíða 8
8 3. október 2002 FIMMTUDAGUR
FJÁRLÖG 2003
SAKAMÁL Tuttugu og sjö ára gam-
all þýskur laganemi hefur verið
ákærður fyrir ránið og morðið á
Jakob von Metzler, 11 ára göml-
um erfingja að voldugum þýsk-
um banka. Lík drengsins fannst
sl. þriðjudag eftir ábendingu frá
hinum ákærða. Mannræninginn
fór fram á um 85 milljón króna
lausnargjald fyrir drenginn.
Þrátt fyrir að gjaldið hafi verið
borgað fannst drengurinn látinn í
vatni um 60 kílómetrum norð-
austur af borginni Frankfurt.
Talið er að hinn ákærði hafi
þekkt Metzler-fjölskylduna og
því hafi honum tekist að lokka
drenginn til sín.
Rán og morð á 11 ára gömlum dreng:
Þýskur laganemi ákærður
METZLER
Talið er að hinn 11 ára gamli Jakob von Metzler hafi þekkt morðingjann.
AP
/M
YN
D
Lífeyrisskuldbindingar:
Þriðjungur
greiddur
FJÁRLÖG Stefnt er að því að fyrir
árslok 2003 verði búið að búa í hag-
inn fyrir greiðslu 50 milljarða af
þeim 170 milljörðum króna lífeyr-
isskuldbindingum sem hefur þá
verið stofnað til vegna starfs-
manna ríkisins.
Þetta kom fram í máli Geirs H.
Haarde, fjármálaráðherra, þegar
hann kynnti fjárlagafrumvarp sitt.
Hann sagði að með þessu hefði tek-
ist að fresta því að lífeyrisskuld-
bindingar falli á ríkissjóð eins og
fyrirsjáanlegt hefði verið að gerð-
ist eftir 10 til 15 ár. Verði haldið
áfram á sömu braut kvaðst hann
bjartsýnn á að ekki kæmi til þess.
FJÁRLÖG Alls verða greiddir níu
milljarðar króna í styrki til land-
búnaðar á næsta ári samkvæmt
fjárlagafrumvarpi fjármálaráð-
herra. Stærstur hluti greiðslanna
er samkvæmt bindandi samning-
um og því ólíklegt að miklar
breytingar verði á þessari upp-
hæð.
Mjólkurbændur fá greidda 4,3
milljarða króna á næsta ári. Sú
greiðsla er til komin vegna bú-
vörusamnings stjórnvalda og kúa-
bænda. Hann kveður meðal ann-
ars á um að ríkissjóður greiði
47,1% af grundvallarverði mjólk-
ur sem fer á innanlandsmarkað.
Ríkissjóður greiðir sauðfjár-
bændum tæpa 2,7 milljarða
króna. Sá styrkur lækkar um
hundrað milljónir milli ára. Mest
vegna þess að fjárveiting vegna
uppkaupa á greiðslumarki er felld
niður. Á móti er endurúthlutun
ærgilda til svæða sem eru sér-
staklega háð sauðfjárrækt.
Þá fá grænmetisbændur
greiddar 280 milljónir króna. Sá
styrkur kemur á móti lækkandi
tekjum vegna frjáls innflutnings
sumra grænmetistegunda.
Undir liðinn framlög og sjóðir í
þágu landbúnaðarins falla greiðsl-
ur til Bændasamtaka Íslands,
Lánasjóðs landbúnaðarins og
Búnaðarsjóðs auk fleiri þátta.
Greiðslur undir þessum lið nema
1,7 milljörðum króna.
Fjárlagafrumvarp Geirs H. Haarde:
Níu milljarðar króna
í landbúnaðarstyrki
Utanríkisþjónustan
1,7 milljarðar
í rekstur
sendiráða
FJÁRLÖG Sendiráðum Íslands er
ætlaður 1,7 milljarður íslenskra
króna í fjárveitingar á næsta ári
samkvæmt fjárlagafrumvarpi
fjármálaráðherra. Það er 174,4
milljónum króna eða 11,4% hærra
framlag en á síðasta ári.
Fastanefnd Íslands hjá Sam-
einuðu þjóðunum og aðalræðis-
maðurinn í New York fá hæsta
fjárveitingu, 143,9 milljónir
króna. Það er litlu minna en á síð-
asta ári. Þrjú sendiráð til viðbótar
fá yfir hundrað milljónir í fjár-
veitingar. Það eru sendiráðin í
París, Brussel og Tókíó.
KÁLFUR
Greiðslur samkvæmt skuldbindandi samn-
ingum nema 7,4 milljörðum króna. Hald-
ast svipaðar næstu ár.
SAMFÉLAGIÐ Manndrápum hefur
fjölgað hér á landi undanfarin ár
og nálgast nú sama hlutfall og
þekkist á Norðurlöndunum og víð-
ar í Evrópu. Þetta er álit Helga
Gunnlaugssonar,
afbrotafræðings og
prófessors í félags-
fræði. Hann segir
tíðni manndrápa
hafa aukist eftir
lok sjöunda áratug-
arins. Hann segir
að jafnaði sé um
eitt til tvö mann-
dráp á ári. Einstaka ár hafi glæp-
irnir orðið fleiri.
Helgi segist ekki sjá breyt-
ingu á eðli manndrápa. „Yfirveg-
uðum og kaldrifjuðum morðum
hefur ekki endilega fjölgað held-
ur virðast flest manndráp ein-
kennast af vímutengdum átökum
eða árekstrum milli aðila sem
þekkjast og enda með hörmuleg-
um afleiðingum.“ Í ljósi atburð-
arins á Klapparstíg segir Helgi
gerendur í mörgum manndráps-
málum fyrri ára verið úrskurðað-
ir með persónuleikatruflanir án
þess þó að vera ósakhæfir.
En hvað veldur þessari háu
tíðni manndrápa á síðustu árum?
Helgi segir að tengsl séu vegna
breytinga á innri og ytri um-
hverfi samfélagsins. Þéttbýlis-
myndun höfuðborgarsvæðisins
hafi verið hröð og mikil aukning
mannfjölda á stuttum tíma.
Tengsl manna á milli hafi í kjöl-
farið orðið ópersónulegri. Þá sé
Ísland komið í hringiðju alþjóða
umhverfis. Hingað streymi er-
lend áhrif í formi fíkniefna eða
fjölmiðla. Þessir þættir myndi
baksvið þessara aukningar.
Ef takast á að sporna við þess-
um alvarlegu glæpum segir Helgi
að bregðast verði við í þremur
þáttum; félagslegum-, réttarfars-
legum- og heilbrigðisþáttum. Í
flestum tilfellum sé um brotalamir
að ræða hjá geranda og aðstæður
oftar en ekki bágbornar. Þar komi
félagsleg úrræði til kastanna. Það
sama eigi við ef einstaklingurinn
eigi við persónuleikatruflun að
stríða, sem ekki sé óalgengt í t. d.
manndrápsmálum. Auka verði úr-
ræði í heilbrigðismálum bæði hvað
snertir þá sem eiga við geðræn
vandamál að stríða og sérstaklega
gagnvart langt leiddum fíklum.
Síðast en ekki síst verði málsmeð-
ferð opinberra mála að vera skil-
virk og ekki dragast á langinn.
kolbrun@frettabladid.is
Tíðni manndrápa
hærri nú en áður
Háa tíðni manndrápa má rekja til innri og ytri umhverfisbreytinga í samfélaginu er álit Helga
Gunnlaugssonar afbrotafræðings. Óttast viðvarandi ástand hvað varðar tíðni manndrápa á Íslandi.
HELGI GUNNLAUGSSON
Helgi segir að sérstakt átak verði að gera í að auka tíðni upplýstra mála hvort sem um sé að ræða innbrot eða ofbeldi til að efla réttarör-
yggi borgaranna. Hann álítur að oft sé tilhneiging til að skoða afbrotavandann í einangrun og oftar en ekki eingöngu í ljósi hertra refs-
inga. Ef afbrot upplýsast ekki sé hins vegar tómt mál að tala um hertar refsingar. Fyrir utan að þungir dómar hafi ekki sýnt sig að draga
úr ítrekun brota auk þess sem þeir eru mjög dýrir fyrir samfélagið.
Yfirveguðum
og kald-
rifjuðum
morðum
hefur ekki
endilega
fjölgað
Minningarsafn um HalldórLaxness á Gljúfrasteini
fær 44,6 milljónir króna sam-
kvæmt fjárlagafrumvarpi
næsta árs. 24 milljónir eru
vegna reksturs, 18 milljónir
stofnframlag.
Veitt verður 69,1 milljónarkróna framlag til Tollgæsl-
unnar á Keflavíkurflugvelli
vegna aukins eftirlits í kjölfar
hryðjuverkanna í Bandaríkjun-
um. Samskonar framlag var
veitt á fjárlögum þessa árs.
Kostnaður stjórnvalda vegnaþingkosninga næsta vor er
áætlaður 43,1 milljón króna. Að-
allega vegna starfa landskjör-
stjórnar.
Gert er ráð fyrir að 21 millj-ón króna sparist við það að
ríkislögreglustjóraembættið
taki við skyldum Almannavarna
ríkisins. Útgjöldin lækka sam-
kvæmt fjárlagafrumvarpi úr
41,4 milljónum króna í 20,2
milljónir.
Virgin Mobile gengur vel
í Bretlandi:
Tvær millj-
ónir við-
skiptavina
LUNDÚNIR, AP Breska fjarskipta-
fyrirtækið Virgin Mobile, sem er
í eigu auðjöfursins Richard Bran-
son, hefur sett sölumet með því
að eignast tvær milljónir við-
skiptavina á innan við þremur
árum. Fyritækið Virgin Group á
flugfélagið Virgin Atlantic
Airways auk þess sem það býður
upp á lestarþjónustu í Bretlandi
og á fjölda tónlistarverslana.
Fáir höfðu trú á að pláss væri
fyrir fleiri fjarskiptafyrirtæki á
markaðinum er Virgin Mobile
var stofnað í nóvember árið 1999.
1500 manns nú starfa hjá fyrir-
tækinu í Bretlandi og hefur það
yfir að ráða 4,25% hluta af fjar-
skiptamarkaðinum.
Samfylkingin Reykjavík:
Prófkjör
samþykkt
PRÓFKJÖR Fulltrúaráð Samfylking-
arinnar í Reykjavík samþykkti að
efna til sameiginlegs flokksvals
fyrir bæði Reykjavíkurkjördæm-
in vegna alþingiskosninganna í
vor. Valið fer fram 9. nóvember
og verður kosið í átta sæti. Kosn-
ingarétt hafa félagsmenn í Sam-
fylkingunni í Reykjavík og þeir
sem ganga í flokkinn fyrir lok
kjörfundar 9. nóvember. Átta
efstu menn geta valið í hvoru
kjördæminu þeir taka sæti á
lista, sá efsti fyrst og síðan koll
af kolli.
ORÐRÉTT
BRÚÐUHEIMILIÐ
Þeir sitja bara prúðir og stilltir
meðan fjármálaráðherrann kenn-
ir þennan óskapnað við sólskin.
Garðar Sverrisson, formaður Öryrkja-
bandalagsins um fjárlagafrumvarpið. DV,
2. október.
STURLUNGA Í VESTURKJÖR-
DÆMI
En fjórum góðum þingmönnum
ættum við þó að geta náð með því
að Sturla falli út.
Vestfirðingur sem byrjaður er prófkjörs-
baráttu. DV, 2. október.
ER EKKI BANKASTRÆTI
0 LAUST?
Hvar og hvernig
verður Leyniþjón-
usta Íslands hýst í
kerfinu?
Þórunn Sveinbjarnar-
dóttir spyr dómsmála-
ráðherra. Morgunblað-
ið 2. október.