Fréttablaðið - 03.10.2002, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 03.10.2002, Blaðsíða 4
4 3. október 2002 FIMMTUDAGUR HAAG, AP Biljana Plasic, fyrrver- andi leiðtogi Bosníu-Serba, lýsti sig í gær seka um glæpi gegn mannkyninu fyrir stríðsglæpa- dómstól Sameinuðu þjóðanna í Haag. Plavsic var meðal helstu forsvarsmanna Serba í Bosníu meðan stríðið þar stóð árin 1991- 95. Að stríðinu loknu tók hún við af Radovan Karadzic sem for- seti serbneska lýðveldisins í Bosníu. Í yfirlýsingu frá Plavsic seg- ist hún vonast til þess að með því að játa sig seka geti hún hjálpað Serbum til þess að sættast við nágrannaþjóðir sínar og jafn- framt endurheimta virðingu sína þegar fram líða stundir. Plavsic gaf sig sjálf fram við stríðsglæpadómstólinn í ársbyrj- un 2001. Hún er eina konan sem dreginn hefur verið fyrir dóm- inn. Alls hefur dómstóllinn gefið út ákæru á hendur 77 Serbum, Króötum og Bosníu-Múslimum. Þar af ganga 22 ennþá lausir. Meðal þeirra eru Serbarnir Radovan Karadzic og Vlatko Mladic. Frá því dómstóllinn tók til starfa hafa átta sakborningar játað sig seka. Meðal þeirra er Goran Jelesic, sem hlaut 40 ára fangelsisdóm eftir að hafa játað sig sekan um stríðsglæpi.  Biljana Plasic, fyrrverandi leiðtogi Bosníu-Serba: Játar sig seka um glæpi gegn mannkyni STRÍÐSGLÆPARÉTTARHÖLD Í BEINNI ÚTSENDINGU Í ríkjum Balkanskaga er grannt fylgst með gangi mála hjá stríðsglæpastólnum í Haag. Þessi mynd er tekin í Zagreb. AP /H RV O JE K N EZ JÓN BJARNASON Stærstum hluta tekjuafgangs frumvarps á að ná fram með sölu þjónustufyrirtækja. Frumvarpið staðfestir skattatilfærslu: Ýtir undir aukinn mismun FJÁRLÖG „Það er jákvætt ef það stenst að viðskipti við útlönd kom- ast í jafnvægi. Eins ef verðbólgan verður lág. Það tryggir sam- keppnisstöðu atvinnulífsins og eflir kaupmátt,“ segir Jón Bjarna- son, fulltrúi Vinstri-grænna í fjár- laganefnd, um fjárlagafrumvarp- ið. Hann segir þó umtalsverða annmarka á því. „Það kemur fram að skattbyrð- in færist til. Hlutfallsleg skatt- byrði lífeyrisþega og lágtekju- fólks eykst,“ segir Jón. Ennfrem- ur stórhækki tryggingagjald, um fjóra milljarða. Það bitni helst á fyrirtækjum með hátt hlutfall launa, til dæmis fyrirtækja í þjón- ustu og frumvinnslu. „Það sem stendur út af er að velferðarþjónustan heldur hvergi sínum hlut. Það má segja að kjör aldraðra og öryrkja verði helst út undan í stefnu þessarar ríkis- stjórnar. Sömuleiðis heilbrigðis- þjónustan, sjúkrahúsin skera nið- ur þjónustu sína vegna fjár- skorts.“ „Frumvarpið virðist því miður ýta undir aukna mismunum á kjörum fólks í þjóðfélaginu,“ seg- ir Jón. „Við vitum að bilið á milli kjara einstakra þjóðfélagshópa hefur verið að breikka. Við mun- um berjast gegn því.“  FJÁRLÖG „Það er verið að setja fram hluti sem líta afskaplega vel út en það hefur ekki verið tekið á neinu af því sem við vitum að er vandi í kerfinu,“ segir Gísli S. Ein- arsson, fulltrúi Samfylkingar í fjárlaganefnd um fjárlagafrum- varpið sem hann kallar glópagull. „Þó menn segi að það hafi verið tekið á heilbrigðiskerfinu fyrir tveimur árum og það núllað allt út var aðhald ríkisins það ræfilslegt að það hleypti allri skriðunni af stað aftur. Eftirfylgnin og áætl- anagerðin er engin.“ Gísli segir að sá tekjuafgangur fjárlagafrumvarpsins sem ekki er til kominn vegna sölu eigna sé minni en fjárhagsvandinn í vel- ferðarkerfinu. „Það vantar tvo milljarða til sjúkrahúsanna. Það vantar sex hundruð milljónir til dvalarheimila og hjúkrunarheim- ila. Það eru fjölmörg hjúkrunar- heimili í landinu komin að gjald- þroti vegna uppsafnaðs halla. Fjöldi minni framhaldsskóla er í miklum vandræðum.“ Að auki eigi eftir að taka á löggæslu. Þar sé ekkert gert nú.  Ekki tekið á vanda velferðarkerfisins: Glópagull frekar en ábyrg fjárlög GÍSLI S. EINARSSON Þó verulegur tekjuafgangur hafi verið und- anfarin fimm ár fríar það menn ekki frá því að taka á vandamálum. MÆÐRAVERND Nýjar rannsóknir hafa leitt í ljós að hófdrykkja get- ur valdið fósturskaða á með- göngu. Hættan eykst síðan í takt við aukna neyslu að því segir í nýjum bæklingi sem gefin hefur verið út á vegum Áfengis- og vímu- varnarráðs í tengslum við Landlæknisemb- ættið og Mæðra- vernd. Jóna Dóra Kristinsdóttir ljós- móðir hjá Mæðravernd segir að rannsóknir sýni að um leið og fóstrið tengist blóðrás móðurinn- ar fari allt sem hún láti ofan í sig sem leið liggi inn í naflastrenginn yfir í blóðrás fóstursins. Líffæri fóstursins eru ekki nægilega þroskuð til að brjóta niður áfengi og verði því fóstrið fyrir meiri áhrifum en móðirin. „Lengi vel héldu konur að í lagi væri að drekka eitt eða tvö rauð- vínsglös eða bjór. Það var jafnvel talið að það væri fóstrinu hollt. Nýjar rannsóknir sýna hins vegar að regluleg neysla þó svo að hún sé í litlum mæli getur valdið skaða. Börn hafa greinst með hegðunarvandamál og sannað er að slík áfengisneysla á meðgöngu valdi námsörðugleikum hjá börn- um. Í flestum tilfellum koma þessi einkenni ekki fram strax eftir fæðingu heldur smátt og smátt eftir því sem börnin eld- ast.“ segir Jóna Dóra. Ragnheiður Jónsdóttir verk- efnisstjóri hjá áfengis-og vímu- varnarráði bendir á að taugakerf- ið sé í mótun og geti áfengis- drykkja skert hreyfigetu barnsins síðar meir. Það sama eigi við um barn á brjósti. „Sérstaklega er vert að vekja athygli á því að létt vín og bjór eru alveg jafn skaðleg og sterkir drykkir. Mikill mis- skilningur er að aðeins beri að forðast sterka drykki.“ Jóna Dóra segir að konur séu yfirleitt mjög móttækilegar fyrir breyttu lífsmynstri á meðgöngu og geri það sem þær geti til að undirbúa fæðinguna. „Mín reynsla er að þær taki allri leið- sögn mjög vel og séu móttækileg- ar fyrir því að breyta líferni sínu til hins betra,“ segir hún. „Allar rannsóknir sem hafa verið gerðar bera að sama brunni. Áfengi á meðgöngu getur valdið skaða og engin öryggismörk eru þar á. Því er best að sneiða hjá neyslu eða sleppa henni algjörlega. Einnig er sannað að börn kvenna sem neyta áfengis á meðgöngu fæðast létt- ari.“ bergljot@frettabladid.is Ford Focus hefur hlotið frábæra dóma og er nú vinsælasti bíll í heimi. fordfocus Brimborg Reykjavík sími 515 7000 • Brimborg Akureyri sími 462 2700 • brimborg.is Pantaðu núna. Nýr Ford Focus kostar frá 1.495.000 kr. Er hægt að hljóta meiri viðurkenningu? Kjötiðnaðarmenn SláturfélagsSuðurlands gerðu það gott á norrænni fagkeppni kjötiðnaðar- manna, sem haldin var í Herning í Danmörku um helgina. Sendar voru 18 vörur og fengust 11 verð- laun, 3 gullverðlaun, 5 silfurverð- laun og 3 bronsverðlaun. Dag- skráin Aukið atvinnuleysi á næsta ári: Útgjöld aukast FJÁRLÖG Gert er ráð fyrir að út- gjöld atvinnuleysistryggingasjóðs aukist um rúmlega hálfan millj- arð króna á milli ára samkvæmt fjárlögum næsta árs. Ástæðan er fyrirséð aukning atvinnuleysis úr tæpum tveimur prósentum í 2,5%. Áætluð útgjöld atvinnuleysis- tryggingasjóðs í atvinnuleysis- bætur á þessu ári nema ríflega 1,6 milljörðum króna. Gert er ráð fyr- ir að sú upphæð hækki í tæpa 2,2 milljarða króna á næsta ári.  Flugslysanefnd: Fundur um Bretaskýrslu FLUGMÁL Rannsóknarnefnd flug- slysa átti fund í gær vegna skýrslu bresku flugslysasérfræðinganna um Skerjafjarðarslysið. Nefndin fær harða gagnrýni í skýrslunni vegna vinnubragða sinna. Að sögn Þorkels Ágústssonar má jafnvel búast við því að rann- sóknarnefndin skili samgöngu- ráðuneytinu umsögn um innihald skýrslunnar fyrir helgi. „Við fengum skýrsluna í hendur frá samgönguráðuneytinu og við sendum því okkar viðbrögð til ráðuneytisins. Það er verið að ræða það innan nefndarinnar í hvaða formi þessi viðbrögð verða,“ segir Þorkell.  INNLENT Hófdrykkja á með- göngu er vafasöm Nýjar rannsóknir sýna fram á að regluleg hófdrykkja getur valdið skaða á fóstri. Eftirtektarvert er að sannað er að léttvín og bjór valda sama skaða og neysla sterkari drykkja. NÝR BÆKLINGUR Nýr bæklingur um skaðsemi neyslu áfengis á meðgöngu er kominn út. Þar kemur fram að bjór er jafn slæmur og vodka. Athugið að barnið á myndinni tengist ekki áfengi á meðgöngu. Sérstaklega er vert að vekja athygli á því að léttvín og bjór eru alveg jafn skaðleg og sterkir drykkir KJÖRKASSINN Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun frétt.is 13,1% Slæmur 68,1% Er aðbúnaður geðfatlaðra á Íslandi góður, viðunandi eða slæmur? Spurning dagsins í dag: Er nýja fjárlagafrumvarpið gott frumvarp? Niðurstöður gærdagsins á www.frett.is Viðunandi 18,7%Góður SLÆMUR AÐBÚNAÐUR Netverjar eru ósáttir við aðbúnað geðfatlaðra.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.