Fréttablaðið - 03.10.2002, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 03.10.2002, Blaðsíða 12
12 3. október 2002 FIMMTUDAGURBRIMBRETTI STÍGUR ÖLDURNAR Peterson Rosa frá Brasilíu fór fimlega um á brimbretti sínu þegar hann sigraði á Quicksilver Pro mótinu sem fram fór í Hossegor í Frakklandi. Sigurði Jónssyni hefur veriðsagt upp störfum sem þjálfara úrvalsdeildarliðsins FH í knatt- spyrnu. Sigurður hefur aðeins verið eitt ár hjá félaginu en var látinn taka poka sinn eftir slakt gengi í sumar. FH endaði í sjötta sæti deildarinnar og bjargaði sér frá falli í lokaumferðinni. Líklegt þykir að Ólafur Jóhannesson taki við Hafnarfjarðarliðinu. Paolo Di Canio, leikmaður WestHam United, er enn og aftur í sviðsljósinu fyrir hegðunar- vandamál sín. Enska knatt- spyrnusambandið rannsakar nú hvort leikmaðurinn hafi sýnt óviðeigandi hegðun þegar hann fagnaði fyrra marki sínu í leik gegn Chelsea um síðustu helgi. Þá hoppaði hann af kæti fyrir fram aðdáendur Lundúnarliðsins við litla hrifningu þeirra. MOLAR ÍÞRÓTTIR Í DAG 18.00 Seyðisfjörður SS-bikar karla (Höttur - HK) 18.00 Sýn Sportið 18.30 Sýn Heimsfótbolti með West Union 20.00 Sýn Toyota-mótaröðin í golfi 22.30 Sýn Sportið 23.00 Sýn HM 2002 (Argentína - Nígería) KAISERSLAUTERN, ÞÝSKALANDI, AP Miroslav Klose, markahæsti leik- maður Þjóðverja á HM í knatt- spyrnu í sumar, hefur verið settur á sölulista hjá félagi sínu, Kaiserslautern, sem er í neðsta sæti þýsku Bundesligunnar. Fé- lagið hefur átt við mikla fjárhags- erfiðleika að stríða undanfarin misseri og þarf nauðsynlega á meiri peningum að halda. Skuldar félagið um einn og hálfan milljarð króna, meðal annars vegna endur- byggingar knattspyrnuleikvangs síns. Klose hefur þegar verið orðað- ur við ítalska liðið Roma, en for- ráðamenn Kaiserlautern segjast ekki ætla að sleppa hendinni af leikmanninum fyrr en eftir þetta keppnistímabil.  FÓTBOLTI Þormóður Egilsson, fyrir- liði KR í knattspyrnu, var besti leikmaður Símadeildar karla á ný- afstöðnu Íslandsmóti að mati íþróttadeildar Fréttablaðsins. Jök- ull I. Elísabetarson, sem einnig er leikmaður KR, var sá efnilegasti. Þormóður var sannur leiðtogi KR-liðsins í sumar. Hann var bú- inn að leggja skóna á hilluna fyrir tímabilið en sá að sér og sneri tví- efldur til leiks. Hann skoraði glæsilegt mark gegn KA, með þrumuskoti af 35 metra færi. Ell- efta mark hans á ferlinum, þar af sjö á Íslandsmóti. Þormóður tók við Íslandsmeistaratitlinum fyrir hönd KR-liðsins í lok sumars eftir spennandi endasprett á móti Fylki. Jökull I. Elísabetarson var í byrjunarliðinu hjá Íslandsmeist- urunum í öllum leikjum sumars- ins. Hann sýndi frábæra takta á vellinum og ljóst að þar fer mikið efni. Í liði ársins eru fimm leikmenn úr liði Íslandsmeistaranna. Veigar Páll Gunnarsson, Sigurvin Ólafs- son, Kristján Finnbogason og áður nefndir Þormóður og Jökull. Will- um Þór Þórsson, þjálfari KR, er besti þjálfari sumarsins í Síma- deild karla að mati Fréttablaðsins. Fylkir sem hafnaði í öðru sæti á Íslandsmótinu á tvo leikmenn í liði ársins, þá Sævar Þór Gíslason og Finn Kolbeinsson. Grindavík á tvo leikmenn, Ólaf Örn Bjarnason og Grétar Hjartar- son, markahæsta leikmann Ís- landsmótsins. Nýliðar KA, sem höfnuðu í fjórða sæti, eiga einn leikmann, Kristján Sigurðsson og Skagamenn eiga einn, Ellert Jón Björnsson.  FÓTBOLTI Atli Eðvaldsson, lands- liðsþjálfari, hefur valið 18 manna hóp fyrir leikina gegn Skotum og Litháum í undankeppni Evrópu- mótsins. Bjarni Guðjónsson, Stoke City, Bjarni Þorsteinsson, Molde, Heiðar Helguson, Watford, og Helgi Sigurðsson, Lyn, koma inn í hópinn en þeir voru ekki með gegn Ungverjum á Laugardalsvelli í síðasta mánuði. Ríkharður Daðason, hjá Lille- ström, verður fjarri góðu gamni þar sem hann á við meiðsli að stríða. Bræðurnir Bjarni og Jóhannes Karl Guðjónssynir eru báðir í hópnum en eldri bróðir þeirra, Þórður leikmaður Bochum, hlaut ekki náð landsliðsþjálfarans að þessu sinni. Sömu sögu er að segja af Guðna Bergssyni, leikmanni Bolton. Rúnar Kristinsson er leikja- hæsti leikmaður landsliðsins en hann spilar væntanlega 96. lands- leik sinn gegn Skotum laugardag- inn 12. október. Leikurinn gegn Litháum verður háður á Laugar- dalsvelli fjórum dögum síðar.  LOPEZ Claudio Lopez, leikmaður Lazio, berst um boltann við Alessandro Nesta, leikmann AC Milan. Lazio burstaði fyrri leik sinn í Evrópukeppni félagsliða gegn gríska liðinu Xanthi með fjórum mörkum gegn engu. Evrópukeppni félagsliða: Viking tekur á móti Chelsea FÓTBOLTI Síðari leikirnir í fyrstu umferð Evrópukeppni félagsliða í knattspyrnu fara fram í kvöld. Chelsea, lið Eiðs Smára Guðjohnsens, sækir norska liðið Viking frá Stavangri, sem Rík- harður Daðason leikur með, heim. Chelsea sigraði fyrri leik liðanna á Stamford Bridge með tveimur mörkum gegn einu og á Viking því enn góða möguleika á að komast áfram í keppninni. Stabæk, lið Tryggva Guðmundssonar og Mar- els Baldvinssonar, mætir belgíska liðinu Anderlecht á útivelli. Sta- bæk bar sigur úr býtum í fyrri viðureign liðanna með einu marki gegn engu.  AP /M YN D Kaiserslautern í alvarlegum kröggum: Miroslav Klose settur á sölulista Fimm KR-ingar í liði ársins Fréttablaðið hefur valið lið ársins í Símadeild karla. Fimm KR-ingar í liðinu og þjálfarinn. Þormóður Egilsson bestur og Jökull I. Elísabetarson sá efnilegasti. ÞORMÓÐUR EGILSSON Fyrirliði Íslands- meistara KR var besti leikmaður Ís- landsmótsins að mati Fréttablaðsins. LIÐ ÁRSINS HJÁ FRÉTTABLAÐINU MARKVÖRÐUR: Kristján Finnbogason KR VARNARMENN: Kristján Sigurðsson KA Ólafur Örn Bjarnason Grindavík Þormóður Egilsson KR Jökull I. Elísabetarson KR TENGILIÐIR: Sigurvin Ólafsson KR Finnur Kolbeinsson Fylkir Sævar Þór Gíslason Fylkir Ellert Jón Björnsson ÍA FRAMHERJAR: Grétar Hjartarson Grindavík Veigar Páll Gunnarsson KR ÞJÁLFARI: Willum Þór Þórsson KR BESTI LEIKMAÐURINN: Þormóður Egilsson KR EFNILEGASTI LEIKMAÐURINN: Jökull I. Elísabetarson KR MARKVERÐIR Birkir Kristinsson ÍBV Árni Gautur Arason Rosenborg AÐRIR LEIKMENN Rúnar Kristinsson Lokeren Hermann Hreiðarsson Ipswich Helgi Sigurðsson Lyn Lárus Orri Sigurðsson W.B.A. Brynjar B. Gunnarsson Stoke City Heiðar Helguson Watford Arnar Þór Viðarsson Lokeren Eiður Smári Guðjohnsen Chelsea Bjarni Guðjónsson Stoke Marel Baldvinsson Stabæk Jóhannes K. Guðjónsson Real Betis Ívar Ingimarsson Wolverhampton W. Bjarni Þorsteinsson Molde Gylfi Einarsson Lilleström Haukur Ingi Guðnason Keflavík Hjálmar Jónsson Gautaborg RÚNAR KRISTINSSON Fyrirliði íslenska landsliðsins mun væntan- lega spila 96. landsleik sinn gegn Skotum, laugardaginn eftir viku. Atli velur landsliðshópinn: Fjórar breytingar

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.