Fréttablaðið - 03.10.2002, Blaðsíða 16
16 3. október 2002 FIMMTUDAGUR
FUNDIR
12.00 Málstofa í meistaranámi viðskipta-
og hagfræðideildar. Ásmundur
Helgi Steindórsson meistara-
nemi í fjármálum kynnir meistara-
ritgerð sína: Verðmat íslenskra
sjávarútvegsfyrirtækja; Tvær
sjóðstreymisaðferðir til að verð-
meta fyrirtæki.ÝMálstofan fer
fram í kaffistofu Odda, þriðju
hæð. Allir velkomnir meðan
húsrúm leyfir.
16.00 Valgerður Andrésdóttir flytur er-
indi er hún nefnir: Mæði visna
sem módel fyrir HIV á málstofu
læknadeildar. Málstofan fer fram í
sal Krabbameinsfélags Íslands,
efstu hæð.
17.30 Starfs- og fræðsluhópur Sam-
fylkingarinnar um alþjóðleg ör-
yggismál heldur fund á skrifstofu
Samfylkingarinnar í Austurstræti
14, 4. hæð. Gestur fundarins
verður Jón Ormur Halldórsson,
dósent við Háskólann í Reykjavík.
Á fundinum verður reynt að svara
spurningunni Hvað breyttist 11.
september 2001?.
20.00 Fjöll, fólk og þjóðgarðar er titil á
fundi sem haldin verður í Salnum
Kópavogi í tilefni af Ári fjalla. Að-
gangur er ókeypis.
20.00 Franski rithöfundurinn Gabor
Rassov flytur fyrirlestur um
Franska nútíma leiklistí húsa-
kynnum Alliance française, Hring-
braut 121, 3.hæð. Fyrirlesturinn
verður fluttur á frönsku en Guð-
rún Vilmundardóttir mun þýða
samtímis á íslensku og stjórna
umræðum. Aðgangurinn ókeypis.
LEIKSÝNINGAR
20.00 Lífið þrisvar sinnum eftir Ya-
smina Reza er sýnt á Stóra sviði
Þjóðleikhússins.
20.00 Veislan eftir Thomas Vinterberg er
sýnt á Smíðaverkstæði Þjóðleik-
hússins.
20.00 Fullkomið brúðkaup er sýnt í
Loftkastalanum.
TÓNLEIKAR
19.30 Sinfóníutónleikar í Háskólabíói.
David Stern stjórnar hljómsveit-
inni. Einleikari er sellóleikarinn
Torleif Thedéen.
20.00 Fimmtudags-
forleikur verð-
ur á Loftinu í
Hinu Húsinu.
Þar spila
Isidor, sem er
4 manna rokk-
mulningsvél,
og spilar eitur-
hart ný eighties rokk og eins
manns sveitin Tonic sem ætlar að
leika sveimkennt rafpopp af ný
útkominni stuttskífu. Frítt er inn
og aldurstakmark 16 ár.
20.30 Tríó B3 spilar á Jazzhátíð Reykja-
víkur. Tónleikarnir eru á Kaffi
Reykjavík.
21.30 Tónlistin Cornelis Vreeswijk -
Hommage verður flutt á Kringlu-
kránni. Kristján Pétur og Cornelist-
arnir sjá um tónlistarflutning.
22.00 Kvintett Sunnu Gunnlaugsdóttur
spilar á Jazzhátíð Reykjavíkur.
Tónleikarnir eru á Kaffi Reykjavík.
UPPÁKOMUR
20.00 Árlegt Konukvöld Léttt 96,7 er á
Broadway. Boðið verður upp á
ýmis skemmtiatriðið og mun
hljómsveitin Í svörtum fötum
leika fyrir dansi. Öllum kvenkyns
hlustendum Létt 96,7 er boðið.
21.00 Karla og lesbíukvöld Radíó X
verður haldið á Gauki á Stöng.
Hljómsveit kvöldsins er hljóm-
sveitin Ensími, stúlkur frá Gold-
finger koma fram og sýna listir
sínar. Hemmi Feiti þeytir skífum
og kynnir kvöldsins er Úlfar Linn-
et, fyndnasti maður Íslands 2001.
500 krónur inn.
SÝNINGAR
Óli G. Jóhansson sýnir í galleríi Sævars
Karls.
Harpa Karls sýnir á Kaffi Sólon. Sýning-
in stendur til 18. október.
Austurríski ljósmyndarinn, Marielis Seyler
sýnir í Listasal Man, Skólavörðustíg 14.
FIMMTUDAGURINN
3. OKTÓBER
FORNBÆKUR Það er sjálfsagt ekki of-
sögum sagt að Bókavarðan á Vest-
urgötu 17 sé draumaheimur bók-
hneigðra. Þar ægir saman á rúm-
lega 200 fermetrum bókum af öllu
tagi en lager fyrirtækisins telur um
150.000 bækur. Bragi Kristjónsson
stofnaði verslunina árið 1977 í 40
fermetra leiguhúsnæði á Skóla-
vörðustíg 20. „Það þótti hófleg
bjartsýni að stofna fornbókabúð þá,
þegar sex slíkar voru starfandi fyr-
ir“, segir Bragi. Verslunin hefur
hins vegar vaxið jafnt og þétt síðan
og Bragi er sjálfsagt nafntogaðasti
fornbókasali landsins.
„Það var um þetta leyti fyrir 25
árum að pabbi hóf reksturinn og af
því tilefni ætlum við að efna til
risavaxinnar útsölu“, segir Ari
Gísli Bragason, sem hefur tekið
þátt í rekstrinum með föður sínum
síðastliðin sex ár. „Allar bækur
verða seldar með helmings afslætti
og gildir það jafnt um gamlar og
dýrmætar bækur, sem og ódýrar og
nýjar.“
Bragi segir það umhverfi sem
bóksalar starfi í hafa gerbreyst.
„Fyrir 1966 og sjónvarpið þá var
bókin uppi í rúmi hjá fólki. Nú
skríður fólk örþreytt upp í, ör-
þreytt eftir vídeódraslið og skot-
bardagana.“
Hinum dæmigerðu fornbóka-
söfnurum fer fækkandi. Endurnýj-
unin er minni en unga fólkið er að
sækja í sig veðrið. „Þeir gömlu eru
auðvitað dauðir eins og aðrir og
menn byggja ekki lengur upp söfn
upp á 20-30 þúsund bækur. Það er
líka enginn vegur að vera alæta í
dag. Nú kemur fólk meira að leita
að tiltekinni bók og spyr mikið um
þessar helvítis sjálfshjálparbækur.
Hér áður vildi fólk þjóðleg fræði,
skáldsögur og kvæði. Nú snýst
þetta allt um kynlífshjálp á prenti
og ævisögur sem eru einnota
drasl.“ Bragi segir þó kvæðið sem
betur fer vera að sækja í sig veðrið
og eftirspurnin eftir ljóðabókum sé
töluvert meiri en fyrir nokkrum
árum.
Hvað viðskiptavinahópinn
snertir segir Bragi allt litrófið
koma við í búðinni. „Páll Pétursson
var hérna í morgun, Halldór Blön-
dal kemur reglulega og Davíð kíkir
meira að segja inn þegar honum
líður illa og fær smá félagslega að-
stoð. Svo koma konur hingað og
klaga karlana sína og morðingjar
eru alltíðir gestir.“ Þá er viðskipta-
vinahópurinn erlendis stór og mik-
ið berst af fyrirspurnum frá stofn-
unum og söfnurum, ekki síst í
gegnum heimasíðu verslunarinnar,
www.bokavardan.is.
Útsalan hefst á morgun og
stendur til 14. október. Verslunin
verður einnig opin um helgar á
meðan gullmolarnir eru seldir á
hálfvirði.
thorarinn@frettabladid.is
Fornbækur
á hálfvirði
Bragi Kristjónsson fagnar 25 ára afmæli Bókavörðunnar með stórút-
sölu á fornbókum. Hann hefur litlar áhyggjur af framtíð bókarinnar
og segir verslun af þessu tagi vel geta gengið sé henni sinnt. Landsfeð-
ur jafnt sem glæpamenn leggja leið sína í Bókavörðuna og sækja þar
hugarró í afslöppuðu andrúmslofti.
BRAGI KRISTJÓNSSON
„Þessar ævisögur eru kláðabókmenntir. Fólk klæjar í að lesa þetta og klæjar svo enn meira þegar það er búið.“
Michael Jadi. 14 ára. Nemi.
Slipknot. Ég hlusta bara á rokk.
ARI GÍSLI BRAGASON
„Menn koma hingað líka til að slaka á
og stoppa í svona 2-3 tíma. Setjast fyrst
niður og spjalla, skoða sig svo um og setj-
ast niður aftur.“
HVAÐA GEISLADISK
HLUSTAÐIR ÞÚ Á SÍÐAST?
Hvaða geisladisk hlustaðir
þú á síðast?
1
METSÖLULISTI
2
3
4
5
6
7
8
9
10
METSÖLULISTI ERLENDRA BÓKA
HJÁ PENNANUM-EYMUNDSON
JACKDAWS
Ken Follett
THE ASSOCIATE
Philip Margolin
ENVY
Sandra Brown
THE VORPAL BLADE
Colin Forbes
LAST LIGHT
Andy McNab
ISLE OF DOGS
Patricia Cornwell
THE VETERAN
Frederick Forsyth
THE OATH
John Lescroart
VALHALLA RISING
Clive Cussler
BLOOD AND GOLD
Anne Rice
Metsölulistinn:
Nasistar og
blóðsugur
BÆKUR Íslenskir spennufíklar hafa
treyst á Ken Follett árum saman
og hann virðist ekki bregðast
þeim fremur en endranær og vin-
sælasta erlenda bókin hjá Pennan-
um-Eymundson þessa vikuna er
bókin hans Jackdaws sem greinir
frá heilmiklum hasar í kringum
innrásina í Normandí árið 1944.
Hinn fornfrægi blaðamaður og
rithöfundur Frederick Forsyth,
sem sjálfsagt er þekktastur fyrir
sögur sínar af Degi Sjakalans og
ODESSA skjölunum er í góðu
stuði í fimm mögnuðum smásög-
um í bókinni The Veteran. Vamp-
írumamman Anne Rice er ný á
listanum með enn eina vampíru-
krónikkuna, Blood and Gold. Þessi
segir frá 2000 ára gamalli þung-
lyndri blóðsugu frá hinni fornu
Róm. Hún er í 10 sæti eins og er
og miðað við blóðþorsta lands-
manna má ætla að hún sé á upp-
leið.
Matreiðsluþættir Nigellu Law-son, Nigella bites, hafa farið
sigurför um heiminn og meðal
annars notið mikilla vinsælda á
Íslandi. Nigella hefur þegar gefið
út fjórar matreiðslubækur og
fengið mikið lof fyrir, en þessi
bók er sú fyrsta sem tengist sjón-
varpsþáttunum beint. Ólíkt svo
mörgum af hinum svonefndu
„sjónvarpskokkum“ miðar Nigella
uppskriftir sínar ævinlega við
venjuleg heimili en ekki eldhús
veitingahúsa og því höfða réttir
hennar til almennings. Hún bind-
ur sig ekki við neina ákveðna
stefnu í eldhúsinu heldur gerir
hún spennandi mat hvaðanæva úr
heiminum að sjálfsögðum kosti.
NÝJAR BÆKUR
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/B
IL
LI
TÓNLIST Svíinn Thorleif Théeden er
einleikari á tónleikum Sinfóníu-
hljómsveitar Íslands sem hefjast
klukkan 19.30 í Háskólabíói í
kvöld. Théeden leikur meðal ann-
ars sellókonsert í D-dúr, eftir
Jósef Haydn en auk hans eru
Hugleiðingar um íslensk þjóðlög
(Musik über islandische
Volksmelodien), eftir Franz
Mixa, Andante cantabile, eftir
Pjotr Tsjajkovskíj og svíta úr
Eldfuglinum eftir Ígor Stravin-
skíj á efnisskrá tónleikanna.
Thedéen er einn af virtustu
hljóðfæraleikurum Norðurlanda.
Hann vakti alþjóðlega eftirtekt árið
1985, þegar hann vann þrjár af virt-
ustu sellókeppnum heims á sama
árinu. Síðan hefur hann haldið tón-
leika um allan heim. Thedéen leik-
ur reglulega með öllum helstu
hljómsveitum Norðurlanda.
Bandaríski hljómsveitarstjórinn
David Stern stjórnar hljómsveit-
inni í kvöld. Hann lærði hljómsveit-
arstjórn í heimalandi sínu en hefur
verið búsettur í París undanfarinn
áratug. Stern er jafnvígur á óperu-
tónlist og sígild hljómsveitarverk.
Hann tók við starfi listræns stjórn-
anda Fílharmóníuhljómsveitarinn-
ar í Siegen í Þýskalandi árið 1995,
og var á síðasta ári ráðinn aðal-
gestastjórnandi óperunnar í Rúðu-
borg.
Sinfóníutónleikar:
Sænskur snillingur
leikur á selló
THORLEIF THÉEDEN
Sellóið sem hann leikur á var smíðað
af David Techler árið 1711.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T