Fréttablaðið - 03.10.2002, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 03.10.2002, Blaðsíða 15
15FIMMTUDAGUR 3. október 2002 MINORITY REPORT kl. 8 XXX kl. 5.20, 8 og 10.40 AUSTIN POWERS kl. 5.50 ONE HOUR PHOTO kl. 10.30 Sýnd kl. 6.20, 8.30 og 10.40 Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.10 SÍMI 553 2075 PÉTUR OG KÖTTURINN 2 kl. 6AUSTIN POWERS kl. 6, 8 og 10 Sýnd kl. 6, 8 og 10 Sýnd kl. 8 og 10.15HAFIÐ kl. 3.40, 5.45, 8 og 10.15 VIT433 LILO OG STITCH m/ísl. tali kl. 4 VIT 429 SERVING SARA 5.50, 8 og 10.10 VIT435 Forsýnd kl. 8 VIT 444 Sýnd kl. 4 og 6 VIT 441 Þættirnir í nýjustu Friends-sjónvarpsþáttaröðinni verða ögn lengri en verið hefur. Fram- leiðendur þátt- anna ákváðu að lengja hvern þátt um tvær mínútur til að rýma til fyrir fleiri aug- lýsingum. Sýning þáttanna hófst í Bandaríkjunum í síðustu viku. Talið er að um sé að ræða síðustu Friends- þáttaröðina sem tekin verður upp. Bandaríska kvikmyndastofn-unin hefur ákveðið að heiðra leikarann Michael Cane fyrir störf sín. Við at- höfnina, sem haldin verður á AFI-hátíðinni í Los Angeles 17. nóvember, verður Cane tekinn í við- tal á uppi á sviði. Því næst verður nýjasta mynd hans, „The Quiet American“ sýnd gestunum. Caine hefur ver- ið lofaður í hástert af gagn- rýnendum fyrir frammistöðu sína í myndinni, sem frumsýnd verður í Bandaríkjunum á annan í jólum. Talið er að nýjasta kvikmyndítalska sprelligosans Roberto Benigni, „Pinocchio,“ eigi eftir að setja aðsóknarmet á Ítalíu þegar hún verður frumsýnd 11. október. Myndin verður sýnd á 30% kvikmyndatjalda Ítalíu, eða í 860 sölum. Myndin er byggð lauslega á sögunni um spýtu- strákinn Gosa. Roberto Benigni sló fyrst í gegn með Óskarsverð- launamyndinni „La vita é bella“ fyrir fimm árum síðan. Uppi eru sögusagnir í Banda-ríkjunum um að leikararnir Jennifer Lopez og Ben Affleck hafi trúlofað sig. Lopez vakti mikla athygli nýverið er hún mætti í viðtal í útvarpsþætti með forláta dem- antshring á fingrinum. Lopez segir hins vegar að samband henn- ar við Affleck sé ennþá á óform- legu nótunum. Ætli þau að giftast þurfa þau að bíða til 26. janúar vegna skilnaðarsáttmála Lopez við Cris Judd, fyrrverandi eigin- mann sinn. Leikarinn Jake Gyllenhaal,sem lék meðal annars í kvik- myndinni „October Sky,“ segist vera orðinn þreyttur á orðrómi um að hann sé byrjaður með Star Wars-leikkonunni fögru, Natalie Portman. „Við erum bara vinir,“ sagði Gyllenhaal í nýlegu viðtali. Nýjasta mynd hans heitir „The Good Girl.“ Á meðal mótleikara hans í myndinni er „vinurinn“ Jennifer Aniston. SJÓNVARP Heimildarmynd sem fjallar um útlitsbreytingar Mich- ael Jacksons sló öll fyrri áhorfs- met bresku sjónvarpsstöðvarinn- ar Five (áður Channel 5) þegar hún var sýnd á sunnudagskvöldið síðasta. Heimildamyndin heitir „Michael Jackson’s Face“ og rek- ur söguna og allar breytingarnar sem orðið hafa á poppstjörnunni í gegnum árin. Talið er að um 4,2 milljónir manna hafi safnast fyrir framan tækin til þess að horfa á þáttinn. Samkvæmt því sem kom fram í þættinum er talið að Jackson hafi fyrst farið í lýtaaðgerð í kringum 1980. Hann á líka að hafa byrjað að taka inn lyf sem lýsa upp húð hans snemma á níunda áratugin- um. Aðspurður segist Jackson þjást af sjaldgæfum húðsjúkdómi sem drepur litafrumur hans. Hann heldur því einnig fram að hann hafi einungis farið í eina lýtaaðgerð til þess að laga nef sitt. Þátturinn þótti sanna annað.  Heimildamynd um Jackson slær áhorfsmet: Lýtaaðgerðir poppkóngsins áhugaverðar MICHAEL JACKSON Ófáa þyrstir í að skilja af hverju hinn þræl- myndarlegi Michael Jackson tók þá ákvörðun að breyta sér í þann föla skugga af sjálfum sér sem hann er í dag.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.