Fréttablaðið - 03.10.2002, Blaðsíða 9

Fréttablaðið - 03.10.2002, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 3. október 2002 debenhams S M Á R A L I N D WALLIS peysa 5.900 kr. WALLIS skyrta 4.590 kr. WALLIS toppur 5.500 kr. Útgeislun... Persónulegur stílisti Ókeypis persónuleg þjónusta án nokkurra skuldbindinga. Ráðgjöf um val á brjóstahöldurum Um 70% kvenna nota ranga stærð brjóstahaldara. Fagfólk okkar ráðleggur þér um rétt val, ókeypis og án skuldbindinga. Gjafainnpökkun Gjöfinni þinni pakkað inn í glæsilegar umbúðir. Auk þess eru í boði frábær tilboð í öllum deildum verslunarinnar. Verðið kemur þægilega á óvart! er spurning um hugarfar - og réttu fötin til a› l‡sa flví. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S D EB 1 87 91 09 /2 00 2 FLUGMÁL Rannsóknarnefnd flug- slysa í Danmörku hefur sent frá sér stutta frumskýrslu um atvikið sem varð þegar farþegavél frá flugfélaginu Jórvík féll stjórn- laust í flugi við Grænland í ágúst. Flugvélin var í leiguflugi með grænlenska sjómenn frá Keflavík til vesturstrandar Grænlands. Rannsóknarnefndin segir að áhöfn vélarinnar hafi beðið um leyfi til að hækka flugið upp fyrir ský þegar vélin var skammt frá Kúlúsúk á austurströndinni. Níu mínútum síðar hafi vinstri hreyfilinn byrjað að hökta. Vélin hafi fallið til vinstri og tapað hæð. Áhöfnin hafi þá óskað eftir að lendingarleyfi í Kúlúsúkk. Rannsóknarnefndin segir að vinstri hreyfillinn hafi síðan hætt að ganga „að hluta“. Flugmennirn- ir hafi átt í erfiðleikum með að stýra vélinni. Loks hafi hún steypst stjórnljóst niður í um 700 metra hæð þar sem tókst að hemja hana að nýju. Þá hafði vél- in tapað yfir 3.300 metra hæð.  Steypiflug Jórvíkur við Grænland: Danir skila frumskýrslu STJÓRNSÝSLA Sturla Böðvarsson samgönguráðherra hyggst senda frá sér yfirlýsingu í dag vegna skýrslu bresku flugslysasérfræð- inganna um Skerjafjarðarslysið. Að sögn Jakobs Fals Garðars- sonar, aðstoðarmanns samgöngu- ráðherra, ætlar ráðuneytið ekki að bíða álitsgerða frá Flugmálastjórn og Rannsóknarnefnd flugslysa áður en það gefur yfirlýsingu sína um skýrsluna. „Við erum ekki sérstaklega að bíða eftir því. Við fengum skýrslu Bretanna í morgun. Hún vekur óneitanlega upp ýmsar áleitnar spurningar. Við höfum verið að fara yfir skýrsluna og ýmislegt annað þessu máli tengdu,“ segir Jakob Falur. Aðspurður segir Jakob Falur samgönguráðuneytið ekki hafa átt samtöl við Flugmálastjórn eða Rannsóknarnefnd flugslysa. „Við höfum aðeins sent þetta til nefnd- arinnar og Flugmálastjórnar og beðið um umsögn þeirra. Það gef- ur auga leið að bæði Flugmála- stjórn og rannsóknarnefndin þurfi nokkurn tíma til að fara vandlega ofan í þessa skýrslu,“ segir hann.  Aðstoðarmaður samgönguráðherra: Bretar vekja ýmsar áleitnar spurningar STURLA BÖÐVARSSON Þess er vænst að samgönguráðherra gefi í dag yfirlýsingu um skýrslu bresku flugslysa- sérfræðinganna um Skerjafjarðarslysið. JERÚSALEM, AP „Heilli kynslóð palestínskra barna er neitað um rétt sinn til þess að njóta menntun- ar,“ sagði Pierre Poupard, fulltrúi UNICEF, sem er Barnahjálp Sam- einuðu þjóðanna. Útgöngubann og vegatálmar sem Ísraelsmenn hafa komið upp á Vesturbakkanum hafa þau áhrif að 226.000 palestínsk börn geta ekki sótt skóla og 9.300 kennarar komast ekki til vinnu sinnar. Þetta er nærri fjórðungur allra barna sem búa á Vesturbakkanum og Gazasvæðinu. Einna verst er ástandið í Nablus, stærstu borginni á Vesturbakkan- um. Þar hafa sumir foreldrar brugðið á það ráð að kenna börnum sínum heima eða senda þau í bráða- birgðaskóla í nágrenninu. Í sumum bæjum á Vesturbakk- anum er útgöngubanni reyndar aflétt um stundarsakir dag hvern til þess að gera börnunum kleift að fara í skóla. Foreldrar eru þó marg- ir hverjir hræddir við að senda þau út á göturnar þar sem ísraelskir hermenn og skriðdrekar eru nánast á hverju horni.  Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna gagnrýnir Ísraelsher: Heilli kynslóð barna neitað um menntun ÚTGÖNGUBANNI MÓTMÆLT Á þriðjudaginn brutu hundruð barna í Nablus gegn útgöngubanni Ísraelshers til þess að mótmæla banninu. AP/LEFTER IS PITAR AKIS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.