Fréttablaðið - 11.10.2002, Side 2

Fréttablaðið - 11.10.2002, Side 2
2 11. október 2002 FÖSTUDAGUR ERLENT fordmondeo Keyrðu ... og upplifðu Brimborg Reykjavík sími 515 7000 • Brimborg Akureyri sími 462 2700 • brimborg.is Pantaðu núna. Nýr Ford Mondeo kostar frá 1.995.000 kr. Komdu og keyrðu nýjan Ford Mondeo. Vertu undir það búinn að vilja ekki láta hann frá þér. ÖNGÞVEITI Í SVÍÞJÓÐ Enn á ný slitnaði upp úr stjórnarmyndun- arviðræðum Jafnaðarmanna og Umhverfisflokksins í Svíþjóð. Umhverfisflokkurinn hafnaði á miðvikudag lokatilboði Jafnaðar- flokksins, sem vill stuðning Um- hverfisflokks og Vinstriflokks fyrir minnihlutastjórn sína. LÖGMAÐUR REKINN Hollenski lögmaðurinn Michael Vladimiroff var rekinn frá stríðsglæpadóm- stól Sameinuðu þjóðanna í Haag. Vladimiroff átti að gæta hags- muna Slobodans Milosevic, fyrr- verandi forseta Júgóslavíu, en sagðist telja víst að Milosevic fengi dóm. FRAMBOÐ Kristján Pálsson, alþing- ismaður mun skipa fyrsta sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Suður- kjördæmi, samkvæmt þeim hug- myndum sem uppstillingarnefnd kjördæmisráðs flokksins ræðir nú. Uppstillingarnefndin þingaði í gærkvöld þar sem tillögur að skipan fjögurra efstu sæta listans voru settar fram. Samkvæmt þeim mun Drífa Hjartardóttir, al- þingismaður skipa annað sætið, Guðjón Hjörleifsson, fyrrverandi bæjarstjóri í Vestmannaeyjum það þriðja og Árni Ragnar Árna- son, alþingismaður það fjórða. At- hygli vekur að Kjartan Ólafsson alþingismaður, er ekki meðal fjög- urra efstu manna samkvæmt þessum hugmyndum. Heimildir blaðsins herma að uppstillingarnefnd reyni að vinna þessum tillögum fylgi. Ef menn telja að sterkari leiðtogi en Krist- ján Pálssson finnist fyrir flokkinn í Suðurkjördæmi er hugmyndin sú að hann færist niður um sæti, ásamt þeim Drífu og Árna Ragn- ari. Guðjón Hjörleifsson mun eft- ir sem áður skipa þriðja sæti list- ans. Mjög skiptar skoðanir eru um hvort þörf sé á stekari leiðtoga eins og það er orðað en margir hafa að undanförnu verið nefndir. Þeirra á meðal Geir H. Haarde, Þorsteinn Pálsson, Einar Oddur Kristjánsson, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Árni M. Mathiesen. Öll hafa hins vegar hafnað hugmyndinni.  KRISTJÁN PÁLSSON Líklegur til að vera í fyrsta sæti. Uppstilling sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi: Tillaga um Kristján Pálsson í fyrsta sætið Bankasalan: Fundi frestað STJÓRNMÁL Halldór Blöndal, for- seti Alþingis, sagði í viðtali á Stöð 2 að skoðun Ríkisendurskoð- unar á störfum einkavæðingar- nefndar eigi ekki að hafa áhrif á væntanlega sölu á stórum hlut í Landsbankanum. Það er þvert á það sem Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra sagði á Al- þingi. Össur Skarphéðinsson gekk á Valgerði og svaraði hún því til að engin sala yrði fyrr en að Ríkisendurskoðun ljúki sinni vinnu. Heimildir blaðsins herma að samningaviðræðum um söluna hafi verið frestað fram í næstu viku vegna ágreinings sem uppi er um framgang hennar.  Vátryggingamiðlun: Ísvá á barmi gjaldþrots VIÐSKIPTI Vátryggingamiðlunin Ísvá rambar á barmi gjaldþrots, en talið er að skuldir fyrirtæks- ins séu á annað hundrað milljónir króna. Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að núverandi stjórn og framkvæmdastjóri hafi fundað sleitulaust undanfarna mánuði til að reyna að koma rekstrinum í rétt horf. Boðaður hefur verið hluthafa- fundur í fyrirtækinu í næstu viku, þar sem ákvarðanir um framtíð félagsins verða teknar. Ísvá hefur lagt leyfi sitt til vá- tryggingamiðlunar inn til við- skiptaráðuneytisins. Í fréttatil- kynningunni segir að það hafi engin áhrif á þá viðskiptasamn- inga sem Ísvá hf. hefur miðlað og haft milligöngu um. Stjórn Ísvá hf. hefur gert tímabundið sam- komulag við Tryggingu og ráð- gjöf hf. um þjónustu við við- skiptavini Ísvár.  VERÐKÖNNUN Bónus var í 24 tilvik- um af 27 með lægsta grænmetis- verðið samkvæmt nýrri könnun verðlagseftirlits ASÍ. Í tveimur tilvikum fékkst ekki viðkomandi vara hjá Bónus. Munurinn á hæsta og lægsta verði var í 13 til- fellum meiri en 100% og þar af í sex tilvikum meiri en 150% og mestur á blaðlauk eða 354%. Ell- efu-ellefu var oftast með hæsta verðið eða í 13 tilvikum, Tíu-ell- efu og Strax komu næst, en í 6 til- vikum var verðið hæst hjá þeim. ASÍ kannaði grænmetisverð í 12 verslunum á höfuðborgar- svæðinu þann 2. október. Minnst- ur er munur á hæsta og lægsta verði 9% á hótellauk og aðeins í 7 tilvikum af 27 er munurinn undir 50%. Síðasta grænmetiskönnun sambandsins var framkvæmd 19. júní. Þegar hver verslun fyrir sig er skoðuð og niðurstaðan frá 19. júní borin saman við nýju könnun- ina kemur í ljós að verðið hefur breyst í flestum verslunum. Mis- jafnt er milli tegunda og verslana hvort verð hefur hækkað eða lækkað frá síðustu könnun.  MIKILL VERÐMUNUR Munurinn á hæsta og lægsta grænmetis- verði var í 13 tilfellum meiri en 100% samkvæmt könnun ASÍ. Allt að 354% verðmunur á grænmeti: Verslun Bónus ódýrust Eyrarbakki og Stokkseyri: Pósturinn hættir Bæjarstjórn Árborgar segir Ís- landspóst ætla að leggja af póst- þjónustu á Eyrarbakka og Stokks- eyri. Bæjarstjórnin segist munu beita sér gegn þessu af fremsta megni. „Samkvæmt upplýsingum sem bæjarstjórn hefur undir höndum stendur til af hálfu Íslandspósts að gera breytingar á póstþjónust- unni á Eyrarbakka og Stokkseyri frá og með næstu áramótum. Einnig er staðan sú að starfsmað- ur Íslandspósts á Stokkseyri læt- ur af störfum vegna aldurs og ekki stendur til að ráða nýjan starfsmann,“ segir í bókun bæjar- stjórnarinnar frá í gær.  Utanríkisráðherra: Braut ekki jafnréttislög DÓMUR Utanríkisráðherra braut ekki jafnréttislög þegar hann skipaði Jóhann R. Benediktsson í embætti sýslumanns á Keflavík- urflugvelli. Þetta er niðurstaða Hæstaréttar sem hnekkti þar með dómi undirréttar. Kolbrún Sæv- arsdóttir, sem líka sótti um, stefn- di ríkinu og voru henni dæmdar 2,3 miljónir króna í bætur. Meirihluti hæstaréttar, þrír dómarar af fimm, taldi að sjónar- mið utanríkisráðherra við veit- ingu embættisins hefðu verið eðli- leg og málefnaleg, umsækjendum hefði ekki verið mismunað eftir kynferði. Ríkið var því sýknað af kröfum Kolbrúnar. Minnihluti hæstaréttar áleit að skipa hefði átt Kolbrúnu í starfið enda fáar konur í stétt sýslumanna.  BYRGIÐ Mikil óvissa ríkir um fram- tíð Byrgisins, meðferðarheimili, sem starfrækt hefur verið í Rockville við Sandgerði. Guð- mundur Jónsson, forstöðumaður Byrgisins, segir að í upphafi hafi verið gerður tveggja ára leigu- samningur við utanríkisráðuneyt- ið um aðstöðuna. Fimmtán millj- ónir króna áttu að duga til að standsetja húsin og gera þau hæf til stafseminnar. „Við vorum varla komnir inn þegar við þurftum að setja 20 milljónir í rafmagn og hitaveitu. Þá þurfti að láta teikna húsnæði upp á nýtt því þau þóttu ekki sam- ræmast íslenskum reglugerðum. Fyrr en varði var ég kominn í byggingarframkvæmdir upp á 80 milljónir krónur.“ Guðmundur segist hafa verið samningslaus í tvö ár. Hann fái engin svör frá ut- anríkisráðuneytinu nema að yfir- vofandi sé að þeir þurfi jafnvel að fara frá Rockville. Byrgið hefur, samkvæmt upp- lýsingum frá félagsmálaráðuneyt- inu, ekki verið með þjónustu- samning vegna óvissu um framtíð rekstursins í Sandgerði. Fram til þessa hefur verið gert ráð fyrir fjárframlögum úr fjárlögum auk viðbótafjárupphæðar úr fjárauka- lögum, í kringum 20 milljónir króna. Kristján Pálsson alþingismað- ur kom með fyrirspurn á Alþingi um stöðu Byrgisins og hverjir væru ábyrgir fyrir skuldasöfnun meðferðarheimilisins. „Það mátti skilja orð utanríkisráðuneytisins þannig að framtíð Byrgisins yrði í Rockville. Verði svo ekki verður ráðuneytið að koma að lausn máls- ins,“ sagði Kristján í samtali við Fréttablaðið. Samkvæmt upplýsingum frá Agli Heiðari Traustasyni, aðstoð- armanni utanríkisráðherra, hefur verið skipaður samráðshópur um framtíð Byrgisins. Hann á sæti í þeim hópi ásamt fulltrúa frá fé- lagsmála- og heilbrigðisráðuneyt- inu. Hann segir enga niðurstöðu komna í málið. Hann viðurkenndi að kappkostað yrði að starfsemi Byrgisins héldi áfram þó svo að flytja þurfi frá Rockville. Stefnt væri að því að samráðshópurinn kæmi saman sem fyrst svo hægt verði að fá lausn mála. kolbrun@frettabladid.is GUÐMUNDUR JÓNSSON Guðmundur segir að af þeim fjárupphæðum sem komið hafi frá ríkinu frá því árið 1996 hafi 2,5 milljónir farið í beinan rekstur. Tugir milljóna hafi endað í byggingarframkvæmd- um. Enn berist kröfur frá utanríkisráðuneytinu um hinar ýmsu lagfæringar þrátt fyrir óvissu um framtíð Byrgisins á Rockville-svæðinu. Óvissa ríkir um framtíð Byrgisins Óvissuástand ríkir um hvort Byrgið verði áfram í Sandgerði. Guðmundur Jónsson segir 80 milljónir krónur hafa farið í viðhald og lagfæringar á húsnæðum. Enginn þjónustusamningur gerður. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B IL LI Sjávarútvegsfyrirtæki borga best: Um 680.000 í meðallaun VIÐSKIPTI Sjávarútvegsfyrirtækið Bergur-Huginn ehf. í Vestmanna- eyjum borgar hæstu launin að meðaltali eða um 680 þúsund krónur að meðaltali á mánuði, samkvæmt úttekt Frjálsrar versl- unar. Gullberg ehf. á Seyðisfirði kemur þar næst, en þar eru launin um 610 þúsund á mánuði. Alls eru átta af þeim tíu fyrir- tækjum sem borga hæstu launin sjávarútvegsfyrirtæki. Hin tvö eru Eignarhaldsfélag Alþýðu- bankans ehf. sem borgar að með- altali 495 þúsund krónur í laun og Kaupþing banki hf. sem borgar um 435 þúsund.  BANDARÍKJAÞING Bush má beita hervaldi gegn Írak. Bandaríkin: Þingið leyfir hervald STRÍÐ Fulltrúadeild bandaríska þingsins samþykkti í gær að veita George W. Bush forseta leyfi til að beita hervaldi í Írak. Leyfið er háð því að Sameinuðu þjóðunum mistakist að fá Íraka til að afvopn- ast. Alls samþykktu 296 ályktun- ina, en 133 greiddu atkvæði gegn henni. Sex repúblíkanar greiddu atkvæði gegn tillögunni en 215 með henni. Hins vegar greiddu 126 demókratar atkvæði gegn til- lögunni en 81 með henni. 

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.