Fréttablaðið - 11.10.2002, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 11.10.2002, Blaðsíða 22
22 11. október 2002 FÖSTUDAGUR VEÐUR Það er alger óþarfi að láta rign-ingu slá sig út af laginu um helgina. Betra er að nota tækifær- ið og velta sér upp úr vatni. Fara út að ganga í rigningu til dæmis, ganga jafnvel í næstu sundlaug og fá sér sundsprett. Drekka vatn á meðan horft er á landsleikinn. Leigja síðan snilldarmyndina Singing in the Rain. Njóta sumsé lífsins í helgarrigningunni. Ástæðan fyrir því að við erumsamankomnir enn og aftur er útgáfa fimmtíu laga geisladisks, „Það skánar ekki úr þessu,“ segir Helgi Pétursson sem er eins og kunnugt er einn meðlima Ríó tríó sem stofnað var árið 1967 og hefur verið eitt ástsælasta tríó landsins. Í tilefni útgáfunnar verða haldnir tónleikar í Salnum í Kópavogi í kvöld og á morgun. Í Kópavogi eru einmitt æsku- slóðir hans og Ólafs Þórðarsonar. „Leiðir okkar Óla lágu saman þeg- ar við voru níu ára og hann flutti í húsið við hliðina á mér. Óli var alltaf gutlandi á gítar og saman hlutstuðum við á Kanann og Radíó Lúxemborg. Við vorum ófeimnir við að syngja og rödduðum. Svo sungu mæður okkar mikið og kenndu okkur alls konar lög.“ Þeg- ar komið var í framhaldsskóla seg- ir Helgi hlutina hafa tekið á sig aðra mynd. „Óli var alltaf að draga að sér menn og spila. Það var meiri tilviljun að ég lenti í þessu og end- aði með því að ég keypti mér kontrabassa. Þótti ómögulegt að standa bara og syngja. Fyrir þann tíma hafði ég aldrei leikið á hljóð- færi og er spilamennska mín í besta falli umdeild. En einhvern veginn hefur mér tekist að hanga með,“ segir Helgi og hlær. Helgi segir að með geisladiskn- um fylgi mikill fróðleikur og myndir sem bæði hafi birst opin- berlega og úr einkasafni. Þeir fé- lagar hafi síðan rifjað upp tilurð laganna og minningarbrot tengd- um þeim. „Ein sagan sem við rifj- uðum upp var í kringum laga- syrpuna Ástarsaga. Þetta er sjö mínútna löng syrpa sem hefst á „Hann var á leiðinni á ball...“. Yfirbragð tónleikanna verður einfalt segir Helgi. Leikin verði í kringum þrjátíu lög og kappkostað að ná upp gamalli stemmingu.  Helgi Pétursson stígur á stokk í Salnum í kvöld og annað kvöld ásamt félögum sínum í Ríó tríó. Persónan Það skánar ekki úr þessu Rannveig Guðmundsdóttir á íharðri baráttu við Guðmund Árna Stefánsson um efsta sætið á lista Samfylkingarinnar í Suðvest- urkjördæminu. Hún hefur verið talsmaður Samfylkingarinnar í umræðum um tillögu flokksins um að kanna ástæður þess að matar- verð er 70% dýrara hér en í lönd- um ESB. Fá mál hafa vakið eins mikla athygli í upphafi þings. Fyr- ir bragðið hefur Rannveig verið mjög áberandi í öllum fjölmiðlum. Guðmundur Árni mun hins vegar hafa talið sig svo öruggan að hann fór í síðbúið frí með eiginkonu sinni, forseta bæjarstjórnar í Hafnarfirði. Stuðningsmenn Rann- veigar hrósa happi og segja ferða- lag Guðmundar alvarlegan mis- reikning á stöðunni og framganga Rannveigar í matarverðsmálinu hafi gjörbreytt stöðu hennar til hins betra. Heiðnar konur verða áberandi ínóvemberhefti Mannlífs ása- trúarmönnum og -konum til mikill- ar ánægju. Rætt verður við val- kyrjurnar Jónínu Kristínu Berg, allsherjargoða, Láru Jónu Þor- steinsdóttur, leikskóla- og sérkenn- ara, Guðrúnu Magnúsdóttur, lista- konu og skáld, Grétu Hauksdóttur, nema í hönnun og Heiðrúnu Bergs- dóttur nema í þjóðfræði. Blaðakon- an galvaska Jóhanna Harðardóttir tók viðtölin við heiðnu konurnar sem lýsa viðhorfum sínum til lífs- ins í fjörugu spjalli. Ásatrúarfólk hefur hingað til ekki lagt sig fram um að halda trú sinni og lífsskoð- unum að öðrum en í fréttabréfi fé- lags þeirra er heiðingjum bent á að láta blaðið ekki fram hjá sér fara og „endilega að láta það liggja frammi fyrir sem flestra augum því þessar konur séu skrautfjöður í hatt heiðni á Íslandi.“ JARÐARFARIR 13.30 Ásdís Þóra Kolbeinsdóttir, Dals- byggð 4, Garðabæ, verður jarð- sungin frá Garðakirkju. 13.30 Guðný Magnúsdóttir, Bergstaða- stræti 65, Reykjavík, verður jarð- sungin frá Hallgrímskirkju. 13.30 Jóhann Benediktsson, Eyrarlandi, Eyjafjarðarsveit, verður jarðsung- inn frá Kaupangskirkju. 13.30 Jón Már Þorvaldsson, prentari, verður jarðsunginn frá Grafarvogs- kirkju. 13.30 Martina Erna Sigfriedsdóttir, Hamrabergi 24, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fella- og Hólakirkju. 14.00 Sigríður Ingibjörnsdóttir frá Flankastöðum, Sandgerði, verður jarðsungin frá Útskálakirkju. 15.00 Anna Ingadóttir, Hlíðarhúsum 3, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju. 15.00 Kristján Albertsson, Jófríðar- staðavegi 10, Hafnarfirði, verður jarðsunginn fá Hafnarfjarðarkirkju. 15.00 Sveinbjörg Sverrisdóttir, Brekku- stíg 33, Njarðvík verður jarðsungin frá Bústaðakirkju. ANDLÁT Kjartan Þórir Elíasson, Suðurbraut 8, Hafnarfirði, lést 4. október. Útförin hefur farið fram. FÓLK Í FRÉTTUM TÍMAMÓT MEÐ SÚRMJÓLKINNI Að gefnu tilefni skal tekið fram að læknar hyggjast ekki hætta að ávísa hormónum til kvenna. Friðsælt verður því enn um sinn. Leiðrétting Allt í gildi! ekkert brudl- afsláttur við kassann Úrbeinaðar ferskar kjúklingabringur Verð nú Merkt verð 2025 1316kr.kg kr. Ferskir kjúklingaleggir Verð nú Merkt verð 519kr.kg kr.799 T ilb oð in gi ld a í da g, fö st ud ag eð a á m eð an bi rg ði r en da st L a n d lis t Kjúklingar á góðu verði! Opnum klukkan tíu! Opið til hálf átta í kvöld SAGA DAGSINS 11. OKTÓBER Leiðtogafundurinn í Höfða hófstárið 1986. Hann stóð í tvo daga. Þar ræddu Ronald Reagan, Banda- ríkjaforseti, og Mikhail Gorbatsjov, leiðtogi Sovétríkjanna, um afvopn- unarmál. Margir telja að fundurinn hafi valdið straumhvörfum í samn- ingum um fækkun kjarnorkuvopna. Við forsetakjör í Sameinuðuþingi árið 1988 gerðist það í fyrsta skipti í 1000 ára sögu Alþing- is að kona var kosin forseti þess. Það var Guðrún Helgadóttir. Sal- ome Þorkelsdóttir og Valgerður Sverrisdóttir voru kjörnar varafor- setar. Þetta er búið núna,“ segir Guð-mundur Jónsson, gítarleikari Sálarinnar, og er greinilega í besta skapi því hláturinn hans lifir vel og lengi. „Ég ætla að halda upp á af- mæli mitt í fyrsta skipti síðan ég var lítill strákur. Ég hef aldrei haldið upp á stórafmæli áður. Ég ætlaði heldur ekki að gera það núna en svo var lagt hart að mér þannig að ég ákvað að prófa. Ég ætla að bjóða vinum, fjölskyldu og bransanum.“ Þótt ótrúlegt megi virðast segir Guðmundur aðal ástæðu þess að hann hafi ekki haldið afmælisveisl- ur hingað til vera að honum finnist óþægilegt að vera miðpunktur at- hyglinnar. Hann segir að síðasta veisla honum til heiðurs hafi verið fermingarveislan hans. „Það er kannski skrítið miðað við að maður vinnur við að standa uppi á sviði fyrir framan fleiri hundruð manns og spila. Ég myndi bjarga mér óæfður uppi á sviði með gítar. En þegar þrír menn koma saman og ég er í „fókusnum“ fer mér að líða illa. Það stendur svo vel á núna að mig langaði til þess að halda veislu. Ég vona bara að einhver mæti.“ Veislustjóri verður Jakob Frí- mann Magnússon og útilokar Guð- mundur ekki að hann endi uppi á sviði, eins og venjulega. Eða eins og hann orðar það sjálfur; „Það verður allt morandi í tónlistarfólki þarna. Þegar menn eru komnir með í annan fótinn þá kitlar í spilafingurna.“ Það er hvorki að sjá né heyra á Guðmundi að honum finnist aldur- inn sem lóð á herðum sér. „Mér líð- ur miklu betur núna en þegar ég varð þrítugur. Ég held að ég hafi sjaldan verið eins kraftmikill, hress andlega og líkamlega og núna.“ Hann hefur líka fulla ástæðu til þess að brosa sínu breiðasta. Sálin er líklegast á hátindi síns ferils, ef miðað er við stærðargráðu þeirra verkefna sem sveitin tekst nú á við. Sveitin leikur með Sinfóníu- hljómsveit Íslands dagana 22. og 23. október. Borgarleikhúsið frum- sýnir síðan söngleikinn „Sól & Mána“ sem byggður er á tveimur síðustu breiðskífum þeirra. „Mað- ur heldur bara þessari ákveðni eins og þegar maður var ungur maður. Svo er vonandi kominn reynsla og þroski í spilin líka. Ég reyni að feta þessa mjóu línu. Það er bara gaman að lifa,“ segir Guð- mundur Jónsson, afmælisbarn dagsins, brosandi út að eyrum. biggi@frettabladid.is AFMÆLI Fyrsta afmælisveislan í langan tíma Guðmundur Jónsson gítarleikari og aðallagahöfundur Sálarinnar hans Jóns míns er fertugur í dag. Hann ætlar að bregða af áralöngum vana og halda afmælisveislu í kvöld. GUÐMUNDUR JÓNSSON Getur ekki falið sig á bak við Stefán Hilmarsson söngvara í kvöld. Af hverju varð ljóskan svonaglöð þegar hún gat klárað púsluspilið sitt á sex mánuðum? Það stóð „2-4 ára“ á kassanum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B IL LI FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B IL LI HELGI PÉTURSSON Helgi segir þá Ríó-menn alla tíð hafa lagt áherslu á að fá gott efni. Þeir hafi verið sérstaklega lánsam- ir og umvafnir góðu fólki.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.